Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBHUAR 1977 Kristín Hildur Sætran; „Aftaka Reykjavíkur” Um og uppúr næstu alda- mótum, munu nær öll hús byggð fyrir síðustu aldamót og á fyrsfu tugum þessarar aldar, vera horfin af svæðinu vestan Snorrabrautar og norðan Hringbrautar. Skipulagssýningin að Kjarvalsstöðum FrarnSiefur farið endurskoð- un á aðalskipulagi Reykjavíkur sem var samþykkt 1965. Breyt- ingartillögurnar, sem fram hafa komið, eru það miklar að rétt er að nefna þa'r nýtt skipu- lag. Tillögurnar hafa nú verið samþykktar af skipulagsnefnd, en biða samþykktar borgarráðs og borgarstjórnar. Borgaryfir- völd héldu sýningu til að borgarbúar gætu komið með ábendingar sínár og athuga- semdir, áður en þau gæfu sitt endanlega samþykki. Þróunar- stofnun Reykjavíkurborgar helur unnið að endurskoðun aðalskipulagsins frá 1965, undir yfirstjórn skipulags- nefndar. Skipulagssýningin var yfir- gripsmikil og til að geta kynnt sér hana til hlítar hefði þurft marga klukkutima, jafnvel daga og hve stór hluti borgar- búa gefur sér þann aukatíma? Enda hefur vínnan við hina ýmsu þa'tti tillaganna tekið mörg ár. Þessi grein er tilraun til kynníngar á framtíðarskipu- lagi gamla borgarhlutans í Reykjavík Kvosin o£ Grjótaþorpið samkvæmt nýju tillögunum Kvosin (milli Aðalstrætis og La'kjargötu) eftir 10 til 20 ár: Húsaröðin frá bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti að Lækjartorgi, meðfram La-kjargötu frá La'kjartorgi (ekki Nýja Bíó) að Skölabrú, eftir Skólabrú og Pósthússtræti að Hótel Borg, verður með öllu horfin. 1 þeirra stað verða komin 4ra hæða hús, sambyggð, með efstu hæðina dregna inn frá götuhliðinni. Öll húsin á svæðinu Vonar- stræti, Tjarnargata, Kirkju- stræti (utan Alþingishússins) og Templarasund verða horfin og í stað þeirra komin 4ra hæða hús. Húsið sunnan Vonarstræt- is og austan Tjarnargötu, í krrkanum víð Tjörnina; horfið. Búið verður að loka Austurvelli með því að bæta viðbyggingu framan við hús Pósts og síma, alveg fast að Kirkjustræli. Húsin meðfram Vallarsundi (við Hallærísplanið), Veltu- sundi og inn eftir Hafnarstræti, til og með bökaverslun Snæ- bjarnar verða með öllu horfin og í þeirra stað komin 4ra hæða hús með efstu hæðina inn- dregna. Einnig verður búið að fjarlægja mörg fleiri hús við Hafnarstræti. Grjótaþorpið eftir 10 til 20 ár: Grjótaþorp takmarkast af Aðal- stræti, Túngötu, Garðastræti og Vesturgötu. Grjótaþorp verður búið að endurbyggja með 3ja og 4ra ha'ða húsum og fyrirtæki komin í stað núverandi íbúa. Göturnjr og götuheitin verða enn þau sömu, en að öðru leyti verður hverfið óþekkjanlegt frá því sem er í dag. Margar fleiri byggingar munu hverfa. Skipulagsyfirvöld hafa skýrt tekið fram, að þau hafa ekki tekið nákvæmlega afstöðu til hvaða hús skuli fjarlægð og hvaða ekki, að þau hafi aðeíns gefið upp hámarksramma. Ein- göngu hafa verið samþykktir þeii hlutar tillagnanna, er lúta að gatnagerð, hæð húsa og nýtingarhlutfalli lóða. Nýt- ingarhlutfall er ák.veðin tala, sem gefur til kynna hve stórt hús megi byggja á hverri einstakri lóð. Atvinnutækifæri á höfuðborgar- svæðinu Neðangreindar tölur eru frá Þróunarstofnun Reykjavíkur- borgar. Tölur utan sviga eru miðaðar við íbúatölu Reykja- víkur, en