Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 16
16
MORCJUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANL'AR 1977
Áttræður „unglingur” í
Helga Bachmann og Jón Sigur-
björnsson I lieddu Gabler 1968.
jék p. á(fflÉk
k * ,;Æmt m H #• 9
(Jr Eftirlitsmanninum eftir N.V.
Gogol 1947: Haraldur Björnsson í
hlutverki borgarst jórans, um-
kringdur öðrum embættismönn-
um bæjarins, Brynjólfi Jóhannes-
syni, Val Gfslasyni, Þorsteini ö.
Stephensen og Valdemar Helga-
syni.
Tvær góðar f Tannhvassri tengda-
mömmu, Emilfa Jónasdóttir og
Auróra Halldórsdóttir.
(Jr Hitabylgju 1970, fjallaði um kynþáttavandamál og verkalýðspóli-
tfk. Fyrsta sviðssetning Steindórs Hjörleifssonar: Sigrfður Hagalfn og
Anna Kristfn Arngrímsdóttir í hlutverkum sínum.
Þorsteinn Gunnarsson (Umbi) og Gísli Halldórsson (Jón prfmus) í
Kristnihaldi undir Jökli 1970.
Glefsur um
Leikfélag
Reykjavíkur
80 ára
Lárus Pálsson f Nitouche hjá LR
1940.
1 þá tfð við Tjörnina þegar menn gátu brugðið sér f leikhúsferð yfir
Tjörnina á árabát.
Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson I fyrstu
óperettusýningu LR: Lagleg stúlka gefins, en þessir leikarar hafa
öðrum fremur brúað bilið milli kynslóðanna í sögu LR. Friðfinnur lék
alls 133 hlutverk hjá LR. Næst flest f sögu félagsins á eftir Brynjólfi
sem lék tæplega 200 hlutverk.en Gunnþórunn lék alls 72 hlutverk.
ATTRÆÐISAFMÆLI unglings
er f dag, Leikfélags Reykjavfkur.
Leikfélag Reykjavíkur er ein
elzta menningarstofnun Reykja-
vfkurborgar, stofnað I. janúar
1897. Eldri er Menntaskólinn f
Reykjavfk, Kvennaskólinn, aðrir
skólar og nokkur félagasamtök
sem ennþá eru f fullu fjöri,
Stúdentafélag Reykjavíkur og
Thorvaldsensfélagið en ekkert
þeirra dagblaða sem nú eru á
tslandi var til f þá tfð.
Leikfélag Reykjavíkur hefur á
margan hátt verið óskabarn Reyk-
vikinga, því sá mikli áhugi sem
borgarbúar hafa sýnt starfi Leik-
félagsins í gegn um tíðina ber þvi
glöggt vitni. Á meðan um áhuga-
mannaleikhús var að ræða áttu
flestar þær starfsgreinar sem
þekktust í Reykjavík, sína
fulltrúa á sviðinu og með því
starfi sem þá var unnið var
grundvöllurinn lagður að þeim
nánu og sterku tengslum sem
mynduðust milli Leikfélagsins,
leikara og leikhússunnenda.
Þetta nána samband er aðal skýr-
ingin á vexti og viðgangi Leik-
félags Reykjavikur. Leikfélag
Reykjavíkur er hluti af
menningarsál Reykjavíkur og lík-
lega sá hluti sem fæstir vildu án
vera.
Áður en Leikfélagið kom til
sögunnar höfðu tveir leikflokkar
starfað í Reykjavík, annar i Góð-
templarahúsinu, hinn i Fjala-
kettinum. Reynt hafði verið að
sameina þá en það tókst ekki fyrr
en með stofnun Leikféldgs
Reykjavikur.
Það er fyrir stórhug iðnaðar-
manna að samkomuhús er reist á
Tjarnarbakkanum við Vonar-
stræti. Forsvarsmenn iðnaðar-
manna sáu fram á að félagið
myndi ekki hafa full not af þessu
stóra og glæsilega húsi þessa tíma
og datt i hug hvort ekki væri hægt
að beina leikstarfsemi inn í húsið
til þess að nýting þess yrði meiri.
Svo varð úr sem raun ber vitni og
líklega hafa fá hús borgarinnar
verið eins vel nýtt, þvf ólíklegt er
að nokkurt hús í Reykjavík hafi á
s.l. 80 árum hýst jafn marga gesti
og gamla góða Iðnó. Nafnið Iðnó
kom að sjálfsögðu til vegna þess
að iðnaðarmenn byggðu og áttu
húsið.
Öllum ber saman um þann
þokka sem Iðnó ber með sér sem
hús og stemningin er sllk að það
fer ekki fram hjá neinum sem
sækir þangað á leiksýningu að
hann er kominn í leikhús. Hús er
misjöfn eins og fólk og skip en
það er með Iðnó eins og sum
kunnustu aflaskip landsins. Hver
sá sem kom þar um borð varð
góður og fengsæll sjómaður.
Þessari náttúru hefur Iðnó búið
yfir með Leikfélagi Reykjavíkur,
því segja má að hver sá sem hefur
komið til starfa með Leikfélaginu
hafi skilað sér sem góður og trú-
verðugur leikari að ekki sé nú
talað um þann fjölda frábærra
leikara þar sem hefðu sómt sér á
fjölum viðurkenndustu leikhúsa
allra landa. Þá hefur það verið
hamingja Leikfélags Reykjavikur
að í forsvari hefur verið þar fólk
sem hefur af óeigingirni látið sitt
af mörkum, verið opið fyrir
nýjungum en þó byggt á fornum
dyggðum, þeirri hefð sem Leik-
félag Reykjavikur hefur spunnið
upp í sambýlinu við eina styrk-
ustu stoð félagsins, aragrúa leik-
húsgesta.
Iðnó var sniðið að kröfum 5000
manna þorps þegar það var byggt.
Þá var það stórt rúmgott og glæsi-
legt. Það er jafn glæsilegt enn
þann dag í dag, þótt nokkuð hafi
verið gert á hluta þess til að auka
við húsnæði, en Leikfélag Reykja-
víkur er löngu búið að spengja
utan af sér leikhús sitt með starf-
semi sinni. Hlaupa þarf á milli
húsa með leiktjöld félagsins og
aðstaða leikara er alkunn fyrir
einstæð þrengsli.