Morgunblaðið - 17.02.1977, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977
Ásgeir Eyjólfsson framkvæmdastjóri Samvirkja ð skrifstofu
sinni
Þar situr
samvinnan
1 fyrirrúmi
traust sem Samvirki nýtur með-
al viðskiptamanna sinna. Þá
rakti Ásgeir' í nokkrum orðum
hvernig verk fyrirtækið annað-
ist:
— Meðal helztu verkefna
sem Samvirki hefur unnið að á
undanförnum árum má nefna
raflagnir í Þörungavinnslunni
við Bfeiðafjörð, ýmis verkefni
fyrir Isal í Straumsvík og SlS,
margar opinberar byggingar og
fjölda verkefna fyrir einstakl-
inga, raflagnir i hús, skip, verk-
smiðjur, uppsetningu á dyra-
símum og hvers konar rafbún-
aði.
Eitt stærsta verkið sem Sam-
virki hefur tekið að sér til þessa
er öll raílagnavinna í Sigöldu-
virkjun á vegum vestur-þýzka
fyrirtækisins Brown Boveri og
hafa verið allt að 30 manns í
vinnu þar undanfarið, enda um
viðamikið verk að ræða. Má
nefna í því sambandi að allir
rafstrengir eru um 60 kílómetr-
ar að lengd, eða sem svarar
langleiðinni frá Reykjavík aust-
ur að Þjórsá.
Guðbrandur Benediktsson,
sem er verkstjóri fyrir Sam-
virkja við Sigöldu, sagði að þeir
hefðu verið með milli 20 og 30
menn i vinnu í sumar þegar
flest var, en nú væru þeir 13,
allt rafvirkjar. Þeirra hlutverk
er að sjá um alla raflögn, þar á
meðal tengingu alls stýribúnað-
ar og stjórnkerfa fyrir botnlok-
ur við inntaksmannvirkið og
gerð tengivirkis. Var nú í vik-
unni verið að prófa allar teng-
ingar en nú hillir undir að
fyrsti hverfillinn verði reynd-
ur. Eins og áður sagði er það
Hér standa Ásgeir Eyjólfsson
og Lúðvfk Ögmundsson, sem
sér um framleiðslu töfluskáp-
anna, við uppsetta spennistöð.
Samvinna er milli Blikk og
stðls og Samvirkja um fram-
leiðslu slfkra spennistöðva og
töfluskápa.
Jón B. Pálsson
verzlunarstjóri
Idnkynning í Kópavogi - Iðnkynning í Kópavogi- Iðnkynning í Kópavogi
(Jr vélasal stöðvarhússíns. Vestur-þýzka fyrirtækið Brown Boveri
sér um allar raflagnir og annast Samvirki framkvæmd þess verks,
en hverflarnir (túrbfnurnar) eru af rússneskri gerð.
í Kópavogi er
starfandi eitt stærsta
rafiónaóarfyrirtæki
landsins, Samvirki.
Er þaö til húsa viö
Skemmuveg, en
þangaö flutti það
með starfsemi sína
fyrir rúmu ári. þetta
er framleiðslusam-
vinnufélag rafvirkja
og nýlega ræddi
blaðamaóur við Ás-
geir Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóra um
starfsemina:
— Samvirki er
framleiðslusam-
vinnufélag rafvirkja
og er þar um að ræða
nýtt form á sam-
vinnurekstri, sem
gegnir hliðstæðu
hlutverki í rafvirkj-
un og rafiónaði og
kaupfélögin í verzl-
un og ýmsum iðnaði.
Hvenær hóf fyrirtækið starf-
semi sina?
— Samvirkja stofnuðu 25
rafvirkjar í ársbyrjun 1973 og
hófu rekstur í maí sama ár. 1
upphafi voru starfsmenn að-
eins tveir en nú eru þeir milli
40 og 50. Fyrsta árið var velta
fyrirtækísins um 7 milljónir
króna en hefur síðan margfald-
azt og var á síðasta ári um 100
milljónir króna.
