Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 24

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11 JANUAR 1977 * O Styrkir Vísindasjóðs Enska fyrir 1977 auglýstir xV ^yat* STYRKIR Vísindasjóðs árið 1977 hafa verið auglýstir lausir til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 1. mars. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Raunvfsindadeild og Hugvfsindadeild. Raunvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda þar með taldar eðlisfræði og 3,13% hækkun km-gjalds Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hefur reiknað út svokallað kíló- metragjald þ.e. það sem opinber starfsmaður fær fyrir hvern ekinn kílómetra í eigin bíl á veg- um ríkisins. Nú verða greiddar 33 krónur á km, en það verð sem áður gilti var 32 krónur. Þetta nýja verð tekur gildi frá og með 1. febrúar 1977. Hitaveitur en ekki rafmagnsveitur I FRÉTT í Morgunblaðinu 8. janúar síðastliðinn var sagt frá heimiluðum hækkunum til raf- magnsveitna. Þar slæddist nokkur misskilningur inn í fréttina og er hún sök blaða- manns. Sagt var að rafmagnsveit- ur á eftirtöldum stöðum hefðu fengið hækkunarheimild frá iðn- aðarráðuneytínu, en átti að vera hitaveitur. Hitaveita Selfoss 17%, Ólafsfjarðar 67%, Hvammstanga 25% og Sauðárkróks 27%. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar. Heilahimnu- bólgan nyrdra: Adur A-stofn — nú B-stofn í FRÉTT í Morgunblaðinu þann 8. janúar sl., þar sem fjallað var um heilahimnubólgu kom fram, að heilahimnubólgutilfelli norðanlands hefðu verið af B- stofni. Það er ekki rétt að öllu leyti, því tílfellin, sem komu upp norðanlands sl. sumar voru af A- stofni. Þess vegna var bólusett við A-stofni á Akureyri sl. sumar. Eftir bólusetninguna hefur A- stofn ekki fundizt nyrðra, en þau tilfelli sem sfðan hafa verið greind hafa verið af B-stofni. — Loðnan Framhald af bls. 40 leggja af stað af krafti austur með landinu. Bræla var á loðnumiðunum f fyrradag og lágu þá 10 skip á Grímseyjarsundi, en fjölmörg lágu inni á Raufarhöfn þar sem þau komust ekki út vegna veðurs. Þegar á kvöldið leið lægði skyndi- lega og héldu þá skipin á miðin. Skipin sem voru á Raufarhöfn komust þó ekki strax út, en þau sem voru á Grímseyjarsundi kom- ust fyrst á miðin og fylltu sig strax í gærmorgun. Skipin sem komu frá Raufarhöfn komu nokk- uð seinna á miðin, og köstuðu þau mörg í gærdag og fékk t.d. Grind- vikingur góðan afla þá. Er þetta f fyrsta sinn á loðnuvertíðinni, sem kastað hefur verið á loðnu í birtu. Skipin, sem voru búin að til- kynna um afla í gærkvöldi, voru þessi: Skarðsvik SH 420 lestir, Hrafn GK 400, Óskar Halldórsson RE 300, Gfsli Árni RE 520, Rauðs- ey AK 350, Árni Sigurður AK 360, Helga 2. RE 350, Hilmir SU 440, Vörður ÞH 240, Kap 2. VE 450, Grindvíkingur GK 520, Ásberg RE 380, Sæbjörg VE 250, Börkur NK 700, Hrafn Sveinbjarnarson GK 210 og Ársæll KE 200 lestir. kjarnorkuvísindi, efnafræði stærðfræði, læknisfræði, líffræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis- fræði, dýrafræði, grasafræði, erfðafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvfsindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði bókmenntafræði, málvisinda, félagsfræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenskar vísindarannsóknir og í þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rannsóknar- verkefna. 2. Kandidata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sér- fræðilegum rannsóknum til þess að koma til greina með styrkveit- ingu. 3. Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði við starfsemi er sjóðurinn styrkir. