Morgunblaðið - 11.01.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977
11
Magnús L. Sveins-
son deilir á skipulags-
skilmála í Seljahverfi
Fjölbreyttur byggingarstai og sérkenni-
legt hverfi, sagði Ólafur B. Thors
SVO SEM kunnugt er af fréttum voru síðla í desember
auglýstar til úthlutunar lóðir í Seljahverfi í Breiðholti.
Senn verður lóðunum úthlutað en þær verða byggingar-
hæfar á þessu ári. Meðal þeirra lóða sem til úthlutunar
koma er 31 lóð undir svokölluð þétt einbýlishús sem
verða að grunnfleti Ifklega um 100 ferm. Tillögur að
skilmálum á lóðunum, „að þéttri byggð einbýlishúsa
austan miðsvæðis í Seljahverfi“, voru samþykktar á
fundi Skipulagsnefndar 20. desember. Málið kom svo til
afgreiðslu á fundi borgarráðs 4. janúar og varð ágrein-
ingur þar.
Síðan á fundi borgarstjórnar 6.
janúar kom málið til umræðu.
Borgarfulltrúa Magnús L. Sveins-
son (S) tók fyrstur til máls og
sagði að Reykjavíkurborg hefði á
stundum verið gagnrýnd fyrir að
hafa skipulagsskilmála of stranga
við úthlutun lóða undir hús.
Slikt gæti í sumum tilvikum or-
sakað óeðlilega háan byggingar-
kostnað, meiri en ástæða væri til.
Magnús L. Sveinsson sagði að sér
fyndust skilmálar þeir sem settir
hefðu verið varðandi þakhalla í
hinni þéttu einbýlishusabyggð
vera of strangir. t skilmálunum er
gert ráð fyrir að þakhalli verði
a.m.k. 20 gráður. Þetta geti því
orsakað háan byggingarkostnað.
Magnús sagði að baki tillögum um
skilmálana lægju líklega fagur-
fræðileg sjónarmið og auðvitað
væri eðlilegt að slíkt yrði haft til
hliðsjónar og þvi væri það sjónar-
mið ekki óeðlilegt. Hann sagðist
hins vegar álíta að smekkur fólks-
ins sem kæmi til með að byggja
þessi hús ætti að ráða sem tök
væru á. En aðstæður væru að visu
mismunandi vegna halla á landi.
Síðan spurði Magnús: „Af hverju
skyldi það vera rétt lausn frá fag-
urfræðilegu sjónarmiði að öll þök
yrðu með a.m.k. 20 gráðu halla?“
FRÁ
BORGAR-
STJÓRN
Laxá í Dölum
í MORGUNBLAÐINU 21. nóv. s.l.
var grein eftir Jón Hjartarson,
þar sem sneitt er á leiðinlegan
hátt að veiðiréttareigendum. Síð-
an hafa önnur blöð, svo sem
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn, tek-
ið þetta upp og lagt blessun sina
yfir. Þar sem vikið er að Laxá I
Dölum, get ég ekki látið hjá liða
að svara og skýra, hversvegna
Laxá í Dölum er leigð Bandarikja-
mönnum. Á árunum fyrir og eftir
1970, og allt til 1974, var Laxá
leigð stangveiðifélagi í Reykjavik,
en það endurleigði svo stangveiði-
manni í Reykjavík besta hluta
veiðitimans, hann leigði svo
Bandaríkjamanni sem seldi veiði-
leyfin á sfnum heimaslóðum, þar
með vorum við bændur í Laxárdal
orðnir fimmta hjólið I þessari
leigu. Á þessu sést að það voru
íslenskir stanveiðimenn sem fyrst
komu með útlendinga til veiða I
Laxá I Dölum. Við tókum því þess-
vegna fegnishendi, er okkur gafst
kostur á því að leigja beint til
veiðimannanna sjálfra og losna
þannig við þrjá milliliði. Það hins-
vegar er ekki sá háttur sem stang-
veiðimönnum likar. Að iselnd-
ingar séu útilokaðir frá Laxá er
það að segja að við seljum öll
veiðileyfin viðsemjendum okkar,
en bara einu sinni, þannig að þó
einhverjir mæti ekki til veiða, þá
er ekki veitt í ánni.