Þá sagði Ásgeir að launa-
greiðslur hefðu numið rösklega
50 milljónum króna á siðasta
ári og taldi hann þessar tölur
sýna betur en mörg orð það
þýzka fyrirtækið Brown Boveri
sem tók að sér að sjá um alla
raflögn við Sigöldu og eru full-
trúar þess þar við verkstjórn
ásamt mönnum Samvirkja.
Haldnir eru reglulega fundir
með starfsmönnunum við Sig-
öldu og stjórnendum beggja
fyrirtækjanna í Reykjavík.
Ekki verður gerð hér tilraun
til að lýsa þeim flóknu verkum
sem þarna fara fram, en aðeins
bent á að víða mátti sjá í hillum
fjölda teikninga í sérstökum
möppum og hvar sem verið var
að vinna við einhverja raflögn
voru menn með teikningarnar á
lofti til að allt gengi rétt saman.
Sagðist Guðbrandur alveg geta
tekið undir það að hér væri um
nokkuð flókin verkefni að
ræða.
Um vinnutilhögun er það að
segja að hún er eins hjá mönn-
um Samvirkja og öðrum verk-
tökum, unnið er í 11 daga, frá
mánudegi til fimmtudags, í
næstu viku á eftir, og síðan er
frí í 3 heila daga. Aðspurðir um
það hvort hér væri um mikla
uppgripavinnu að ræða sögðu
þeir að það væri svipað og að
vinna í bænum, næturvinna
væri að vísu meiri, en í bænum
væri yfirleitt unnið meira í
ákvæðisvinnu. .
— Raftöflusmíði hefur í
seinni tíð verið æ veigameiri
þáttur í starfi Samvirkja, sagði
Ásgeir. Að henni vinna sér-
þjálfaðir rafvirkjar sem hafa
mikla reynslu í þessari grein
rafvirkjunar. Lögð er áherzla á
að vanda til framleiðslunnar og
nýtízkulegt útlit.
— Fyrir rösku ári hóf Sam-
virki samvinnu við fyrirtækið
Blikk og stál h.f. um smíði á
slíkum töflum — há — og lág-
spennurofaskápum og síðan
hafa verið framleiddir á annað
hundrað skápar af þessu tagi,
flestir fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavíkur en einnig fyrir
Hitaveitu Suðurnesja, Hita-
veitu Siglufjarðar og fleiri að-
ila. Samvirki hefur lagt á það
sérstaka áherzlu við smíði þess-
arar vöru að öryggisbúnaður
skápanna sé eins fullkominn og
frekast er unnt. Má i því sam-
bandi nefna að verði skamm-
hlaup í einum skáp í samstæðu
er svo um hnútana búið að hin-
ir skáparnir í samstæðunni eru
ekki i hættu. Samvirki er eina
fyrirtækið hér á landi sem
framleiðir háspennurofaskápa
með slíkum öryggisbúnaði.
Eins og áður sagði er Sam-
virki framleiðslusamvinnu-
félag og sagði Ásgeir Eyjólfs-
son að öllum væri heimil aðild
að því eins og öðrum samvinnu-
félögum og sagði hann að lögð
væri áherzla á að allir starfs-
menn nytu sömu launa og
tækju virkan þátt í að efla fyr-
irtækið.
Húsnæði Samvirkja, að
Skemmuvegi 30 í Kópavogi, er
um 650 fermetrar á tveimur
hæðum og fer nú starfsemin
fram á neðri hæðinni en Ásgeir
sagði að ráðgert væri að taka
efri hæðina í notkun með vor-
inu. Þá má nefna að Samvirki
rekur verzlun með raftæki og
sagði Ásgeir að hún þjónaði
aðallega byggð í Breiðholti og
austasta hluta Kópavogs. Verzl-
unarstjóri er Jón B. Pálsson og
er hann jafnframt formaður
félagsins. Formaður rafvirkja-
deildar er Eyþór Steinsson og
framkvæmdastjóri sem fyrr
segir er Ásgeir Eyjólfsson.
Frá Sigöldu, Guðbrandur Benediktsson verkstjóri, Haukur Ósk-
arsson og Eyjólfur Magnússon, yfirmaður lagersins, eru hér að
skoða teikningu, eina af mörgum.