Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977
I fyrsta sinn síðan land
byggðist á ísland nú sameigin-
leg landamæri með öðrum þjóð-
um. Það gerðist nýársdag, þeg-
ar fiskveiðilandhelgi Græn-
lands, Færeyja og Noregs var
færð út í 200 mílur. Skiptir nú
miðlínan mörkum yfirráða-
svæðis íslands og þessara ríkja
á hafinu. Sú lína liggur raunar
mun nær íslandi en 200 milur
þar sem skemmst er, því ekki
skilja Island og Grænland
nema 150 sjómílur og Island og
Færeyjar um 210 sjómílur. Til
Jan Mayen eru um 300 sjómílur
og liggja því mörk islenzku og
norsku landhclginnar saman
150 mílur norð-austur af land-
inu.
Þessir atburðir hafa skapað
nýjar og gjörbreyttar aðstæður
í samskiptum okkar við ofan-
greind ríki. Það er því tíma-
bært að haf-ist sé handa um
mótun nýrrar stefnu, fram-
kvæmd nýrra markmiða, í ná-
inni samvinnu íslands og þess-
ara landa, með þá staðreynd i
huga að nú ráða þessi ríki
helztu fiskislóðum Norðaustur
Atlantshafs.
H ér hefur með öðrum orðum
átt sér stað fyrir fáum dögum
grundvallarbreyting á hinni
geo-pólitísku mynd Norður-
Atlantshafsins, sem veldur því
að sú stefna og þær stofnanir,
sem hingað til hafa þar verið
við lýði eru orðnar úreltar. Ný
viðhorf hafa skapast í fiskveiði-
málum, fiskverndarmálum og
fisksölumálum þessa heims-
hluta eftir að 200 mílna auð-
lindalögsagan tók gildi. Það
hlýtur því að verða eitt af verk-
efnum okkar Islendinga á hinu
nýbyrjaða ári að brjóta til
mergjar á hvern hátt við getum
bezt komíð til móts við þessa
nýju þróun, þessi nýju viðhorf,
* í samvinnu við þá granna okk-
ar, er nú deila með okkur lönd-
um, þar sem eitt sinn hét úthaf.
Tvennt eiga þær þjóðir sam-
eiginlegt, sem hér skiptir máli,
þegar um þessa hluti er rætt.
Engar aðrar þjóðir byggja lífs-
björg sína að jafn miklu leyti á
fiskigengd sem þær. Því er
þeim brýnna en öðrum að þess
sé gætt að fiskimiðin séu hag-
nýtt á sem skynsamlegastan
hátt og veiðiþoli stofnanna ekki
misboðið. Réttilega hefur verið
á það bent að fiskurinn í sjón-
um miðar ekki göngur sínar við
þá 200 mílna markalinu, sem á
sjókortin er dregin og því er
það meginnauðsyn að um heild-
ar stjórnun og heildar stefnu-
mótun sé að ræða á öllu haf-
svæðinu. Það á bæði við um
veiðar og vernd.
Einna gleggst má sjá nauð-
syn þessa, þegar litið er til
þeirrar niðurstöðu rannsókna
vísindamanna um 1970, að
sennilegt væri að allt að 100
þús. lestir af þorski frá Græn-
landi kæmu á miðin við Island
þau ár, sem ástand grænlenzka
þorskstofnsins er sæmilegt eða
gott. Af því má sjá að ekki
skiptir litlu hvernig staðið er að
veiðum og verndun þorsk-
stofnsins • innan grænlenzku
markanna. Má hið sama raunar
segja bæði um karfann og i
nokkrum mæli um loðnuna, en
báðir þessir stofnar finnast
beggja vegna miðlinu, enda got-
stöðvar karfans á hafsvæðinu
milli islands og Grænlands.
