Morgunblaðið - 24.02.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.02.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 19 Sigurður Þórir við tvær mynda sinna, sem hann sýnir i Jóns-húsi. ur; bilið á milli ríkra og fá- tækra, svangra og saddra. Að- spurður kvað hann margt líkt með myndlist Norðurlandanna í dag. Til dæmis væru svipaðir hlutir að gerast á tslandi og i Danmörku. Á báðum stöðunum sætu i fyrirrúmi borgaraleg sjónarmið þar sem listamenn og gagnrýnendur kepptust við að ýta undir duttlunga borgara- stéttarinnar. Hann sagði að í báðum löndunum væri sú hug- mynd ríkjandi að listin ætti fyrst og fremst að vera fyrir sjálfa listina, en ekki venjulegt alþýðufólk. Meiri hluta allrar listsköpunar á íslandi kvað Sig- urður vera í höndum fólks sem gengist upp I háfleygri skoðanamyndun og dillaði sér framan í broddborgara menn- ingarlífsins. Pólitiskt inntak í myndlist sagði Sigurður litið hornauga í nágrannalöndum okkar i dag og þá sérstaklega á íslandi. Því fjær raunveruleikanum sem listaverkin væru, þvf betur féllu þau f kramið. Hann sagð- ist vera á móti þessari þróun. Listin ætti að vera fyrir alþýðu fólks, venjulegt verkafólk sem gæti séð sjálft sig í listaverkinu og orðið meðvitaðra um stöðu sína í þjóðfélaginu. Hér f Kaupmannahöfn hefur sýningu Sigurðar verið mjög vel tekið og fjöldi fólks lagt leið sína f Jónshús til að skoða þessa sýningu, sem að mörgu leyti er sérstæð. 27 myndir eru til sýn- is, allar unnar á sfðasta ári. Með hækkandi sól hyggst Sigurður fara til Færeyja og halda sýn- ingu f Þórshöfn. En í sumar ætlar hann að sýna f Reykjavík. Guðíaugur Arason. Davíð Olafsson kjörinn r forseti Ferðafél. Islands Steinþór Gestsson. í MORGUNBLAÐINU hinn 19 febr sl gerir Sveinn Tryggvason nokkrar athugasemdir við grein eftir mig, sem birtist í sama blaði 1 5 þ m. Mér kemur nokkuð á óvart hvernig Sveinn hefur lesið þetta greinarkorn mitt Hann telur að í skrifum sínum gæti ónákvæmni og þekkingarskorts. Ég kemst ekki hjá því að taka þessa fullyrðingu Sveins til athugunar. Hann segir svo: „í fyrsta lagi er það höfuð- misskilningur hjá Steinþóri, að slátur- kostnaðurinn sé 139 - kr, á hvert kg kjöts eða 132.50 ef gæruþunginn er meðtalinn." Ef ég hefði sagt þetta i minni grein, þá hefði Sveinn ástæðu til að gera athugasemd og jafnvel væri hægt að væna mig um ónákvæmni og þekkingarskort. En við athugun á greininni kemir I Ijós að þetta hefi ég hvergi sagt né látið að þvi liggja að eingöngu væri um sláturkostnað að ræða, enda var mér fullkunnugt um skiptingu upphæðar- innar I ákveðna kostnaðarliði. í grein- inní komst ég svo að orði m.a.: „Það vakti athygli mína, þegar ég las grein- argerð Gunnars Guðbjartssonar form. Stéttarsamb. bænda um verðlagningu búvara á liðnu hausti. í henni er að finna m.a. niðurstöður af athugunum á sláturkostnaði o.fI. Þar segir svo: Slát- ur- og heildsölukostnaður sláturaf- urða. Einn vandamesti þáttur verðákvarð- ana er slátur- og heilssölukostnaður á kjöti og gærum Samkvæmt upplýs- ingum frá 12—14 stærstu sláturleyf- ishöfunum hækkar þessi kostnaður nú árlega mun meira en aðrir þættir verð- lags." Eins og sjá má af þessari tilvítnun I grein mlna, þá tek ég það skýrt frá að um kostnað við slátrun og heildsölu er fjallað þegar ég tilgreini kostnaðinn I krónum. Ég vísa algerlega á bug þeim ummælum mins ágæta vinar Sveins Tryggvasonar að ég hafi misskilið upp- setningu og sundurliðun slátur- og heildsölukostnaðar, enda geri ég hvergi i þessum skrifum minum þetta heildar verð að sérstöku umræðuefni. Hitt var aðalefni þess greinarstúfs, sem Sveinn hefur séð ástæðu til að AÐALFUNDUR Ferðafélags ís- lands, hinn fimmtugasti f röðinni, var haldinn f Súlnasal Hótel Sögu 15. febrúar sl. Forseti félagsins, Sigurður Þórarinsson, prófessor, setti fundinn og minntist f upp- hafi látins forseta félagsins, en hann lést 2. október sl. Sigurður Jóhannsson var fyrst kjörinn f stjórn Ferðafélagsins árið 1959 en forseti félagsins var hann kjör- inn árið 1961 og gegndi hann þvf gera athugasemdir við, að hvetja