Morgunblaðið - 17.02.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1977
37
fclk í
fréttum
+ Stúlkan hér á myndinni er Evrópumeistari í megrun. Á tveim árum hefur hún
lagt af hvorki meira né minna en 90 kíló, eða jafnmikið og sykurinn sem á
myndinni er, vegur. Hún heitir Margrethe Friis og er dönsk. Hún er 165 cc á hæð
og hefur alltaf verið frekar feitlagin. Þegar hún var 14 ára var hún 70 kiló. Hún
var 17 ára þegar hún átti sitt fyrsta barn og þegar hún var 30 voru þau orðin 5 og
alltaf bættust nokkur kíló við, og í apríl 1975 voru þau orðin 160. „Mér fannst ég
eins og ófreskja, og skammaðist mín fyrir að láta nokkurn mann sjá mig“, segir
Margrethe, „og ég sá að ekki voru önnur ráð en að fara í strangan megrunarkúr, að
sjálfsögðu undir læknis hendi. „Fyrstu 14 dagarnir voru verstir, þeir svo
sannkölluð martröð, en síðan hefur þetta verið mjög auðvelt". Hún notar nú þrem
númerum minni skó en áður og mittismálið hefur minnkað um 65 cm. Fyrir tveim
árum komst hún varla inn í venjulegan fólksbíl en nú hefur hún tekið bílpróf og
keyrir sjálf. „Þegar ég horfi á þessi 90 kíló af sykri, skil ég ekki hvernig ég fór að
því að burðast með öll þessi ósköp,“ segir Margrethe. í sumar ætlar hún á
ströndina í bikini.
Framleiðslustýring og
verksmiðjuskipulagning
Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í fram-
leiðslustýringu og verksmiðjuskipulagningu dagana
23.—25. feb. n.k. Kennt verður alla daga frá kl.
15 — 19.
Leiðbeinandi er Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur.
Á námskeiðinu verða þessir þættir teknir fyrir:
Framleiðsluáætlanir og skipulagstækni
(minnislistar, Ganttkort, örvarit, notkun rafreikna o.fl.)
Staðsetning fyrirtækja.
Heildarskipulagning á nýju fyrirtæki.
Endurskipulagning vinnustaðar.
Þetta námskeið á erindi til forstjóra, framleiðslustjóra og verkstjóra,
sem umhugað er um að auka hagræðingu í fyrirtæki sínu.
Námskeiðsgjald er kr. 9500.- (20% afsl. til félagsmanna)
Hvernig
leysir þú
vandamálin?
Leap Stjórnunarnámskeið.
Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir LEAP
stjórnunarnámskeiði 26.—27. febrúar n.k.
Námskeiðið kennir ungum og verðandi stjórnendum sex hagnýta þætti
stjórnunar sem komið geta þeim að notum i daglegu starfi.
Þessir þættir eru:
Skapandi hugsun og hugarflug.
Hóplausn vandamála.
Mannaráðningar og mannaval.
Starfsmat og ráðgjöf.
Tjáning og sannfæring.
Hvatning.
Námskeiðið er tilvalið fyrir unga og verðandi stjórnendur úr öllum
greinum atvinnulifs, hjá félagssamtökum og i opinberri þjónustu.
teiðbeinandi erÁrni Árnason, rekstrarhagfræðingur.
Þátttökugjald er kr. 7500,- (20% afsláttur til félagsmanna)
Skráning þátttakenda í síma 82930.
Stjórnunarfélag íslands
+ Anteglicie-fjölskyldan
i Jóhannesarborg beið
þess með mikilli eftir-
væntingu að verðlauna-
hundurinn þeirra, tík af
mjóhundakyni, eignaöist
hvolpa. Og eftirvænting-
in breyttist í undrun því
hvolparnir urðu ekki
færri en 15. Það er
dekrað við hvolpana sem
sýna öll merki þess að
þeir verði verðlauna-
hundar eins og móðirin.
Hver hvolpur hefur sinn
eigin postulínsdisk sem
þeir kunna þó tæplega að
meta. Á myndunum
sjáum við allan systkina-
hópinn að snæðingi á
grasflötinni við heimili
sitt og móðurina ásamt
dótturinni í húsinu.
L
Robin Hood
terturnar eru gomsætar
íma, fé og fyrirhöfn.
upi/s fonti c
h iÍ?nolaJ
K noll<*ndais
Fæst i kaupfélaginu