Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977
25
legi þátturinn var svo tekinn frá
— SR í Siglu-
firði
Framhald af bls. 2
ar hefði verið í allra seinasta lagi
hjá olíufélögunum að undan-
förnu, en nú hefðu olíufélögin
lofað að bæta úr þessu, þannig að
skipin kæmu með jöfnu millibili
með olíu handa ioðnuverksmiðj-
unum
— Sprenging
Framhald af bls. 1.
Sprengingin varð í farþega-
vagni á laugardagskvöldi, er
lest var að koma inn á
Pervomayskaya Metrostöðina,
sem er í ibúðahverfi i A-hluta
Moskvu. Yfirmenn járnbraut-
anna og lögreglan neituðu að
gefa fréttamönnum upplýsing-
ar um málið, en Tass-
fréttastofan sagði aðeins að
sprengingin hefði verið lítil.
— Heildar-
verðmæti
Framhald af bls. 5
rún Björnsdóttir, en þau hlutu
6 milljónir króna. Höfðu þau
fengið milljón króna vinning,
áttu tromp og E-miða. Sá gest-
ur, sem hlotið hafði næst-
stærsta vinninginn, var Helga
Henrýsdóttir. Hún hafði hlotið
500 þúsund og átti tromp og E,
F, G og H-miða, þannig að hún
fékk vinninginn nifaldaðan,
þ.e.a.s. 4,5 milijónir. Þorvaldur
Markússon úr Garði hafði unn-
ið milljón á einfaldan miða, en
hafði einnig fengið 100 þúsund
króna aukavinning, þ.e. átti
miða í næsta númeri við. Jafn-
framt átti hann i félagi við
vinnufélaga sina 1/5 í númeri
og í sama drætti unnu þeir
félagar 500 þúsund og komu því
100 þúsund í hlut Þorvalds, sem
samtals fékk því 1.200 þúsund
krónur. Þá hafði Arna Vignis-
dóttir hlotið eina milljón króna
á einn miða og og Karl Viggó
Karisson sömuleiðis og var
hann í hófinu ásamt unnustu
sinni, önnu Aradóttur.
— Fleiri vilja...
Framhald af bis. 3
teflum eins og fyrsta einvígi
þeirra gerði, en ég tel svo ekki
þurfa að vera nú, og má í því
sambandi minnast síðasta sam-
svarandi einvígis þeirra, sem
endaði allsnarlega með 5—1
sigri Kortsnojs.
Spassky á náttúrulega marga
aðdáendur hér, og þvi mundi
það einvígi vekja mikla athygli
og einnig myndu rifjast upp
atburðir frá heimsmeistaraein-
víginu.
En ég mundi vera mjög
ánægður með hvort einvígið
sem er, þvi það yrði viss spenna
fylgjandi þeim báðum, og þá á
ég ekki bara við skákina. held-
ur einnig aðra atburði út á við.
— Geðhjúkrunar
fræðingar
Fravnhald af bls. 23
okkur detta í hug. og þc . það
hvarflaði að okkur, að við rr ndum
þá e.t.v. ekki valda verkefni. u. var
þetta okkur um leið svo mikið gleði
efni. — að ekki kom annað til mála
en að taka fagnandi á móti hverjum
umsækjenda Þar skjátlaðist okkur
ekki Þetta hefur verið samvalinn
hópur, sem reynt hefur að hjálpa
okkur til að yfirstíga erfiðleika Þar
með er ekki sagt. að á þessu tímabili
hafi orðið annað en venjuleg sam-
búð manna, með skini og skúrum."
