Morgunblaðið - 24.02.1977, Síða 28
28
MOK(iUNBLAÐlÐ, FIMMTUDAOUK 24. FEBRUAR 1977
..Idnkynning í Kópavogi - Iónkynning í Kópavogi — Iðnkynning í Kópavogi
f vélasalnum, en hann er einna stærsti salurinn, jafnstór lagernum. Stærð hans er 63x21 metri. Sjá má
leiðslurnar sem liggja frá vélunum, en f gegnum þær fer spónasogið og ryk eftir stóru rörunum í loftinu,
niður I kjallarann og hreint loft skilar sér sfðan aftur, þannig að ekki tapast neinn hiti.
Trésraiðjan
Víðir iif. heimsótt
voru um 90% en eru nú 35%. Nú, lánafyrir-
greiðsla er lítil, við getum minnt á að það er
hægt að fá um 80% kaupverðs togara lánað en
iðnlánasjóður lánar ekki nema um 50% af
kaupverði véla og um lán til húsnæðis fyrir
iðnaðinn eru engar reglur til.
Eins og er hafa gömlu atvinnuvegirnir sem
þegar hafa fengið langan tíma til uppbyggingar
betri aðstöðu til lána, bæði fjárfestingarlána og
afurðalána en iðnaðurinn.
Varðandi uppbyggingu íslenzkra fyrirtækja er
það að segja að þau skortir almennt mjög mikla
tæknilega þekkingu og útbúnað til að standast
samkeppni frá erlendum fyrirtækjum. í Noregi
t.d. eru til fyrirtæki á útkjálkum sem fá greiddar
um 2,— kr. norskar á tímann fyrir hvern starfs-
mann, og er þetta gert til að styrkja þessi
fyrirtæki til að flytja iðnaðarvörur út. Llfsbaráttan
stendur um að standast þessa samkeppni, bæði
hvað varðar innflutning hingað og um erlenda
markaði. Okkar sjónarmið er að byggja fyrirtækið
upp á eins fullkominn og hagkvæman hátt og
mögulegt er og flytja út. Innanlandsmarkaðurinn
Guðmann Héðinsson setur
plötur f dflaborinn og
Bragi Arason tekur við
þeim. Þessi bor getur
borað mæti f enda plötunn-
ar og ofan og neðan á hana,
borar allt sem þarf að bora
f borðstofuhúsgögnunum f
einu lagi.
Byrjadi með 6 menn
eru nú yfir 60
TRÉSMIÐJAN Víðir h.f. sem er til húsa við
Smiðjuveg 2 f Kópavogi er án efa ein sú
stærsta hérlendis og hefur hún nú um eins árs
skeið verið starfrækt i nýju húsnæði sem reist
var yfir starfsemina í Kópavogi. Guðmundur
Guðmundsson, forstjóri Vfðis, rekur nú stutt-
lega sögu trésmiðjunnar:
— Viðir hefur verið rekinn sem hlutafélag frá
árinu 1945, en ég byrjaði árið 1930 með
smáverkstæði, fyrst á Ljósvallagötu en síðar við
Víðimel. Verkstæðið stækkaði smám saman og
störfuðu 6^—8 menn við framleiðsluna. Þegar
við fluttum verkstæðið inn á Laugaveg var
stofnað hlutafélag um reksturinn, árið 1945, og
hefur smáfjölgað starfsmönnum síðan.
— Fyrir rúmu ári síðan fluttum við svo hingað
í Kópavoginn Er þetta um 7.300 fermetra
húsnæði alls, en um 6.300 fermetrar eru notaðir
við framleiðsluna Hér starfa nú 65 menn auk
skrifstofufólks, sem enn er við Laugaveg, en við
ráðgerum að flytja skrifstofuna hingað fljótlega
Verzlunin verður hins vegar áfram við Laugaveg-
inn. Það er alveg lágmark að hafa hér 65 menn í
vinnu, aðstaða er fyrir 120 manns og það þyrfti
að nýta hana betur.
Og frá þessu barst talið að samkennisaðstöðu
íslenzks iðnaðar gagnvart innflutingi og hafði
Guðmundur eftirfarandi um hanaaðsegja:
— Að undanförnu hafa tollar verið lækkaðir á
öllum iðnaðarvörum frá Eftalöndum og er það
samkvæmt samningum við Efta og átti að veita
iðnaðinum 10 ár til að byggjast upp og aðlagast
þessum tollalækkunum. Árið 1 980 eiga tollar af
iðnaðarvörum að vera alveg felldir niður, þeir
Jóhannes Kristjánsson matar þykktarhefilinn á stólfótum. Það tekur
ekki langan tfma að hefla talsvert marga stólfætur.
Þessi vél framkvæmir ein
10 atriði, sagar f endanleg-
ar stærðir, kantlfmir, sagar
sfðan af endunum , pússar
kantinn og flötinn, ásamt
brúnunum, gerir sem sagt
fjölmörg atriði sem hefur
áður þurft að framkvæma
með mörgum handtökum.
er ekki svo stór að hægt sé að framleiða einhæfa
vöru til sölu hérlendis, við verðum að leita
markaða erlendis.
— En það er ekkert hlaupið að því að ná
erlendum markaði það þarf bæði mikið fjármagn
og margháttaða fyrirgreiðslu. Það tók Finna t.d.
5 ár að komast inn á markað. Félag íslenzkra
húsgagnaútflytjenda er samband 12 aðila sem
vinnur að kynningu á íslenzkum vörum og leitar
markaðar erlendis og það hafa verið seld ýmiss
konar húsgögn í Kaupmannahöfn. Einnig hafa
verið seld skrifstofuhúsgögn til Skotlands og við
vonumst til að geta selt til Bandaríkjanna bæði
skrifstofu- og svefnherbergishúsgögn, en nú er
verið að leita fyrir sér um sölu þar, sagði
Guðmundur Guðmundsson forstjóri Víðis að lok-
um.
Síðan var gengið um verksmiðjuna og var það
sonur hans, Ólafur sem sýndi hvernig fram-
leiðsla húsgagna fer fram, en hún fer fram í
einum fimm sölum.
Þegar gengið er um vinnusalina í Trésmiðjunni
Víði má sjá að þar hefur verið lagt allt kapp á
hagræðingu og vélvæðingu í einum salnum er
lager og þaðan fer efnið í sögunarvélar og svo í
hverja vélina á fætur annarri, spónlagningarvél,
kantlimingarvél o.s.frv., allt eftir þvi hvað verið
er að smíða Áður en hafist er handa er reiknað
út hvaða efni þarf i hverja tegund húsgagna og
verkið skipulagt og síðan framkvæmt lið fyrir lið
unz tilbúinn er skápur, borðstofuborð, stóll, eða
nánast hvað sem er. Nú er t.d verið að vinna að
stóru verki, innréttingum í húsnæði sem verið er
að reisa fyrir verkamannabústaðina i Breiðholti i
Reykjavik.
Það skiljast enn betur orð Guðmundar um
hagræðingu og stærQ markaðarins er þetta mikla
húsnæði er skoðað, það hlýtur að þurfa stóran
markað þegar hægt er að framleiða svo mikið.
Að öðru leyti verður ekki farið út I lýsingar hér,
en myndirnar látnar tala sínu máli.