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum, fást hjá deildaritur- um, í skrifstofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Umsóknir skal senda deildarriturum, en þeir eru Guðmundur Arnlaugsson rektor Menntaskólanum við Hamrahlið, fyrir Raunvísindadeild, og Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður Þjóðskjalasafni islands, fyrir Hugvísindadeild. Happdrætti HSÍ DREGIÐ hefur verið tvivegis í ferðahappdrætti Handknattleiks- sambands íslands og hafa vinn- ingar fallið á númerin 22866 og 15401. Vinningsnúmerin eru birt án ábyrgðar. Eldur í hlöðu á Gfljum 1 Mýrdal Litla Hvammi, 10. janúar. Í GÆR kom upp eldur f heyhlöðu á Giljum í Mýrdal. Er hlaða þessi við fjárhús sem í u.þ.b. 300 kind- ur voru f. Á ellefta tfmanum f gærmorgun er bóndinn ætlaði að fara að gefa á húsin varð hann var við eld niðri f hlöðunni. Náði hann strax sambandi við slökkvi- liðið f Vík I Mýrdal er kom fljótt á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn; þó varð að moka tölu- verðu heyi út og um 100 hestar munu hafa brunnið. Var heyið óvátryggt. Á Giljum búa Þórunn Björnsdóttir og Ólafur Pétursson og hafa þau orðið fyrir töluverðu — Fiskvinnslan Framhald af bls. 40 frá Frakklandi, en skipasmíða- stöðin þar, sem átti að smíða skip- ið, lenti í miklum fjárhagsörðug- leikum og gafst upp við verkið. Það varð því úr að gengið var inn í samning á smíði þessa togara í Noregi fyrir skömmu, hjá Storvik mekaniske verksted, en þessi skipasmíðastöð varð 100 ára seint á s.l. ári. i togaranum sem Seyðfirðingar hafa fest kaup á er 1500 hestafla MAK-aðalvél og fiskileitartæki frá Simrad. Þá er í skipinu ailur annar fullkomnasti útbúnaður til togveiða eins og t.d. flotvörpu- búnaður. Framkvæmda- stjóri Ever- tons rekinn BILLY Bingham framkvæmda- stjóri enska knattspyrnuliðsins Evertons, var rekinn úr starfi í gærkvöldi. Bingham tók við stjórn félagsins fyrir þremur árum, og enda þótt hann hafi síðan keypt leikmenn fyrir meira en milljón sterlingspund, hefur félagið ekki náð umtalsverðum árangri. Poet Vale sigraði Hull 3:1 i auka- leik i ensku knattspyrnunni. — Narfi Framhald af bls. 40 var meðalverð á kiló kr. r52.60. Fiskurinn, sem Narfi var með, var að mestu þorskur, karfi og milliufsi, og nokkuð af ýsu eins og fyrr getur. Narfi fékk einnig gott verð fyrir milliufsann og karfann, en þorskverðið dró meðalverðið nokkuð niður. Þá seldi skuttogarinn Rauði- núpur 156,8 lestir í Cuxhaven fyr- ir 22.1 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 141.10. Rauðinúpur var nær eingöngu með þorsk. — Guðmundur Framhald af bls. 40 um ásamt Júgóslavanum Ljubojevic. Að sögn Guðmundar eru keppendur í þessu móti 12 að tölu, þar af 9 stórmeistarar. Auk Friðriks og Guðmundar keppa stórmeistararnir Geller, Sovétríkjunum, Kavalek, Bandaríkjunum, Miles, Bret- landi, Kurajica, Júgóslavíu, Timman, Hollandi, og Sosonko, Hollandi, en ekki er vitað ennþá hver 9. stórmeist- arinn verður. Aðrir þátttak- endur eru alþjóðlegu meistar- arnir Böhm og Lictering frá Hollandi og Nikolas frá Júgóslavíu. Mótið hefst 14. janúar og því lýkur 27. janúar. — Carpelan Framhald af bls. 1. sænsku Finnlandsbókmenntirn- ar. Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs hefur verið út- hlutað árlega frá þvi 1962. Meðal verðlaunahafa eru Tarjei Vesaas, Johan Borgen, Eyvind Johanson, Per Olof Sundeman, Hannu Salama, Ólafur Jóhann Sigurðs- son og Karl Vennberg. Það voru íslenzku rithöfundarnir Thor Vil- hjálmsson og Vésteinn Lúðvíks- son, sem áttu bækur er fjallað var um að þessu sinni. — Tveir hers- höfðingjar Framhald af bls. 1. Þýzkalands og unnt er og það herlið, sem nú er staðsett þar, á að halda árásarmönnum i skefjum unz liðsauki berst. Close segir hins vegar að það tæki liðsaukann 10—30 klukkustundir