Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 17

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 Iðnó En nú hafa Reykjavíkurborg og Leikfélag Reykjavlkur tekið höndum saman fast og ákveðið og hafin er bygging nýs og glæsilegs borgarleikhúss. Ekki hafa allir verið á einu máli um þá ákvörðun borgaryfirvalda að ráðast í byggingu svo glæsilegs og vandaðs leikhúss sem teikning hússins boðar, en það mun hins vegar koma I ljós fyrr en seinna að borgarbúar munu telja leikhús sitt það sjálfsagðasta I uppbygg- ingu Reykjavíkur framtíðarinnar. Það er stórhugur sem hefur rekið Leikfélag Reykjavlkur i 80 ár og það fer þvi vel á þvi að byggja leikhús af stórhug. Leikfélagið stendur það föstum rótum í hjarta Reykjavíkur að ef það verður áfram samkvæmt sjálfu sér mun leikhúsandinn úr gamla Iðnó fylgja félaginu í nýtt hús, en von- andi mun þó skipast að i Iðnó verði áfram leikhús framtíðar- innar, ekki aðeins leikhússafn eins og hugmyndir hafa verið uppi um, heldur lifandi leikhús, þar sem kvika mannlífsins fer á kostum í mynd hvers hlutverks. Árið 1953 stofnaði Leikfélag Reykjavíkur Húsbyggingarsjóð sinn samkvæmt tillögu Brynjólfs Jóhannessonar þáverandi for- manns félagsins. Sama ár var hag- stætt félaginu fjárhagslega enda sýningarfjöldamet með 116 sýningar og alls um 30 þúsund gesti. Saga Húsbyggingarsjóðsins er þvi orðin ærið löng og Leik- félagsfólk hefur verið ódrepandi við að safna I sjóðinn nætur og daga ef svo hefur borið undir og senn fer árangur erfiðisins að koma í ljós. Án áhuga og virðingar fyrir leiklistinni og hlutverki hennar i samtímanum, hefði saga Leik- félags Reykjavíkur orðið stutt.. En sú staðreynd að Leikfélag Reykja- víkur er það sem það er í dag þrátt fyrir þröngar aðstæður og afkomu, sýnir og sannar hversu bitastætt það er íslenzkri menningu. Eins og islenzkt þjóð- félag hefur það risið upp úr erfið- leikum hvers tima. Lýðræði hefur jafnan rikt í stjórn þess og þótt greina megi annað í einstaka til- fellum sögunnar, hefur það fjarað skjótt út, þvi það hefur ekki átt samleið með þeirri sál sem ríkir í Leikfélagi Reykjavikur þegar á reynir. Leikhópurinn hefur með starfi sinu í félaginu haft mikil tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnu og starf leikhússins og það er beinlínis til þess ætlazt. Dagleg stjórn og skipulagning er þó að sjálfsögðu i höndum leikhússtjóra, framkvæmdastjóra og leikhús- ráðs. Lengst gegndi formaður LR í rauninni Leikhússtjórastarfi en 1963 er ráðinn sérstakur Leikhús- stjóri LR, Sveinn Einarsson, nú- verandi Þjóðleikhússtjóri, og arf- taki hans er núverandi leikhús- stjóri, Vigdís Finnbogadóttir. Leikfélag Reykjavíkur hefur flutt talsvert á fjórða hundrað leikrit frá upphafi sýnd í þúsund- um sýninga fyrir hundruð þús- unda gesta. Verk eftir íslenzka höfunda eru um 70 talsins, en verk eftir erlenda höfunda um 200 talsins. Hlutfallið í sýningar- fjölda er þó þannig að innlendu verkin hafa verið sýnd oftar m.a. vegna þess að um er að ræða leikrit sem hafa verið sýnd aftur og aftur sökum vinsælda þeirra. Sá arfur leikritunar var ekki fjölskrúðugur sem íslenzk fram- tið bauð uppá við fæðingu Leik- félags Reykjavikur 1897. Flest það markverðasta úr þeim arfi má rekja til leiklistartilþrifa skóla- pilta í Skálholti og Reykjavík. Til- raun til borgaralegrar leik- menningar þess tíma var svo dönskuskotin að vart er unnt að tala um tilþrif sjálfstæðrar islenzkar menningar, en sá leik- listarunglingur sem hóf starf í þágu Thalíu II. janúar 1897 hefur svo sannarlega gengið götuna fram eftir veg til þroska og ósvikins leikhúss, sem virðir hinn íslenzka tón. — a.j. Sólveig Pétur Valgerður Þorsteinn Jón Sigurbjörns. Margrét Helga Sigrfóur Margrét Magnús Steinþór Guórún Svava Kjartan Harald Gissur Makbed, med víkingaaldaranda yfír Afmælissýning hjá LR í kvöld Aðdragandi þess. að Leikfélag Reykjavikur frumsýnir