Morgunblaðið - 17.02.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.02.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977 viomvndir að utar kosnmgabarattunni, verður ekki einmanna þótt hann sé nú ekki lengur i mesta sviðsljósinu. Kissingerhjónin ætla fyrst um sinn að búa í einbýlishúsi sínu í Washington og Kissinger sendi nýlega um 5000 vinum og kunn- ingjum nafnspjaldið sitt með heimilisfangi nýrrar skrifstofu, sem hann hefur opinað i Kissinger er ekki á flædiskeri staddur ÞEGAR Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna var hann vanur að fara í göngu- ferð með hund sinn á kvöldin, með tvo öryggisverði i farar- broddi með hundinn í bandi, tvo verði við hlið sér og tvo fyrir aftan. Þegar Kissinger fór í kvöld- gönguna sl. helgi var aðeins einn öryggisvörður i fylgd með honum og hundi hans, Tyler. Sumir segja að Bandaríkja- menn fari illa með fyrrverandi leiðtoga sina. Það er ekki nóg með að Kissinger fái ekki lengur að fljúga í einkaþotu af gerðinni Boeing 707, sem bandaríski flug- herinn lét honum í té, heldur verður hann að standa í biðröð ásamt öðrum farþegum, er hann ferðast með Easternflugfélaginu milli Washington og New York. Hinn gamansami bandaríski dálkahöfundur Art Buchwald skrifaði nýlega, að Kínverjar hefðu ekki einu sinni farið út í þá refsingu að láta ekkju Mao Tse- tungs, Chiang Ching, fljúga með Eastern. Þrátt fyrir þetta virðist Kissing- er hafa það ágætt og vinir hans segja að hann dafni vel. Hann virðist aðeins grennri og mátti vel við því að missa nokkur kg og svolítið fölur, en það kann að vera að allur maturinn og drykkurinn, sem hann varð að setja i sig í v*_____________________________ kveðjusamsætunum i Washington, hafi ekki farið sem bezt í hann. Þegar samsætunum iauk í Washington flaug Kissinger ásamt Nancy konu sinni til New York í einkaþotu Rockefeller fyrrum varaforseta til að hvíla sig, en þau voru ekki fyrr komin til stórborgarinnar en boðunum rigndi yfir þau. Það er þvi ljóst að „riddarinn eini“, eins og Carter forseti kallaði hann stundum í Washington. Þeir sem heppnir voru fengu einnig leyninúmer hans heima, þar sem hægt er að ná i hann ef mikið ber við. Kissinger hefur ráðið sig sem gestaprófessor við Georgetown- háskóla i Washington og mun flytja þar nokkra fyrirlestra fram til vors og þiggja að launum 15 þúsund dollara. Höfuðviðfangs- efni hans verður hins vegar að skrifa bók um störf sín fyrir Nixon forseta og Ford forseta og Henry og Nancy Kissínger. hann hefur nýlega undirritað | samning við útgáfufyrirtækið , Little and Brown, sem er dóttur- I fyrirtæki Time- j Lifesamsteypunnar, og þótt ekki . hafi verið gefið upp hve há samn- I ingsupphæðin er, hefur heyrzt talað um 1.5 milljóna dollara i fyrirframgreiðslu til að tryggja I útgáfuréttinn, en enginn vafi er | á, að tekjur Kissingers af bókinni eða bókunum koma til með að vera mun meiri. Ekki mun ráð- herranum fyrrverandi veita af, þvi að honum tókst aldrei að leggja mikið fyrir af 100 þús. doll- ara árslaunum, sem hann hafði sem utanríkisráðherra og í þvi starfi vandist hann ýmsum þæg- indum, sem hann hafði aðeins ■ látið sig dreyma um meðan hann var prófessor við Harward- háskóla. Fjöldi vina Kissingerhjónanna hefur boðið þeim alla hugsanlega fyrirgreiðslu, en þau hafa þakkað i fyrir kurteislega og sagt nei, því að þau vilja ekki vera öðrum háð. Hjónin hafa meira að segja skilað i aftur brúðargjöfunum, sem þau fengu frá erlendum þjóðhöfðingj- um, er þau gengu i hjónaband. i Um þetta sagði Nancy nýlega við eina vinkonu sína, að hún væri eina brúðurinn, sm hún vissi um | að hefði orðið að skila öllum gjöf- unum. Þar sem ljóst er, að Kissinger verður ekki á flæðiskeri staddur hefur hann beðið vini sína í New York að hjálpa sér að finna þar I góða ibúð, þvi að þau hjón kunna betur við sig í New York en Washington, þar sem menn eru I fljótir að