Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 3 r > Islenzkir skákmenn spurðir álits: Fleiri v ilj a fá ein v í gi Spasskys og Horts tvisvar teflt áöur i þessari keppni, og þá urðu flestar skákir þeirra jafnteflisskákir. Margeir Pétursson: EINS og komiö hefur fram í Morgunblaðinu, hefur Skáksamband íslands ítrekað tilboð sitt um að halda eitt af áskorendaeinvígjunum í skák hér á landi, og i því sambandi boðið háar upphæðir i verðlaun. Og eins og málin standa núna, eru miklar líkur á þvi að einvígi verði haldið hér á landi, annaðhvort einvígi Petrosjans og Korstnojs eða Spasskys og Horts. Morgunblaðið leitaði í gær til nokkurra af okkar sterkustu skák- mönnum og lagði fyrir þá spurninguna: Hvort einvígið viltu að fari fram hér á landi? Kom í ljós, að fleiri vilja fá einvígi Spasskys og Horts, en flestir telja þó feng i því fyrir íslenzkt skáklif að fá hingað einvígi, hvort þeirra sem fyrir valinu yrði. ^ Guð- mundur Sigur* jónsson: Það yrði mikill fengur að fá þessi einvígi til íslands, hvort þeirra, sem yrði fyrir valinu. Það er ekki svo gott að gera upp á milli þeirra, en ég tel þó að einvigi þeirra Spasskys og Horts yrði áhugaverðara fyrir skákunnendur. Guðlaug Þorsteins- dóttir: Ég hef nú ekki velt þessu svo mikið fyrir mér, og ekki er nú beint gott að velja þarna á milli. Ég reikna þó með að ein- vígi þeirra Spasskys og Horts mundi vekja meiri athygli hér lendis, en m.a. eru þeir hvor af sinu þjóðerninu. Það yrði auð- vitað einnig gaman að sjá þá Petrosjan og Kortsnoj þvi þeir eru báðir mjög góðir skák- menn. Gunnar Gunnars. son: Maður er nú ekki lengi að svara þvi, ég vil frekar fá að sjá þá Spassky og Hort. Ég tel ein- vígi þeirra mundu verða miklu líflegra, en þeir tefla að jafnaði heldur skemmtilega. Kortsnoj er þó mjög skemmtilegur skák- maður og teflir ekki síður skemmtilega, en Petrosjan tefl- ir ekki fyrir fjöldann. Ingvar Ásmunds- son: Eg held að einvígi þeirra Spasskys og Horts verði meira spennandi, og öllu athyglisverð- ara, því ég held þá Petrosjan og Kortsnoj líklegri til að gera mikið af jafnteflum. Mest spennandi yrði náttúrulega að sjá þá Spassky og Kortsnoj, en þvi miður þá er ekki kostur á því. Þessari spurningu er fljót- svarað. Ég vil miklu frekar fá Petrosjan og Kortsnoj. Petrosjan er nefnilega minn uppáhaldsskákmaður og það yrði mjög gaman og eflaust lær- dómsrikt að sjá hann hér á íslandi í keppni við Kortsnoj. Það er nú nokkuð erfitt að velja þarna á milli, en ég býst þó við að skáklega séð yrði ein- vígi þeirra Spasskys og Horts skemmtilegra en hitt getur orðið ekki siður spennandi. Ég tel einvígi Spasskys og Horts verða athyglisverðara fyrir hinn almenna skákáhugamann og jafnvel skemmtilegra, en sjálfur mundi ég ekki síður njóta að sjá Petrosjan og Kortsnoj. Að sjálfsögðu vildi ég frekar fá að sjá þá Spassky og Hort tefla einvígi sitt hér á landi í staðinn fyrir þá Petrosjan og Kortsnoj. Þeir fyrrnefndu eru miklu skemmtilegri skákmenn og þvi tel ég að einvígi þeirra yrði meira spennandi. Ég óttast að þeir Petrosjan og Kortsnoj tefli mikið af jafnteflisskákum, en það er einmitz reynslan úr viðureignum þeirra. Þeir hafa Ingi R. Jóhannsson: Jón L. Árnason: Ég vil tvimælalaust fá að sjá þá Petrosjan og Kortsnoj. Ég tel mikla spennu búa yfir því einvigi, ekki sízt með tilliti til þess að Kortsnoj var nýlega að flýja Sovétrikin. En þeir eru einnig erkióvinir og því. mun einvígi þeirra bjóða upp á spennu. Mér finnst eiginlega hitt einvígið ekki koma til greina hér, þeir hafa báðir teflt hér áður, og ég tel þess vegna ásamt ofangreindu meiri ávinning fyrir skákina á fá ein- vígi þeirra Petrosjans og Kortsnojs hingað. Friðrik Ólafsson: Það er erfitt að gera upp á milli þeirra. Þessi einvigi eru bæði athyglisverð, og gætu, hvort um sig, orðið mjög skemmtileg. Menn virðast þó haldnir þeim ótta að viðureign þeirra Petrosjans og Kortsnoj muni er.da með eintómum jafn- Framhald á bls. 25 Júpíter til sölu — tilvalið loðnu- eða fiskileitarskip, segir Tryggvi Ófeigsson MORGUNBLAÐIÐ frétti af þvf f gær, að sfðutogarinn Júpfter