Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 20

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 Valur sigraði erkHjandann Fram ERKIFJENDURNIR í íslenzkum kvennahandleik undanfarin af, Fram og Valur mættust f 1. deild Islandsmðtsins á laugardaginn. Að venju var um jafna viðureign að ræða en Valsstúlkurnar voru sterkari á endasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur, 11:9, og þar með tvö dýrmæt stig. En víst er að oftast áður hafa þessi tvö félög sýnt betri handknattleik en I þetta skipti. Manni virðist fslenzkur kvennahandknattleikur vera f lægð um þessar mund- ir, áhuginn fyrir honum er alla vega f lágmarki eins og sézt bezt á þvf, að einungis 15 manns keyptu sig inn í Laugardalshöllina til að sjá viðureign þessara tveggja beztu handknattleiksliða kvenna undanfarin ár. Leikurinn var afspyrnulélegur í byrjun, taugaveiklun hrjáði bæði liðin og hver vitleysan rak aðra. Meðal annars fóru tvö vítaköst forgörðum á fyrstu mfnútunum, fyrst skaut Björg Guðmundsdóttir, Val, í þverslá úr víti og stuttu sfðar varði Sigurbjörg Valsmarkvörður vítakast Oddnýjar Sigsteinsdóttur. Þar var ekki fyrr en á 12. minútu að ísinn var brotinn. Þá skoraði Guðríður Guðjónsdóttir fallegt mark og kom Fram yfir 1:0. Valsstúlkurnar svöruðu fljótlega fyrir sig og komust síðar yfir 3:2. En Framstúlkurnar gerðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og höfðu því yfir 5:3 í hálfleik. Framstúlkurnar gerðu fyrsta mark seinni hálfleiks og var staðan þá orðin 6:3. Miðað við framvindu leiksins fram að þessu, átti maður ekki von á öðru en Framstúlkurnar myndu hafa vinninginn. En svo fór ekki, Valsstúlkurnar tóku sig heldur betur á og tókst smám saman að saxa á forskot Fram. Með hverju marki sem þær skoruðu efldust þær bæði í vörn og sókn. Skoruðu þær þrjú síðustu mörkin í leiknum á 10 síðustu mínútum hans, og á sama tíma börðust þær grimmileg í vörninni og tókst að koma f veg fyrir að Framstúlkurnar skoruðu. Endaði leikurinn 11:9, og íslandsmeistarar Fram máttu bíta í það súra epli að tapa. Valsstúlkurnar sýndu í þessum Ieik að það þarf ekki að gefa upp vonina þótt illa líti út í um tíma. Umskiptin vilja vera skjót i íþróttum, eins og átti sér stað í þessum leik. Þær léku illa til að byrja með en þegar þær fóru að eygja sigurvon efldust þær mjög og börðust grimmt. Náðu þær sfnum bezta leikkafla í lokin og má segja að þær hafi barizt vel fyrir þessum sigri. Hjá Val voru þær beztar Ragnheiður Lárusdóttir, Harpa Guðmundsdóttir og Sigurbjörg markvörður, en Ágústa Dúa Jónsdóttir kom sterkt út f lokin. Valsliðið er skipað sterkum einstaklingum en samt hefur maður oft áður séð sterkara Valslið en þetta. Sigrúnar Guðmundsdóttur er greinilega saknað, en þessi okkar bezta handknattleikskona á seinni árum mun eiga við meiðsli á strfða. Það sama má segja um Framliðið, maður hefur oft séð það sterkara en að þessu sinni og lokakaflinn var herfilegur. Langbeztan leik áttu þær Guðríður Guðjónsdóttir, Bergþóra Ásmundsdóttir og Kolbrún markvörður. Guðríður er ein sú skotfimasta í islenzkum kvennahandknattleik um þessar mundir, en hana skortir hreyfanleik. Mörk Vals: Ragnheiður Lárusdóttir 4(2v), Harpa Guðmundsdóttir 3, Ágústa Dúa Jónsdóttir 2, Björg