Morgunblaðið - 24.02.1977, Page 25

Morgunblaðið - 24.02.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 25 Ve8‘te'",li: Eldri lánakostnaður og halli fyrri áætlana þungbær — Þingmenn telja áætlunina skerða vegaframkvæmdir Aukið átak t vegagerð mjög brýnt Halldór E. SigurKsson. samgóngu- ráðherra. mælti fyrir samgönguáætlun áranna 1977 — 80 1 sameinuðu þingi sl þriðjudag Áætlunin er gerð til fjög- urra ára, en hana ber að endurskoða eftir tvö ár. Ráðherra sagði að tekjur vegaáætlunar hækkuðu um 26% I krónum talið á árinu 1977. miðað við fyrra ár. sem þýddi. að heildar fjárhæð- in hefði svipað framkvæmdagildi og á fyrra ári. miðað við verðlagshækkun milli áranna Ráðherra sagði tekjuáætlun vega- mála hafa orðið fyrir áföllum síðan 1965. þ e. svokallaðir markaðir tekju- stofnar Verðhækkun benzinskatts í söluverði benzíns hefði lækkað úr 51.9% 1973 125% 1977 Miðað við verðlag ársins 1977, og að inn í dæmið séu tekin útgjöld rikis- sjóðs vegna vaxta. verðbreytinga og afborgana af lánum til vegagerðar. hafi framlög til vegamála orðið svo á undangengnum árum: 1971 7.2 millj- arðir, 1973 8.7 milljarðir, 1975 6 9 milljarðir og 1977 6.9 milljarðir Sé dæmið sett upp prósentvis og útgjöld vegna vegamála 1971 lögð til grund- vallar sem 100, verði vegafé 1977 96% og 1978 101%. Ráðherra gat þess að greiðslur vegna lána til vegamála hefðu aukizt mjög á liðnum árum. Árið 1972 hefðu vextir og afborganir, með verðtrygg- ingu aðeins numið 100 m.kr. en árið 1977 hins vegar hvorki meira né minna en 1.300 m.kr. Auk þess þyrfti rikissjóður nú að greiða upp halla, sem orðið hefði á vegaáætlun fyrri ára. sem næmi hundruðum milljóna króna. Hvort tveggja þetta drægi verulega úr framkvæmdagetu nú. og væri megin- ástæða þess. að framkvæmdir yrðu nú minni en æskilegt værí. í sambandi við lántökur á vegaáætl- un 1 977 og 1978 sagði ráðherra. að á þeim árum yrði notuð heimild i lögum um norður- og austurveg um happ- drættisskuldabréf allt að 1000 m.kr. Samkvæmt lögunum færi 60% fjár- hæðarinnar til vegarins Reykjavík — Akureyri en 40% Reykjavik — Egíls- staðir. „Þetta þýðir að sjálfsögðu,'' sagði ráðherra, „að nýta verður af þessu fé i þær nýbyggingar, sem unnið verður að á þessum landsvæðum, eins og t d. brúargerð yfir Borgarfjörð og fleiri verkefni, Holtavörðuheiði og áframhald á veginum kringum Blöndu- ós og einnig austur '' Hlutur vegaviðhalds I heildarfjárnýt- ingu fer vaxandi á kostnað nýfram- kvæmda. Af þvi fjármagni sem fer til nýframkvæmda fer 80% til stofnbrauta og 20% til þjóðbrauta. Ráðherra itrekaði að markaðar tekjur til vegamála hefðu rýrnað verulegga Einnig hefðu greiðslur rikissjóðs vaxið mjög vegna skuldasöfnunar, sem kæmu að nokkru móti tekjum rikis- sjóðs af umferð, en þar væri söluskatt- ur fyrirferðarmestur Sú stefnubreyting væri i þessari áætlun, að hlutur við- haldsfjár væri aukinn á kostnað ný- bygginga Ennfremur væri veruleg aukning sýsluvegafjár, I mjólkurflutn- ingafyrirgreiðslu og til aksturs skóla- barna i strjálbýli Ráðherra sagðist gjarnan viljað hafa rýmra fjármagn til vegamála Hins vegar væri um aukn- ingu fjár að ræða. þegar alls væri gætt, einkum á árinu 1 978 Vegaframkvæmdir skornar niður Geir Gunnarsson (Abl) sagði m a . að sýnt væri nú, þegar vegaáætlun kæmi loks fram seint og um síðir, að skera ætti verulega niður allar vega- framkvæmdir I landinu. Fjárveiting til nýrra vegaframkvæmda á árinu 1974 nam 1633 m.kr. Fjárveiting á árinu 1977. sem væri jafngild fjárveitingu 1974 í raun, þyrfti að vera 4527 m.kr. en ekki 2.260 m.kr., eins og hér er lagt til. Framkvæmdir við nýja þjóð- vegi á yfirstandandi ári eiga því að nema aðeins 49.9% af hliðstæðum framkvæmdum 