tölur innan sviga eru miðaðar við íbúatölu alls höfuð- borgarsvæðisins. Höfuðborgar- svæðið er Reykjavik, Sel- tjarnarnes, Kópavogur, Garða- hreppur, Bessastaðahreppur og Haínarfjörður. (Mynd 1 og2) Fermetrafjöldi í miðborginni Eftir upplýsingum frá Þróun- arstofnun Reykjavíkurborgar, eru 63% alls atvinnuhúsnæðis í Reykjavik, vestan Kringlumýr- arbrautar. Sérstakt skipulag var gert af svæði, sem afmarkast af Aðal- stræti, Vonarstræti, Amt- mannsstíg, Þórsgötu, Snorra- braut/ Bergþórugötu og Rauð- arárstíg. 200.000 fm. aukning á gólffleti Spá Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar um aukn- ingu gólfflatar í Reykjavík 1975—1995: Verslanir 100.000 fm. Skrifstofur 120.000 fm. Sérhæfðar stofnanir 300.000 fm. Fólksfjöldi á höfuð- borgarsvæðinu Neðangreindar tölur, frá ár- unum 1950 og 1975 og spáin 1995, eru frá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar. Reykjavík Höfuðb.sv. 1950 55.000 65.000 1975 85.000 120.000 1995 102 000 157.000 1950- 47.000 92.000 1995 aukning 1975 85.000 120.000 47.000 92.000 2020 132.000 212.000 Hvað er áætlað í langtíma skipulagningu höfðuðborgar- svæðisins að hluti atvinnutæki- færa, vestan Kringlumýrar- brautar og austan Seltjarnar- ness, verði eftir 43 ár, árið 2020? Þar eru í dag 50% at- vinnutækifæra alls höfuðborg- arsvæðisins. íbúar/ekki íbúar í miðbænum, hver er raunveruieg ætlun skipulagsyfirvalda? 1 skipulagstillögunni að svæð- inu milli Aðalstrætis og Rauð- arárstígs, mynd 3, kemur fram íbúðaþröun þess svæðis. 1945 voru þar 12.000 íbúar. 1975 voru þar 5.000 íbúar. 1 skipulagstillögunni ' er stefnt að ibúar verði um 7.000.. Skipulagsnefnd hefur, eins og áður hefur komið fram, ein- ungis samþykkt þann hluta til- laganna, er lúta að gatnagerð, hæð húsa og nýtingarhlutfalli lóða. Varðandi íbúðaþróun leggur nefndin til að gefin verði út þinglýst kvöð um íbúðanotkun, fari nýtingarhlut- fall lóða yfir 1,5 í nýbygging- um. Þetta ákvæði gildir líklega ekki fyrir Kvosina, Laugaveg- inn eða svæðið sunnan Skúla- götu. Á þetta ákvæði kannski eingöngu að ná yfir Grjótaþorp. Þar er skipulagsnefnd búin að samþykkja nýtingarhlutfallið 1,5 fyrir allt svæðið, en það má hækka upp í 2,0 ef um íbúðir er að ræða. Það hefur ekki komið skýrt fram hvar þessi þinglýsta kvöð um íbúðanotkun á að gilda Eins og fyrr segir, gefur nýtingarhlutfallið tiT kynna, hve stóra byggingu megi byggja á hverri einstakri lóð. T.d. nýtingarhlutfallið 2,0 á 300 fm. lóð þýðir að á þeirri lóð megi reisa byggingu, sem hefur 600 fm. gólfflöt. Nýtingarhlutfallið 2,0 x 300 fm. lóð = 600 fm. gólfflöt. Byggingar fylla sjald- an út nema hluta af lóðinni, þannig að þessir 600 fm. eða nýtíngarhlutfaliið 2,0, þýða nokkurra hæða byggingu. Til skýringar má geta þess að Morgunblaðshúsið hefur nýtingarhlutfallið 5,0. Verndun/ekki verndun, hver er ætl- un yfirvalda? Mörg hús miðbæjarsvæðisins, henta illa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þau voru byggð fyrir íbúðanotkun og eru enn í fullu gildi sem íbúðir. Öll hús þarfn- ast viðhalds. Gömlu íbúðarhús- unum hefur ekki verið haldið við sem skyldi. Sérfræðingar telja, að flest húsanna sé hægt að gera við, fyrir 70% af bygg- ingarkostnaði nýrrar bygg- ingar, þannig að þau standist