Morgunblaðið - 24.02.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977
21
Vance aftur til Mið-
austurlanda í sumar
Washington 23. febrúar
Reuter
CYRUS Vance, utanrlkisráðherra
Bandarfkjanna, hyggur á nýtt
ferðalag um Mið-Austurlönd f
júnfmánuði næstkomandi. Vance
skýrði frá þessu við komuna til
Washington f gærkvöldi, og
kvaðst um leið gera sér vonir um,
að f júnf hefðu deiluaðilar
nálgazt svo sjðnarmið hvors
annars, að hægt yrði að kalla
saman Genfarráðstefnuna að
nýju.
Vance segist sannfærður um að
deiluaðilar vilji einlæglega koma
á friði, en að þeir séu þó enn
ósammála i veigamiklum atriðum
um leiðir að samkomulagi. Aðal-
ágreiningsefnið sé enn hverjir
eigi að taka þátt í ráðstefnunni
fyrir hönd Palestfnuaraba, og
eftir ferðina sé enn allt á huldu
um lyktir þess máls.
Áður en Vance leggur af stað í
næstu ferð um Mið-Austurlönd er
ætlunin að ísraelsmenn, Egyptar,
Jórdanir og Saudi-Arabar hafi
sent fulltrúa á fund Carters I
Washington til að ræða samkomu-
lagshorfur, auk þess sem fyrir-
hugaður er fundur forseta Banda-
ríkjanna og Sýrlands einhvers
staðar í Evrópu i vor.
Hvítasunnusöfn-
uður í Kákasus bið-
ur Carter ásjár
Moskvu — 23. febrúar
— NTB
Hvftasunnusöfnuður f Kákasus
hefur skrifað Jimmy Carter
Grænkandi tún
og rabarbari
í görðum á
Suður-Grænlandi
Grönlandsposten skýrir frá þvf
nýlega að f byrjun febrúar-
mánaðar hafi rabarbari verið
kominn upp f görðum á Suður-
Grænlandi og að þar séu tún farin
að grænka.
„Einu munurinn á veðrinu og
þvf sem bezt gerist f mafmánuði
er hvað sólin er lágt á lofti,“ segir
blaðið, „og janúar 1977 var án efa
sá bezti á þessari öld.“
Bandarfkjaforseta og beðið hann
um stuðning f baráttunni fyrir
brottflutningi frá Sovétrfkjun-
um. I söfnuðnum eru 520 manns,
sem ásaka sovézk yfirvöld um
trúarbragðaofsðknir og segjast
vilja flytja til Bandarfkjanna.
A fundi með vestrænum frétta-
mönnum f gær sagði talsmaður
safnaðarins, Mikoaj Goretoy, að
sjálfur hefði hann verið i sex ár í
þrælkunarbúðum vegna trúar-
sannfæringar sinnar. „í marga
áratugi höfum við ekki getað
þjónað trú okkar,“ sagði hann.
„Við viljum heldur deyja en af-
neita trúarsannfæringu okkar, og
þess vegna höfum við ákveðið að
sækja um brottfararleyfi."
Nýjar pyntingar-
aðferðir í Chile
Genf — 23 febrúar — NTB
SÉRSTÖK nefnd, sem fjallar um
málefni Chile á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, sakaði i gær
yfirvöld i Chile um að hafa hand-
tekið og pyntað andstæðinga
stjórnarinnar. Um leið var sagt,
að margir stjórnarandstæðingar
hefðu horfið sporlaust.
í skýrslu nefndarinnar kemur
m.a. fram, :ð samkvæmt fram-
burði vitna hafi yfirvöld í :ukn-
um mæli beitt lyfjum og andlegu
kvalræði í stað gamalkunnra
pyntingaraðferða.
Róstur í
Madrid
Madrid — 23. febrúar — Reuter
— AP
Um þrjátiu ungmenni réðust í
dag inn á fund prófessora við
blaðamannaháskólann I Madrid.