Guðmundsdóttir 1 og Björg Jónsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 5(lv), Bergþóra Ásmundsdóttir 2, Oddný Sigsteinsdóttir 2(lv). Dómarar voru Björn Kristjánsson og Óli Olsen og dæmu þeir ágætlega. —SS. Þórsstúlkurnar sigruðu Víking KVENNALIÐ Þórs á Akureyri virðist ætla að spjara sig vel f 1. deildinni. Fyrir jól kom liðið suður og gerði sér lftið fyrir og sigraði FII. Og á laugardaginn kom Þór suður til Reykjavfkur á nýjan leik. Lék liðið hér tvo leiki um helgina, sigraði Vfking á laugardaginn og tapaði naumlega á sunnudaginn fyrir Ármanni. Reyndar má segja að Þórsstúlkurnar hafi verið jafnnálægt því að tapa stigi til Víkings og ná stigi af Ármanni. Þór hafði yfirhöndina allan leikinn á móti Víkingsstúlkunum, þegar þessi tvö lið mættust íLaugardalshöllinni á laugar- daginn. Þegar minna en 10 mínútur voru eftir var staðan 12:7 Þórsstúlkunum i vil en á þessum síðustu minútum fór allt í baklás hjá Þor á sama tíma og Víkingsstúlkurnar sóttu mjög í sig veðrið. Náðu Víkingsstúlkurnar að skora 6 mörk á móti 2 hjá Þórsstúlkunum, staðan var orðin 14:13 og allt gat gerst. En fleiri urðu mörkin ekki og það rikti að vonum gleði í herbúðum Þórs í leikslok. Lokastaðan sem sagt 14:13 eftir að staðan hafði verið 6:4 í hálfleik, Þórsstúlk- unum í vil. Gæði handknattleiksins, sem liðín sýndu, voru vægast sagt f lágmarki. Uppistaðan í báðum liðum eru ungar og reynslulitlar stúlkur, sem vafalaust eiga eftir að taka miklum framförum ef þær leggja rækt við íþróttina. Lið Þors hefur á að skipa betri skyttum en Víkingsliðið og einnig var markvarzla liðsins betri. Auður Dúadóttir stóð í markinu allan tímann og varði vel, og aðrar athuglisverðar leikkonur hjá Þór voru þær Soffía Hreinsdóttir, sem hefur alla tilburði til að verða hörku vinstrihandarskytta og Magnea Friðriksdóttir, en hún var grimm bæð í í vörn og sókn. Hjá Vikingi var Ástrós Guðmundsdóttir markhæst, en flest marka hennar voru úr vftum. Mikið skyttuefni er í liði Víkings, Inga Bernódusdóttir. Hún var í strangri gæzlu allan tímann og skoraði aðeins eitt mark. Spilið er lipurt hjá Víkingi, en ógnun lítil. Bæði lið léku þokkalegasta varnarleik. Svipmynd frá leik Vfkings og Þórs. Jóhanna Magnúsdóttir reynir að brjótast f gegnum vörn Þórs. Fjær má sjá Ingu Bernódusdóttur. Mörk Vfkings: Ástrós Guðmundsdóttir 6(4v), Heba Hallsdóttir 2, Ragnheið- ur Guðmundsdóttir 2, Anna Björnsdóttir 1, Inga Bernódusdóttir l(lv) g Jóhanna Magnúsdóttir 1. Mörk Þórs: Sofffa Hreinsdóttir 8 (5v), Magnea Friðriksdóttir 3, Sigríður Sigurðardóttir 2, Steinunn Einarsdóttir 1 mark. Dómarar voru Jón Friðsteinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og áttu þeir rölegan dag. .... en reynsluleysi varð þeim að falli gegn Armanni SEGJA má með sanni að reynsluleysið hafi kostað Þórsstúlkurnar stig á móti Ármanni f Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Staðan var jöfn, 10:10, aðeins 30 sekúndur eftir og Þórsstúlkurnar með boltann. I stað þess að láta tfmann líða, var reynt ótfmabært skot sem mistókst og æsingurinn í Þórsstúlkunum var svo mikill að helmingurinn af liðinu gleymdi að hlaupa f vörnina. Ármannsstúlkurnar brunuðu upp og Guðrún Sigurþórsdóttir tryggði Ármanni sigur, 11:10, með marki 15 