til endurskoðunar á fyrri áætlunum um skipulag, stærð og gerð sláturhúsanna i landinu. Ég hreyfði þessu máli ekki vegna þess að mér hefði sjálfum dottið skyndilega i hug að láta i það skina að ég vissi manna best hvernig hægt væri að beita hagfelldari vinnubrögðum en nú væru við höfð. Ef svo hefði verið gætu menn að sjálfsögðu dregið i efa að ég hefði næga þekkingu á málinu. En málið er ekki svo einfalt Ég hafði lesið i búnaðarblaðinu Frey. nr. 23—24 desember 1976 greinargerð formanns Stéttarsambands bænda um verðlagningu búvöru haustið 1976. Þar ræðir hann um ýmsa þætti verð- lagsmálanna og lýsir þeim breytingum sem ger.ðar voru á grundvelli verðlagn- ingarinnar um leið og hann bendir á viss vandamál sem við er að fást i starfi sexmannanefndar í kaflanum um slát- ur- og heildsölukostnað sláturafurða segir Gunnar Guðbjartsson þetta: „Þeir liðir, sem hækka mest, eru vinnulaun og launatengt gjöld viS slátrun, sölu og skrifstofuhald. einn- ig fjármagnskostnaður, vextir og af- skriftir. Þessi þróun er óheillavænleg og alveg sérstaklega vegna þess, að nýju húsin virðast öll standa verr að vígi I þessu efni og eiga óhægara með að greina grundvallarverðið til bænda en þau eldri." Þetta eru ekki mín orð, en ég veit að tilefni þeirra er ærið og formanni Stétt- arsambandsins var það Ijóst, eftir nána athugun, að þróun þessara mála er eins og hann segir „óheillavænleg ', og ég vildi með grein minni taka undir þau og vekja á þeim athygli, og hvetja til aðgerða til úrbóta. Það er að minum dómi sannarlega í samræmi við kröfur bænda, á þessum vetri, um örari skil á afurðaverði til þeírra, að gerð verði gaumgæfileg könnun á þessum þætti verðlags- og framleiðslumála. Og ég veit það fyrir vist, að ef minn ágæti vinur, Sveinn Tryggvason, hefði lesið umrædda grein gaumgæfilega, þá hefði hann ekki gert við hana athuga- semdir starfi til dauðadags, samfleytt f 16 ár. Fundarmenn risu úr sætum I virðingarskyni víð hinn látna forystumann. Fundarstjóri var kjörinn Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, en hann hefur verið fundarstjóri á aðalfundum félags- ins um áraraðir, fyrst árið 1959. Fundarritari var Gestur Guð- finnsson. Framkvæmdastjóri félagsins, frú Þórunn Lárusdóttir, flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Kom þar fram, að starfsemin er með mikl- um blóma og er tala félaga rúm- lega 7 þús. og eru þar af á tólfta hundrað i deildum félagsins utan Reykjavíkur. Hafa félagar aldrei verið fleiri. Tvö ný sæluhús voru byggð á árinu og hefur öðru þeirra verið komið fyrir á Emstrum á Syðri-Fjallabaksleið, en hitt verður sett niður á næsta sumri við Hrafntinnusker. Er þessum húsum ætlað að auðvelda mönnum göngu milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Ferðir á árinu voru farnar alls 191 og þátttakendur á sjötta þús- und. Eins og áður var það Þórs- mörkin, sem dró flesta til sln, en þangað fóru tæplega 1900 manns. Rétt fyrir aðalfundinn kom út ferðaáætlun félagsins fyrir 1977 og er hún með líku sniði og áður. Fjölbreytni ferða er þó vaxandi. Árbók Félagsins fyrir árið 1977, hin fimmtugasta i röðinni, er væntanleg í aprfl. Flytur hún að þessu sinni þætti, sem ýmsir þjóð- kunnir menn hafa skrifað um efni, sem starfssvið félagsins tek- ur til. Verður árbókin nokkuð stærri en venja er og hin vandað- asta að allri gerð. Þá fór fram stjórnarkjör og urðu að þessu sinni venju fremur Framhald á bls. 35 Davfð Ólafsson seðlabankastjóri, nýkjörinn formaður Ferðaféiags tslands. Steinþór Gestsson: Svar við athugasemd mark aður im Góðar bækur Gamalt Fimmtudaginn 24 febrúar frá kl. 9—18 Föstudaginn 25. febrúar frá kl. 9—22 Laugardaginn 26. febrúar frá kl. 9—18 Sunnudaginn 27. febrúar frá kl. 14—18 Mánudaginn 28. febrúar frá kl. 9—18 Þriðjudaginn 1. marz frá kl. 9—18 Miðvikudaginn 2. marz frá kl. 9—18 Fimmtudaginn 3. marz frá kl. 9—18 Föstudaginn 4. marz frá kl. 9—22 Laugardaginn 5. marz frá kl. 9—18 Bókamarkaóurinn Í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTR/ETI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.