Unglingarnir voru vopnaðir
bareflum, klæddir svörtum jökk-
um og með kaskeiti.
Tilgangurinn var að tvistra
fundinum, en prófessorar eru nú
f verkfalli. Stúdentar snerust
þeim til varnar, og særðust tveir
alvarlega í þ,eirri viðureign.
Talið er að hinir herskáu
unglingar séu í hinni hægri sinn-
uðu öfgahreyfingu „Skæruliðar
Krists konungs", en leiðtogi
þeirra, Mariano Sanchez Covisa,
var nýlega handtekinn fyrir hlut-
deild i ólöglegri vopnasmiði.
Það er viðar en á Islandi að loðnubátar koma drekkhlaðnir að landi og sýnilega má Iftið út af bera svo
ekki fari illa hjá þessum.
Heildarafli loðnu 380
þús. tonn það sem af
er norsku vertíðinni
Um 300 skip eru að veiðum á
loðnumiðunum við Noreg um
þessar mundir.
' Hingað til hafa
veiðzt tæplega 380 þúsund
tonn, en á sama tfma f fyrra var
aflinn 230 þúsund tonn.
Ileildarafli norsku loðnuskip-
anna var f fyrra yfir 1200
þúsund tonn, og bendir allt til
þes að hann verði allmiklu
meiri f ár.
Miklar annir eru f loðnu-
bræðslustöðvum, og hefur orðið
að vfsa bátum til vinnslustöðva
sem eru fjarri miðunum, t.d. f
Haugasundi.
Ofhleðsla er vandamál sem
strandgæzlan á við að glfma en
þó er mál manna að ástandið
hafi batnað töluvert frá þvf f
fyrra, að þvf er Dagbladet f
Osló skýrir frá.
Rhódesía:
Smith boðar aukin
réttindi blökkumanna
Salisbury — 23. febrúar —
Reuter.
IAN Smith, forsætisráðherra
Rhódesfu, lagði f dag fram tillög-
ur um verulegar umbætur til
handa blökkumönnum f landinu.
Þar er meðal annars gert ráó fyrir
þvf, að framvegis geti blökku-
menn keypt land og búið á þeim
svæðum, sem hingað til hafa ver-
ið ætluð hvftum mönnum ein-
göngu. Einnig að blökkumenn fái
sama aðgang að öllum hótelum og
veitingahúsum og hvftir, og að
byggðastjórnum verði f sjálfsvald
sett hvernig búsetu kynþáttanna
verði háttað á t ilteknum svæðum.
Stjórnmálaskýrendur telja, að
hér sé um að ræða mestu til-
slakanir hingað til af hálfu minni-
hlutastjórnar Ian Smiths, og sé
þetta greinilega tilraun til að
setja niður deilur milli meiri- og
minnihlutans án Ihlutunar er-
lendra aðila.
Smith gerir ráð fyrir þvi, að
r r
Holland-Sviss-Island-Italía
Skákeinvígin
um helgina
Lundúnum — 23. febrúar —
Reuter.
UM næstu helgi leiða beztu
skákmenn heims saman hesta
sfna f keppni, sem er undanfar-
in heimsmeistaraeinvfgisins,
sem fram fer á næsta ári. Einn
skáksnillingur er þó undanskil-
inn, Bobby Fisher, en hann hef-
ur lýst þvf yfir, að hann taki
ekki þátt f keppni, sem haldin
er á vegum Alþjóða skáksam-
bandsins.
Stórmeistaraeinvfgin um
helgina verða þessi:
Á laugardaginn tefla Lajos
Portisch frá Unverjalandi og
Daninn Bent Larsen f
Rotterdam. Sama dag tefla
Henrique Mecking frá Brazilfu
og Lev Polugayevski frá Sovét-
rfkjunum f Lucerne f Sviss.
