Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977
Rabbað við
Benedikt Gunn-
arsson listmál-
ara um mál-
verk hans, vegg-
myndir og önn-
ur tilþrif
Grein: Árni Johnsen
Myndir: Friðþjófur
Helgason
„ÞAÐ heitir ákveðnu
nafni vegna þess að það
tekur mið af tvenns kon-
ar fyrirbærum. Hamra-
borg og himintungl heit-
ir verkið og það tekur
mið af hamraveggjunum
sem nóg er af í grennd
við Vík í Mýrdal. Þar eru
margs konar hellisskút-
ar, stórir og smáir, dökk
brúnt móbergið og þess
vegna hef ég grunninn í
verkinu dökkan unninn í
stórkarlalegu formi.
Hins vegar tekur myndin
mið af stílmáta hússins
sjálfs, því arkitektinn,
Geirharður Þorsteins-
son, mótar mjög hring-
laga form, innfellingar
og þynningar í múrinn,
gluggar eru hringlaga.“
Það er Benedikt Gunnarsson
listmálari sem hefur orðið I
spjalli um feikn stóra vegg-
mynd, 36 fermetra, sem hann
hefur gert I nýbyggðu skóla-
húsi Víkur í Mýrdal. Það er
önnur stórskreytingin sem
hann hefur gert í opinbera
byggingu, en sú fyrri var í
Hofsósskóla og var sú 25 fer-
metrar að flatarmáli, gerð með
glerívafi. Gunnflöturinn var
bogadreginn veggur þar sem
Benedikt felldi gler inn í, lét
leggja rafleiðslur í veggjum og
fella lampa inn í myndina
þannig að myndin er upplýst. í
rauninni er hægt að kveikja á
myndinni.
„Samstarfið milli listamanns
og arkitekts getur verið mjög
skemmtilegt. Það þarf auðvitað
fyrst að ganga út frá því hvert
listformið skuli vera, mosaik,
málverk, lágmynd eða eitthvað
annað. f þessu tilfelli var arki-
tektinn búirtn að hugsa sér lág-
mynd. Ég hef unnið með hon-
um áður þannig að við skiljum
nokkuð vel hvor annan.
Það kann einnig að vera um-
hugsunarefni fyrir þá sem fást
við myndskreytingar, hvort
ekki sé eðlilegt að listamaður-
inn komi fyrr inn í myndina við
gerð hússins, þ.e. þegar rætt
eru um það sem húsið þarf að
bjóða upp á. Ég hygg að það
væri skynsamlegt að staðsetn-
ing og gerð listaverks væri
rædd strax á meðan húsið er I
mótun á teikniborðinu. Þegar
arkitektinn hefur skilning á
svona hlutum og leyfir lista-
manninum að njóta sín, þá held
ég að við séum á réttri leið.“
„Nú er þetta allt annað hand-
verk en við málverk."
„Já, þetta er svo gjörólíkt því
sem maður vinnur í málvei«>.i.
Að búa til mót er að vinna aftur
á bak. Maður verður að sjá
form myndarinnar fyrir sér
sem slíkt og þetta er þvl viss
þjálfun í abstrakt hugsun. Ein-
hverntíma rakst ég á það í
skruddu um kínverska lífs-
speki, þar sem mönnum var
bent á það að reyna að sjá fyrir
sér það form sem maðurinn
uppfyllir I andrúmsloftinu.
Þannig er mótagerðin á mynd
sem steypast á inn I vegg. Þann-
ig er þetta mjög ólíkt vinnu-
brögðum málara, en með svona
viðfangsefnum reynir á nýjar
hliðar i kunnáttu hans. Sjálfur
hef ég haft mjög gaman af þvi,
þótt það sé dálitið tímafrekt og
erfitt sannkölluð byggingar-
vinna og krefst mikiliar þolin-
mæði og þekkingar á þeim efn-
tækjum. Þegar maður kemst
þannig í beint samband við
þessar nýjungar, sér maður fyr-
ir sér nýjar útgáfur lágmynda,
enn stórkostlegri. Eina hug-
mynd fékk ég þegar ég var að
vinna í Vík og um tíma var ég
að hugsa um að umturna og
breyta öllu verkinu, sem ég
hafði verið að vinna að, en ég
hvarf frá því með von um að fá
siðar tækifæri til að fást við
það. Hugmyndin var sú að fella
vatn, rennandi vatn, inn í
myndina og ég áskil mér einka-
rétt á þeirri hugmynd þótt hún
sé náttúrulega ekki alveg mín,
því Guð almáttugur hefur oft
sýnt þetta hér.
Ég hugsa mér að nota vatnið
sem skreytieigind i svona
mynd, láta það renna beint út
úr þverhníptum vegg og láta
það seytla niður. Á slíkum stöð-
um kemur vatnið svo óvænt út
úr berginu eða undan tó og mér
datt í hug að nýta slikt í stalla-
mynd. Vatn og líf fer vel sam-
an, þvá ekkert lif er án vants.
