Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977
KONURNAR
í LÍFI MAÓS
ÁRÓÐURINN gegn ekkju Maos,
Chiang Ching, hefur verið jafn ill-
skeyttur og áróður hennar sjálfrar
og róttækra fylgismanna hennar var
gegn ýmsum forráðamönnum
flokksins meðan á menningarbylt-
ingunni stóð og eftir að henni lauk.
Þeir, sem fylgst hafa með árásunum
gegn Chiang Ching hafa því varla
komizt hjá því að velta fyrir sér,
hvernig hægt var að virða eigin-
manninn svo mjög en úthúða slðan
ekkjunni svo skömmu eftir lát hans.
Geta hjón verið svo ólík og valdið
svo ólíkum viðbrögðum?
Saga kínverska keisaratímabilsins
á vissulega til fordæmi um ofsóknir
á hendur keisaraekkju. En e t.v.
gerir Hua formaður og stuðnings-
menn hans sér Ijósari grein fyrir
afleiðingum en fordæmum. Stefna
þeirra og stjórnmálaaðferðir hinna
róttæku eru mjög I anda þeirra, er
Maó sjálfur tileinkaði sér I menning-
arbyltingunni. Svo að um leið og
Hua og félagar ráðast á eina ekkju
Maós, gera þeir sér far um að auka
virðingu annarrar.
Þessir atburðir leiða af sér eina
spurningu: Hvernig var sambönd-
um Maós við konur farið? Útlit virð-
ist fyrir að konur hafi verið honum
nauðsynlegar Hann var þrfgiftur og
átti nfu börn, en ekkert þeirra virðist
hafa átt sterk ítök i formanninum.
Það var enginn „elzti sonur" við
jarðarförina. En Maó virðist hafa
gifst af ást, nema e.t.v. hvað snertir
síðustu eiginkonuna, Chiang Ching.
Þar kann stjórnmálametnaður henn-
ar og hrifning Maós af þessari fág-
uðu leikkonu frá Shanghai nokkuð
að hafa blandað málum — og jafn-
vel líka byltingarástríða Chiang
Ching
Konurnar þrjár
Löngum var álitið að Maó hefði
átt fjórar eiginkonur, en þetta er
ekki rétt. Misskilningnum veldur
trúlofun hans, þegar hann var 13
ára, og 19 ára gamallar stúlku.
Þegar stúlka gengur í hjónaband f
Kína, er því gjarnan lýst á þann veg,
að hún sé „að fara að heiman". Ekki
sfzt í gamla Kfna var þetta rétt lýsing
á oft bitrum örlögum — og það sem
meira var, brúðurin varð oftlega
þræll þeirrar fjölskyldu, er hún gift-
ist inn f. Einmitt þetta var það, sem
faðir Maós hafði f huga, þegar hann
skipulagði ráðahaginn. Hann skipti
litlu máli aldursmunur, aðalatriðið
varenn ein hönd á plóginn
En jafnvel sem 13 ára stráklingur
var Maó uppreisnargjarn. Hann
þverneitaði aðeiga stúlkuna og þeg-
ar faðir hans sat fastur við sinn
keup, hljóp Maó að heiman og
neitaði að snúa heim fyrr en trúlof-
uninni hafði verið slitið
Næstu æviár sfn notaði Maó til að
undirbúa sig undir feril á sviði
stjórnmálanna. Hann var þegar orð-
inn ákafur þjóðernisbyltingarsinni
og staðfesta hans á þessum sviðum
fór hönd í hönd með hreinlífisstefn-
unni, sem hann ásetti sér. Engar
sögur fara af vinstúlkum. En hann
fór síður en svo varhluta af þeim
hugmyndum um stöðu konunnar,
sem þegar voru farnar að grafa um
sig í Kína þegar hann var tvítugur.
„Vandamál konunnar" varð bitbein
kynslóða í Kfna.
Ungfrú Chao Wu-chieh á skilið
rúm f hverju þvi sem skrifað er um
Maó og konur. Foreldrar hennar
höfðu skipulagt hjónaband á þann
hátt, sem tfðkaðist en Chao fyrirleit
eiginmanninn tilvonandi, baðst náð-
ar en foreldrarnir voru óhagganleg-
ir. Giftingin átti að fara fram 14
nóvember 1919, en Chao skar sig á
háls í sjálfum brúðarvagninum áður
en úr yrði. Atburðurinn varð blaða-
matur, ólíkt því sem hann hefði
orðið 10—20 árum fyrr og Maó
varð djúpt snortinn af örlögum
Chao. Hann skrifaði 9 blaðagreinar
Chiang Ching: Varla blind af ást.