sekúndum fyrir leikslok. Þessi leikur var eins og aðrir leikir, sem undirritaður sá í 1. deild kvenna um helgina, af lakari gerðinni. Þórsstúlkurnar voru ekki eins sprækar og í fyrri leiknum gegn Víkingi og lið Ármanns er ekki nema svipur hjá sjón miðað við undanfarið ár. Nokkrir af máttarstólpum þess hafa hætt iðkun handknattleiks og ungar stúlkur eru komnar í þeirra stað. Þórsstúlkurnar höfðu yfir til að byrja með, skoruðu tvö fyrstu mörkin. En síðan kom ekkert mark hjá þeim i langan tíma á meðan Ármann skoraði fimm, og í hálfleik var staðan 5:3. Seinni hálfleikurinn var miklu jafnari og hefði jafntefli verið réttlátust úrslit. Þórsstúlkurnar höfðu til þess alla möguleika að ná öðru stiginu eins og að framan greindi, en glopruðu tækifærinu á hinn klaufalegasta hátt. Guðrún Sigurþórsdótir, helsta skytta Ármanns, var í strangri gæzlu allan leikinn. Lék hún inn á línu og náði ser ekki á strik fyrr en I seinni hálfleik, þegar hún gerði 5 mörk. Var Guðrún bezt í liði Ármanns ásamt Magneu Magnúsdóttur markverði. Þá átti Erna Lúðvíksdóttir ágætan leik. Hjá Þór var Soffía Hreinsdóttir mest ógnandi, en hennar var vel gætt. Þórsstúlkurnar léku mikið inn á línuna og fengu mörg vítaköst og nýtti Anna Halldórsdóttir þau flest. Þá má nefna þær Magneu Friðriksdóttur og Auði Dúadóttur hjá Þór, en þær áttu báðar góðan leik. Mörk Ármanns: Guðrún Sigurþórsdóttir 8 (lv), Erna Lúðviksdóttir 3 (lv), Anna Gunnarsdóttir 2, Sigríður Brynjólfsdóttir 1 mark. Mörk Þórs: Anna Halldórsdóttir 6(5v), Soffía Hreinsdóttir 2, Magnea Friðriksdóttir 2 mörk. Grétar Vilmundarson og Jón Hauksson hlupu í skarðið fyrir einhverja dómaraskussa, sem ekki mættu til leiks, og dæmdu þeir félagar alveg prýðUega. —SS. 12 MARKA FYRIRHAFNARLAUS SIGUR KR KR vann ákaflega auðveldan sigur í leik sínum við Breiðablik í 1. deildar keppni kvenna í handknattleik sem fram fór í Ásgarði í Garðbæ á sunnudag- inn. Það var aðeins fram i miðjan fyrri hálfleik, sem Breiðabliksstúlkurnar héldu í við KR, en siðan var nánast aðeins um eitt lið að ræaða — KR stúlkurnar fengu að gera það sem þeim sýndist og úrslitin urðu í samræmi við það 21—9. Óhætt er að fullyrða að ekkert nema fall 2. deild blasir nú við Breiðabliksliðinu, enda virðist áhugi stúlknanna í algjöru lágmarki. Þannig var ekki nema ein eða tvær til skiptanna í þessum leik, og sumar súlkurnar sem léku leikinn út virðast nánast byrjendur í íþróttinni.l Staðan í hálfleik í leiknum á sunnudaginn var 9—6 fyrir KR og í seinni hálfleiknum skoruðu Breiðsbliksstúlkurnar aðeins 3 mörk gegn 12 mörkum KR. Beztar hjá KR f leik þessum voru þær Hjördís Sigurjónsdóttir og Hansína Melsteð, og báru þær af öðrum stúlkum á vellinum. Einna skást hjá Breiða blik var Sigurborg Daðadóttir. Mörk Breiðabliks: Sigurborg Daðadóttir 5 og Ása Alfreðsdóttir 4. Mörk KR: Hjördfs Sigurjónsdóttir 7, Hansína Melsteð 6, Hjálmfríður Jóhannsdóttir 3, Sigrún Sigtryggsdóttir 2, Svava Sigtryggsdóttir 1, Jónína Ólafsdóttir 1 og Olga Jónsdóttir 1. —stjl. MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977 21 Frá pressuleiknum. Á myndinni til vinstri vippar Björgvin knettinum yfir örn Guðmundsson pressuliðsmarkvörð en á myndínni til hægri eigast þeir Ólafur Einarsson og Konráð