Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977
19
Piltarnir í fjórða sæti
- Pétur var „maður mótsins"
tslendingar höfnuðu f f jórða og
næst neðsta sætinu á Norður-
landamóti unglinga f körfuknatt-
leik sem fram fór f Ósló um helg-
ina. Töpuðu tslendingar þremur
leikjum — fyrir Finnum, Dönum
og Svfum, en unnu hins vegar
Norðmenn næsta örugglega. Svíar
urðu Norðurlandameistarar að
þessu sinni, sigruðu Finna I
úrslitaleik með 59 stigum gegn
57.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu á laugardaginn töðuðu
Islendingar fyrsta leik sínum f
mótinu fyrir Finnum 53—85.
Næsti leikur piltanna var við
Dani, og var fyrirfram búizt við
því að sá leikur yrði jafn og talið
var að íslendingar ættu allgóða
sigurmöguleika. En annað kom
upp á teninginn. Danirnir náðu
strax forystu í leiknum og unnu
sigur 98—72. i leiknum við Svía
áttu íslenzku piltarnir aldrei
möguleika, og lauk leiknum með
sigri Svía 115—49, — 66 stiga
munur. i leiknum við Norðmenn
náðu ísienzku piltarnir hins vegar
fljótlega forystu og unnu siðan
91—64. Var áberandi að norska
liðið var það slakasta í mótinu,
enda tapaði það öllum leikjum
sínum með miklum mun.
Þótt útkoma íslenzka liðsins
yrði ekki betri en raun ber vitni,
var það þó einn leikmanna þess
sem vakti langmesta athygli á
mótinu. Það var hinn hávaxni
Pétur Guðmundsson, sem stóð sig
frábærlega vel í öllum leikjunum.
Skoraði hann 32 stig í leiknum við
Dani, 25 sig í leiknum við Svía og
47 stig í leiknum við Norðmenn.
Alls gerði Pétur því 128 stig í
leikjum mótsins og var stighæstur
allra piltanna. Auk þess hirti
hann einnig fleiri fráköst en
nokkur annar, 48 samtals. Er
þetta glæsilegur árangur hjá
Pétri sem sannar hversu sterkur
körfuknattleiksmaður hann er
orðinn. Sem kunnugt er dvelur
Pétur við nám I Bandaríkjunum,
en fékk leyfi úr skóla sinum til
þess að koma og taka þátt í móti
þessu með íslenzka landsliðinu.
Árni meiddist illa
ÁRNI Indriðason, hinn kunni
leikmaður úr Gróttu og fslenzka
landsliðinu meiddist illa f leik
sfnum með pressuliðinu gegn
landsliðinu á föstudagskvöld.
Brotið var á Árna er hann var að
skjóta á mark og féll hann f gólfið
með einn landsliðsmanna ofan á
sér.
I fyrstu var talið að meiðsli
Árna væru ekki alvarleg, en á
laugardagsmorgun er þau voru at-
huguð á sjúkrahúsi kom f ljós að
hryggjaliðir höfðu brákast. Má
búast við þvf að Árni eigi lengi
við þessi meiðsli að strfða, og sýnt
þykir að hann muni ekki geta
tekið þátt f undirbúningi lands-
liðsins fyrir keppnina f Austur-
rfki, en Árni ætlaði sér að hefja
æfingar með landsliðinu nú eftir
áramót, og að öllum Ifkindum
hefði hann þótt sjálfsagður með-
ur f liðið.
Dregið í
í GÆR var dregið um
það hvaða lið mætast í
næstu umferð ensku
bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Mun sú umferð,
sem er sú fjðrða, væntan-
lega bjóða upp á marga
skemmtilega leiki, þar
sem sterk lið drðgust
saman f mörgum til-
vikum. Þannig munu 1.
deildar iiðin Manchester
United og Queens Park
Rangers mætast, svo og
Arsenal og Coventry og
Birmingham og Leeds.