Mao um það ieyti, sem hann gekk að
eiga fyrstu konuna sína.
um stúlkuna og skoðanir sínar á
kvenréttindum.
Ári sfðar giftist hann Yang Kai-
hui, dóttur prófessors og vinar sfns.
Hún var menntuð og hafði nútfma
skoðanir á stöðu konunnar. Maó var
þá 27 ára gamall
Yang Kai-hui var handtekin af
Kuomintang fyrir að vera kommún-
isti árið 1 928 og tveimur árum sfðar
var hún Ifflátin. Þau höfðu þá eign-
azt tvo syni, en annar þeirra lét Iffið í
Kóreu og hinn, sem lærði verkfræði
f Moskvu,' varð andlega vanheill og
er líklega á hæli, þó enginn viti
hvar. En nafn hans var á einum
kransanna við útför föður hans í
september.
Ekki löngu eftir að Yang Kai-hui
hafði verið handtekin 1 928 fór Maó
að búa með stúlku að nafni Ho
Tze-chen, 18 ára gamalli. Sjálfur
var Maó þá 35 ára. Þau giftu sig
eftir dauða Yang. (Opinberar skýrsl-
ur i Kína segja nú, að fyrri eiginkon-
an hafi verið handtekin 1930). Þau
Brezki greinahöf-
undurinn Richard
Harris veltir fyrir
sér ofsóknunum
á hendur ekkju
Maós og kemst
að þeirri niður-
stöðu, að þær
geti naumast
valdið neinni
undran.
eignuðust fimm börn, eitt þeirra
fæddist á „Göngunni miklu", annað
síðar i Yenan. Sumum barnanna var
komið í fóstur hjá bændafólki á leið
göngunnar. Ho Tze-chen særðist illa
en hélt áfram göngunni til enda, en
fór þá til Moskvu til læknisaðhlynn-
ingar.
Metnaðargjörn
leikkona
Frásögnum kemurekki saman um
hvað gerðist á árunum 1937 til
1940 Það var á þeim árum, sem
Chiang Ching kom til Yenan. Hún
var þá í slagtogi með gömlum elsk-
huga, sem var meðlimur f flokknum
og i aðstöðu til að kynna hana fyrir
framámönnum. Ferill hennar gefur
til kynna að það hafi verið stjórn-
málaleg metnaðargirnd frekar en ást
við fyrstu sýn, sem leiddi hana á
fund Maós Faðir Chiang lézt þegar
hún var smábarn og hún var alin
upp af afa sínum. Hann lét hana
fara f leiklistarskóla. 16 ára gömul
gerðist hún ástkona skólastjórans.
Nokkrum elskhugum og einum eig-
inmanni sfðar hélt hún til Yenan.
Ein heimild greinirfrá því, að Maó
hafi þegar slitið sambandi sfnu við
Ho Tze-chen, er Chiang kom fram á
sjónarsviðið. Önnur segir að Ho hafi
komið heim frá Moskvu til að
stemma stigu við þessu nýja sam-
bandi Maós. Ljóst er að hún reyndi
að hafa áhrif í gegn um félaga
Maós, sem voru henni hliðhollir, en
allt kom fyrir ekki. Aftur á móti
kröfðust þessir félagar þess af Maó
að hann sæi til þess, að Chiang
hefði engin afskipti af stjórnmálum
eftir að þau væru gift. Einhverjar
hafa grunsemdirnar verið orðnar!
Chiang stóð við þetta loforð þangað
til f menningarbyltingunni, er hún
hóf virk störf innan flokksins.
Enginn veit hvar Ho Tze-chen er
nú niðurkomin. Nafn hennar heyrð-
ist hvergi né sást við útförina. Engin
kvæði til hennar liggja fyrir eins og
til fyrstu konunnar, Yang Kai-hui.
Chiang Ching og Mao eignuðust
tvær dætur, sem voru báðar við
útförina. Líkur benda ekki til að
samband hjónanna hafi verið mjög
náið sfðustu æviár Maós og ekki er
útilokað að það hafi fyrr stjórnazt
meir af stjórnmálalegum en per-
sónulegum tilfinningum.
Hver sá, sem hefur fylgst með
sögu Kina frá upphafi menningar-
byltingarinnar, hlýtur að eiga auð-
velt með að fmynda sér þann fjand-
skap, sem fyrir hendi er, f garð
Chiang Ching. Atburðirnir eftir lát
Maós valda þvf lltilli furðu.
THETIMES
RICHARD HARRIS