Reynsla okkar af þvi er Islenzk-
ir veiðimenn voru að veiða í Laxá
eftir að útlendingar hættu veið-
um, var svo slæm að á framhald
þess var ekki hættandi. Ég hélt
t.d. að flestir myndu eftir fréttum
af þvi, er einn íslenzkur veiðimað-
ur veiddi við slíkar aðstæður
sumarið 1971 rúmlega 160 laxa á
tveim dögum, ætli það þíði ekki
lax nlunda hverja mlnútu. (Alls
veiddust 494 laxar á stengur
þessa tvo daga). Að dómi okkar
bænda i Laxárdal er þetta ekki
ákjósanlegt athæfi. Þó að þetta sé
einsdæmi, er þvl ekki að neita að
svipað hefur oftar gerst I smærri
stíl. Greinarhöfundur telur mikla
óhæfu að leigja útlendingum
fslenskar laxveiðiár, ég er honum
ekki sammála um það, ég tel það
eðlilegt, enda veitir ekki af að fá
þann gjaldeyri sem hægt er I
þjóðarbúið.
Eigendur þeirra áa sem vel eru
leigðar greiða meira I fiskræktar-
sjóð og hjálpa þannig við ræktun
fjölmargra áa sem lítill eða eng-
inn fiskur er I, en hafa góð skil-
yrði, en þær eru f jölmargar árnar
sem enn blða ræktunar. Og án
markaðar er tilgangs lltið að
rækta upp ár. Og án markaðar
erlendis mundi það ekki þýða, þar
sem I dag er meira framboð á
veiðileyfum en eftirspurn.
Stangveiðimenn hafa löngum
gumað af þvl, að þeir hafi ræktað
upp veiði I ám, þetta er rétt að
vissu marki, en alltar eru það þó
áreigendur sem bera upp kostnað-
inn, annaðhvort með því að leigja
gegn þvl að I þær sé sett vist magn
af seiðum eða einhver fiskvegur
gerður. Þetta er þá eina leigan I
mörg ár, þá er algengt að hluti
leigu sé greiddur með seiðum.
í Laxárdal hafa bændurnir
sjálfir alltaf haft forgöngu um
ræktun Laxár, en þar voru fyrst
sett seiði fyrir slðustu aldamót og
slðan 1934 hafa verið sett seiði I
ána á hverju ári, en án þess væri
Laxá ekki svo góð veiðiá sem hún
nú er. Ég tel eðlilegt að eigendur
njóti árangurs erfiðis slns.
Veiðifélag Laxdæla.
Elis G. Þrosteinsson,
Hrappsstöðum.
Magnús L. Sveinsson.
Það sem hann væri þvl á móti —
væri að menn skuli skyldaðir til
að hafa hátt þak án þess þeir ætli
sér að nýta leyfilega þakhæð, I
þessu sambandi sagðist Magnús
vilja benda á að gatnagerðargjöld
væru greidd eftir fjölda rúm-
metra. Ef einhver húsbyggjand-
inn vildi ný nýta þakhæðina þá er
hann farinn að byggja einbýlis-
hús á þrem hæðum. Sagðist
Magnús ekki telja æskilegt að
borgaryfirvöld stuðluðu að slíku.
Hann sagðist hafa spurst fyrir
hvort leyft yrði að innrétta íbúð á
þakhæðinni og hefði hann fengið
neikvætt svar. Hins vegar væri
gert ráð fyrir þvl I skipulagstillög-
unum að lyfta mætti þakhæðihni
um 80 sm þ.e. hún verði port-
byggé ofan á aðalhæðina. Með
þessum möguleika væri auðveld-
lega hægt að nýta þakhæðina en
þá kæmi annað skilyrði inn þ.e. að
ekki megi nýta nema helming
miðað við aðalhæð. I máli
Magnúsar kom fram að við húsin
mega koma útbyggingar allt að 30
rúmmetrar að stærð fyrir and-
dyri, blóm eða þ.h. Hann sagðist
gera sér fulla grein fyrir að skipu-
lagsskalmálar þyrftu að vera
strangir, oft strangari en almenn-
ingur gerði sér kannski grein fyr-
ir en öllu væru nú takmörk sett. I
lok máls síns lagði Magnús fram
breytingartillögu við skilmálana
sem gekk I þá átt að rýmka skipu-
lagsskilmálana varðandi þakið.
2ja herb. ibúðir
Við Asparfell
Við Krummahóla
Við Álfaskeið
3ja herb. íbúðir
Við Barónsstig
Við Hverfisgötu
Við Óðinsgötu
Við Eskihlíð
Við Hraunteig
Við Álfaskeið
4ra herb. íbúðir
Við Safamýri
Við Rauðagerði
Við Kleppsveg
Við Hjarðarhaga
Við Borgarholtsbraut
Ennfremur einbýlishús
og raðhús í smíðum og
fullfrágengin
Seljendur
athugið
Vegna mikillar eftirspurnar höf-
um við jafnan kaupendur af flest-
um stærðum og gerðum ibúða,
raðhúsa og einbýlishúsa.