væri til sölu. t tilefni af þvf hafði blaðið samband við Tryggva Ófeigsson og spurði hann nánar um söluna á skipinu. Tryggvi Ófeigsson sagði að aug- lýst hefði verið eftir tilboðum i togarann, þar sem hann liggur við Ægisgarð og hefur gert í rúmlega eitt ár. Júpíter sem er 800 tonna skip var keyptur til landsins árið 1957. Hf. Júpiter keypti togarann af Norðfirðingum árið 1960, þá hét hann Gerpir. „Júpiter er úrvals sjóskip og væri tilvalinn sem loðnuskip eða fiskileitarskip" sagði Tryggvi. „Siðan togarinn kom til Reykja- víkur hefur hann verið eitt okkar mesta aflaskip. Síðasta árið, serh hann gekk, hafði hann þrettán hundruð þúsund krónur i lýsis- peninga. En,“ bætti Tryggvi við, „þrálát vélarlosun hefur hamlað rekstri skipsins, síðan það rakst á hafnargarðinn í Þorlákshöfn, með þeim afleiðingum að vélin losn- aði. Júpíter var „klassaður" um mitt ár 1975. Auk þess“ sagði Tryggvi ennfremur, „hefur verið erfitt að manna síðutogarana síðan skuttogararnir komu eins og kunnugt er.“ Morgunblaðinu er kunnugt um marga aðila sem áhuga hafa á þvi að kaupa Júpiter og breyta honum í loðnuskip. Siðutogaran- um Sigurði var breytt í loðnuskip fyrir nokkru með ágætum árangri eins og kunnugt er, svo og standa nú yfir breytingar á siðutogaran- um Víkingi frá Akranesi. Athugasemd i tilefni af grein i Mbl. 31. des. s.l. hefur Björn Vilmundarson óskað að taka fram, að hann hvorki á eða hefur átt verzlunina Antik- húsgögn, Vesturgötu 3, Reykja- vík. Aðstaða bílaskips- ins í Hafnarfirði? Stofnfundur hlutafélagsins á morgun STOFNFUNDUR hlutafélagsins um kaup á bilaskipi hingað til lands verður haldinn á morgun að þvi er Geir Þorsteinsson, for- maður Bilaábyrgðar, tjáði Morgunblaðinu í gær. Hefur hlutafjársöfnun gengið vel und- anfarna daga og stöðugt fleiri, sem hafa óskað eftir að verða meðal stofnenda fyrirtækisins. Hafnfirðingar hafa lýst yfir áhuga á að aðstaða bilaskipsins verði í Hafnarfirði. Einar Th. Mathiesen, formaður hafnar- nefndar í Hafnarfirði, sagði i sam- tali við Morgunblaðið í gær, að viðræður hefðu farið fram um þetta mál. — Við höfum lýst yfir áhuga okkar á þessu rnáli og erum tilbúnir að gera viðunandi bráða- birgðaaðstöðu fyrir skipið fljót- lega, sagði Einar. — Slík aðstaða yrði siðan tekin inn i skipulag hafnarinnar og framtíðaraðstaða sköpuð. Við höf- um í huga ákveðna staði í höfn- inni og því er ekki að neita að suðurhöfnin er liklegust. Þar er nægilegt svæði til að geyma bíla og einnig til að reisa t.d. ryð- varnarstöð, ef það verður gert. Okkur Hafnfirðingum finnst höfnin hér ekki nægilega nýtt og viljum því gjarnan auka fjöl- breytnina með þvi að fá bílaskipið og það sem því fylgir hingað sagði Einar Th. Mathiesen að lokum. Verð á mjölmörkuð- unum styrkist enn MJÖLVERÐ virðist enn fara hækkandi á heimsmarkaði sér- staklega ef menn geta afgreitt það fljótlega. Nýjasta hefti tfmaritsíns Oil World skýrir frá þvi, að nú sé hægt að fá 480—485 dollara fyrir tonnið af fiskimjöli og þá er miðað við 64 til 65 proteineiningar í tonninu. Gunnar Petersen hjá Bernhard Petersen tjáði Morgunblaðinu i gær, að það sfðasta, sem hefða verið selt af loðnumjöli frá íslandi, hefði verið selt á 7 dollara proteineiningin, en í síðustu sölum á undan hefðu fengizt 6.95 dollarar fyrir proteineininguna. Þá væri að likindum hægt að fá eitthvað hærra verð fyrir fiski- mjöl með eitthvað lægra protein- innihaldi. FERÐAMIÐSTOÐINNI Aðalstræti 9, sími 1 2940 og 11 255. H0PFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR 19. feb. — 25. feb. tilefni byggingavörusýningarinnar ' Byggeri for milliarder". Sýning, sem á erindi til allra i byggingaiðnaðinum. Notfærið ykkur þá hagkvæmni, sem hópferð býður upp á. Innifalið í verði er flugfar, gisting, morgunverður, ferðir milli flugvallar og hótels og aðgöngumiði að sýningunni. Verð aðeins kr. 44.600.- buildi COPENHAGEN 19/2-27/2 THE SCANDINAVIAN BUILDING EXHIBITION Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum log ávallt á hagstæðustu fargjöldum sem völ er á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.