N oregssíldin er annað dæmi
um fiskistofn, sem gengur milli
landa og á því örlög sín undir
samhæfðum stjórnunar- og
verndaraðgerðum þeirra, sem
hlut eiga að máli. Heildarárs-
afli síldar af þessum norska
vorgotsstofni náði 2 millj. lesta,
þegar bezt lét (smásíld og feít-
sild meðtalin) en er nú nær
enginn, sem kunnugt er. Hins-
vegar telja vísindamenn að
stofnunin sé nú á uppleið og
vonir standi til að hann geti
aftur gefið rúmlega 1 millj.
lesta árlega, en aðeins ef skyn-
samlegum stjórnunaraðgerðum
er beitt. Að því er ufsann varð-
ar virðast merkingar benda til
töluverðra gangna hans til Is-
Eyríkjabandalag
um fiskimá!
eftir GUNNAR G. SCHRAM prófessor
iands frá Færeyjum og Noregi.
Og kolmunninn er fiskur, sem
dreifður er um stóran hluta
Norðaustur Atlantshafsins.
Af þessum ástæðum er það
ótvírætt hagsmunamál þeirra
þjóða, sem hér eiga hlut að
máli, að samhæfa stefnu sína og
aðgerðir í þessum efnum og
raunar ekki aðeins varðandi
stjórnun og vernd, heldur verð-
ur einnig að hafa í huga mögu-
leika til gagnkvæmra veiði-
heimilda í framtíðinni, þegar
og ef það reynist í hag beggja.
Enn brýnni er slík fram-
kvæmd, sem hér hefur verið
lýst vegna þess að sú alþjóða-
stofnun, sem fjallað hefur hing-
að til um fiskveiðar á þessu
svæði, Norðaustur Atlantshafs
fiskveiðinefndin, er nú nánast
að leggja upp laupana, svo sem
fram kom á síðasta fundi henn-
ar í London fyrr í vetur. Hún
mun hvorki verða fugl né fisk-
ur í framtíðinni, einfaldlega
vegna þess að nefndin hefur nú
verið svipt meginhluta umboðs
síns með mörkun auðlindalög-
sögunnar. Nefndin réð raunar
aldrei til hlitar við verkefni sín
og mun enn síður gera það í
framtíðinni, þótt hún tóri um
sinn.
Hitt atriðið, sem þær þjóðir
er ég taldi hér að framan, eiga
sameiginlegt er að þær standa
utan Efnahagsbandalagsins.
Það leggur þeim þá ábyrgð á
herðar að ráða sjálfar örlögum
sinum i málefnum hafsins, þar
sem þær þurfa ekki að ganga
undir jarðarmen hinnar sam-
eiginlegu fiskimálastefnu frá
Brússel. Að vísu eru Grænlend-
ingar enn undir ægishjálmi
Efnahagsbandalagsins sökum
stöðu sinnar sem mat í danska
ríkinu. Mið þeirra munu því
enn um skeið mora í togskipum
þeirra þjóða, sem Danmörk hef-
ur valið sér til fylgilags og
frama. En hitt dylst engum, að
ekki munu liða nema örfá ár
þar til Grænlendingar hafa
hlotið sina heimastjórn í stíl við
þá, sem Færeyingar búa nú við.
Heimastjórnarnefndin hefur
starfað í tvö ár og vilyrði þegar
fengizt um slíkar lyktir mála.
Þá mun sá dagur réttlætisins
renna upp að Grænlendingar fá
sjálfir yfirráð þeirra auðlinda,
sem í landi þeirra finnast, og i
hafinu undan ströndum þess.
Við það flyzt samningahæfið í
hendur iandsmanna sjálfra.
Af þessum sökum sýnist
timabært að stofnað verði til
samvinnu við Norðmenn,
Færeyinga og landsráð Græn-
lands til þess að fjalla um þau
sameiginlegu hagsmunamál
þessara þjóða, sem hér hafa
verið gerð að umtalsefni. Slík
samvinna getur átt sér stað í
ýmiskonar mynd, t.d. með
stofnun sameiginlegs fiskimála-
ráðs þessara landa eða fiski-
málabandalags, sem fundi héldi
svo oft, sem verkefni krefðust.