ströngustu kröfur um ibúðar- húsnæði. Aðalvandi verndunar að sögn skipulagsyfirvalda, er fjárhags- legs eðlis. Ef lóðareiganda væri meinað af hálfu skipulags- yfirvalda að hafa jafnstóra byggingu á sinni lóð og ná- granninn, hlytu þau hin sömu yfirvöld að vera eiganda lóðar- innar skaðabótaskyld, fyrir þessar takmarkanir og um leið fjárhagstap. Við að byggja fleiri góflfermetra á lóðinni, hækkar lóðarverðið og því meira sem lóðin er nær mið- bænum. Með aðgerðum eins og að ákveða frekar hátt nýtingar- hlutfall í Grjótaþorpi, áður en afstaða er tekin gagnvart verndun núverandi húsa, þá hækka hin sömu yfirvöld lóða- veróið sjálfkrafa og þar með mögulegar skaðabætur, ef ákvörðun um verndun yrði tek- in. Engin ákveóin stefna hefur verið tekin um hvaða eldri hús skuli fjarlægð og hvaða ekki, á sama tíma og ákvarðanir um hæð nýbygginga og nýtingar- hlutfall lóða er tekið. Framtíðarþróun miðborgar Reykja- víkur. Aðalathafnasvæði fjölmargra fyrirtækja og stofnana er í mið- bænum. Eðlilega. Fólksfjölgun, bættur efnahagur o.fl. skapar þörf fyrir stærra húsnæði hjá þessum aðilum. Önnur fyrir- tæki eru í samkeppni við þau, sem fyrir eru í miðbænum, en myndu standa betur að vígi, ef þau gætu verið í næsta ná- grenni. Kleiri eiga erindi í gamla miðbæinn en nokkurt annað svæði innan höfuð- borgarinnar. Að sjálfsögðu sækjast fyrirtæki og stofnanir eftir aðstöðu í gamla miðbæn- um. Að sjálfsögðu reyna þau að fá máli sinu fremgengt. Auk þess sem áður er greint um Kvosina og Grjótaþorpið, er gamli Vesturbærinn óskipu- lagður. Enda er nýtingarhlut- fallið hátt á þeim lóðum, sem nýbyggingar hafa risið á, í stað gömlu húsanna. Þróun sfðastliðinna ára sýnir greinilega hvert stafnir. Því er ekki óreunhæft að halda fram að eftir 25 til 50 ár, verði varla íbúðarhús sjáanlegt i gamla miðbænum, byggt fyrir eða á fyrri helmingi 20. aldarinnar. Hvar er það fólk, sem ann Reykjavík eins og hún er í dag? Er það ekki til? Ætlar það að- eins að smámótmæla í hvert sinn, sem eldra hús er rifið? Augljóst er, að þeir aðilar er hafa efnahagslegra hagmuna að gæta varðandi uppbyggingu og endurbyggingu gamla miðbæjarins, hafa túlkað og munu túlka skoðanir sinar gagnvart yfirvöldum. Til að skapa heilbrigða þróun þarf að taka tillit til margra þátta og mismunandi þarfa og því verða talsmenn mismunandi skoðana að tala hátt og skýrt og rök- styðja mál sitt vel. Fulltrúar efnahagslegra sjónarmiða fylgja máli sínu fast eftir og þeirra sjónarmið munu ráða þróuninni, nema því aðeins fulltrúar félags- og menningar- sjónarmiða hafi sig jafn mikíð í frammi. Þá mætti vera að skapaðist alhliða þróun í framtíðarskipu- lagi Reykjavíkur. Skipulags- tillögur um miðborg Reykjavík- ur, sem fram komu að Kjarvals- stöðum Eftir nýju tillögunum að ofangreindu svæði, verður 200.000 fm. gólfflataraukning þar möguleg. Fjöldi atvinnutækifæra á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar og austan Seltjarnarness, reiknaður sem hlutfall af heildartölu at- vinnutækifæra Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi atvinnutækifæra á svæðinu vestan Snorrabrautar og norðan Hringbrautar, reiknaður sem hlutfall af heildartölu atvinnutæki- færa I Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.