Jónsson við. ENN MARGIR ÁGALLAR SEM LAG- FÆRA ÞARF HJÁ LANDSLIÐINU LANDSLIÐIÐ sigraði pressuliSið I handknattleik I seinni leik liðanna að þessu sinni, en sá leikur Upt fram I Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið. 27—18 fyrir landsliðið urðu úrslit leiksins. eftir að landslið- ið hafði haft 5 marka forystu I hálf- leik 15—10. Eftir atvikum verður ekki annað sagt en að þessi sigur landsliðsins hafi verið of stór. Ósamæft pressulið fof illa með góð tækifæri I leiknum, misnotaði t.d. tvö vltaköst. og a.m.k. fimm hraða- upphlaup, sem gáfu góð færi, fóru I suginn. Munurinn á liðunum sem börðust I Laugardaslhöllinni á sunnudagkvöldið var þvl ekki eins mikill og tölurnar segja til um, þótt auðvitað ætti hann að hafa verið það og jafnvel meiri. dÞvi miður verður að segjast að Islenzka landsliðið virkaði ekki nógu sannfærandi I pressuleikjunum tveim- ur — á föstudagskvöld og sunnudag- kvöld. Hjá liðinu voru of margir augljósir ágallar. flestir hinir sömu og komu svo glögglega fram I landsleikj- um við Dani á dögunum Það er til að mynda ekki nógu gott að fá á sig 18—20 mörk I leikjum þar sem and- stæðingurinn er ekki sterkari en pressuliðið var. Hvað verður þá þegar — JANÚS hefur sfefnt að því, allt frá þvf að hann hóf að búa fslenzka landsliðið undir B- heimsmeistarakeppnina f Austur- rfki, að fá hingað pólskt lið sfð- ustu æfingavikuna fyrir utanferð- ina, og nú er allt útlit fyrir að það muni takst, sagði Birgir Björns- son, formaður landsliðsnefndar, f viðtali við Morgunblaðið. — Þegar Janus Cerwinski fór heim í jólafrí sitt hafði hann sam- band við Salsk- meistaralið Pól- verjanna sem lék við FH i Evrópubikarkeppni meistaraliða — og höfðu þeir mikinn áhuga á að koma hingað og dvelja við æf- ingar með islenzka landsliðinu í vikutíma. Með Slask-liðinu munu væntanlega koma hingað nokkrir pólskir landsliðsmenn úr öðrum félögum, þeirra á meðal sennilega hinn frægi markvörður pólska landsliðsins, Gancia, sem að margra dómi er nú bezti hand- knattleiksmarkvörður heimsins. harðari og betri andstæðingi er mætt Þeir misnota ekki færi sln sem pressu- liðið gerði I leikjunum, og þvl þarf meira til þess að vmna þá Hitt er jafn augljóst að sumt er Islenzka landsliðið farið að gera ágætlega — jafnvel eins vel og það hefur bezt gert áður Það sem vekur hvað mest vonbrigði með landsliðið er hversu leikur þess er einhæfur „Taktik" eða „keyrslur" liðs- ins eru ákaflega fáar og tiltölulega auðvelt að sjá við þeim Oft var sáralltil ógnun I spili liðsins. og einu sinni I leiknum á sunnudagskvöldið fékk það meira að segja dæmda á sig töf Það sem öðru fremur bjargað 9 marka sigri yfir pressuliðinu á sunnudagskvöldið var einstaklingsframtak nokkurra leik- manna og tilburðir þeirra, rétt eins og I leiknum á föstudagskvöldið Vafalaust á Landsliðið eftir að ná þvi betur sem það er að æfa I sóknarleiknum, en spruningin er hvort það verður I tæka tið Eftir pressuleikina núna sækirefinn því miður meira að en áður. Varnaleikurinn er eftir sem áður aðalhöfuðverkurinn. og sem fyrr grein- ir geta lansliðsmenn ekki þakkað varnarhæfni sinni það að þeir fengu ekki til muna fleiri mörk á sig I leiknum á sunnudagskvöldið Þar var um að kenna klaufaskap og fljótfærni