Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁOUR 11, JANUAR 1977
JMtriJnmM&foiifo
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Hámarksafrakst-
ur fiskstofna
egar hættuástandið náði há-
marki í landhelgisátökunum
við Breta, eftir útfærslu okkar f
200 mílna fiskveiðilögsögu, voru
fáir, sem þorðu að trúa á skjóta og
farsæla lausn þeirrar deilu, eins
og raunin varð á með svonefndu
Öslóarsamkomulagi. Sú viður-
kenning á einhliða íslenzkum
rétti, sem samkomulagið fól ótví-
rætt í sér, er einn stærstur
diplómatískur sigur í sfðari tíma
sögu okkar. Brottför Breta út úr
íslenzkri landhelgi, fullveldis-
daginn 1. desember sl., var síðan
staðfesting á þeim staðhæfingum
sem forgöngumenn samkomulags-
ins létu sér um munn fara, er
hann var á döfinni, sem og vfð-
tækar tollaívilnanir fyrir íslenzk-
ar sjávarafurðir á EBE-markaði,
sem nú eru staðreynd. Viður-
kenningin á 200 mílna íslenzkri
fiskveiðilögsögu skipti að sjálf-
sögðu höfuðmáli í þessu
sambandí, en afnám tollmúra
kom okkur einnig mjög til góða,
en við seldum á EBE-mörkuðum
um 20% sjávarafurða okkar á
árinu 1975 — 1 fyrsta skipti i
nærri 6 aldir eru nú engin brezk
fiskveiðiskip hér við land.
Samhlíða útfærslum okkar
hefur jafnframt verið gripið til
margháttaðra annarra ráðstafana
til að vernda íslenzka fiskstofna.
Friðuð svæði eru stærri og fleiri
en nokkru sinni fyrr, þar sem
óhjákvæmilegt var talið að setja
strangar verndarreglur á helztu
hrygningarsvæðum og uppeldis-
svæðum ungfisks. Heimildir eru
fyrir hendi til að gripa til skyndi-
friðana, þar sem ungfiskur gerir
vart við sig, og fiskifræðingar
telja slíka friðunaraðgerða þörf.
Jafnframt hafa verið settar nýjar
reglur um veiðarfæri og veiði-
sókn.
Lögð hefur verið sérstök
áherzla á fiskleit, til að beina
veiðisókn fiskiskipastóls okkar í
ríkara mæli i aðrar fisktegundir
en þær, sem nú eru ýmist taldar
fullnýttar eða ofveiddar. Enn-
fremur á vinnslutilraunir slíks
hráefnis og markaðsleit. Að visu
hefur ekki þótt fært, af atvinnu-
legum og efnahagslegum
ástæðum, að hefta veiðisókn i
þeim mæli, sem itrustu tillögur
fiskifræðinga mæltu fyrir um.
Þar þurfti einnig að taka mið af
stöðu efnahags- og gjaldeyrismála
þjóðarinnar — og ekki siður at-
vinnuhorfum i helztu fiskvinnslu-
bæjum okkar. Helzti talsmaður
stjórnarandstöðunnar á þingi i
sjávarútvegsmálum, Lúðvík
Jósepsson, viðurkenndi í umræð-
um um þessi mál á Alþingi fyrr í
vetur, að trauðla hefði verið hægt
að ganga lengra en gert var i
veiðihömlun islenzkra fiskiskipa-
stólsins. Þetta þýðir þó engan
veginn vanmat á fiskifræðilegum
niðurstöðum vísindamanna okkar
eða tillögugerð. Þvert á móti er
það okkur ómetanlegur styrkur
að hafa á að skipa jafn hæfum og
góðum fiskifræðingum og raun
ber vitni um. Viðreisn síldar-
stofnsins fyrir Suðurlandi er
áþreifanlegt dæmi um árangur og
ágæti starfs þeirra og sjónarmiða.
Tilraunaveiðar og tilrauna-
vinnsla eiga áreiðanlega eftir að
segja til sín í jákvæðum árangri í
framtíðinni, þó að þróun til
breyttra atvinnuhátta að þessu
leyti taki efalaust sinn tima.