Eðlilegt er að Island hefði
frumkvæðið að slikum samtök-
um, enda á það ekki undir högg
hjá neinni þjóð að sækja og
hagsmunirnir ríkari í þessu
efni en hjá Norðmönnum.
Merki um nauðsyn þess að slík
samtök komist sem fyrst á lagg-
irnar eru m.a. beiðnir Efna-
hagsbandalagsins um fiskveiði-
réttindi í landhelgi allra þess-
ara rikja, sem hér um ræðir, á
næstu árum. Ekki sýnist óeðli-
legt að þau beri saman bækur
sínar um slíkar óskir og hugs-
anleg áhrif þess að við þeim
verði orðið, þótt hvert riki velji
hér auðvitað og hafni í sam-
ræmi við sína eigin þjóðarhags-
muni. En þegar allt kemur til
alls er hér utanaðkomandi aðili
að biðja um leyfi til þess að
veiða sömu fiskistofnana á
landhelgissvæðum, sem nú
liggja saman.
Ef einhverjir telja að hér sé
verið að bera í bakkafullan læk-
inn skal það ítrekað að Norð-
austur-
Atlantshafsfiskveiðinefndin
getur ekki lengur gegnt því
hlutverki í fiskveiðum á norð-
urslóð, sem hér hefur verið
lýst. Það getur Norræna fiski-
málanefndin ekki heldur, þótt
við lýði sé, þar sem þar eiga
sæti þrjár þjóðir, sem hér eiga
engra eða öndverðra hagsmuna
að gæta, Svíþjóð, Finnland og
Danmörk. 1 dag er því um eng-
an samstarfsaðila að ræða, sem
unnið getur að þeim verkefnum
í stjórnun, nýtingu og vernd
fiskimiðanna innan auðlinda-
lögsögunnar á Norðaustur Atl-
antshafi, sem rakin voru hér að
framan.
H ingað kom í vetur mætur
gestur frá Grænlandi, séra
Jónathan Motzfeldt, sem sæti á
í landsráði Grænlands. 1 viðtali,
sem þetta blað birti við hann
þann 10. nóvember s.L, segir að
séra Jónathan hafi kvatt til ná-
ins samstarfs milli Grænlend-
inga og Islendinga á sviði fisk-
veiðimála. Um viðræður Is-
lands og Efnahagsbandalagsins
taldi hann t.d. eðlilegt að Is-
lendingar gæfu Grænlending-
um kost á að fylgjast náið með
framvindu málsins frá upphafi,
í stað þess að láta það nægja að
skýra Grænlendingum frá nið-
urstöðum málsins eftir dúk og
disk. Samningar og samninga-
umleitanir um fiskveiðiheim-
ildir snei^tu bæði löndin svo
mjög, að hans áliti.
Má raunar segja að tími sé
kominn til þess að við tökum
upp miklu nánara samband og
kynni við grænlenzku þjóðina
en verið hefur hingað til. Gæti
það leitt til samstarfs á ýmsum
sviðum atvinnu, auðlinda og
viðskipta í framtíðinni, sem
væri báðum í hag.
1 viðræðum við fulltrúa Fær-
eyinga á Hafréttarráðstefnum
Sameinuðu þjóðanna undanfar-
in ár hefi ég heyrt svipaðra
r
Kortið sýnir sameiginleg mörk auðlindalögsögu Islands,
Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen)
Grænland
Bjarnarey
sjónarmiða getið og létu þeir í
ljós þá von að samvinna gæti
tekizt með þeim, Islendingum,
Grænlendingum og Norðmönn-
um, er hin nýja 200 mílna auð-
lindalögsaga væri orðin stað-
reynd. Meðal þeirra var Erlend-
ur Patursson. Það er þvi ekki
að efa að áhugi er fyrir slíku
samstarfi beggja vegna hafsins
og er þá næsta skrefið að finna
því réttan farveg.
Að lokum er ekki úr vegi að
víkja að öðru atriði, sem nokkra
þýðingu getur haft í þessu efni
og komið inn i ramma þeirrar
samvinnu, sem hér hefur verið
spjallað um. Það er samstarf í
markaðs- og sölumálum sjávar-
afurða.