pressu- — Það er tvímælalaust ómetna- legt fyrir íslenzka landsliðið, ef af þessari heimsókn geti orðið, sagði Birgir Björnsson, — það sem íslenzka landsliðið mun skorta á þessum tíma er keppni við erlend lið, og við gætum varla fengið betra lið til slíkra æfinga en Slask. Þá eru einnig möguleikar á að Janus fengi að hafa hönd I bagga með hvernig þetta lið leik- ur gegn okkar liði, og þannig væri t.d. unnt að finna svör við ýmsu sem við vitum að Austur- Þjóðverjarnir búa yfir. Sem kunnugt er, lcika íslend- ingar í C-riðli keppninnar I Austurríki ásamt Austur- Þjóðverjum og Portúgölum. Tvö lið úr þessum riðli komast áfram í undanúrslit og mæta þar tveimur efstu liðunum úr D-riðli, en þau lið verða að öllum líkindum frá Noregi og Spáni. Birgir var að því spurður hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að „njósna" um lið Noregs og Spánar. liðsmanna Oft opnaðiast vörn lands- liðsins alltof illa, og yfirleitt virtist of mikið fum og pat á leikmönnum Það er þó ekkert efamál að Ólafur H. Jóns- son kemur til að að styrkja vörnina verulega mikið Ólafur virtist ekki taka ýkja mikið á I leiknum á sunnudags- kvöldið, en eigi að slður voru þau ekki mörg mörkin sem komu I gegnum hann Ólafur er greinilega líkamlega sterkari en nokkru sinni fyrr — sann- kallað tröll. og með meiri samæfingu hans og annarra landsliðsmanna ætti nýting hans að geta verið enn betri en líun var I þessum leikjum Hitt er einnig áberandi að Ólafur virðist skotr- agari en hann var hér I gamla daga. — reyndi tæpast að skjóta að utan jafnvel þótt hann fengi tækifæri til þess. Það er landsliðinu tvímæla laust mikið áfall að Árni Indriðason getur að öllum llkindum ekki leikið með þvi I komandi landsleikum og I heims- meistarakeppninni. Má mikið vera ef hann er ekki einmitt sá leikmaður sem liðið sárlega vantar En það er llka jafnvist að fyrir utan landsliðið standa nú mun betri varnarleikmenn en eru I þvi Þar ber t.d að nefna Bjarna Jóns- son Hann er greinilega sterkari og útsjónarsamari varnarleikmaður en flestir þeirra sem skipa landsliðið Má — Tveir af væntanlegum and- stæðingum okkar I B-keppninni, Austur-Þýzkaland og Noregur, taka þátt í hinni svonefndu Baltickeppni, og hefur Janus gegnið frá því að Pólverjar, sem einnig keppa í þessu móti taki leiki þeirra upp á myndsegulband og munum við væntanlega fá það er Pólverjar koma hingað til tveggja landsleikja í janúar. Dag- ana 27.—29. janúar fer svo fram handknattleiksmót í Frakklandi þar sem þátttakendur verða Pól- land, Frakkland, Holland og Spánn og hefur nú verið afráðið að Janus fari og sjái a.m.k. tvo leiki Spánverja i þessu móti. Mun hann væntanlega fara til Frakk- lands 28. janúar og koma aftur 31. janúar. Með þessu móti ættum við að fá allgóða vitneskju um helztu andstæðinga okkar í B-keppninni, en að auki hefur Janus gert ráð- stafanir til þess að fá frekari upp- lýsingar frá löndum sínum, sem taka þátt I umræddu móti. mikið vera ef ekki væri hyggilegt að fá Bjarna til liðs við landsliðið, og þá helzt á kostnað þeirra leikmanna sem verma bekkinn meira og minna hjá liðinu. — Virðast vera I þvl algjör aukanúmer Svo vikið sé að gangi leiksins á sunnudagskvöldið. þá náði landsliðið strax góðri forystu — komst