Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977 29 Ingvar Sveinsson —Minningarorð t Bróðir okkar ÞORLEIFUR JÓNSSON. frá Suðureyri, Tálknafirði til heimilis að Laugarnesvegi 74. andaðist i Borga daginn 8 janúar rspitalanum laugar- Systkinin. t Eiginkona mín og systir mín. GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 2 janúar n.k. kl 3 eftir hádegi Bergur Sturlaugsson Karóllna Sveinsdóttir. Bridgemenn unnu F. 6. des. 1949. D. 24. des. 1976. „Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur et sama en orðstír deyr aldrei hveim sér góðan getr.“ (Hávamál). Ingvar Sveinsson er farinn af okkar jarðneska sviði. Enginn vill trúa því né skynja það til fulls, þegar ungur og duglegur drengur fer héðan með llfsþrá og lífsgleði. En eitt er þó vlst, að enginn er spurður hvenær maðurinn með Ijáinn er á ferðinni eða hvar hann stingur sér niður við rætur mannsllkamans. Jólin voru að koma, eftir aðeins tveir tímar að kirkjuklukkur landsins hringdu inn jólin, ríkis- útvarpið var að segja frá tilfinn- ingum fólksins og viðbrögðum, þegar jarðskjálftarnir gengu yfir Ibúa Kelduhverfis á jólunum I fyrra, þá hringdi síminn hjá mér. Á Ifnunni var falleg og hljómfög- ur kvenrödd, sem ég þekkti. Þetta var rödd Elsu, konu Ingvars, ég fann strax, að eitthvað sárt og vont "ar á ferðinni, sem kom I ljós með næstu orðunum, sem hún sagði, þar sem ég var nýbúin að fá fulla vitneskju um að Ingvar hafði átt við lífshættulegan sjúk- dóm að stríða undanfarin misseri. Jú, Ingvar hafði kvatt þennan heim aðfaranótt aðfangadags. Þetta var staðreynd, sem ekki varð umflúin. En tfminn og llfið verður að halda áfram, hvort heldur er jólahátfð eða annar tfmi árs. Ég kynntist Ingvari, þegar hann gerðist kennari við Gagn- fræðaskólann á Selfossi, það var haustið 1971, þá aðeins 22ja ára gamall, en veturinn áður hafði hann kennt á Hellissandi, eftir að hann lauk stúdentsprófi frá M.R. Mér er það sérstaklega mannis- stætt, þegar maðurinn minn kom heim eftir fyrsta daginn þetta haust, sem kennsla var að hefjast við skólann. Hann sagði: Það er kominn nýr kennari, ég hélt að hann væri einn af nemendunum." Kennari var Ingvar þó svo að seinna kæmi á daginn, að hann gæti verið einn af nemendunum, þar sem hann var góður félagi þeirra. Hann hafði skarpskyggni góða, þó ungur væri og reynslulft- ill í þessu ábyrgðamikla starfi sínu. Að vera ungur og lítið eldri en þeir, sem verið er að gefa þekkingu og skilning á þvf sem fram fer, er meira en orð ná til. En þetta tókst Ingvari með ágæt- um. Hann hafði góðan og strang- an aga, sem unglingarnir kunnu að meta og skilja og skynjuðu reglur og rétt þann, sem hann gaf þeim. Og er mér óhætt að full- yrða, að þeir nemendur, sem nutu hans kennslukrafta náðu mjög góðum árangri f stærðfræði á landsvfsu, en það var aðal- kennslugrein Ingvars við skól- ann. En það er annan og seinni vetur Ingvars, sem hann kenndi við skólann, sem ég verð svo lánssöm að kynnast honum náið og sjá og finna hann sem persónu. Þá býr hann hjá okkur þrjá daga vikunn- ar, náði með því fullri kennslu- viku, en var hina daga vikunnar f Reykjavík í faðmi fjölskyldu sinn- ar hjá ungri og fallegri unnustu sinni og litla syni sfnum Kristni, jafnframt þvf að stunda nám I viðskiptafræði í Háskólanum. Með þessu sýndi hann dugnað og kraft mikinn, sem er ekki mjög algengt nú á dögum. Ingvar kom alltaf með ferskan blæ með sér, þegar hann kom á heimili okkar. Sfbrosandi og henti gaman að hlutunum, aldrei var ólund eða leiða að finna í hans fari. Hann sagði frá mörgu sem hann hafði upplifað og var það bæði fjölskrúðugt og litrfkt lff. Ekki átti hann margar hvíldar- stundir á meðan hann dvaldi hjá okkur. Kennslan tók allan hans dagtfma frá morgni til kvölds en alltaf var hann upplagður til við- ræðna og var þá ekki spurt um þreytu. Það var spilað, teflt og skeggrætt fram og til baka um landsins gögn og nauðsynjar, póli- tík og trúmál. Ekki vorum við alltaf sammála um hlutina, en það kom ekki að sök, það frekar styrkti okkar vinskap að geta rætt hlutina af raunsæi, og aldrei vildi hann þröngva sfnum skoðunum upp á aðra, en hann hélt fast við sitt. Tel ég mig rfkari