Morgunblaðið - 24.02.1977, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977
Séð frá höfninni og upp í bæinn, þar sem búa tæplega 500 manns.
Loðnubræðslan
yrði mikil lyftistöng”
\*M\n\),i\nA \ sÝYóAa^öA ö wuVv\H\n\\)rSH f\ossita\&\nftk mvuVv$\ ö\ s önöönW
— ÍBÚAFJÖLDINN hefur heldur
sigið upp á við undanfarin ár og er
samkvæmt síðasta manntali 458,
sagði Bjarni Aðalgeirsson sveitar
stjóri á Þórshöfn er Morgunblaðið
rabbaði við hann nyrðra fyrir
skömmu síðan. Fyrir allmörgum ár-
um voru fleiri fbúar á Þórshöfn, er
unnið var við framkvæmdir á Heiðar
fjalli Þórshafnarbúar byggja afkomu
sína á fiskveiðum og fiskverkun. en
eínnig er nokkur atvinna af þjón-
ustugreinum.
— Það sem okkur Þórshafnarbú
um finnst blóðugast er að loðnan
skuli vera hérna rétt fyrir utan
bæjardyrnar hjá okkur, en við getm
ekki brætt loðnu hér enn sem komið
er, segir Bjarni sveitarstjóri. —
fiski þurfi að berast á land á Þórs
höfn á ári til þess að það standi undir
sér.
— Við höfum tæki til að afla
þessa tonnafjölda, en sfðustu tvö
árin hefur það ekki tekizt. Á sfðasta
ári bárust t.d. aðeins innan við 2000
tonn hingað, en með togarann að
veiðum allt árið og þessa aukningu f
bátaflotanum, sem varð á sfðasta
ári, ættum við að fara langt með að
ná þessum afla.
— Þetta hefur verið óskaplega
dauft tvö sfðustu árin og sú öfluga
bátaútgerð, sem hér hefur verið er
því miður á undanhaldi. Ég er þó
bjartsýnn á að fiskurinn komi aftur á
heimamið okkar vegna friðana á
stóru svæðum, en rányrkja undan-
farinna ára hetur nær þurkað út
heimamiðin.
GATNAGERÐIN STÆRSTI LIÐUR
INN
Kvöldið áður en Morgunblaðs
menn heimsóttu Þórshöfn hafði fjár-
hagsáætlun bæjarins verið sam-
þykkt. Áður en vikð er að henni og
helztu framkvæmdum á Þórshöfn er
rétt að geta þess að f sveitarstjórn
sitja fulltrúar flestra stjórnmála-
flokka, en aðeins einn listi kom fram
við sfðustu kosningar. Þar var ekki
stillt upp listum samkvæmt flokka-
pólitfk. Sagði Bjami að hann teldi
þessa lausn mun heppilegri, þvf
flokkspólitfsk átök hefðu iðulega
neikvæð áhrif fyrir Iftil byggðarlög.
— 1 ár er samkvæmt fjárhags-
áætluninni áætlað að 25 milljónir
króna fari f gatnagerð og þá aðallega
lagningu varanlegs slitlags, heldur
Bjami áfram. — 14 milljónir fara til
fræðslumála, þar af 10 milljónir f
byggingu nýs skóla, sm byrjað verð-
ur á f sumar. Stefnt er að þvf að f
sumar verði byrjað á byggingu dval-
arheimilis fyrir aldraða hér á Þórs-
höfn og þá f samvinnu við Sauðanes-
hrepp og Svalbarðshrepp. Hér hefur
verið starfrækt dagheimili f Félags-
heimilinu fyrir 25 börn og hefur það
gefizt vel, enda eru húsmæðurnar
helzta vinnuaflið f frystihúsinu yfir
háveturinn. Næsta sumar verður
væntanlega byrjað á byggingu dag-
heimilis hér.
Bjarni Aðalgeirsson sveitarstjóri.
Félagsheimilið Þórsver, þar sem að
undanförnu hefur verið rekið dagheim-
ili.
Verksmiðjan hér, sem er f eigu Hrað-
frystihúss Þórshafnar, er ekki full-
búin tækjum og vantar nokkra tugi
milljóna svo hún geti tekið á móti
loðnunni. Það fjármagn hefur ekki
fengizt, en við vonum að fyrir næstu
loðnuvertfð takist að útvega þetta
fé. Framleiðslugeta verksmiðjunnar
yrði 300 tonn á sólarhring og vissu-
lega myndi muna um slfka verk-
smiðju á þessum stað, þegar löndun-
arbið er alls staðar. Yfir háveturinn
er daufasti tfminn hér og því yrði
loðnan okkur mikil lyftistöng. Höfum
við reyndar átt viðræður við Vita- og
hafnamálastjórn um breytta fram-
kvæmdaröð á þeim verkefnum, sem
fyrirhugað er að sinna hér. Höfum
við góðar vonir um að byrjað verði á
dýpkunarframkvæmdum f höfninni,
þannig að stór, hlaðin loðnuskip geti
siglt hér inn án erfiðleika næsta
vetur.
BJARTSÝNN Á AÐ FISKURINN
KOMI AFTUR
Tvö ný skip voru keypt til Þórs-
hafnar á síðasta ári, skuttogarinn
Fontur og Langanesið, sem er 100
tonna bátur. Nýtt frystihús var tekið
f notkun á Þórshöfn á sfðasta ári og
segir Bjarni okkur að 4000 lestir af
Frá höfninni lengst til vinstri sér á
geyma verksmiðjunnar, sem Þórs-
Þó svo að nóg pláss sé í bilnum þá er miku skemmtilegra að sitja í kerrunni og láta draga sig um snævi þaktar göturnar. hafnarbúar vona að bræði loðnu strax
á næstu vertíð.
17 KANDIDATAR Á 2 ÁRUM
— Um heilbrigðismálin er það að
segja að hér er kominn vfsir að
heilsugæzlustöð í læknisbústaðnum
Hér eiga að vera tveir læknar sam-
kvæmt lögum, en enn er aðeins
einn. Höfum við reyndar haft 17
læknakandidata á tveimur sfðast-
liðnum árum, eftir að Úlfur Ragnars-
son tók við Kristnesi. Læknirinn
þjónar einnig Raufarhöfn, en þar er
aðeins hjúkrunarkona og hefur lækn-
irinn að minnsta kosti einu sinni
þurft að fara héðan til Raufarhafnar
á snjósleða f sjúkravitjun.
Samgöngumálin eru mikið hags-
muna- og baráttumál fyrir fólkið hér
um slóðir og finnst okkur að ryðja
þyrfti leiðina milli Þórshafnar og
Raufarhafnar oftar en tvisvar sinn-
um f mánuði. Þyrfti að vera meira
samspil milli heilbrigðis- og sam-
gönguráðuneytisins um þessa hluti
til að tryggja öryggi fólks sem allra
bezt. Þá er flugvöllurinn hér fyrir
utan aðeins með einni braut og er
illa búinn tækjum. Þyrfti bæði að
lýsa hann og gera við hann þver-
braut, þar sem flugið er stóran hluta
ársins okkareina samgönguleið.