að komast á vettvang og það þýddi að Rússar næðu þeim sóknarþunga að nægði til að komast að Rín á tveimur sólarhringum. Til þess að þetta gerðist þyrftu þeir þó að hefja árásina kl. 05.00 að morgni á sunnudegi eða frídegi, er ferða- mannastraumurinn væri sem mestur, þvi að mikil umferð á þjóðvegum myndi tefja fyrir ferð liðsaukans auk þeás, sem fjöldi hermanna yrði í leyfi. Þá sagði Alexander Haig yfir- maður herafla NATO, að hætta væri á að bandalagið brotnaði nið- ur ef bandamenn héldu ekki í við hernaðaruppbyggingú Sovétríkj- anna i Evrópu. Haig sagði í sam- tali við U.S. News and World Re- port, að þó að bandamenn hefðu styrkt stöðu sína hefðu Sovét- menn styrkt stöðu sina enn meir bæði hvað snertir kjarnorkuvopn og hefðbundinn her. Hefðu þeir t.d. bætt 1 malljón hermanna í fastaher sinn. Sagði Haig að ef þessi þróun héldi áfram án þess að við væri spornað myndu varn- aráhrif NATO fara þverrandi unz bandalagið brotnaði saman. Haig sagði að Sovétmenn hefðu undan- farið fjölgað hermönnum sinum i A-Evrópu um 130 þúsund, fjölgað skriðdrekum um 40% og styrkt stórskotalið sitt um 50—100%. — Kína Framhald af bls. 1. hangið í pilsföldum Chiang Chings og vana hennar. Múgurinn krafðist þess einnig að fjórmenn- ingarnir yrðu dæmdir til dauða, en stjórnmálafréttaritarar í Pek- ing telja ólíklegt að nokkrir dauðadómar verði kveðnir upp. Hins vegar er talið líklegt að mið- stjórnin sé að þvi komin að taka ákvörðun um refsingarnar. Diplómatar í Peking segja að mikil spenna ríki i borginni og í gær var herinn sendur til að dreifa mannfjöldanum á Torgi hins himneska friðar, en ekki kom til átaka. Segja diplómatar að herinn sé nú í viðbúnaðar- stöðu. Árásin á borgarstjórann og herforingjann kom að sögn á óvart, þvi að báðir voru í háveg- um hafðir er Hua Kuo-feng tók við formannsembætti og flutti Wu Teh þá eina aðalræðuna en Chen stóð við hlið formannsins. Flestir eru þeirrar skoðunar, að Teng muni taka við embætti for- sætisráðherra af Hua formanni, sem gegnir þvi nú, en einnig eru getgátur um að hugsanlegt sé að hann verði gerður að formanni fastanefndar þjóðþingsins, sem jafngildir forsetaembættinu, en það embætti hefur ekki verið fyllt eftir lát Chu Teh marskálks í fyrrasumar. — Spasský Framhald af bls. 40 Petrosjan-Kortsnoj, færi fram hérlendis. Eins og fram kom í Mbl. á sunnudaginn, hækkaði Skák- samband islands verðlauna- upphæðina upp í 32 þúsund svissneska franka um helgina eða 2,5 milljónir króna og tilkynnti jafnframt að þetta til- boð tæki til tveggja fyrr- nefndra einvígja en ekki aðeins einvígis Petrosjans og Kortsnojs. Var Alþjóðaskák- sambandinu, FIDE, sent skeyti um þetta á laugardaginn. FIDE sendi skeytið áfram til skák- mannanna fjögurra strax á sunnudaginn og Spasský virðist ekki hafa þurft langan um- hugsunarfrest því hann svaraði játandi strax á mánudags- morguninn. I viðtali við Mbl. s.l. haust sagði Spasský einmitt, að hann langaði mjög að tefla á íslandi og myndi þiggja boð um slíkt, ef það bærist. Kveikjan að þvi að Skáksam- bandið fór að íhuga að halda áskorendaeinvígin, var bréf sem þvi barst frá tékkneska stórmeistaranum Hort. Spurði hann þar hvort Islendingar hefðu tapað svo mikið á þorska- striðunum, að þeir hefðu ekki efni á því að halda áskorenda- einvígi. Kvaðst hann í bréfinu hafa mikinn hug á þvi að tefla á íslandi, en hann hefur teflt hér áður. Skáksambandið fór nú að kanna málið, en þá tjáði FIDE því að einvígi Horts og Fischers eða þá Horts og Spasskýs, ef Fischer mætti ekki til leiks myndi líklega fara fram á Bermudaeyjum. Bauðst Skák- samband Islands þá í staðinn til að halda einvigi Petrosjans og Kortnojs. Spasský og Hort þóttu hins vegar