Síðan sagði Marla um námstím-
ann, að hann hefði verið 1 5 mánuð-
ir, sem skipzt hefðu I bóklegt og
verklegt nám Kennslustundir hefðu
alls orðið 693 eða mun fleiri en I
norskum samsvarandi geðhjúkr-
unarskólum Bóklegi þáttur námsins
skiptist I tvö námskeið. hið fyrra var
1 okt. — 20 des 1975 og hið
siðara á sama tíma ári seinna Verk-
jan. — mal á sl. ári. en þá fór
kennsla fram einn dag vikunnar I
skólanum, 6 tima á dag. Meðan á
verklegu nárrii stóð nutu nemendur
leiðsagnar sérhæfðs starfsfólks
deildanna, auk kennslu erlends geð-
hjúkrunarkennara, önnur tilhögun
náms er sú að námið skiptist I
geðhjúkrun, geðsjúkdóma- og geð-
verndarstjórnun og kennslufræði
Allir nemendur voru til skiptis eina
viku hjá félagsmálastofnun. meðan
á verklegu námi stóð 5 nemendur
voru auk þess á heilsugæslustöð 1
viku Annars voru nemendurnir á 3
deildum f verknámi. 2 þeirra voru
geðdeildir, þriðju deildina fengu
nemendur að velja sjálfir, á viður-
kenndri heilbrigðisstofnun
Þá fóru 1 8 nemendur í námsferð
til Noregs. 1 7. ágúst til 28 ágúst
1976 Þá voru heimsóttar 1 5 stofn-
anir, geðsjúkrahús og ýmiskonar
hæli, elliheimili og heilsuverndar-
stöð Oslóborgar Lærdómsrík var
ferðin, hún var Ifka ánægjuleg. en
full yfirgripsmikil og þar af leiðandi
erfið Nemendur áttu að mestu
frumkvæðið að þessari námsferð
sjálfir og greiddu allan kostnað fyrir
sig að öðru leyti en því. að stjórn
sjóðsins ..Þjóðhátíðargjöf Norð-
manna". úthlutaði 20. þús kr á
mann
Loks flutti Þóra Arnfinnsdóttir
smáávarp, að lokinni ræðu Mariu og
hinni eiginlegu útskrift Fór hún
nokkrum orðum um aðdraganda að
stofnun skólans. og árnaði hinum
nýju geðbjúkrunarfræðingum vel-
gengni i starfi
— Umboðs-
dómarinn
Framhald af bls. 2
Móti von minni hefur embætti
Ríkissaksóknara ekki gefið sér
tíma til að kanna hvað gert hefur
verið í málum þessum frá því er
ég tók við þeim, heldur byggir
stefnumörkun sína á bréfum
Seðlabanka Islands frá 9. ágúst
s.l. og 3. september s.l. er bréf
þessi eru frumgrundvöllur máls-
ins. Stefnumörkun Ríkissaksókn-
ara varðar því það sem þegar hef-
ur verið framkvæmt. Fullur ein-
hugur ríkir um þessa stefnumörk-
un og fullt samræmi er milli
stefnu Ríkissaksóknara og þess
sem hingað til hefur verið unnið.
Hins vegar var málið sent Ríkis-
saksóknara nú til þess að tak-
marka mætti rannsóknina við
raunhæf úrlausnarefni þar sem
komið er að þáttaskilum. Sett
voru upp í nokkrum liðum þau
atriði sem að mínu mati verður að
taka afstöðu til.
Einhvern veginn hefur sá leiði
misskilningur orðið að rannsókn-
in væri enn á algjöru frumstigi.
Af þessum sökum og þar sem
alveg er óhjákvæmilegt að tak-
marka nú þegar áframhaldandi
rannsókn að umfangi og við raun-
hæf úrlausnarefni hefi ég í dag
ítrekað borið málið undir embætti
Ríkissaksóknara og gert ákveðna
valkosti um áframhaldandi rann-
sókn verði hún talin nauðsynleg.
Eg hefi jafnframt boðið fram alla
aðstoð við könnun gagna málsins
svo ekkert fari þar Iengur á milli
mála.
Hrafn Bragason.
— Makbeð
Framhald af bls. 17.
við skosku hirðina trúlega og var
fljótlega barinn frá völdum, en við
taka þrír synir Malkhólms III. hver
af öðrum.
Auk þeirra norrænu áhrifa, sem
þegar h?fa verið tínd til varðandi
baksvið þessa harmleiks, hefur því
verið haldið fram að l nornunum
þremur, sem magna mjög seið
verksins, séu stignar fram á sjón-
varsviðið frægar persónur úr norr-
ænum skáldskap, sumsé, þær
systur Urður, Verðandi og Skuld.
— Ætterni þeirra örlögsystra má
áreiðanlega rekja víða. Þær eru
eflaust tákn sfns tfma svo sem
þær birtast i leiknum, magna ógn
þess, blanda loft lævi og eitra það
með tungum sfnum. Þær eiga sér
Ifka ef til vill samsvörun í spákerl-
ingum og kjaftakerlingum allra
tfma. — á.j.
Eftirtaldir leikarar leika f Mak-
beð:
Guðmundur Pálsson
Hjalti Rögnvaldsson
Vignir Jóhannsson
Pétur Einarsson
Sigurður Karlsson
Kjartan Ragnarsson
Harald G. Haraldsson
Jón Hjartarson
Steindór Hjörleifsson
Vilhjálmur Þorsteinsson
Karj Guðmundsson
Haraldur Ólafsson
Jón Sigurbjörnsson
Baldur Hólmgeirsson
Danfel Williamsson
Edda Þórarinsdóttir
Valgerður Dan
Margrét Ólafsdóttir
Sigrfður Hagalfn
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Sólveig Hauksdóttir
Hannes Ólafsson,
Helgi Hjörleifsson
Magnús Bergmann
— Að búa til______________
Framhald af bls. 14
því að þú gerðir þetta verk í
Vák í Mýrdal?"
„Þetta i Vík á sér vissa sögu.