Norwich Victoria, eina liðið
sem er utan deilda sem komst í
Englandi
fjórðu umferð, fær 2. deildar
iiðið Oldham Atletic sem and-
stæðing og ætti að eiga nokkra
möguleika að komast enn
lengra f keppninni, þar sem
Oldham hefur hingað til ekki
gengið neitt sérlega vel í leikj-
um sínum á útivelli.
Liðin leika saman í 4. umferð
sem hér segir:
Liverpool/Crystal Palace
—Carlisle
Cardiff —
Sunderland/Wrexham
Chester — Luton
Manchester Utd. — QPR
Nortwich Victoria — Oldham
Fulham/Swindon — Everton
Notthingham/Bristol Rovers
—Southampton/Chelsea
Framhald á bls. 25
Hin sigursæla sveit JFR, talið frá vinstri: Haukur Harðarson, Sigurður Pálsson, Halldór Guðbjörnsson,
Kári Jakobsson, Jón Egilsson, Benedikt Pálsson og Svavar Carlsen. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
JFR vann yfirburðasigur
- margar skemmtilegar viðureignir í sveitakeppni JSÍ
JÚDÓFÉLAG Reykjavíkur A-
sveit sigraði með miklum yfir-
burðum f sveitakeppni Júdósam-
bands lslands, sem háð var f
fþróttahúsi Kennaraháskólans á
sunnudaginn. Sigraði sveitin alla
sfna andstæðinga, vann 32 glfmur
af 35 og hlaut 302 tæknistig af 350
mögulegum. Er þetta 4. árið í röð,
sem sveitin sigrar f keppninni. 1
öðru sæti varð A-sveit Ungmenna-
félags Keflavfkur og er þetta f
fyrsta skipti, sem sveitin hreppir
annað sætið, en hingað til hefur
A-sveit Ármanns hlotið það sæti.
Nú var f fyrsta skipti keppt f 7
þyngdarflokkum f stað 5, sam-
kvæmt nýjum alþjóðareglum.
sem samþykktar voru á þingi Al-
þjóða júdósambandsins f Mon-
treal f fyrrasumar, og gengu f
gildi um áramótin.
Þrjú félög tóku þátt í keppn-
inni, Júdófélag Reykjavíkur,
UMFK og Ármann, og tefldi hvert
féiag fram tveimur sveitum. B-
sveitir félaganna voru þó ekki í
öllum tilfellum fullmannaðar.
Eins og vænta mátti voru sumar
viðureignirnar ójafnar og alltítt
að sigur ynnist á Ippon, þ.e. full-
komnum sigri, sem gefur 10
tæknistig. En margar glímur voru
jafnar og spennandi og barizt af
hörku. Viðureignum sveitanna
lyktaði sem hér segir. Fremst eru
nöfn sveita, síðan skipting vinn-
inga í giimunum 7 og í sviga þar
fyrir aftan er skipting tæknistiga:
JFR-B — UMFK-8
Ar.-A — UMFK-A
JFR-A — Arm.-B
JFR-B — Arm.-A
UMFK-B — JFR-A
UMFK-A — Arm.-B
JFR-B — JFR-A
Arm.-A — Arm-B
UMFK-B —UMFK-A
JFR-B — Arm.-B
JFR-A — UMFK-A
7:1
3:4
7:0
2:5
0:7
6:1
1:6
6:0
0:7
5:1
7:0
(46:0)
(30:40)
(63:0)
(13:45)
(0:70)
(55:7)
(7:60)
(53:0)
(0:70)
(50:10)
(64:0)
Arm.-A — UMFK-B
JFR-B — UMFK-A
JFR-A — Arm.-A
Arm.-B — UMFK-B
6:1 (60:10)
3:4 25:40)
5:1 (45:10)
3:3 (30:30)
Leitað eftir samn-
ingum við Knapp
A stjórnarfundi Knattspyrnusam-
bands íslands s.l. laugardag var
samþykkt að veita formanni sam-
bandsins, Ellert B. Schram,
heimild til þess að leita eftir
samningum við Tony Knapp um
þjálfun fslenzka landsliðsins
næsta sumar. Sem kunnugt er
hefur Knapp þjálfað islenzka
landsliðið tvö undanfarin sumur,
og hefur komið fram áhugi hjá
formanni KSI og landsliðs-
nefndarmönnum á því að endur-
ráða Knapp næsta keppnistíma-
bil. Hins vegar mun ekki hafa
verið einhugur um ráðningu
Knapps innan stjórnar KSl, þar
sem sumir stjórnarmenn hafa
álitið vinnu hans of dýru verði
keypta. Tony Knapp dvelur nú í
Englandi, en ekki er vitað til þess
að hann fáist þar við knattspyrnu-
þjálfun.