verðlaunin, sem Bermudamenn buðu, of lág, en þau voru 15 þúsund svissneskir frankar. Frakkland bauð því næst 25 þúsund svissneska franka í verðlaun, en því var einnig hafnað. Skák- samband Islands kom siðan með tilboð sitt á laugardaginn, og hefur Spasský samþykkt það eins og fyrr segir. Búizt er við jákvæðu svari Horts, að sögn Einars. Eins og komið hefur fram í fréttum, svaraði sovézka skák- sambandið i siðustu viku til- boðinu um einvígi Petrosjans og Kortsnojs, og taldi veður- lagið í Reykjavík óheppilegt fyrir Petrosjan. Vegna þessa fékk Skáksambandið uppgefinn meðalhita I Reykja- vík og Moskvu hjá Veður- stofunni. Kom í ljós, að meðal- hitinn í Reykjavik í febrúar er mínus 0,1 stig, en mínus 9,5 stig i Moskvu og í marz er meðalhit- inn í Reykjavík plús 1,5 stig en mínus 4.2 stig í Moskvu, þannig að þessi mótbára Rússanna er fallin um sjálfa sig. Þess má geta,. að Petrosjan býr i Moskvu. — Sir Anthony Framhald af bls. 1. hamingjusamur yfir að vera kom- inn heim. Það var Eden, sem árið 1956 lagði blessun sina yfir innrás Breta og Frakka til að reyna að koma í veg fyrir að Egyptar þjóð- nýttu Súezskurðinn. Hann sagði af sér fyrir réttum 20 árum sem forsætisráðherra vegna heilsu- brests. 1938 sagði hann af sér embætti utanríkisráðherra í mót- mælaskyni við undanlátssemi Neville Chamberlains við Hitler og Mussolini. — Námsmenn Framhald af bls. 2 breyta úthlutun námslána til stefnanda. Skuli stefnandi fá út- hlutað hærra láni, þar sem eðli- legt tillit verði tekið til fjöl- skyldustærðar stefnanda og maka, eins og segir í fréttatil- kynningu frá Kjarabaráttunefnd námsmanna. i öðru lagi verði menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs dæmdir til að gera þær ráðstafanir sem gera þarf, til að dómkröfur á hendur stjórn Lánasjóðs íslenzkra náms- manna verði framkvæmdar. 1 þriðja verði stefndir dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. i fréttatilkynningu frá Kjara- baráttunefnd segir m.a., að þeir þrír fulltrúar í stjórn lánasjóðs- ins, sem skipaðir eru af ríkinu, víki úr sjóðsstjórninni meðan kannað er fyrir dómstólum hvort úthlutunarreglur þær sem sam- þykktar voru í haust, séu ólög- legar eða lögbrot. i fyrrnefndri fréttatilkynningu segir einnig að fleiri málsóknir séu á döfinni af hálfu námsmanna, þar sem nokk- ur atriði í úthlutunarreglum, reglugerð og framkvæmdareglum sjóðsins brjóti að áliti námsfólks i bága við lög. Muni námsmenn ekki hika við að hleypa af stokkunum öðrum prófmálum til að fá leiðréttingu mála sinna. Það er Egill Guðmundsson nemi í húsagerðarlist í Ósló, sem stefnir í þessu máli. Lög- fræðingur hans er Ragnar Aðal- steinsson og segir m.a. svo í greinargerð hans með stefnunni: „Að lokum er lögð áhersla á, að lögum um námslán o.fl. er ætlað að veita námsmönnum tiltekin réttindi, þeir eiga kröfu á stjórn- völd um að þeim séu veitt þessi réttindi í raun í samræmi við vilja löggjafans. Jafnframt taka náms- menn á herðar sér þungan bagga endurgreiðslu, þar sem umrædd lán eru verðtryggð og því meðal óhagkvæmustu lána, sem fyrir- finnast á ísl. lánamarkaði. Umbj.m. sækist að sjálfsögðu því aðeins eftir láni úr greindum sjóði, að hann fær ekki fyrir- greiðslu annars staðar. Lán þetta er á engan hátt styrkur, sem stjórnvöld geta úthlutað, að geð- þótta sínum, heldur óhagkvæmt lán, sem stefndu er skylt að sjá til að umbj.m. fái úthlutað í sam- ræmi við lög ef hann óskar þess. Enda þótt umbj.m. telji að í úthlutunarreglunum og í_fram- kvæmd þeirra séu ýmis fleiri ákvæði sem fari í bága við sett lög, þá hefur hann ákveðið að láta reyna aðeins á þau, sem að framan er getið í dómsmáli þessu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.