Morgunblaðið - 24.02.1977, Síða 44
\H;IASIN(.ASIMI\N ER:
22480
IHortsiinbliilii!)
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1977
Múlafoss stórskemmdur eft-
ir árekstur við norskt skip
Engin slys á mönnum - Ovíst í gærkveldi
hvort nædist ad draga Múlafoss til hafnar
ÁREKSTUR varð í gærkveldi milli Múlafoss, skips Eimskipafélags
Islands h.f., og norska skipsins Lys Point í Kattegat eða Jótiandshafi.
mitt á milli Halmstad í Svíþjóð og Grená í Danmörku. Norska skipið
sigldi inn í miðja bakborðshlið Múlafoss og skömmu eftir áreksturinn
kom mjög mikil slagsíða á hann. Engin slys urðu á skipverjum, sem
eru 11 en þeir fóru allir eftir áreksturinn um boð í norska skipið, sem
í gærkveldi, er Morgunblaðið fór í prentun, var að draga Múlafoss inn
til Ilalmstad. Var þá allt í óvissu um það, hvort Múlafoss myndi hafa
það inn til hafnar.
Spassky ( stellingu kúluvarp-
ara að kasta hraunmola (
Prestavík ( nýja hrauninu (
Eyjum ( gær. Ljósmyndir Mbl.
Sigurgeir (Eyjum.
Hort hinn vígalegasti ( hraun-
varpi ( Eyjum ( gær, en ekki
fara sögur af því hvor skák-
meistarinn hafi haft betur (
hraunvarpinu. Sjá myndir á bls
23
Múlafoss, skip Eimskipafélags tslands.
Veiðarfæri Gyllis ólögleg:
Skipstjórinn hlaut
210 þúsund kr. sekt
MÁL skipstjóra Flateyrar-
togarans Gyllis, sem við at-
hugun varðskipsmanna
reyndist vera með ólögleg
veiðarfæri að veiðum norð-
ur af Kögri, var í gærdag
afgreitt með dómsátt hjá
bæjarfógetanum á ísafirði.
Hlaut skiptstjórinn 210
þúsund kr. sekt.
Það var í fyrrakvöld, að varð-
skipsmenn könnuðu útbúnað
veiðarfæra nokkurra íslenzkra
togara, sem voru að veiðum úti af
Kögri. Fóru varðskipsmenn fyrst
um borð í bæði Guðbjart IS og
Hrönn RE og reyndust veiðarfær-
in í báðum tilfellum vera reglum
samkvæmt. Þá var farið um borð í
Gylli frá Flateyri og við mælingu
á möskvastærð á vörpu þessa tog-
ara kom í ljós, að þar voru
140—145 millimetrar í möskva 1
stað 155 millimetra, eins og lög-
legt er.
Varðskipið fylgdi togaranum
inn til Isafjarðar, þar sem mál
skipstjórans var tekið fyrir hjá
bæjarfógetaembættinu og af-
greitt með dómsátt eins og áður er
getið.
Varðskipsmenn fóru einnig i
gær um borð í belgíska togarann
De Haai og könnuðu þar veiðar-
færi og samsetningu afla. Veiðar-
færin reyndust reglum sam-
kvæmt og þorskurinn i aflanum
var yfirleitt stór eða um 70 sm. Þá
var einnig farið um borð i fær-
eyskt loðnuskip hér á miðunum
og kannað hvort sild væri i aflan-
um, en svo reyndist ekki vera.
Múlafoss var að koma frá
Gautaborg, þar sem hann hafði
skilað mestu af þeim varningi,
sem hann var með og var hann á
leið til Kaupmannahafnar, er
áreksturinn varð um kl. 20 i gær-
kveldi. Þoka var á þessum slóðum
og sigldi norska skipið, sem lestar
um 700 smálestir (Múlafoss lestar
um 2.200 smálestir), beint inn í
bakborðshlið hans. Stefni norska
skipsins er svokallað persustefni
þ.e.a.s. neðan við sjólínu er mikil
kúla, sem við áreksturinn gekk
inn í undirlest Múlafoss. Hann
hallaðist mikið á stjórnborð eftir
áreksturinn og var augljóst að
mikill sjór var kominn í skipið.
Ljósavélar voru enn í gangi eftir
áreksturinn. Engin slys urðu á
mönnum við áreksturinn en
áhöfnin var skömmu eftir
áreksturinn flutt yfir í Lys Point.
Viggó Maack, skipaverkfræð-
ingur Eimskipafélagsins, sagði. er
hann var spurður um það, hvort
hætta væri talin á því að skipið
sykki, að um það væri ekkert
unnt'að fullyrða að svo stöddu.