gleyma fyrrverandi ráðamönnum er nýir hafa tekið við og þannig er það um Washing- ton Jimmy Carters. Kissinger sagði í ræðu í einni veizlunni þar fyrir skömmu er hann var að þakka gestgjafa sínum: „í fyrsta skipti, sem ég kom hingað árið 1969, varstu að heiðra Lyndon I Johnson, er hann hafði nýlega látið af embætti og þá vissi ég, að þú myndir verða mér góð þegar ég væri kominn úr embætti." Að þessu mæltu glotti hann og yfir- I gaf samkvæmið. I k Borgarísjaki frá Sudur- heimskautinu til ad bæta úr vatnsskorti i Ástraliu? HUGMYNDIN um að reyna draga borgarfsjaka til fjarlægra landa, sem eiga við vatnsskort að stríða, er ekki ný af nálinni og raunar er þegar farið að flytja klaka frá Grænlandi til Danmerkur þar sem hann er notaður svona f grfni til að kæla drykki gesta f veitinga- húsum. Um mitt sl. ár var einnig sagt frá þvf í fréttum, að stjórnir nokkurra Arabarfkja væru að fhuga möguleika á að leysa vatns- vandamálin með borgarfsjökum. Fæstir hafa þó gert nokkuð fram til þessa annað en fhuga málið, en nú hafa Ástralfumenn riðið á vaðið og 6 þarienzkir vfsinda- menn dveijast nú á Suður- heimskautinu þar sem þeir kanna hvort draga megi risastóra Borgarfsjaki við Grænland. Sverrir Magnússon, lyfsali: Rekunum kastað í dagblaðinu Tímanum 18. janúar s.l. sendir Einar Birnir, framkvæmda stjóri lyfjaheildverslunarinnar G. Ólafsson hf., mér kveðju, sem kom mér nokkuð á óvart, þar eð mér var ókunnugt um að ég ætti við hann I persónulegum útistöðum. Ritsmíð framkvæmdastjórans virðist ætlað að halda uppi vörnum fyrir verðlagnmgu hans sjálfs á lyfinu Penbritini, og i leiðinni fjallar hann nokkuð um verðlagningu lyfja almennt. Ýmsum kynni að þykja málflutningur hans ærið þokukenndur, og alveg hefði ég leitt hann hjá mér ef ekki hefði komið þar fyrir harkaeg rangfærsla á einu ártali, sem skiptir mig miklu máli og gerbreytir viðhorfum til aðalatriða Þar sem ætti að standa árið 1947 setur greinarhöf- undur 1974 og skrifar síðan grein sína samkvæmt því að það ártal sé hið rétta Með þessari rangfærslu gefur hann sér tilefni til hugleiðinga og ályktana um hag minn og aðstöðu sem lyfsala í Hafnarfirði Sá málflutningur virðist mér annar en vænta mætti af manni sem sjálfur ætlast til að vera álitinn öðrum fyrirmynd um fagrar dyggðir Greinarhöfundur hefur mál sitt á því að vitna í grein sem ég birti í Tímariti um lyfjafræði. 2. hefti 1974 og nefndist Horft um öxl og fram á veg Fjallaði greinin um ákveðinn þátt stéttarmálefna ársins 1947 og næstu ára í þessari grein hafði ég í gaman- sömum tón líkt afgreiðslu kerfisins á mér til Hafnarfjarðar árið 194 7 við staursetningu Mér hafði orðið það á að afla mér nokkurrar framhalds- menntunar umfram það, sem þá tíðk- aðist meðal íslenzkra lyfjafræðinga en engin not reyndust fyrir slíkan afglapa önnur en að koma honum fyrir til frambúðar í apóteki. sem þá var eitt af hinum minnstu á landinu. Höfundur Tímagremarinnar tekur sér nú fyrir hendur að útlista fyrir lesendum í hverju staursetning sé fólg in en að hans sögn fór hún fram með tvennum hætti (lýsing I og II) Að sjálfsögðu gat hann þess, að jafnskjótt og aðstæður leyfðu, kom prestur og ..kastaði rekunum' Eflaust hefur höfundi runnið til rifja að hinn staur- setti skyldi að þessu sinni þurfa að bíða þjónustu áratugum saman. Enda skundar hann nú sjálfur á vettvang, kippir upp staurnum (lýsing I) mundar reku sína og kastar í „gatið' því sem stundum er kallað aur, og sparar nú hvergi. því nóg er til á lagernum Og í stað yfirsöngs grípur hann til hins hefðbundna minningargreinaforms, og nægir þá ekki minna en opna í víð- lesnu dagblaði, skreytt ekki færri en sex feitletruðum sorgarrömmum og fyrirsögn með stríðsletri Svo hrifinn er hann af þessu verki sínu að hann lætur blaðið birta mynd af sjálfum sér í stað hinnar hefðbundnu myndar af þeim sem minnst er Kannski er hér á ferðinni athyglisverð