Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977
Togstreita um
verð á kaffi
Rio de Janeiro — 10. janúar — Reuter.
Nýlega áttu Adolfo Suarez, forsætisráðherra Spánar, og Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands,
viðræður f Madrid, og var mynd þessi tekin við það tækifæri.
Bjartara framundan í
efnahagsmálum Breta?
Lundúnum — 10. janúar — Reuter
BRAZILlúMENN, mesta kaffi-
framleiðsluþjóð veraldar, hafa
hafnað tillögu stjórnar Kólombfu
um verðstöðvun á kaffi, en
Kólombfumenn hafa miklar
áhyggjur af aðgerðum banda-
Módir Franks
Sinatra fórst
í flugslysi
Palm Springs — 10. janúar — Reuter
FUNDIZT hafa Ifk móður Franks
Sinatra og þriggja samferða-
manna hennar í flaki einkaþotu f
fjalllendi skammt frá Palm
Springs f Kalifornfu. Þotunnar
var saknað s.l. fimmtudagskvöld,
en snjóþyngsli og torfærur ollu
þvf að flakið fannst ekki fyrr cn á
sunnudag.
Frú Nancy „Dolly“ Sinatra var
82 ára að aldri, og var á leið til
Las Vegas til að vera viðstödd
frumsýningu skemmtidagskrár
sonar síns þegar slysið varð.
rfskra neytenda, sem miða að þvf
að verðið verði lækkað. I skeyti
sfnu til Ernesto Geisel, forseta
Brazilfu, segir Alfonzo I.opez, for-
seti Kólombfu, að aðgerðir banda-
rfskra neytenda í þvf skyni að
draga úr kaffidrykkju geti haft
mjög skaðvænleg áhrif á kaffi-
framleiðslu beggja landanna. Hið
háa verð væri þegar farið að hafa
áhrif á neyzluna, og gerði hann
það að tillögu sinni, að haldinn
yrði fundur fulltrúa kaffiræktar-
rfkja til að reyna að ná samkomu-
lagi um verð.
Brazilíu-forseti vill hins vegar
að komið verði á fundi til að at-
huga horfur á þvi hvernig tryggja
megi nægilegt kaffiframboð á ár-
unum 1977 og 1978, og heldur
hann því fram, að hið háa verð
megi rekja til uppskerubrests,
sem orðið hafi af óviðráðanlegum
orsökum, og bendir á í því sam-
bandi að tveir þriðju kaffiupp-
skeru í Brazilíu hafi farið forgörð-
um árið 1975 vegna frosta. Talið
er, að framleiðsla Brazilíumanna
verði ekki komin í samt horf eftir
þetta áfall fyrr en að tveimur
árum liðnum.
í EFNAHAGSSPA Henley-
stofnunarinnar f Lundúnum seg-
ir, að enda þótt enn megi vænta
þess að sterlingspundið lækki
nokkuð gagnvart erlendum gjald-
miðli á því ári, sem er nýbyrjað,
sé bjartara framundan og f upp-
hafi næsta áratugar sé fyrirsjáan-
legt, að ástandið hafi batnað mjög
verulega. Helztu ástæðuna fyrir
slfkum efnahagsbata telja sér-
fræðingar stofnunarinnar vera
vinnslu Norðursjávarolfunnar og
aukinn jöfnuð f viðskiptum við
útlönd.
Sérfræðingarnir telja, að pund-
ið kunni á þessu ári að falla að þvi
marki, að í einu pundi verði 1.62
dalir, en þessa dagana er hvert
pund jafnvirði 1.70 dala.
í skýrslunni þar sem þessi spá
kemur fram segir, að á næstu
fimm árum megi vænta þess að
pundið sæki sig mjög gagnvart
erlendum gjaldmiðli, dregið verði
úr sköttum og einkaneyzla fari
vaxandi.
Stálu ger-
semum fyr-
ir 750 millj-
ónir króna
Murcia — 10. janúar — AP.
UMFANGSMIKIL leit fer
nú fram á Spáni að tveimur
mönnum, sem brutust inn f
safn dómkirkju Sankti
Marfu f horginni Murcia á
Suður-Spáni s.l. laugardag
og höfðu á brott með sér
óvátryggðar gersemar og eð-
alsteina, en þýfið er metið á
um 750 milljónir íslenzkra
króna.
Að sögn forráðamanna
kirkjunnar höfðu þjófarnir
á brott með sér 24 muni, sem
settir voru samtals 8 þúsund
demöntum, safírum og öðr-
um gimsteinum. Meðal dýr-
gripanna sem saknað er eru
kórónur verndardýrlinga
héraðsins.
Mesta físk-
sala Norð-
manna er
um getur
Osló — 10. janúar — NTB.
NORÐMENN hafa samið um
skreiðarsölu til Nfgeríu. Nemur
söluupphæðin fyrir 18 þúsund
tonn af skreið 400 milljónum
norskra króna eða sem nemur
nær einum og halfum milljarði
Islenzkra króna. Hér er um að
ræða stærsta samning sem gerður
hefur verið um sölu á fiski frá
Noregi hingað til.
Skreiðin verður afgreidd á
tfmabilinu febrúar n.k. til janúar
1978.
EPC
Ný Reiknive
Nýtt verð
Frábær gæði
EPC 121
EPC 122
EPC 123
Strimill, grand total, sjálf- Strimill, grand total, geymslu- Bæði strimill og Ijósatölur, grand
virkur prósentureikningur, verk sjálfvirkur prósentureikn- total, geymsluverk, sjálfvirkur
tólf stafa vinnsla ingur., tólf stafa vinnsla prósentureikningur, tólf stafa
VERÐ: Kr. 34.100— VERÐ: Kr. 39.800" vinnsla
VERÐ: Kr. 47100—
Skrifstofuvélar h/f geta nú boöið yöur þrjár geröir af
hinum nýju og fullkomnu EPC reiknivélum á sérstaklega
góöu veröi.
Komið, skoðió, kaimið.
JLV/i
£
£
Þér fáið ekki sambærilega vél á betra verði. I SKRIFSTOFUVELAR H.F.
%+: *; ^ Hverfisgötu 33
Sím' 20560 - Pósthólf 377