1974 Framkvæmda- rýrnun miðað við sl ár væri nær 30%. Þingmaðurinn sagði heildártekjur ríkissjóðs af umferðinni, innflutnings- gjald, tollar af benzini, toilar af bifreið- um, söluskattur o fI., nema 8150 m.kr. á árinu 1977. Framlög ríkissjóðs til Vegasjóðs væri hins vegar aðeins 2079 m.kr. Þarna væri því um að ræða 6071 m.kr. mismun, nettóhagn- að í ríkissjóð, sem væri nær þreföld sú upphæð, sem verja ætti til fram- kvæmda við nýja þjóðvegi á árinu Vegaframkvæmdir væru einn stærsti þáttur í framkvæmd raunhæfrar byggðastefnu. Samdráttarstefna ríkis- stjórnarinnar kæmi því hvað þyngst niður á hagsmunum landsbyggðarinn- ar. Afleiðing efna- hagserfiðleika Halldór Ásgrímsson (F) sagði Ijóst að minna fjármagn væri nú til ráðstöf- unar til nýframkvæmda i vegagerð — að verðgildi. Rangt væri að tala um að ríkissjóður hrifsi til sin vegafé. þegar um söluskatt af benziní væri að ræða Þar væri um tekjur að ræða, sem rikissjóður þyrfti til annarra hluta Markaðir tekjustofnar til vegamála hefðu lækkað úr 43% i 25% af benzin- verði Ef verja ætti söluskattstekjum i rikara mæli til vegagerðar. þyrfti til að koma viðtækur sparnaður annars stað- ar t ríkiskerfinu. Tillögur um þann sparnað hefðu enn ekki komið fram Þingmaðurinn sagði erfitt og nær óvinnandi verk að skipta tiltæku fjár- magni millí nauðsynlegra fram- kvæmda Þvi kæmi mjög til athugunar að afla Vegasjóði meiri tekna og væri vonandi að þingmenn gætu staðið saman að slikri gjörð Hins vegar væri það rétt stefna að leggja þyngri áherzlu á viðhald vega Hörmulegt væri að sjá nýja vegi grotna niður vegna viðhalds- skorts. Þá lagði þingmaðurinn áherzlu á samgönguáætlun fyrir Austurland, sem hann gerði grein fyrir i itarlegu máli Hi8 gullna tækifæri Helgi F. Seljan (Abl) sagði m.a. að í vegamálum ætti hver ríkisstjórn sitt gullna tækiíæri til að sýna alvöru um raunhæfa byggðastefnu. En andhverfa réttrar byggðastefnu hefði hvergi birzt l skýrara Ijósi en í þessari vegaáætlun. — Hann lagði áherzlu á þá stefnu- mörkun að vegir I snjóahéruðum hefðu forgang í framkvæmdum Helgi taldi nýframkvæmdir mundu dragast saman um 25 — 30% frá fyrra ári Að auki ætti að verja til einnar stórframkvæmdar 1/4 til 1/5 :f öllu f ramkvæmdafénu. Helgi ræddi sérstaklega ýmsar landshlutaáætlanir í vegagerð, einkum Austurlandsáætlun — og sagðist vænta þess, að staðið yrði við bindandi samkomulag við þingmenn kjördæmis- ins um tilteknar vegaframkvæmdir í kjördæminu. Þingmaðurinn rakti ítarlega efnis- atriði nýrra vegalaga, sem hann hefði ekki verið sáttur við í einu og öllu, en væru þó viðunandi samkomulagsleið og tryggðu hag landsbyggðar betur en ýmsar aðrar hugmyndir, sem þá hefðu verið uppi. Hann minnti og á lögin um sérstaka fjáröflun. markaða Norður- og Austur- vegi, sem fjölluðu beinlínis um sér- staka skiptingu ákveðins innlends láns (happdrættisláns) til þessara fram- kvæmda. NorSur- og Austurvegur Eyjólfur KonráS Jónsson (S) gerði lögin um happdrættislán til Norður- og Austurvegar að umtalsefni. í vegaáætl- un væri tekjuöflun vegna lánsfjár færð ósundurliðuð Æskilegra hefði verið að sundurliða þá fjárhæð. Hann minnti á yfirlýsingu á Alþingi frá fyrra ári, sém fæli i sér, að a.m k. 850 m.kr. færu til þessara framkvæmda. þ.e. 350 m.kr., sem lánaðar hefðu verið í annað á sl ári, en lofað endurgreiðslu á 1977, auk nýs 500 m.kr. útboðs í raun þyrfti fjárhæðin hærri að vera því visSulega hefði verðgildi fjármagnsins rýrnað frá því á sl. ári. Eyjólfur vitnaði til gildandi laga um happdrættislánið. þar sem segir: „Fjármunir. sem inn koma fyrir sölu happdrættisskuldabréfa, skulu renna til Vegasjóðs og skal þeim varið að % hlutum til að greiða kostnað við