Hins vegar kvað hann allt vera
gert til þess að bjarga skipinu,
sem unnt væri að gera við þessar
aðstæður. Stillt veður var á
árekstursstað og búast mátti við
að skipunum sæktist ferðin held-
ur seint til Halmstad og að þau
kæmu þangað jafnvel ekki fyrr
en í nótt eða morgun.
Múlafoss var smíðaður árið
1967, en Eimskipafélagið keypti
hann frá Vestur-Þýzkalandi 1973.
Framhald af bls. 34
Sjónvarpið kaup-
ir litsendingartæki
Afnotagjald af litsjón-
varpstækjum inn-
heimt með 30% álagi
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
innheimta afnotagjald af
litasjónvarpstækjum að
þessu sinni með 30% álagi.
Jafnframt er ákveðið að
verja á þessu ári fé til
kaupa á tækjabúnaði fyrir
Enginn skipstjóri hleður svo
skip sitt að því sé ekki borgið”
segir Gísli Jóhannsson skipstjóri á Jóni Finnssyni
„ÉG er gjörsamlega á öndverð-
um meiði við Hjálmar Bárðar-
son siglingamálastjóra um það
að loðnuskipstjórar ofhlaði
báta sína. Það er enginn, sem
þekkir betur skipið en skip-
stjórinn, og ég mótmæli því, ef
taka á af skipstjóra það ákvörð-
unarvald að hann ráði hleðsíu
skipsins. Ég veit jafnframt að
Hjálmar Bárðarson getur ekki
bent á neinn skipstapa. þar sem
ofhleðsla hefur verið orsökin,
heldur hefur of Iftil kjölfesta
valdið slysunum." Þetta sagði
Gfsli Jóhannsson, skipstjóri á
Jóni Finnssyni, ( samtali við
Morgunblaðið f gær.
Um það, að loðnunefnd væri
komin langt út fyrir sitt verk-
svið sagði Gísli að hann teidi
það ekki rétt. Þessi þróun sagði
hann að væri orðin allgömul og
augljóst væri að menn kepptust
um að verða fljótir í land til
þess að skila aflanum, svo að
sem stytztur tími liði, unz þeir
gætu komizt á miðin aftur. Fyr-
ir þetta væri ekki hægt að gagn-
rýna loðnunefnd.
Um það sem Hjálmar Bárðar-
son sagði að loðnuskipin væru
ofhlaðin sagði GIsli að oft vant-
aði nægilega kjölfestu i skipin,
er þau væru komin með ákveð-
inn þunga. Ef kjölfesta væri
hins vegar nægileg væri ekkert
að óttast. Það á alls ekki að taka
það vald af skipstjórnarmönn-
um, að þeir fái ekki að hlaða
eins og þeir telja unnt. Það
þekkir enginn skipið betur en
Framhald af bls. 44
dMÍímmáiÉím
sjónvarpið til útsendingar
f lit. Þetta kom fram f
fréttatilkynningu, sem
Morgunblaðið fékk í gær
senda frá menntamála-
ráðuneytinu.
í fréttatilkynningunni segir
ennfremur að hluti af fram-
kvæmdafé Ríkisútvarpsins á
þessu ári muni fara til örbylgju-
sambands við Norðaustur- og
Austurland og til endurnýjunar
bráðabirgðastöðva sjónvarps sam-
kvæmt fyrri ákvörðun. Þá hefur
einnig verið ákveðið að fyrstu
tækin vegna útsendingar I lit
verði keypt á árinu og hafizt verði
handa um byggingu nýrra endur-
varpsstöðva sjónvarps.
Þá segir I fréttatilkynningunni
að tillögur milliþinganefndar um
fimm ára framkvæmdaáætlun
sjónvarps séu til meðferðar hjá
ráðuneytinu.
W
Avísana-
málið bíður
vegna anna
— ÞETTA mál bíöur hérna, ég
hef verið upptekinn ( öðrum
málum, sagði Þórður Björnsson,
rlkissaksóknari, þegar Mbl.
spurði hann i gær um ávisana-
málið.
Eins og fram kom á sinum tlma,
óskaði saksóknari eftir rannsókn
málsins á breiðum grundvelli, en
Hrafn Bragason, umboðsdómari,
endursendi málið og óskaði eftir
að ranns’ókninni yrði beint I af-
markaðri farveg. Hefur málið
slðan legið hjá saksónara, en
hann hefur lýst þvi yfir I blaða-
viðtölum, að hann sé ekki til
Framhald á bls. 24.