Þegar hefur og eftirtektarverður
árangur náðst f loðnuveiðum út af
Norðurlandi sem fært hafa
þjóðarbúinu drjúgar tekjur. Jafn-
framt hafa, loðnuveiðar nyrðra
gjörbreytt atvinnulífi til hins
betra í gömlum síldveiðibæjum á
Norðurlandi, sem nú sjá fram á
betri tið.
Samræmdar fiskverndar-
aðgerðir þeirra þjóða, sem fisk-
veiðihagsmuni eiga á Norður-
Atlantshafi, eru mjög æsljilegar,
ef takast á að ná hámarksaf-
rakstri helztu nytjafiska okkar á
sem skemmstum tíma, en það er
aðalatriðið og það markmið, sem
að er stefnt. Slíkt samstarf er að
vísu ekki hægt að kaupa of dýru
verði, en sjálfsagt er að kanna
alla möguleika á þessum vett-
vangi.
Samanburður launa
og skatta
Launasamanburður við önnur
Norðurlönd er ofarlega 'á
baugi i almennri umræðu um
kjaramál hér. Þá eru gjarnan bor-
in saman brúttólaun, sem í
sumum tilvikum eru verulega
hærri í Skandinaviu en hér á
landi. Hins vegar væri raun-
hæfara að gera slíkan samanburð
á grundvelli ráðstöfunartekna,
þ.e. brúttólauna að frádegnum
sköttum, og með hliðsjón af
almennu verðlagi í viðkomandi
löndum.
Síðast liðinn sunnudag birtist
viðtal í Morgunblaðinu við
læknishjón, sem búið hafa í Svi-
þjóð sl. 8 ár. Fastalaun læknisins
þar í landi eru kr. 500.000 á
mánuði. Skattar sem teknir eru af
honum eru 64% eða kr. 320.000. á
mánuði. Þá á hann eftir til ráð-
stöfunar 180.000 krónur. Þar af
greiðir hann 70.000 i húsaleigu á
mánuði. Læknirinn segir að lág-
launafólk og fólk með meðal-
tekjur komizt betur af í Svíþjóð
en hér, en sama máli gegnir ekki
um fólk með hærri laun, enda séu
skattar verulega hærri þar en
hér. Hins vegar verði á það að líta,
þegar þess sé gætt, hve skatt-
heimta sé þar há, að Sviar verji
verulegum hluta af sínum þjóðar-
tekjum til landvarna og hernaðar-
þarfa.
Ytri aðstæður hafa rýrt
kaupmátt útflutningstekna okkar
Islendinga frá þvi hann var
mestur, á árinu 1973, sem sagt
hefur til sín í rýrnun almenns
kaupmáttar. Engu að síður er mis-
munur kaupmáttar launa hér og á
Norðurlöndum ekki eins mikill og
sumir vilja vera láta, þ.e. launa-
tekjur að frádregnum sköttum til
samfélagslegrar þjónustu.
ELZTA úrsmíðavinnustofa
í Reykjavík, Magnús
Benjamínsson og co., hætti
störfum um síðustu ára-
mót. Fyrirtækið hafði þá
starfað óslitið í 95 ár, eða
síðan í september árið
1881. Magnús Benjamíns-
son stofnaði fyrirtækið og
rak það fram til ársins 1933
að þeir Sverrir Sigurðsson,
Hjörtur R. Björnsson og
Ólafur Tryggvason gerðust
meðeigendur að fyrir-
tækinu með honum.
Magnús Benjamínsson lézt
árið 1942, 89 ára að aldri,
og þremenningarnir héldu
rekstrinum áfram fram til
síðustu áramóta.
Þremenningarnir Ólafur Tryggvason, Sverrir Sigurðsson og Hjörtur R.
Björnsson, sem ráku fyrirtækið með Magnúsi Benjamfnssyni um tíma
og síðan eftir hans dag fram til síðustu áramóta. Myndin er tekin á 60
ára afmæli fyrirtækisins.
Elzta úrsmíðavinnustofa í
Reykjavík hættir störfum
í frétt, sem Morgunblaðinu
hefur borizt frá fyrirtækinu, segir
m.a.:
„í félagssamningi okkar, sem
dagsettur er 3. febrúar 1934, segir
í 8. málsgrein: „Þó skal engum
einum okkar, öðrum en Magnúsi
Benjamínssyni, heimilt að halda
firmanu áfram án hans sam-
þykkis." Síðar í sömu málsgrein
segir: „Verði félaginu slitið og
verzluninni eigi haldið áfram, má
enginn nema Magnús Benjamíns-
son nota firmanafnið."