I 6— 1 og stðan 10—4 Pressuliðinu tókst siðan að minnka muninn I þrjú mörk undir lok hálfleiksins er staðan var 1 3— 10. en landsliðið skoraði slðan tvö slðustu mörkin og hafði 5 mörk yfir I hálfleik 15—10 í seinni hálfleik var leikurinn mjög jafn til að byrja með. og um hann miðjan var staðan 18—15 Þá kom mjög slæmur kafli hjá pressuliðinu, Dauðafæri voru misnotuð æ ofan I æ og ekki einu sinni skorað úr vitaköst- um Skoraði landsliðið hvorki fleiri né færri en sex mörk I röð og staðan var þar með orðin 24—15 og úrslitin ráðin Nokkurt ios komst á leikinn undir lokin Landsliðið lék þá um tlma „maður á mann'' vörn. og ekki óskyn- samlegt hjá þvi að bregða sliku fyrir sig. þar sem ekki er ótrúlegt að sllkt geti komið upp I komandi landsleikj- um En þar hafði liðið ekki árangur sem erfiði og liðin skiptust á að skora Eins og I leiknum á föstudagskvöldið var það Geir Hallsteinsson sem bar höfuð og herðar yfir félaga slna I landsliðinu Geir er greinilega I geysi- lega góðu formi um þessar mundir. léttur og harður af sér Verði Geir I þessum ham, þegar mest þarf á að halda má ætla að hann verði erfiður viðureignar fyrir hvern sem er. í lands- liðinu áttu einnig báðir markverðirnu afbragðsgóðan leik á sunnudagskvöld- ið, sérstaklega þó Gunnar Einarsson, sem var inná allan seinni hálfleikinn Tókst honum að loka marki slnu algjör- lega um tima Þá átti Ólafur H. Jónsson einnig ágætan leik á sunnu- daginn Pressuliðið bar þess óræk merki að það var gjörsamlega ósamæft Einmitt þess vegna glötuðust mörg .góð færi og mistök urðu I vörninni Var raunar mesta furða hversu harða mótstöðu þvi tókst að sýna landsliðinu á köflum Bjarni Jónsson var bezti leikmaður pressuliðsins — rak slna menn áfram I vörninni og var auk þess hættulegur I sóknarleiknum Varla vafi að hann átti fremur heima I bláa búningnum en hinum hvita Þá komst Sigurbergur Sigsteinsson vel frá leiknum á sunnu- daginn. einkum I vörninni. svo og Páll Björgvinsson sem greinilega er þó ekki i eins góðu formi og hann var t d I fyrravetur Athygli vakti hjá pressulið- inu ungur piltur úr 3-deildar liði HK, Hilmar Sigurgislason Þar er mikið efni á ferðinni Mörk lansliðsins skoruðu Geir Hallsteinsson 5, Ólafur Einarsson 5 (1 v). Jón Karlsson 4 (2v), Björgvin Björgvinsson 4, Viggó Sigurðsson 3, Ólafur H Jónsson 2. Ágúst Svavarson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 1 Mörk Pressuliðsins: Bjarni Jónsson 4. Hörður Sigmarsson 4 (2v). Jón Pétur Jónsson 3 (1v), Páll Björgvins- son 2. Konráð Jónsson 2. Hilmar Sigurglslason 2. —Stjl. SLASK mun aðstoða víð undirbúning landsliðsins - JANUS FER TIL FRAKKLANDS í „NJÚSNAFERÐ" KA sótti 2 stig til Keflavíkur KEFLVÍKINGAR sýndu sinn bezta leik I 2. deildar keppni islands- mótsins Ihandknattleik á laugar- daginn er KA-liðið frá Akureyri mætti þeim I iþróttahúsinu I Njarðvlk. Þrátt fyrir það urðu Keflvlkingarnir að þola ósigur 21 — 31, eftir að staðan hafði verið 10—8 fyrir KA I hálfleik. Eru Keflvlkingarnir enn eina liðið sem ekki hefur hlotið stig I 2. deildar keppninni til þessa. og verða að teljast llklegir fallkandi datar I 3. deild, enda sennilega ekkert liðanna sem leika I 2. deild sem býr við eins erfið skil- yrði og þeir. Beztu menn Keflavlkurliðsins