Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 28
TorfærubNlinn, sem reynst hefur vel f ófærð. Nokkrar stað- reyndir um fram- kvæmd og rekstur sjúkraflutninga Borgarbúar hér á Reykjavíkur- svæðinu eru orðnir svo vanir hin- um tiðu viðvörunarmerkjum sjúkrabifreiða i umferðinni að ætla mætti að þeir yrðu ekki leng- ur uppnæmir fyrir þeim. Þó tákna þessi hljóðmerki undan- tekningarlítið, að hætta geti verið á ferðum, mikil eða lítil eftir at- vikum. Viðbrögð fólks eru í fæst- um tilfellum sýnileg en hverjum verður ekki í slíkum tilvikam hugsað til einhvers nákomins, sem hugsanlega gæti verið i hættu staddur? En hversu mikinn fróðleik geymir almenningur um rekstur þeirra öryggistækja, sem i gangi eru og tiltæk þegar slys hendir eða kveðja þarf sjúkrabifreið á stað, þar sem bráðan sjúkdóm ber að höndum? Hve mikla grein ger- ir fólk sér almennt fyrir þeirri starfsemi, er að baki liggur? Hættir ekki hinum almenna borg- ara til að gera ráð fyrir að hér sé aðeins að verki eitt af þeim tann- hjólum, er snúast eigi snuðru- laust í hinni samfélagslegu þjónustu? Nokkur vottur þess að svo muni vera kemur fram í eftirfarandi upplýsingum, er undirrituð tók sér fyrir hendur að afla hjá nokkrum aðilum, sem að þessari þjónustu við almenning standa. Með þvi er tilgangurinn annars- vegar sá, að beina athygli fólks að framkvæmd þjónustunnar; hins- vegar að sanna eða afsanna órök- studdan grun um, að fjárskortur eigi þátt í að' takmarka þá þjón- ustu, sem veitt er í neyðartilvik- um. Skipan sjúkra- flutningamála Rekstur og framkvæmd sjúkra- flutninga hér á landi er marg- þættari en svo, að unnt sé i stuttu máli að gera grein fyrir hinum ýmsu stofnunum, starfsaðilum, starfsnefndum og einstaklingum, er með þau mál fara. Með ítrekuðum fyrirspurnum hjá ýmsum aðilum, stofnunum og ráðuneytum bárust mér eftirfar- andi upplýsingar um skipan þess- ara mála: Engin ákvæði né reglugerðir eru til um sjúkrafiutningamál. En eftir því sem næst verður komist, ættu þau að heyra undir Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti. Landlæknir mun hafa um- sjá með sjúkraflutningum út á landsbyggðinni. Hann hefur nú skipað nefnd til að gera tillögur í þeim málum. En eíns og er, er framkvæmd þeirra með ýmsu móti eftir einstökum stöðum, þ.e. sumstaðar eru sjúkraflutningar tengdir sjúkrasamlagi eða iæknis- héraði en framkvæmd þeirra ann- ast lögregla staðarins, rafveita, einstaklingar með sendiferðabíla o.s.frv. eftir þeim sem viðkom- andi sveitarstjórnir gera samn- inga við hverju sinni. Sjúkra- flutninganefnd er starfandi á veg- um Reykjavíkurborgar og er borgarlæknir formaður hennar. Þótt þjónusta við sjúkraflutn- inga sé jafn mikilvæg hvar sem er á landinu, hlýtur verkefnið að vera umfangsmest í fjölmenninu á höfuðborgarsvæðinu. Verður því fyrst og fremst reynt að varpa Ijósi á aðstöðu, sem þeir fram- kvæmdum er búin hér í Reykja- vík og nágrenni. Beinast hefði legið við að leita svara hjá borgarlækni um þau efni, en þar sem ekki reyndist auðsótt að ná tali af honum, sneri ég máli mínu til næstu fram- kvæmdaaðila þessara mála. Hafa verður í huga, að ekki er ætlunin að gera málefninu tæm- andi skil. Miðað er við þekkingu þeirra borgara, sem sjaldan hug- leiða þessi mál en eiga þó líf sitt og sinna undir því komið, hvernig þjónustan er búin undir að bjarga mannslífum þegar á reynir. Sjúkraflutningar á Reykjavíkursvæðinu. Eins og flestum mun kunnugt eru sjúkraflutningar Reykja- víkurborgar starfræktir i tengsl- um við slökkvistöð borgarinnar og annast starfsmenn hennar (akstur og) framkvæmd þeirra undir yfirstjórn slökkviliðsstjóra, Rúnars Bjarnasonar. Eftirfarandi upplýsingar lét slökkviliðsstjóri i té varðandi þátttöku starfsmanna og hlut stofnunarinnar í sjúkra- flutningum hér i borginni og nágrenni: Reykjavíkurborg, Kópavogs- kaupstaður, Seltjarnarneskaup- staður og Mosfellshreppur hafa gert með sér samkomulag um rekstur slökkviliðs og taka hlut- fallslegan þátt í