Mjög sennilegt verður að teljast
að samningar náist við Knapp að
þessu sinni, en hann lýsti þvi yfir
er hann fór héðan i fyrra haust að
hann hefði mikinn hug á þvf að
þjálfa landsliðið á næsta keppnis-
tímabili og ljúka því verkefni sem
nú stendur yfir, þ.e. þátttakan í
heimsmeistarakeppninni.
Tony Knapp — þjálfar hann
landsliðið næsta keppnistfmabil.
Úrslit mótsins urðu þvi þessi.
Fremst nafn sveitar, síðan fjöldi
mótsstiga (veitt eru 2 stig fyrir
sigur), því næst fjöldi vinninga
og loks fjöldi tæknistiga:
JFR-A
UMFK-A
Arm.-A
JFR-B
Arm.-B
UMFK-B
10 32 302
8 21 205
6 21 198
4 18 141
2 5 47
0 4 40
í sveit Júdófélags Reykjavíkur
(A-sveit) sem sigraði voru: Hauk-
ur Harðarson, Sigurður Pálsson,
Halldór Guðbjörnsson, Kári
Jakobsson, Jón Egilsson, Bene-
dikt Pálsson og Svavar Carlsen.
Sveitin sigraði með miklum yf-
irburðum. Hún hlaut 32 vinninga
af 35 mögulegum tapaði aðeins
tveimur viðureignum og ein varð
jafntefli. Þeir sem unnu allar sín-
ar viðureignir voru þeir Haukur,
Halldór, Kári, Benedikt og Svav-
ar. Sigurður tapaði engri en gerði
eitt jafntefli. Úr öðrum sveitum
var Vióar Guðjohnsen úr A-sveit
Armanns sá eini, sem vann allar
sínar glímur.
í A-sveit UMFK voru: Þórarinn
Ólafsson, Gunnar Guðmundsson
Ómar Sigurðsson, Sigurbjörn Sig-
urðsson, Björn Halldórsson,
Hjörtur Sigurðsson og Krist-
mundur Baldursson.
Aóal viðureign mótsins var
milli A-sveita JFR og UMFK, en
fram að henni voru báðar sveit-
irnar taplausar. Voru háðar marg-
ar hörkuglímur i þeirri viðureign
og það að JFR skyldi vinna með 7
vinningum gegn engum segir
ekki alla söguna. Keflvíkingarnir
sýndu miklu meiri mótspyrnu en
þessi tala gefur til kynna, En það
átti ekki fyrir Keflvfkingunum að
liggja að sækja gull í greipar
hinna geysisterku Júdóféiags-
manna þennan dag. En engum
blandast hugur um, að Keflvík-
ingarnir eru i mikilli sókn.
Allir íslandsmeistararnir i júdó
voru með í keppninni. Tveir
þeirra töpuðu glímum i keppn-
inni, Gunnar Guðmundsson
UMFK tapaði fyrir Sigurði Páls-
syni JFR og Gfsli Þorsteinsson Á
tapaði fyrir Benedikt Pálssyni
JFR.
Haukur Harðarson JFR átti
myndarlegt „come back“ á þessu
móti. Hann hefur ekki keppt fjög-
ur undanfarin ár, en var áður
meðal beztu júdómanna landsins.
Undanfarin ár hefur hann æft
sjálfvörn (kime-wasa) og kennt
þá iþrótt ásamt Herði tvibura-
bróður sínum.
Dómarar í mótinu voru Ey-
steinn Þorvaldsson, formaður
JSI, Sigurður Jóhannsson, Þór-
oddur Þórhallsson og Jóhannes
Haraldsson. S.S.