Á sunnudaginn verður ein-
vfgi Boris Spasskys fyrrverandi
.heimsmeistara frá Sovétríkjun-
um og Vlastimil Horts frá
Tékkóslóvakfu.
Loks hittast þeir við skák-
borðið á mánudaginn Tigran
Petrosjan fyrrverandi heims-
meistari frá Sovétrfkjunum og
Viktor Korchnoi f Lucca á
Italíu, en Korthnoi er einnig
sovézkur. Hann flúði land f
fyrra og býr nú f Hollandi.
Ef Karpov núverandi heims-
meistari er frátalinn hljóta
þessir átta stórmeistarar að
teljast beztu skákmenn í heim-
inum, þar sem allt bendir til að
Fischer sé nú hættur keppni.
í áskorendaeinvigjum þeim
sem nú fara fram eru telfdar 12
skákir og sá, sem hefur flesta
vinninga að þeim loknum, er
sigurvegari. Ljúki einvígi með
jafntefli draga skákmenn um
lit og tefla tvær skákir I viðbót.
Hafi þá ekki fengizt úr þvi skor-
ið hvor sé sigurvegari er enn
dregið um lit og tefldar tvær
skákir. Þessa tveggja skáka
keppni má endurtaka svo oft
sem nauðsynlegt er þar til ann-
ar ber sigur úr býtum.
t áskorendaeinvigjum þeim
sem við taka af þessum gilda
sömu reglur að öðru leyti en þvi
að tefldar eru 15 umferðir. Sig-
urvegarinn I einvigi Spasskys
og Horts mun tefla við sigur-
vegarinn I einvígi Larsens og
Portisch. Sigurvegarinn i
einvigi Korchnois og Petrosjan
teflir þá við sigurvegarann i
einvígi Meckings og
Polugaievskis.
Áskorendaeivígi verða haldin
i sumar og lokakeppnin fer
fram I haust. Þar verða tefldar
að minnsta kosti 20 umferðir og
sá, sem þar sigrar, teflir við
Karpov um heimsmeistaratitil-
inn vorið 1978.
Um leið og fjarvera Fischer
gerir það að verkum að þessi
keppni er siður spennandi en
hún hefði orðið með þátttöku
hans, er ljóst að keppendur eru
svo jafnir að mjög erfitt er að
spá fyrir um úrslit. Víst er að
Framhald á bls. 24.
aðskilnaðarstefna verði áfram við
lýði i rikisreknum skólum og
sjúkrahúsum, en einkastofnunum
verði hins vegar i sjálfsvald sett
hvaða reglur gidli þar. Þá er ætl-
unin, að blökkumenn fái i fyrsta
skipti foringjatign i Rhódesíuher
I júni n.k. Einnig hyggst Smith
beita sér fyrir því, að blökku-
menn verði skipaðir í yfirmanna-
stöður í fangelsum landsins.
Viðbrögð blökkumannaleiðtoga
í landinu við þessum tillögum
stjórnarinnar eru enn ekki kunn,
en talið er ósennilegt að þeir geri
þær sér að góðu, — einkum og sér
I lagi þykir óliklegt að Abel
Muzorewa biskup fallizt á þá til-
högun að aðskilnaðarstefna verði
áfram rikjandi i opinberum skól-
um og sjúkrahúsum.
Sektaður fyrir
ólöglegar veiðar
innan 200 m
við Kanada
St. John, Nýfundnalandi
23. febrúar — NTB
SKIPSTJÖRINN á togaranum
„Bergbjörn" frá Álasundi var i
gær dæmdur í tæplega 900
þúsund króna sekt (ísl.), en hann
var staðinn að ólöglegum veiðum
innan 200 milna fiskveiðilögsögu
Kanada s.l. laugardag.
„Bergbjörn" er fyrsti erlendi
togarinn, sem tekinn er við ólög-
legar veiðar siðan 200 mílurnar
við Kanada gengu igildi um ára-
mötin.