Tvö hundruð mílna auð-
lindalögsaga ríkja Vesturheims
og Evrópu mun sennilega hafa í
för með sér róttækar breyting-
ar á mörkuðum fyrir sjávaraf-
urðir í helztu viðskiptalöndum
okkar. Útilokun mikilla fisk-
veiðirikja, svo sem þjóða Aust-
ur-Evrópu, stórauknar veiðar
annarra, t.d. Kanada, og óhjá-
kvæmilegar friðunaraðgerðir,
munu hafa veruleg áhrif á
framboð og eftirspurn fiskmet-
is bæði í Evrópu og í Bandaríkj-
unum. I dag veit raunar enginn
með vissu hvernig markaðs-
myndin kemur til með að líta út
að nokkrum misserum liðnum
og hér eru ekki efni til neinna
spádóma um það. En sú óvissa,
sem þessi þróun mun valda.
leiðir hugann að því hvort ekki
sé skynsamlegt fyrir Island og
nágrannaþjóðir að taka einnig
upp nánara samband og sam-
starf í sölu og markaðsmálum
sjávarafurða. Sú staðréynd að
þessar þjóðir ráða nú yfir væn-
um hluta af framboði þess
fiskjar, sem í Norðaustur-
Atlantshafinu veiðist, sýnist í
fljótu bragði renna stoðum
undir slika stefnu. Raunar má
segja að slíkt samstarf sé þegar
hafið, þar sem fyrirtæki í is-
lenzkri eigu selur nú allan
þann freðfisk, sem F"æreyingar
framleiða, í Bandaríkjunum og
hefur gert um nokkurra ára bil.
í þessu sambandi er athyglis-
vert að líta á það hver er hlutur
Islendinga, Færeyinga, Norð-
manna og Dana (að miklu fisk-
ur frá Grænlandi) í heildarinn-
flutningum til Bandaríkjanna.
Á fyrstu níu mánuðum ársins
1976 var hlutur þessara ríkja í
heildarinnflutningi flaka til
Bandarikjanna 64.8% (Frá Is-
landi komu 39.3% heildarinn-
flutningsins). Þessi sömu ríki
áttu 47.9% af heildarinnflutn-
ingnum á fiskblokk til Banda-
rikjanna á þessu sama timabili
(Islendingar þar einnig hæstir
með 18.2%).
Þessar tölur sýna glöggt hve-
þessi markaður skiptir þessar
þjóðir miklu máli og hve mikið
er í húfi, að þær haldi þeirri
aðstöðu á því sviptingatímabili,
sem allar líkur eru að senn fari
í hönd. Svipað má segja um
markaði í öðrum löndum. Og
þótt þessar þjóðir hafi um hríð
haft með sér nokkurt samráð
um kynningu á fiskmörkuðun-
um vestanhafs, sýnast markaðs-
málin vera eitt þeirra verkefna,
sem fiskimálabandalag eyríkj-
anna í Norður Atlantshafi gæti
um fjallað með nokkrum
árangri.
H ér hefur verið vakin at-
hygli á nýjum þætti í samstarfi
við þær þjóðir, sem næstar okk-
ur standa, og eiga flest sitt und-
ir vexti og viðgangi auðlinda
hafsins, rétt eins og við íslend-
ingar. Tvö hundruð mílna auð-
lindalögsagan er nú komin í
heila höfn. En það er ekki endir
allrar þróunar. Sá áfangi kallar
á nýja stefnumótun, nýja hugs-
un og endurmat á stöðunni hér
á Norðaustur-Atlantshafi. Og
þar hlýtur ísland að verða í
brennidepli. Ég hygg að það sé
því timabært að kanna hver er
grundvöllur slíks samstarfs í
raun, sem hér hefur verið rætt
um. Það kostar hvorki mikið fé,
né fyrirhöfn. Að slíkri könnun
lokinni verður unnt að taka
ákvörðun um framhaldið.