eftir að hafa kynnst svo framsýnum og indæl- um dreng, þar sem Ingvar fór. Hann gat það sem margan mann- inn skortir, gert grfn og grallast á sinn eigin kostnað, og með því lyft umhverfi sfnu frá hversdagsleg- um gráma. Eftir þessa tvo vetur við kennslu á Selfossi, fluttist Ingvar til Reykjavíkur, hóf þar kennslu- störf við Iðnskólann, jafnframt þvf að halda áfram námi f við- skiptafræðinni. Hann var afburða góður námsmaður og náði þar ágætum árangri. Ingvar, Elsa og Kristinn litli voru fyrst um sinn í leiguíbúð, þar sem þau bjuggu sér hlýlegan stað, til þess að vera öll saman. En ekki leið á löngu, að þau festu kaup á fbúð f Kópavogi, um það leyti, sem Ingvar og Elsa giftu sig 1. ágúst 1975. Þau voru mjög ham- ingjusöm, lífið og framtfðin blasti við þeim í sinni ótakmörkuðu mynd. Þegar hér er komið sögu Ingvars, styttist óðum, að hann lyki prófi f viðskiptafræðinni, en hélt ótrauður áfram kennslu í Iðnskólanum. Starfseljan var óþrjótandi á svo mörgum svióum. T.d. tók hann þátt i leikstarfsemi Leikfélags Selfoss. Hann var nátt- úrubarn í orðsins fyllstu merk- ingu, hafði gaman af hestum og sporti ýmiss konar, gekk til fjalla og veiddi fugla, nú sfðast fyrir fáum vikum. Allt var eðlilegt fyr- ir Ingvari, þrátt fyrir sjúkdóm þann, sem herjaði svona fast á hann. En nú er hann floginn til æðri og meiri tilvistar. Við sjáum á bak honum og gleymum ekki þeim farvegi sem hann skildi eft- ir. Hann var hamingjusamur að eignast Elsu, prúða og stillta, fyr- ir lífsförunaut, þó svo að tíminn þeirra hafi verið hér allt of skammur, og litla fallega dreng- inn Kristin. Megi gott almættið vera þeim, svo og foreldrum hans, systkinum og tengdaforeldrum styrkur f þeirri sorg. Við kveðjum Ingvar að sinni og biðjum algóðan guð að vernda hann á framabraut- inni nýju. Marg oft tvftugur meira hefur lifað en svefnugum segg er sjötugur hjarði. (Jónas Hallgrfmsson.) TVÍKEPPNI Bridgefélags Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavfkur, sem háð var dagana 3., 5. og 7. þessa mánaðar lauk með sigri Bridgefélagsins, sem hlaut 304,5 stig gegn 271,5 stigum Taflfélagsmanna. Þetta er í annað sinn, sem keppni þessi er haldin. Haustið 1975 sigruðu Bridgefélagsmenn einnig en með minni mun. Fjöldi áhorfenda kom og fylgd- ist með keppninni enda var skemmtilegt að fylgjast með keppendum spreyta sig í fþrótt hins. Fyrirkomulag keppninnar er þannig, að hvort félag myndar þrjár fjögurra manna sveitir. Hver sveit spilar sfðan 16 spila leik við sveitir hins félagsins og síðan tefla menn tvær fimm- minútna skákir við hvern liðs- mann hins félagsins. Að lokinni 1. umferð höfðu Taflfélagsmenn 6 vinninga for- ustu, sem þeir töpuóu í 2. umferð og 12 vinningum betur. Þannig gat allt skeð f síðustu umferðinni. En liðsmenn Bridgefélagsins bættu 21 vinningi við forskot sitt og sigruðu þannig með 33 vinn- inga mun. Meðal liðsmanna félaganna voru nokkrir kunnir menn í íþrótt hins. Má þar nefna t.d. frá B.R. Vilhjálm Þ. Pálsson, Gunngeir Pétursson og Þórarin Sigþórsson og frá T.R. Inga R. Jóhannsson, Jón Þorsteinsson, Birgi Sigurðs- son og Leif Jósteinsson. Keppni þessi er orðin svo vin- sæl meðal meðlima félaganna að reikna má með að hún verði hér eftir fastur liður f starfsemi þeirra. Lóló. Birting afmælis- og minningargreina Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. -elna nýtt umboð Við látum nú af störfum, sem umboðsmenn fyrir ELNA saumavélar. Þökkum öllum viðskiptavinum okkar samstarfið og óskum þess, að núverandi umboðsmenn, Heimilistæki sf., fái að njóta viðskipta yðar. JVMrUÖUL Okkur er ánægja að tilkynna, að við höfum tekið við umboði fyrir ELNA saumavélar. Munum við kappkosta að veita núverandi og verðandi eigend um þessara heimsfrægu svissnesku véla full- komna þjónustu. I verslun okkar, Hafnarstræti 3 eru allar gerðir ELNA saumavéla og ELNA peysur. Sérfræðingur okkar, Fr. Auður Sigurðardóttir leiðbeinir á vélarnar alla daga fyrir hádegi. 4Í& heimilistœki sf Hafnarstræti 3 simi 20455 ttxtittitiiiiiiiiattitiáiiititii i tli ll ill I tt l il i ili ■ tiim iiiiiiiiiiii iillttltiiiiil ti tl ti (| t i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.