þeim reksturs- kostnaði, sem þar af leiðir. Þessir 4 aðilar greiða laun starfsliðs við sjúkraflutninga. Rauði Krossinn leggur til sjúkrabifreiðar, sér um viðhaldskostnað og allan rekstur þeirra og tekur við þeim greiðsl- um, sem inn koma fyrir sjúkra- flutninga. Hagkvæmasta lausnin — Hafa ekki orðið miklar fram- farir í tækjabúnaði sjúkrabif- reiða á seinustu árum? „Tilkoma hins fyrsta fullkomna neyðarbíls, sem keyptur var fyrir söfnunarfé Blaðamannafélagsins, varð stórt stökk í framförum á búnaði sjúkrabifreiða hér, þótt síðar hafi komið stærri bílar með fullkomnum tækjabúnaði. Við viljum þó ekki telja þá sérstaka „hjartabíla" éins og hinn fyrsti var og er oftast ranglega nefndur. Tækjum sem slíkir bílar eru bún- ir, þarf ekki fyrst og fremst að beita við hjartasjúklinga, sem í mörgum tilfellum eiga litla von um langa starfsævi(eftir slík áföll, heldur þurfum við einnig að ná til allra þeirra, sem verða fyrir slys- um og öðrum áföllum og hafa i raun möguleika til að endur- heimta starfskrafta sína til fulls, ef hjálpin berst nógu fljótt." — Er ætlast til að starfsmenn slökkviliðsins, sem framkvæma sjúkraflutninga hverju sinni, beiti þeim tækjum sem fyrir hendi eru t.d. í neyðartilvikum? „Hagkvæmasta lausnin á flutn- ingum sjúkra, einnig þeim er þurfa á skjótum aðgerðum að halda, hefur okkur reynst sú, að þjálfa sérhæfa starfsmenn slökkviliðsins til að annast þessi störf. Það hefur verið gert, en þó er ekki ætlast til að þeir beiti tæki til hjartaraflosts né lyfjagjöfum í bílunum. Þeir eiga að fram- kvæma hjartahnoð, öndunarhjálp með blástursaðferð og súrefnis- gjöf, stöðva blæðingar og hag- ræða beinbrotum eftir því sem unnt er. Jafnframt að hafa tal- stöðvarsamband við slökkvistöð- ina, svo hægt sé að undirbúa komu sjúklingsins til slysadeildar meðan á ferðinni stendur og oft tekur hún ekki nema örfáar mínútur." — Er ekki nauðsynlegt að læknir sé til staðar í bílnum ef beita þarf rafloststæki í neyðartil- felli? „Gert er ráð fyrir að heimilis- læknir eða neyðarvaktlæknir sé kallaður til og jafnvel kominn á staðinn á undan sjúkrabifreið og geti hann þá beitt ákveðnum tækjum, sem með þarf og í bíln- um eru. — En nú má búast við að lang- an tíma taki að ná sambandi við lækni og fá hann til að koma á staðinn, eins og reyndin virðist oft vera? „Að vísu má hér færa rök með og móti: en þetta er þó sú leið, sem margar aðrar þjóðir fara í þessum efnum. Má þar nefna að Bandaríkjamenn hafa horfið meira og meira að því að hafa þjálfaða sjúkraflutningamenn til að sinna neyðarhjálp á leiðinni til sjúkrahúss. Svo mun þetta vera orðið víðast hvar. Ég veit ekki til að hjúkrunarfólk og læknar fylgi sjúkrabifreiðum að staðaldri ann- arsstaðar en i Moskvu. I þessu sambandi má geta þess að í Munchen var um tveggja ára tímabil gerð tilraun með, að hafa hjúkrunarlært fólk og lækna við sjúkraflutninga. Var talið að með því hafði hugsanlega verið bjarg- að 20 mannslífum á þessum tveimur árum, en það mundi sam- svara einu til tveimur mannslif- um á sama tima miðað við fólks- fjölda hér á okkar svæði, þar sem þó er skemmri vegalengdir að koma fólki á sjúkrahús." En þetta virðist þó ekki breyta þeirri staðreynd, að eins og er geta sjúkrflutningamenn okkar varla eða ekki náð þeim árangri í neyðartilvikum, sem til er ætlast með hinum fullkomna tækjabún- aði í sjúkrabifreiðum? Um það segir Rúnar Bjarnason slökkviliðstjóri: „Þessir menn fá þá þjálfun sem hægt er að veita þeim. Námskeið eru haldin þegar nýir menn koma og nýjungar eru kynntar þeim sem fyrir eru. Allir þessir menn eru æviiilega boðnir og bún til að bæta á sig verkefnum við þjálfun og meðferð þeirra tækja, sem þeir eiga að fara með. Starfsmenn slökkviliðsins, hvort heldur er við brunaútköll eða sjúkraflutninga, gera sitt besta til að bjarga mannslífum og leggja oft eigin ltf í hættu, t.d. þegar bjarga þarf fólki úr brennandi húsum. Hitt er svo álitamál, hvort launakjör þeirra og viðurkenning á starfinu er í samræmi við þetta." Tækjakostur og starfslið við sjúkraflutninga Eftir heimsókn á Slökkvistöð Reykjavíkur og nágrennis ætti ég að vera mun fróðari en áður um öryggisbúnað, sem þar er til reiðu þegar slys, veikingi eða eldsvoða Séð inn í annan neyðarbíl R.K.