Haraldur Magnússon viðsk.fr.
Sigurður Benediktss. sölum.
Kvöldsimi 4261 8.
Ólafur B. Thors, formaður skipu-
lagsnefndar (S), tók næst til
máls. Hann sagði að svo sem
mönnum væri kunnugt væri
Seljahverfi nokkuð fjölbreytt að
byggingarstll og sérkennilegt.
Það mundi þvl I framtíðinni skera
sig nokkuð úr öðrum hverfum
Reykjavikur vegna þess að þarna
eru gerðar ýmsar tilraunir i husa-
byggingum og sambýli. Á um-
ræddu svæði væri gert ráð fyrir
að reist yrðu þéttbyggð einbýlis-
hús. Lóðirnar væru ekki ýkja
stórar og þvíekki fallnar til að
byggja stór einnar hæðar hús. Því
hefði mönnum verið gefinn kost-
ur á að byggja upp I loftið. Gerði
formaður skipulagsnefndar siðan
grein fyrir býggingarmöguleikum
á þessari 31. lóð. Kom þar fram að
möguleikarnir eru nokkuð mis-
munandi. Til að mynda eru nokk-
ur hús þar sem halli landsins er
það mikill að gera má bílskúr
undir aðalhæðina. Annars staðar
er lofthæð það mikil að möguleiki
er að innrétta íverustað undir að-
alhæðina I enn einni gerðinni er
einungis hægt að innrétta gymsl-
ur, þvottaherbergi og þess háttar.
Varðandi þakhæðina sagði Ólafur
að möguleikar til nýtingar væru
þó nokkrir. Til að mynda gætu
menn sett kraftsperrur undir
hluta þaksins og gert margt
skemmtilegt með því. Hann sagði
að skipulagsnefnd bynti sig við
þakhallann vegna umhverfis-
ástæðna. Ólafur B. Thors sagði að
þau skilyrði sem frammi lægju I
tillögunum væru ekki ströng og
kvaðst hann mundu standa á móti
bindingu skipulags meira en góðu
hófi gengdi meðan hann sæti I
borgarstjórn.
Björgvin Guðmundsson (A) tal-
aði siðast og tók undir orð
Magnúsar L. Sveinssonar. Hann
sagði einnig að sum hús er byggð
hefðu verið I Seljahverfi væru
áberandi óhagkvæm I byggingu.
Siðan voru greidd atkvæði um
tillögu Magnúsar L. Sveinssonar.
Atkvæði féllu þannig að tillag-
an var felld með 12 atkvæðum.
Norðurbær
Til sölu tvær glæsilegar 4ra — 5 herb. íbúðir
sem seljast tilbúnar undir tréverk og málningu.
Tilbúnar til afhendingar nú þegar.
Hrafnkell Ásgeirsson hrl.,
Austurgötu 4, Hafnarfirði,
sími 50318.
^MALASKOLI™ 26908
Danska, sænska, enska, þýzka, franska,
spænska
ítalska og íslenzka fyrir útlendinga.
Innritun daglega.
Kennsla hefst 1 7. jan.
Skólinn er til húsa að Miðstræti 7.
Siðasta innritunarvika.
26908— HALLDÓRS
27133 — 27650
LUNDARBREKKA, KÓP. 70 FM
góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Sérgeymsla á
hæð. íbúð og sameign fullfrágengin.
Verð 8,5 millj. Útb. 6,0 millj.
ÆSUFELL 95 FM
óvenju stór 3ja herb. ibúð á 4 hæð Góðar-
innréttingar. Mikil sameign m.a. frystiklefi og
barnaheimili.
Verð 7,5 millj. Útb. 5,5 millj.
VALLARGERÐI 85 FM
3ja herb. íbúð á efri hæð, ásamt herbergi á
jarðhæð og bílskúrsrétti.
Verð 9,5 millj. Útb. 6,5 millj.
ARAHÓLAR 108FM
4ra herb. íbúð á 5. hæð Stórkostlegt útsýni
yfir alla borgina. Sameign og lóð fullfrágengin.
Vélaþvottahús. Skipti á 2ja herb íbúð æskileg.
Verð9,5—10 millj. Útb. 6,5—7 millj.
ÁLFTAMÝRI 108FM
4ra herb. endaíbúð á 3. hæð. Þvottahús á
hæðinni Vandaðar innréttingar.
Verð 11,5 millj. Útb. 7,5 millj.
REYIMIGRUND 126 FM
raðhús úr timbri á 2. hæðum.
Verð 1 3 mil
(astcifiasali lafiarslrsti II
S. 27133 - 27ISI
Knutur Signarsson vidskiptafr.
Pall Gudjónsson vidskiptafr