Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977
LOFTLEIDIR
^BÍLALEIGA
2 11 90 2 n 88
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
grmm 24460
• 28810
r
Islenzka bffreiðaleigan
Brautarholti 24.
Sími27220
V.W. Microbus
Cortinur
Hópferðabílar
8—21 farþega.
Kjartan Ingimarsson
Sími 86155, 32716
og B.S.Í.
Saga
dagsins
— rit eftir sr.
Jón Kr. ísfeld
OT ERU komin á vegum Styrktar-
sjóös líknar- og mannúðarmála rit
eftir sr. Jón Kr. ísfeld. Nefnist
ritið Saga dagsins og er ætlað að
gefa út eitt rit fyrir hvern mánuð
ársins. Nú eru komin út tvö hefti,
fyrir mánuðina desember og
janúar.
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar, sagði I viðtali við Mbl.
að útgefandi ritanna væri Styrkt-
arsjóður lfknar- og mannúðar-
mála. Er sá sjóður í vörslu elli-
heimilisins og er tekjum hans
varið til líknar- og mannúðar-
mála. Þessi rit innihalda stuttar
sögur fyrir hvern dag ársins og
hefur sr. Jón Kr. ísfeld tekið þær
saman. Greina þær m.a. frá trúar-
reynslu manna, og ýmsu fleiru úr
daglegu lífi. Eru þessar sögur
ætlaðar þreyttum augum, eins og
Gísli orðaði það, bæði fyrir eldra
fólk og börn, sagði hann, og munu
kirkjur og ýmis félög annast
dreifingu ritsins.
M MS MS
2 IAI 2W 2W
MS 2R MY Adals AUGL V^/TEIKP NDAM ræti 6 simi MS ÝSINGA- JISTOFA ÓTA ?5810
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJUDKGUR
11. janúar
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Bryndfs Sigurðardóttir
les söguna „Kisubörnin
kátu“ eftir Walt Disney f
þýðingu Guðjóns Guðjóns-
sonar (2). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða.
Hin gömlu kynni kl. 10.25:
Valborg Bentsdóttir sér um
þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Trieste-trfóið leikur Trfó á
a-moll fyrir pfanó, fiðlu og
selló eftir Maurice Ravel /
Arthur Gruniaux og
Lamoureux hljómsveitin
leika Fiðlukonsert nr. 3 f h-
moll op. 61 eftir Camille
Saint-Saéns; Jean Fournet
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
14.30 Á fimleikapalli
Aðalsteinn Hallsson leik-
fimikennari flytur erindi.
15.00 Miðdegistónleikar
Dagmar Simonkova leikur
Þrjú Bakkusarlög fyrir pfanó
op. 65 eftir Václav Jan Tomá-
sek. Dietrich Fischer-
Dieskau syngur lög eftir
Franz Schubert; Gerald
Moore leikur með á pfanó.
Michael Ponti og Sinfónfu-
hljómsveit Berlfnar leika
Pfanókonsert f a-moll op. 7
eftir Klöru Schumann;
Voelker Schmidt-Gertenbach
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Litli barnatfminn
Guðrún Guðlaugsdóttir
stjórnar tímanum.
17.50 A hvftum reitum og
svörtum
Jón Þ. Þór flytur skákþátt.
18.20 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ
19.35 Hver er réttur þinn?
Þáttur um réttarstöðu ein-
staklinga og samtaka þeirra f
umsjá lögfræðinganna Eirfks
Tómassonar og Jóns Steinars
Gunnlaugssonar.
20.00 Lög unga fólksins
Sverrir Sverrisson kynnir.
20.50 Frá ýmsum hliðum
Hjálmar Arnason og Guð-
mundur Árni Stefánsson sjá
um þáttinn.
21.30 Húmoreska op. 20 eftir
Robert Schumann
Vladimir Askenazý leikur á
pfanó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Minningabók
Þorvalds Thoroddsens“
Sveinn Skorri Höskuldsson
prófessor les (30).
22.40 Harmonikulög
Nils Flácke leikur.
23.00 Á hljóðbergi
„Rómeó og Júlfa“, harmleik-
ur f fimm þáttum eftir
William Shakespeare. Með
aðalhlutverkin fara Claire
Bloom, Edith Evans og Al-
bert Finney. Leikstjóri er
Howard Sackler — þriðji og
sfðasti hluti.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
A1IÐMIKUDKGUR
MIÐVIKUDAGUR
12. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Bryndfs Sigurðardóttir
les söguna „Kisubörnin
kátu“ eftir Walt Disney (3).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Andleg Ijóð
kl. 10.25: Sigfús B. Valdi-
marsson segir frá Ásmundi
Eirfkssyni og les sálmaþýð-
ingar eftir hann. Kirkjutón-
list kl. 10.40. Morguntón-
leikar kl. 11.00: Sinfónfu-
hljómsveitin f Lundúnum
leikur Forleik eftir Georges
Auric; Antal Dorati stjórnar
/ Sinfónfuhljómsveitin f
Prag leikur Sinfónfu nr. 2 f
B-dúr op. 4 eftir Antonfn
Dvorák; Vaclav Neumann
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Bókin
um litla bróður" eftir Gustaf
af Geijerstam. Séra Gunnar
Árnason les þýðingu sfna
(5).
15.00 Miðdegístónleikar.
Alicia De Larrocha og Ffl-
harmonfusveit Lundúna
leika Fantasfu fyrir pfanó og
ÞRIÐJUDAGUR
11. janúar 1977
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Frá Listahátfð 1976
Sveifla f höllinni
Benny Goodman og hljóm-
sveit hans leika jass.
21.05 Sögur frá Miinchen
Nýr, þýskur myndaflokkur í
sex þáttum.