hugmyrid fyrir eftirmælahöfunda Raunar er það líka á móti venju, að sá sem yfir er sungið, beri hönd fyrir höfuð sér Þó mun hann freista þess Greinarhöfundi virðast vaxa í augum tekjur þær, sem ég hljóti að hafa samkvæmt skattgreiðslum mínum til ríkis og bæjarfélaga Til áréttingar vekur hann athygli á fyrirtækjum á minum vegum i Hafnarfirði Auk þess birtir hann upplýsingar um verð- lagningu lyfja. og virðist það eiga að taka af skarið um mína hagsæld Telji hann tekjur mínar óeðlilegar, mætti hann minnast þess, að lögskipuð lyfja- verðlagsnefnd skammtar okkur báðum, mér sem smásala, honum sem heildsala. álagningu á þau lyf, sem báðir versla með Hitt ætti greinarhöf- undi einnig að vera kunnugt, að skatt- greiðslur lyfjabúða eru ekki algildur mælikvarði á tekjur þeirra Þar kemur margt til Víkjum aftur að Hafnarfirði árið 1 947, en það ár hófst starfsferill minn þar íbúar bæjarins voru þá rúm fjögur þúsund og fór þeim hægt fjölgand: á sama tíma og íbúatala nágrannabyggð- anna, Reykjavíkur og Kópavogs, tók stökkbreytingum og byggðin í Garða- hreppi varð til svo að segja frá rótum í árslok 1976 að nær þrem áratugum liðnum, voru ibúar Hafnarfjarðar aðeins rúm ellefu þúsund Þrátt fyrir lágmarks ibúafjölda lengst af og að ýmsu leyti erfiða aðstöðu hefur tekist að þoka málum nokkuð áleiðis, svo sem höfundur vikur að; enda þætti þessum dugnaðarmanni sjálfsagt litið til koma. ef árangurs af þriggja áratuga þrotlausu starfi sæi hvergi stað Ekki er fullljóst hvers vegna höfundur helgar mér þessi miningar- orð fremur en öðrum, sem gerst hafa svo djarfir að keppa við hann á sviði lyfjaheildsölu. nema ef vera skyldi vegna þess, að ég er um sinn formaður í stjórn fyrirtækisins Pharmaco hf En að þvi standa yfir fjörutíu hluthafar, þar á meðal flestir lyfsalar landsins og allmargir lyfjafræðingar aðrir. í stjórn eiga sæti auk mín fjórir menn, þrír þeirra lyfsalar, með framkvæmdastjóra sér við hlið; þeirri stöðu gegndi Werner Rassmusson lyfjafræðingur til 1 desember s.l Greinarhöfundi til glöggvunar skal þess getið að stjórnar- menn og framkvæmdastjóri hafa verið með afbrigðum samhentir Um fram- kvæmdastjórann á greinarhöfundur ekkert nema lof og það að verðleikum, þvi að fáir hafa, að öðrum ólöstuðum, unnið fyrirtæki okkar meira gagn þau fáu ár sem hann gegndi þar störfum Ekki nenni ég að elta ólar við alla langlokuna. enda stundum svo djúpt kafað, að erfitt er að greina, við hvað er átt. Þó eru örfá atriði ótalin, sem ég get ekki látið liggja í láginni Meðal blaða þeirra, sem fluttu frásagnir af fréttamannafundi okkar 14 desember sl., virðist Þjóðviljinn einn hafa farið i taugarnar á greinar- höfundi, enda skýrir hann frá því, að Magnús Kjartansson stuðlaði í heil- brigðisráðherratíð sinni að fjárhags- legri fyrirgreiðslu, sem gerði okkur kleift að hefja framleiðslu (í þessu tilviki innflutning og pökkun) á ampicillini, en það hafði um langt skeið verið fáanlegt á lyfjamarkaði erlendis á hagstæðu verði Ég hef jafnan haft þann hátt á og mun hafa framvegis, að láta menn njóta sann- mælis, hver sem á i hlut. Viðbrögð ráðherrans voru skjót og komu að tilætluðu gagni Ekki er fyrir það að synja, að tiltæki okkar hafi haft nokkur áhrif á umboðslaun og sölutekjur innflytjanda Penbritins. Kynni þar að vera nokkur skýring á heiftinni. Höfundur lýsir því raunar yfir, að hann hafi alveg verið að því kominn að lækka Penbritinverðið og rökstyður það með mnrömmuðum verðþróunar- útreikningum undangenginna ára Já mikil var óheppni höfundar, að honum skyldi nú ekki lánast að koma þessu í kring áður en ampicillinið kom á markaðinn Og er þaðekki alveg maka- laust, að einhverjir íslenskir lyfsalar skuli taka upp á því þrátt fyrir allar verðlækkanir höfundar, að beina inn- kaupum sínum á Penbritini til breskra heildsala í stað þess að láta umboðs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.