Útstillingargluggi Magnúsar
Benjamínssonar og co„ sem nú
stendur auður.
Mikið til vegna þessarar máls-
greinar og ýmissa annarra
aðstæðna höfum við félagar
ákveðið, í fullu samlyndi að
leggja fyrirtækið niður nú um
áramótin, áður en öldrunarkenna
færi að gæta, svo nokkru nemi.
Við þökkum öllum þeim fjölda
viðskiptavina um land allt, sem
hafa haldið tryggð við nafn
snillingsins sem við tókum við af.
Félagar í Magnús
Benjamínsson og Company."
Magnús
Benjamlnsson
[Hi Mll _
Hsl llí h 0 Æá Íg ’ I
' «SS|
lifl
SWv " “ itvr: i * ‘ ’ ■- sS C»
Starfræksla Breiðavíkurheimilisins:
Kostar um 2 milljónir
kr. á hvern vistmann
RÍKISVALDIÐ mun í ár verja um 12 milljónum króna til
starfrækslu Breiðavíkurheimilisins á Baróaströnd, þar
sem vistaðir eru unglingar með afbrotahneigð og sem
eiga við ýmis félagsleg vandamál að stríða. Að meðaltali
eru um 6 unglingar vistaðir þar á ári hverju, þannig að
kostnaður við starfræksluna svarar til um 2ja milljóna
króna fyrir hvern einstakling.
Tónleikar
í kvöld
Árið 1963 var stofnaður sjóður
til minningar um unga stúlku
Hildi Ólafsdóttur er lést í um-
ferðarslysi það sama ár. Sjóður-
inn er í vörslu Kársnessóknar og
er tilgangur hans að efla tón-
listarlíf við Kópavogskirkju m.a.
með því að styrkja tónleikahald.
Nú verður stofnað til tónleika á
vegum sjóðsins í Kópavogskirkju
n.k. þriðjudagskvöld 11. janúar
kl. 21.
Flytjendur verða Sigríður E.
Magnúsdóttir söngkona, breski
söngvarinn Símon Vaughan og
organisti kirkjunnar Guðmundur
Gilsson.
Öllum er heimill aðgangur og
vill sóknarnefndin hvetja fólk til
þess að koma og hlýða á þessa
frábæru listamenn.
(Frá sóknarnefnd).
Rétt er þó að ítreka, að Breiða-
víkurheimilið hýsir aðeins þá
unglinga, sem valdið hafa slíkum
vandræðum, að nauðsynlegt þykir
að hafa þá I nokkurri einangrun.
Nokkuð er mismunandi hversu
margir unglingar eru vistaðir þar
á hverjum árstíma. Munu þeir
vera um 5 um þessar mundir en
eru oftast fleiri að sumarlagi.
Upptökuheimilið i Kópavogi ann-
ast vistun á heimilið en sam-
kvæmt upplýsingum sem Morgun-
blaðið fékk hjá menntamálaráðu-
neytinu mun eftirspurn eftir
rými á heimilinu í Breiðuvík vera
mikil um þessar mundir.
Heiídarkostnaður við heimilið á
sl. ári var um 9 milljónir króna. Á
fjárlögum var gert ráð fyrir að
verja um 9 milljónum til heimilis-
ins auk þess sem til kæmu um 3
milljónir króna í tekjur, sem fást
með framlögum þeirra sveitarfé-
laga sem vista unglinga á heimil-
inu og eins með tekjum af bú-
rekstri. Fjárveitingin fór nokkuð
fram úr áætlun eða í 15 milljónir
króna en á móti kom að tekjur
urðu einnig meiri eða 6 milljónir
króna, þannig að niðurstöðutalan
varð hin sama.
Á fjárlögum í ár er gert ráð
fyrir um 18,4 milljóna króna
framlagi til Breiðavíkurheimilis-
ins auk þess sem til komi tekjur
að upphæð um 6.2 milljónir
króna, þannig að heildarkostnað-
ur við heimilið nú er áætlaður um
12 milljónir króna, eins og að
framan greinir.