Aðalpersónan er ungur mað-
ur, gæddur miklu sjálfs-
trausti. Hann ræðst til starfa
V ___________
á ferðaskrifstofu og reynir
að nýta hugmyndaflug sitt i
þágu fyrirtækisins.
Aðalhlutverk Giinther
Maria Halmer og Terese
Giehse.
1. þáttur. Próflaus maður
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
21.55 Utan úr heimi
Þáttur um erlend málefni
ofarlega á baugi.
Umsjónarmaður Jón Hákon
Magnússon.
22.25 Dagskrárlok.
hljómsveit op. 111 eftir
Gabriel Fauré; Rafael
Friibeck de Burgos stj.
Sinfónfuhljómsveit útvarps-
ins f Berlfn leikur hljóm-
sveitarsvftu úr óperunni
„Semyon Kotko“ eftir Sergej
Prokof jeff; Rolf Kleinert stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 Otvarpssaga barnanna:
„Vetrarævintýri Svenna f
Ási“ Höfundurinn, Jón Kr.
tsfeld les (10).
17.50 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Viðhorf til dulrænna
fyrirbæra. Dr. Erlendur
Haraldsson flytur erindi um
niðurstöðu könnunar á dul-
trú og nokkrum trúarviðhorf-
um Islendinga.
20.00 Kvöldvak
a. Einsöngur: Stefán tslandi
syngur fslenzk lög Fritz
Weisshappel leikur á pfanó.
b. t góðra manna samfylgd.
Böðvar Guðlaugsson rithöf-
undur flytur ferðasögu með
Ivafi.
c. Ævintýr af Jóni og Kóngs-
dótturinni f Seley
Rósa Gfsladóttir frá Kross-
gerði les úr þjóðsögum Sig-
fúsar Sigfússonar.
d. Kvæðalög. Sveinbjörn
Beinteinsson kveður stökur
eftir Jón Rafnsson.
e. Haldið til haga
Grfmur M. Helgason for-
stöðumaður handritadeildar
landsbókasafnsins flytur
I þáttinn.
f. Böðull Agnesar og Friðriks
Höskuldur Skagfjörð les
kvæði um Guðmund Ketils-
son eftir Elfas Þórarinsson
frá Hrauni f Dýrafirði.
g. Kórsöngur. Liljukórinn
syngur, Jón Ásgeirsson
stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: „Lausn-
in“ eftir Árna Jónsson.
Gunnar Stefánsson les (4).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Minningabók Þor-
valds Thoroddsens“ Sveinn
Skorri Höskuldsson les (31).
22.40 Nútfmatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
Sögur
frá
Miinchen
Nýr þýzkur
myndaflokkur
NYR þýzkur myndaflokkur
hefur göngu sína í sjónvarpi kl.
21:05 I kvöld og nefnist hann
Sögur frá Múnchen. Veturliði
Gunnarsson, yfirþýðandi sjón-
varpsins, sagði að hér væri um
að ræða myndaflokk i sex þátt-
um, sem gerðist að mestu i
gömlu hverfi í Munchen. Þar er
mikið að breytast, gömul hús og
hverfi eru rifin og nýtt er reist
í staðinn og eru sýndir þættir af
því fólki sem þarna býr. Þar er
m.a. gömul kona sem rak verzl-
un i 25 ár og hefst myndin á því
að verið er að rifa húsið sem
verzlun hennar var í. Hún er
heldur reið yfir því og á svipuð-
um tfma eru stúdentaóeirðir og
bjargar hún einni stúlku sem
lögreglan ætlaði að klófesta.
Annars er aðalpersónan ungur
I-4 //±A 3
EHP" HEVRRi }
K
maður sem ræðst til starfa á
ferðaskrifstofu og hefur hann
sérstakar hugmyndir um
hvernig á að starfrækja hana,
enda er hann gæddur miklu
sjálfstrausti. Þess má geta að sú
sem leikur konuna, Therese
Giehse, er fræg Brecht- leik-
kona og frægust fyrir Mutter
Courage.
♦f
Skyldur íbúðareigenda í
fjölbýlishúsum til þátttöku í
sameiginlegum framkvœmdum
HVER er réttur þinn? — þáttur
um réttarstöðu einstaklinga og
samtaka verður á dagskrá út-
varps kl. 19:35 I kvöld. Það eru
lögfræðingarnir Eiríkur
Tómasson og Jón Steinar Gunn-
laugsson sem sjá um þáttinn og
sögðust þeir í upphafi þáttarins
svara tveim bréfum. Hið fyrra
fjallar um heimildir tollgæzlu-
manna í starfi og hið síðara um
skyldur íbúðareigenda í fjöl-
býlishúsum til þátttöku i sam-
eiginlegum framkvæmdum,
sem meirihluti Ibúa hefur sam-
þykkt að ráðast í.
Þeir félagar sögðu að þeim
hefði borizt mikið af bréfum í
haust og nú hefði þeim tekist að
svara flestum þeirra. Er þá
komið að því að þeir séu bréf-
þyrstir, eins og Eiríkur orðaði
það og sagði jafnframt að menn
þyrftu ekki að vera hræddir um
að bréfum yrði ekki svarað.
Að loknum þessum svörum,
sem taka drjúgan tfma þáttar-
ins verða teknar fyrir réttar-
reglur óskilgetins barns og
munu þeir m.a. skýra frá helztu
atriðum í frumvarpi um barna-
lög sem nú liggur fyrir Alþingi.
Jón Steinar Gunnlaugsson og Eirfkur Tómasson voru að ljúka
upptöku f þætti sfnum er litið var inn til þeirra nú fyrir helgina.
Ljósm. Rax.