Tengdafaðir minn, Óskar Jóns-
son, bjó þarna lengi. Hann var
sjómaður, sigmaður i björgum
þarna, skrifstofumaður og þing-
maður. Þegar hann lézt 1969
ákvað ég að gefa hreppnum ein-
hverja minningargjöf um hann,
en svo liðu árin. Síðan var gjöf-
in tengd þessu og hlutur
hreppsins er min gjöf.“
„Þú hefur einnig fengist
nokkuð við gerð glermynda-
glugga?"
„Nú síðast vann ég 12 glugga
í Keflávíkurkirju. Gluggarnir
eru 2 m x 0.75 m og eru fullunn-
ir i Þýzkalandi. Öllum teikning-
um varð ég að skila í fullri
stærð, réttum litum og réttum
stærðum. í þessum teikningum
byggist allt á lit og merking-
um.tengt litum kirkjuársins.
Einn gluggi hefur megintónana
t.d. brúna og hvitt. Brúnt er
litur látleysis, hin gjöfula jörð,
moldin, hinn brúni litur
munkakuflanna. Rautt er litur
hvítasunnunnar, pislarvættis
og andans. Blátt litur himins,
hafs og hins ójarðneska, hins
Guðdómlega, lif Krists og
Maríu. Það hefur verið
skemmtilegt að mæta þessari
gler- og veggmyndagerð með
málverkinu.“
„Hvert er strikið um þessar
mundir?“
„Ég er að vinna að stórri sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum næsta
haust. Þar verð ég með stóran
myndaflokk tengdan Vest-
mannaeyjum eftir gos. Ég hef
verið að vinna að þessu óbeint
síðan gosið hófst þar 23. janúar
1973. Ég hef að vísu selt tals-
vert af þessum verkum til út-
landa. Það er eins og Islending-
ar séu svolitið smeykir við
myndir af þessum ósköpum, ef
til vill stendur það of nálægt
þéim í timanum.
Nú þegar er ég kominn með
um 30 myndir og enn eru þær
að fæðast í mismunandi útgáfu.
Ennþá er maðurinn sjálfur
ekki kominn inn í myndformið
sem þungamiðja, hann er á leið-
inni.“
— íþróttir
Framhald af bls. 19
Ipswich — Wolverhampton
Colchester — Blackpool/Derby
Arsenal — Coventry
Birmingham — Leeds
Hull/Port Vale — Burnley/
Lincoln
Wimbledon /Middlesbrough
— Hereford
Aston Villa — West Ham
/Bolton
Sheffield Utd./Newcastle
— Manchester City/WBA
Charlton/Blackburn
—Darlington/Orient
argus
Hvaóa
umboós *
maóur
stendur þér næst?
Umboðsmenn Happdrættis Háskóla ís- Þegar þú kaupir miða, er rétt að hafa i
lands eru viða um land. Hlutverk þeirra er hugæ hvar sé auðveldast að endurnýja
ekki einungis að selja og endurnýja happ- miðana framvegis, — nálægt vinnustað,
drættismiða. Þeir eru einnig reiðubúnir til heimili eða á leið til vinnu.
að veita þér hvers konar upplýsingar um
forgangskaup, flokka, númeraraðir, Allar upplýsingar um Happdrætti Háskól-
„langsum eða þversum", nýju hundrað- ans eru tiltækar hjá eftirtöldum umboðs-
þúsund króna vinningana, trompmiða og mönnum:
annað það, sem þú hefur áhuga á.
REYKJAVIK:
AÐALUMBOÐIÐ, Tjarnargötu 4, sími 25666
Arndís Níelsdóttir, Uröarstekk 5, Breiðholti, sími 74996
Bókabúð Laugarness, Hrísateig 19, sími 37560
Bókaverslunin, Álfheimum 6, sími 37318
Bókaverslunin, Kleppsvegi 150, sími 38350
Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557
Miðbær, Bókaverslun, Háaleitisbraut 58—60, sími 35230
Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832
Ólöf og Rannveig, Laugavegi 172, sími 11688
Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800
Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108
Rakarastofan Grímsbæ, sími 81630
Elly Krátsch, Hraunbæ 110, sími 82785
Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, sími 19030
KÓPAVOGUR:
Anna Sigurðardóttir, Hraunbúð, Hrauntungu 34, sími 40436
Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 42630
Litaskálinn, Kársnesbraut 2, sími 40810
GARÐABÆR:
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16—18, sími 42720
HAFNARFJÖRÐUR:
Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326
Verslun Valdimars Long, Strandgötu 39, sími 50288
Keramikhúsið, Reykjavíkurvegi 68, sími 51301
MOSFELLSSVEIT:
Kaupfélag Kjalarnesþings, c/o Jón Sigurðsson, Brúarlandi, sími 66226
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
______________Tvö þúsund milljónir í boói