gerð Norðurvegar milli Akureyrar og Reykjavfkur og Vi hluta til að greiða kostnað við gerð Austurvegar milli Reykjavikur og Egilsstaða." Það fari þvi ekki milli mála að skylt sé að veita umræddu fjármagni, 2000 m.kr., til umræddra framkvæmda á tilteknu tímabili. Vitnaði hann og tii greinargerðar með viðkomandi frum- varpi, þar sem skýrt kemur fram að þrátt fyrir sérstaka fjáröflun, skuli ekki skerða fjármagn á vegaáætlun til Norðurlands. í því efni visaði hann ennfremur til framsögu með frumvarp- inu. þar sem m.a. er vitnað til sam- stöðu i fjárhags- og viðskiptanefnd um það. að slik séröflun fjármagns til meiriháttar verkefna i vegagerð eigi sér stað, án þess að skipting vegafjár á vegaáætlun raskist. Ég tel þvi vafasama lögskýringu hjá samgönguráðherra, að eitthvað af þessum fjármunum, sem nú er út boðið. skuli renna til svokallaðrar Borgarfjarðarbrúar. en ákvörðun um Borgarfjarðarbrú var tekin áður en frumvarpið um happdrættislánið varð að lögum Án þess að ég lasti þá framkvæmd út af fyrir sig, var það, að ég hygg. ekki meining þingmanna, að afla með umræddum lögum um Norðurveg fjármagns til Brúargerðar yfir Borgarfjörð Ég tel. sagði þingmaðurinn, að þvi er varðar Norðurveg, að megináherzlu beri að leggja á það að fullgera veginn á Holtavörðuheiði, á Öxnadalsheiði. að bæta veginn í Norðurárdal og vegi i Skagafirði. Þar eru vegir enn slæmir t.d. á Önundarfj.hálsi, sem að sögn vegamálastjórnar var versti vegar- kaflinn á öllum hringveginum á sl. vori. Það var meining flutningsmanna að Norðurvegur yrði fyrst og fremst byggður upp eins og það er kallað, en jafnframt hafizt handa við bundið slit- lag Slik uppbygging þarf fyrst og fremst að ná til snjóþyngstu héraðanna. Varðandi bundið slitlag þarf heldur ekki að miða allt við lögn útfrá Reykjavik, heldur við fjölförnustu vegarkaflana, þó fjær liggi. Blönduós— Skagaströnd. stofnbraut. Páll Pétursson (F) tók undir orð Eyjólfs varðandi ráðstöfun happdrættisfjár samkvæmt sérstökum lögum um Norður- og Austurveg Páll fór viðurkenningarorðum' um Vega- gerðina sem fyrirmyndarrikisstofnun „En ég gaeti nú samt hugsað mér að vald þingsins mætti vera meira og betur tryggt" i þessum málaflokki Páll sagði ekki óeðlilegt. með hliðsjón af aðstæðum, þó vegaáætlun kæmi síðbúin til þings. Hún væri og þröng. miðað við óskir og góðan vilja manna. en með hliðsjón af efnahagsað- stæðum, horfir myndin máske öðru visi við Póll lagði áherzlu á að lita yrði á veginn Blönduós- Skagaströnd sem stofnbraut, Ég sé hann hins vegar ekki á stofnbrautalistanum. Hann vitnaði til ákvæða i vegalögum um frávik frá meginreglu um ibúafjölda. þar sem um er að ræða tengingu kaupstaða eða kauptúna, sem mynda samræmda heild frá atvinnulegu og félagslegu sjónarmiði" Svo væri i þessu efni um Skagaströnd og Blönduós Rýrnun ný- framkvæmda 30%. Stefán Valgeirsson (F) fjallaði á vitt og breytt um vegaáætlun og lands- hlutaáætlanir í samgöngumálum. sér- staklega á Norðurlandi Hann taldi framkvæmdafé skv vegaáætlun u.þ b 30% rýrara að verðgildi en á sl. ári, þ.e. til stofnbrauta og þjóðbrauta. Þingmaðurinn taldi nær frágangssök að skipta þessu fjármagni, svo viðun- andi væri, nema að nokkur hundruð milljóna króna fengjust til viðbótar. sem launfé eða eftir nýjum fjáröflunar- leiðum. Margt óráðið í þessu plaggi. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) taldi margt óráðið í vegaáætlun, sem erfitt væri að glöggva sig á. fyrr en eftir skoðun og meðferð í fjárveitinganefnd Hún fagnaði aukinni áherzlu. sem lögð væri á vegaviðhald én uggandi væri hún um framgang nýrra verkefna. Hún lagði áherzlu á nýjar leiðir til tekjuöfl- unar fyrir Vegasjóð. sem fremur bæri að huga að en erlendum lántökum sem virtust nægar fyrir. Sigurlaug vék sérstaklega að verk- efnaþörf á Vestfjörðum g minnti á veg yfir Breiðadalsheiði. milli ísafjarðar og Önundarfjarðar, á Óshliðina. veg yfir Önundarfjörð og yfir Dýrafjörð SíSbúin vegaáætlun. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði vegaáætlun siðbúna. eins fleira frá núverandi rikisstjórn. en slikt skapaði vandkvæði fyrir þá, sem undirbúa þurfa framkvæmdir i vegagerð Það, hve seint áætlunin kæmi fram, hafi menn afsakað með þvi, að rikisstjórnin væri að kljást við fjáröflunarvanda. sem réttlætti drátt á framlagningu. En sá vandi væri enn óleystur er áætlunin loks kæmi fram. Ljóst væri að stefnt væri að beinum framkvæmdasam- drætti, ef mið væri haft af verðbólgu- þróun milli ára. Þingmaðurinn sagðist sakna þess, eins og áætlunin væri úr garði gerð, hvort og þá hvert tillit væri tekið til sérstakra landshlutaáætlana. og ennfremur, að ekki er tekið fram. hvert er það fé. sem aflað er til sérverk efna að lögum Þingmaðurinn sagði að skv lög- unum um Austur- og Norðurveg. væru 500 m kr. ætlaðar árlega til fram- kvæmdanna Hins vegar hafi komið fram i ræðu ráðherra að afla eigi 1000 m kr með sölu happdrættisskulda- bréfa skv. þessum lögum Sú grun- semd læðist að manni að þessi tvöföld- un sé gerð til þess að afla fjár til brúargerðar yfir Borgarfjörð, því að svo undarlega vill til, að það fé. sem þarf til að kosta ráðgerðar brúarframkvæmdir þar, er því sem næst sú sama fjárhæð áætlaður sala happdrættisbréfa. vegna Norður- og Austurvegar, er látm hækka um Heils árs vegir. Ólafur G. ÞórSarson (F) sagðist ekki ætla fjalla um sérfræðileg heiti. eins og stofnbrautir, þjóðbrautir og sýsluvegi Mestu máli skipti að sem viðast væru til staðar heils árs vegir, sem þjónuðu þörfum viðkomandi byggða, og viðkomandi landslaga. s.s um grunnskóla. um heilbrigðis- þjónustu, um mjólkurframleiðslu o.sv frv Skólakerfið og heilsugæzlu- kerfið væn háð því að hægt væri að veita eðlilega þjónustu. sem vetrar- vegir hindruðu oft. Hann benti og á að það kostaði 25 00 kr að flytja mjólkurlitra með flugvél vestur á firði. sem gert hefði verið, sem aftur áréttaði þörf í vegagerð þar. þannig að svæðið geti verið sjálfu sér nógt í þessu efni Það kom fram i máli Eyjólfs Kon- ráðs, sagði Ólafur, að hægt er að sanna með óyggjandi rökum. að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að stór- auka fé til vegaframkvæmda i þessu landi Þegnarnir þurfa. ef það er ekki gert. að borga ótaldar fjárhæðir. m.a vegna aukins viðhalds á farartækjum. og vegna hægari framleiðsluþróunar. sem háð er samgöngum Það er að visu mjög mælt gegn erlendum lán- tökum. nú sagði Ólafur. einkum i „æðstu stofnun landsins, Seðla- bankanum." Þaðan koma þó djarf- tækar . ráðleggingar um erlendar skuldir, ef aðrar framkvæmdir eiga i hlut Ég tel rétt að láta reyna á það á þessu þingi. hvort ekki er meirihluti fyrir þvi að verja meira fjármagni til vegamála. m a. með þvi að setja inn heimildir til lánsfjártöku. innanlands og erlendis Ólafur rakti siðan fram- kvæmdaþörf i vegagerð á Vestfjörðum * Hann lauk orðum sinum svo: „Ég er i hópi þeirra manna, sem telja, að það sé fullkomlega réttlætanlegt að verja mun hærri fjárhæðum til vegagerðar en hér er lagt til hvort sem það er gert með innlendum eða erlendum lán- tökum eða auknum sköttum Dýrustu skattarnir og mesta byrðin, sem við leggjum á komandi kynslóð i þessu efni er það að hafast litið að í þessum málum." niwncmiwnci Þjóðvegakerfið er dýrt fámennri þjóð í strjálbýlu landi — en hins vegar „æðakerfi" framleiðslueininga um gjörvallt land og félagsleg nauðsyn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.