I þessum leik voru þeir Einar Ás- björn markvörður og Þórir Sigfús- son. í heild lék Keflavlkurliðið skynsamlega og lét knöttinn ganga ágætlega. Hins vegar eru enn of miklir ágallar hjá liðinu til þess að það geti vænst árangurs. Bezti maður KA liðsins var Ár- mann Sverrisson, en Sigurður Sigurðsson, Guðmundur Lárus- son og Jóhann Einarsson áttu einnig góðan leik. MAÐUR LEIKSINS: Ármann Sverrisson, KA. MÖRK KEFLAVÍKUR: Þórir Sigfússon 5, Grétar Grétarsson 4, Guðmundur Jóhannesson 4, Einar Leifsson 3. Magnús Garð- arsson 3. Gunnar Sigtryggsson 2. MÖRK KA: Sigurður Sigurðs- son 10 (3v). Ármann Sverrisson 9, Guðmundur Lárusson 5, Jó- hann Einarsson 4, Hörður Hilm- arsson 1. Hermann Haraldsson 1. Páll Kristjánsson 1 hh"stjl Logi Ólafsson reynir gegnumbrot, en Jóhann Einarsson er vel á verði og nær að stöðva hann. Reynsluleysi kom Stjörnunni í koll MIKIL ákveðni og kraftur Harðar Hilmarssonar og góð markvarzla Magnúsar Gauta í KAmarkinu urðu öðru fremur til þess að KA fór með sigur af hólmi í leik sínum við Garðabæjarliðið Stjörnuna á sunnudaginn. 18—16 fyrir KA urðu úrslit leiksins eftir að Stjarn- an hafði haft tveggja marka for- ystu eftir fyrri hálfleik 10—8. Var það ekki fyrr en um 7 mlnútur voru til leiksloka að norðanmönn- um tókst að ná forystunni, en þá hreinlega lokaði Gauti marki slnu og Hörður skoraði síðan þrjú mörk I röð með harðfylgi sínu. Leikur þessi var hinn skemmti- legasti og vel leikinn af báðum liðum. Hraðinn var mikill og um tfma var einnig óþarflega mikil harka f leiknum — harka sem dómararnir réðu illa við. Þannig fékk t.d. Magnús Teitsson — einn bezti leikmaður Sjörnunnar höfuð- högg f leiknum og gat Iftið verið með eftir það. Veikti fjarvera hans greinilega Sjönuliðið. — Það var ekkert vafamál að Stjörnuliðið er f gffurlegri framför, og það er orðið ótrúlega erfitt viðureignar. Undir lok fyrri hálf- leiksins lék liðið t.d. þannig vörn, að það var nánast ómögulegt að komast f gegn, sagði Hörður Hilmarsson, fyrirliði KA, eftir leik- inn. Gangur leiksins var I stuttu máli sá að KA komst fjótlega f 4—1, en um miðjan hálfleikinn hafði Stjarnan jafnað 4—4. KA komst sfðan aftur yfir f 8—6 en undir lok fyrri hálfleiksins lék Stjarnan vörn eins og hún gerist bezt hjá fslenzk- um liðum, og KA menn komust hreinlega ekkert áleiðis. í seinni hálfleik breytti KA svo sóknarleik sfnum með þeim árangri á Stjörnumönnum gekk verr en áður að verjast, fengu á sig 10 mörk, en skoruðu aðeins sex sjálfir. Beztu menn liðanna voru þeir Hörður Hilmarsson og Magnús Gauti hjá KA, en einnig áttu þeir Ármann Sverrisson og þó sérstak- lega Jóhann Einarsson góðan leik, en Jóhann er ágætur varnarleik- maður. Hjá Stjömunni voru beztir þeir Magnús Teitsson meðan hans naut við, Magnús Andrésson og Gunnar Björnsson. Þá varði mark- vörðurinn, Brynjar Kvaran oft ágætlega. Maður leiksins: Hörður Hilmars son, KA. Mörk Stjörnunnar skoruðu: Gunnar Björnsson 6, Magnús Teitsson 3, Magnús Andrésson 2, Guðmundur Yngvason 2, Viðar Halldórsson 2 og Eyjólfur Braga- son 1. Mörk KA skoruðu: Sigurður Sigurðsson 6 (4v). Hörður Hilmarsson 4, Ármann Sverrisson 4, Jóhann Einarsson 2, Guðmund- ur Lárusson 1. —stjl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.