nú á 80 éra afmæli sinu i dag leikritið Makbeð eftir Shakespeare, er sá. að fyrir tveimur árum fauk það i hóp leik- ara hjá LR að gera nokkra úttekt á Shakespeareþýðingum Helga Hálfdanarsonar. Til sérstakrar at- hugunar var Makbeð valinn og söfnuðu leikararnir gögnum úr ýmsum áttum um verkið, sögusvið þess og meðferð. Meðferð málsins var i hópvinnuanda. sem reyndar er snar þáttur i Itfi LR. og voru skipaðar vinnunefndir til að kanna hina ýmsu þætti svo sem sögulegt svið, sýningarhefð verksins, möguleika salarins I Iðnó og einn- ig var textinn ræddur með Helga Hálfdanarsyni. Makbeðhópurinn hjá LR bar upp þá ósk við leikhússtjóra að taka verkið til sýninga og var tekið Ijúflega I það. en þó var Ijóst að það yrði að biða eilitið vegna fyrir sjáanlegs mikils kostnaðar við uppfærslu verksins. en nú tveimur árum seinna er málið í höfn, Mak- beð i fyrsta sinn á sviði á jslandi I fullri lengd. Leikfélag Reykjavikur ákvað að leggja áherzlu á islenzk leikrit á 80 ára afmælisárinu og Vígdis Finnbogadóttir leikhússtjóri kvaðst vilja vekja athygli á þvi að Þ® im hefði þótt fara vel á þvi i sambandi við þá ákvörðun að kynna einnig þau erlend verk sem þýdd hefðu verið á frábæran hátt yfir á islenzka tungu úr erlendum menningararfi og ekki færi á milli mála að þýðing Helga væri frá- bær. Æfingar á Makbeð hafa staðið yfir f liðlega 2 mánuði. en leik- stjóri er Þorsteinn Gunnarsson, en alls eru nær 30 hlutverk I verkinu og hefur orðið að stækka sviðið i Iðnó með þvi að lengja það fram i salinn og nota hornin i salnum einnig. En það virðist allt vera hægt i Iðnó, jafnvel það ómögu- lega. enda samstilltur hópur að verki og hópvinna að Makbeð i þeim anda að hver og einn er ábyrgur fyrir útkomunni á upp- setningu verksins frá listrænu sjónarmiði. Félagið sjálft ber að sjálfsögðu ábyrgð á kostnaðinum, en samkvæmt upplýsingum Tóm- asar Zoega framkvæmdastjóra Leikfélagsins eru aðkeypt föng vegna sviðsetningarinnar tæplega 3 millj. kr. fyrir utan laun leikara. Leikmynd Makbeðs hefur Stein- þór Sigurðsson gert, Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði bún- inga og Magnús Axelsson sér um lýsingu. Áskell Másson leikur á slagverk á öllum sýningum, trumbuslátt f vikingaaldarstil. en hljóðfæri smiðaði Karl Júliusson hljóðfæraleikari. Skylmingaeinvigi i Makbeð æfði Arnór Egilsson. Makbeð er leikinn af Pétri Einars- syni. Sögusvið Makbeðs er Skotland um 1050 þannig að það liða aldir frá þeim atburðum þar til Shakes- peare notar söguna sem grunn I skáldverk sitt, Makbeð og þar blandast saman sagan frá 1050 og samtimi skáldsins. Shakespeare hirti litt um sagn- fræðilegt raunsæi og ef til vill er eina heimild hans Krónika Holins- heds fyrir utan ballöður og forn- sagnaefni. Til dæmis er atriðið um morðið á Dunkan i Makbeð Ifklega sótt I frásögn Holinsheds af skúrk- inum Dónald. Dónald þessi sveikst að Duff konungi i svefni og lét drepa. Eftir þann voða- verknað brá svo við að sól sást ekki I sex mánuði og máni ekki um nætur. Vindar ýfðust og veður voru ströng með þrumum og eld- ingum, en af þessu varð ótti og fár I samfélaginu. Ýmsar furðusýnir bar fyrir, konur fæddu börn án augna, nefs og útlima, ugla drap fálka og fleiri býsn dundu yfir. Krónikan gefur til kynna grimmd þessa tima. Má nefna frá- sögn af örlögum Macdónalds upp- reisnarforingja (sá sprettur fram á sjónarsviðið i 2. atriði fyrsta þátt- ar Makbeðs). Macdónald þessi vildi ekki greiða kónginum skatt, en Dunkan kóngur þótti heldur linur i starfi sinu og vægur i dóm- um, en þess vegna þrifust allt kyns misyndismenn vel I sam- félaginu. Það var hins vegar Mak- beð sem fór að þessum upp- reisnarmanni og króaði hann inni I eigin kastala. Macdónald drap þá alla fjölskyldu sina og fyrirfór sjálfum sér til þess að falla ekki i klær Makbeðs. Makbeð varð svo kóngur eftir Dunkan, sem dó 1039. Siðari tima menn hafa jafna séð i honum hinn mesta grimmdarsegg og morðvarg, en þar geldur hann skáldskapar Shakespeares, þvi Makbeð varð farsæll stjórnandi. mikill styrktarmaður kirkjunnar og studdi sig mjög „iaganna megin- gjörðum", vasaðist mikið i laga- breytingum. — Nafn hans varð um langan aldur vinsælt skirnar- nafn I Skotlandi og þótti mönnum heiður að bera það. — Fleiri en ein tilraun var gerð til þess að steypa honum af stóli. sú fyrsta 1045. Þar var á ferð tengdasonur Malkoms II.. tittnefnda. 