Þessi hugmynd sótti óskaplega
á mig og sýnir það hvernig hug-
myndir geta hlaðist á mann
þegar maður er kominn inn í
þessa vinnu. Þannig getur einn-
ig staðurinn og stundin spyrnt
í. Ég hef orðið fyrir slíku eftir-
minnilega þegar ég kom til
Heimaeyjar gjósandi yfir byggð
og bæ, í Skaftafell undir Öræfa-
kyrrð úr norðri, víðáttum og
útfiri sanda fram til sjávar.
Rúnuð formin i björgin,
margslungin eftir mótun vinds
og vatns, svo hrifandi og upp-
örvandi þegar maður vinnur að
myndskreytingum eins og þeim
sem við eruum að tala um.
Myndlistarskólar eiga að hafa
það sem þátt í sínu starfi að
kynna nemendum sfnum þessi
undur, grandskoða náttúru-
fagra staði við alls konar birtu-
skilyrði og vinna á þeim. Skipta
mætti þessu í annir, taka eina
önn við Dyrhólaey til að kanna
speglanir við sjó og strönd, eina
við Ingólfshöfða g svo framveg-
is. Það er ekkert vit í að hanga
svona inni í skólunum eins og
allt miðast við. Þetta segi ég af
þvl að ég hef orðið 16 ára
reynslu f myndlist og kennslu.
Ef ekki vill betur á að reka
nemendurnar í fjallgöngur, þá
sjá þeir líka gróður jarðar og
lífríkið í heild sinni, komast i
snertingu við sjálfa jarðfræð-
ina og höfðuskepnurnar.
Ég held að þær skreytingar
sem þegar eru komnar i skóla
og aðrar byggingar eigi eftir að
hafa áhrif á nemendurna og þá
sem búa við þær, vekja áhuga
fólks til þess m.a. að hugleiða
möguleikana með efnið og hvað
er arkitektur."
„Hver var aðdragandinn að
Framhald á bls. 25
„Að búa til
mót er að
vinna aft-
ur á bak”
Hamraborg og himintungl
Benedikts I nýja skólahúsinu I
Vlk f Mýrdal. Veggskreytingin
er 36 fermetrar að stærð og var
myndin tekin við vfgslu skól-
ans.
um sem unnið er með. Þarna er
allt handunnið, en það er gott
að vinna með iðnaðarmönnum,
kynnast verktækni þeirra og
nýjum möguleikum með nýjum
S>
Mótin af veggmyndinni Hamra-
borg og himintungl áður en
steypan var sett að þeim.
Hægra megin á þessari mynd
er vinstra megin á myndinni
þar sem fólkið er hjá myndinni
fullgerðri.
Benedikt við teikningar af glergluggum.
Benedikt Gunnarsson listmálari í vinnustofu sinni og kunninginn
fylgist með.
Bama-
leikritlð
Ranðhetta
í Eyjnm
AÐ VANDA ef líf og fjör í
starfi Leikfélags Vest-
mannaeyja, en félagiö sýn-
ir nú um þessar mundir
annað verkefni sitt á leik-
árinu, barnaleikritið Rauð-
hettu, og það þriðja, gam-
anleikrit, er á næstu grös-
um. Fyrsta verkefni Leik-
félags Vestmannaeyja á
þessu leikári var hið kunna
leikrit Plðgur og stjörnur,
en áformað er að sýna það
aftur síðar í vetur í Eyjum.
Þótti það takast mjög vel í
sviðssetningu og leik, en
leikstjðri var Magnús Ax-
elsson og leikstýði hann
einnig Rauðhettu.
Búið er að sýna Rauð-
hettu 6 sinnum fyrir fullu
húsi í Bæjarleikhúsinu, en
næsta sýning verður í
kvöld, sunnudag, kl. 20.
Magnús Magnússon sá
um gerð leiktjalda með að-
stoð leikaranna og félaga í
LV, en sviöið er sérstak-
lega skemmtilega unnið úr
þúsundum blóma búnum
til úr kreppappír.
Magnús Axelsson leik-
stjóri sagði i spjalli að
sviðssetningin á Rauðhettu
væri í samræmi við söguna,
en þó útfærð á ýmsan hátt,
m.a. með því að láta hérana
bindast samtökum að und-
irlagi Rauðhettu gegn úlf-
inun og um leið gegn vald-
inu. Sameinaðir leggja hér-
arnir úlfinn að velli, sem
sagt hið gamla og góða,
sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum.
Alls leika um 30 leikarar
í Rauðhettu, en höfundur
þessa verks er Jevgeni
Schwartz. Meðal leikara í