Í., hjartabNinn, sem gef inn var til minningar um Hauk Hauksson blaðamann. ber að höndum borgarbúa; hvernig tekst að miðla þeim fróð- leik er annað mál. Gunnar Sigurðsson varaslökkvi- liðsstjóri og samstarfsmaður hans, Tryggvi Ölafsson dagvarð- stjóri, urðu fyrir svörum um fjölda sjúkrabifreiða, búnað þeirra, starfsaðstöðu og fram- kvæmd þjónustunnar í reynd: „Gert er ráð fyrir að 4 sjúkra- bílar séu tiltækir til notkunar, en frávik geta orðið á því, þegar senda þarf bíl á verkstæði til við- gerðar. Sjúkratækjum í bílunum hefur ekki fjölgað svo mjög en segja má að þau séu fullkomnari. Deilt er um hvernig neyðarbíll eigi að vera búinn og hvaða stærðir séu hentugastar. Neyðarbíllinn sem Blaðamannafélag tslands gaf Rauða Krossinum er enn sá, sem búinn er flestum tækjum hjá okk- ur. 1 honum eru m.a. tæki til að fylgjast með hjartslætti sjúklings- ins og einnig hjartaraflosttæki. Það hefur ekki verið notað, til þess þarf mikla þjálfun. Mönnum hefur ekki verið kennt á það vegna þess að röng meðferð getur leitt til slysa, bæði á sjúklingi og þeim er beitir því. Þá höfum við einn vel búinn torfærubil, með nauðsynlegum neyðartækjum. Hann hefur þann kost að vera stærri og rúmbetri en hinn neyðarbíllinn. Erfitt er að vinna að skyndihjálp i þröngum bílum. Ef vel á að vera, þarf að vera hægt að standa uppréttur og sjúkraborð að vera fyrir sjúkling- inn. Þá má segja að sjúkrbillinn sé orðinn einskonar slysavarð- stofa á hjólum, sem vissulega væri æskilegt. Auk þessara tveggja neyðarbíla eru tveir venjulegir sjúkrabílar í gangi. Reynt hefur verið að búa þá sem best að tækjum svo senda megi þá á vettvang í sem flestum tilfellum. Með þessu er miðað við 4 sjúkrabíla en rætt hefur verið um að bæta þeim 5. við. En um það eru skiptar skoðanir". — Þarf þá ekki að fjölga starfs- liði? „Ágreiningur hefur verið um hvort fleira starfslið sé nauðsyn- legt. Það er sameiginlegt álit okk- ar, sem störfum hér við stofnun- ina að svo þurfi að vera. Eins og nú er, eru 15 menn á vakt hér hverju sinni og er einn þeirra við símann og fer ekkert frá honum. Tveir menn eru fastskráðir á sjúkrabíl og aðrir tveir á neyðar- bil. Þessa menn verður alla að taka til slökkvistarfa ef mikinn bruna bera að höndum. Nauðsyn til þess verður að meta í hverju tilfelli, allt frá því hvort senda skuli einn slökkvibíl og sjúkrabil á staðinn eða alla fjóra slökkvibíl- ana ásamt sjúkrabíl, sem i flest- um brunaútköllum er sendur á vettvang tll öryggis. í versta tilfelli verðum við að skilja stöðina éftir með einn mann við simann. En þá er komið að hættulegum punkti. Þegar um stórbruna er að ræða kemst sá eini maður ekki yfir að svara sex simalínum og kaila auk þess út varalið. Og einmitt þegar svo stendur á er hættast við að fólk hringi utan úr bæ, jafnvel í núm- er neyðarsímans, til þess eins að spyrja hvað sé um að vera. Al- menningur gerir sér að vonum ekki ljóst hve mikið álagið er á einum manni. Hinsvegar getur dæmið snúist við þegar senda þarf út 3 til 4 sjúkrabíla samtímis, sem fyrir getur komið. Þá verður að taka menn, sem skráðir eru á slökkvi- bílana til að manna þá. Þetta skapar þá áhættu að ekki verði tiltækir menn til slökkvistarfa ef með þarf. Við veikindaforföll versnar staðan enn. Og eins og er koma veikindi sér mjög illa vegna mannfæðar. Við höfum farið fram á að fjölg- að verði um einn mann á hverja slökkvivakt. En til þess þarf sam- þykki stjórnenda þeirra fjögurra sveitarfélaga, sem að rekstri slökkviliðsins standa. Þá kemur til spursmál um það hvað mikið menn vilja leggja í kostnað við þessa stofnun, sem er tekjulaus. Framhald á bls. 27 FYRRI HLUTI eftir ÞURIÐI J. ÁRNADÓTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.