1054 gerði Malkolm sonur Dunkans kóngs tilraun til að steypa Mak- beð af stóli með fulltingi Norð- imbralandsjarls, Siwards. Sú til- raun mistókst. Þeir gerðu aftur innrás I Skotland þremur árum siðar og þá varð Makbeð að lúta i lægra haldi og var drepinn i Lumphanan. (Aðrar heimildir segja 5. desember 1056, en atburðurinn kann að hafa átt sér stað um áramót fyrir réttum 920 árum). Þeir Siward (Sigvarður gamli) og Malkólm fá I leikritinu nokkurn veginn kórréttan fram- gang eftir sögunni, svo sem hún er best varðveitt. Skotland þessa tima er fyrir margra hluta sakir heppilegur vettvangur þeirra grimmu at- burða. sem Shakespeare þótti hæfa harmleik sinum. Yfir grúfði myrkur miðaldar, loft var allt lævi blandið og tiðin grimm. — Lengi höfðu tvær þjóðir. Piktar og Skot- ar, stritt um þetta land. Og rétt i þann mund að jafnvægi er að komast á milli þessara striðandi afla, storma vikingar úr norðri og hefja strandhögg sin. Danir náðu á vikingaöldinni Helgi Haraldur Pétur Einarsson f hlutverki Makbeðs, t.h., berst við Ilarald G. Haralds, skoskan aðalsmann. Ljósmyndir Mbl. Friðþjófur. Jörundur Ilannes Karl Vignir miklum völdum I Englandi, sem kunnugt er. Sveinn tjúguskegg lagði England undir sig 1013 og síðan tók Knútur rfki sonur hans við. Danir réðu þar landi f nær 30 ár, eða fram til 1042. — Norð- menn herjuðu aftur á móti á Skot- land, írland og eyjarnar, stofnuðu þar ýmis smárfki, sem áttu sér flest skamman aldur. Vilhjálm ur bastarður kom svo og sigraði England 1066. Harald- ur harðráði fór með strlði á hendur Engilsöxum um sama leyti, en féll I orrustu við konung þeirra (en brautin var rudd fyrir Vilhjálm). Áhrif vlkinga eru glfurleg á Bretlandseyjum á þessum tlmum, bæði I klæðaburði, byggingum (þeir byggðu upp heilar verzlunar- borgir eins og t.d. Dublin) og þá ekki slst I hernaði og vopnaburði. Vlkingar byrjuðu að herja Skot- land um 790 og réðust einkum á kirkjur og helgisstaði, en þær „stóðu svo vel til höggsins". Þannig hagaði til að keltneska kirkjan hafði valið helgissetrum slnum stað nærri sjó, I eyjum eða mjög nærri ströndinni. Og þar voru þau varnarlaus fyrir ránsferð- um vlkinga. Til að mynda réðust þeir á eyjuna lona. vestur af Skot- landi. þar sem var einn mesti helgistaður Kelta, árin 795, 802. 806. 825 og svo með stuttu milli- bili alla nlundu og tlundu öldina. — Keltneska kirkjan bar naumast sitt barr eftir vlkingaöldina. — Aftur á móti fóru norrænir kóngar að kristna þegna slna þegar leið á vlkingaskeiðið (Ólafur helgi. d. á Stiklastöðum 1030). Ógnaröld hafði þvl staðið æði lengi þegar Makbeð tók völd. Þor- finnur Orkneyjajarl fór á hverju sumri I ránsferðir til Skotlands. Wales og irlands (Hann var jarl I 65 ár, dó 1065). — Malkólm III. sem kom til valda eftir Makbeð giftist Ingibjörgu dóttur Þorfinns jarls. Seinna átti Malkholm Margréti frænku Edeards Confess- ors Englandskonungs. Hún flýði á náðir Skotakóngs. þegar norrænir menn hröktu skyldmenni hennar af valdastólum. — Hún var alin upp I Ungverjalandi og var þvl kona kurteis og vel að sér t flnum siðum. — Hún reyndi að innræta hirð sinni þessa siði og gerðist skoskt hirðltf harla dannað um stund. — Eftir daga Malkholms kemur bróðir hans Donal Bane (Donalbain t leikritinu) til valda. Hann var alinn upp t Suðureyjum, þar sem mannltf var allt grófara. enda hefur hann litt kunnað sig Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.