Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 Hlaut 16 ára fangelsi fyr- ir manndráp Dómur var í gaer kveðinn upp f Sakadómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Ásgeiri Ingólfssyni, Reynimel 84, Reykjavfk. Ásgeir var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Lovísu Kristjánsdóttur, Eiríksgötu 17, bana að Miklugötu 26 og jafnframt fyrir þjófnað úr Velsmiðjunni Héðni og var honum gert að greiða rúm- lega 817 þúsund krónur samkvæmd kröfu Héðins, svo og málskostnað. < Gestir Sundlaugarinnar í Laugardai nutu sólarinnar í gær sem væri um hásumardag í júlí. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M. Nýtt loðnumet á einum degi: 20 þúsund tonn af loðnu veidd í gær TÆP 20 þús. tonn af loðnu var búið að tilkynna til loðnunefndar í gærkvöidi og er það afiamet á einum degi frá upphafi loðnu- veiða á íslandsmiðum, en 1976 var landað rúmlega 19 þús. tonn- um áeinum degi. Loðnunni er landað á svæðinu frá Bolungavfk, suður um og allt til Seyðisfjarðar. Veiðin var aðal- lega út af Selvogi og tveir bátar fylltu sig f Meðallandsbugt. Heildaraflinn af loðnu er nú orðinn 410 þús. lestir. Erfitt var að fá loðnu til frystingar 1 gær vegna mikillar átu í loðnunni. Hér fara á eftir nöfn þeirra skipa og afli sem búið var að tilkynna kl. 22 í gærkvöldi: Fffill 570, Freyja 230, Öskar HallrMrsson 370. Andvari 220. Arni SUurour 400, Orri 500, skfrnir 42(1. Hrafn Svelnbjarnarson 250, Hringur 100. Klæni-nr 180, Hilmir 530, K.r.l ur ionasson 380, Ólafur Magnússon 200, Sölvi Bjarnason 190, Bjarnarpy 120, Pélur Jðnsson 650, Suðurey 150, Súlan 650, l.oflur Baldvinsson 780, liilmir 200, Guomundur 730, Flosi 300, Steinunn 50, Glðfaxi 90, Alsey 50. Gullberg 580, Arsæll 120, Bylgjan 70. Asborg 180, Hakon 440, Alberl 560, Bergur 130, Glsll Arni 450, Grindvfkingur 600, Sigur- bjórg 250, Vonin 120, ArsælJ Sigurðsson 200. Sandafell 70, Svanur 320, Kauðsey 440, SKberg 250, Asberg 380. Kári Sölmundarson 240. ión Finnsson 500, Hamravfk 150. Arni Magnússon 110. Faxi 220, Vörður 150, Skðgey 240, Arnar 200. Geir Goði 120, Magnðs 250, Steinunn 120. Stapavfk 400, Guðmundur .Iðnsson 500. Börkur 1000, Dagfari 270, Eld-. borg 530, llelga 270. Snæfugl 100, Hrafn 420. Sæb Jörg 170. Stór hluti Akureyr- ar símasambandslaus Viðgerð á Múlafossi að Ijúka Danmörku. Fer Múlafoss inn f sfna fyrri áætlun á mánudags- kvöldið, en hefur þá tafizt um tvær vikur. Vegna skemmdanna á Múla- fossi hefur orðið að hnika til áætl- unum annarra skipa og eins hefur Eimskipafélagið þurft að gera nokkrar tilfæringar vegna Lagar- foss, sem legið hefur við bryggju í Reykjavík í mánuð. VIÐGERD lýkur væntanlega á Múlafossi, skipi Eimskipafélags- ins, á mánudagskvöldið, en unnið hefur verið við viðgerð á skipinu undanfarið f Frederikshavn f Akureyri, 4. marz. SÍMAKAPALL með hátt á 5. hundrað símalinum fór í sundur í morgun þegar starfsmenn Akureyrar- bæjar voru að reyna að gera við stíflað niðurfall í ræsi við Kaupangsstræti. Mecking tapaði SOVÉZKI stórmeistarinn Lev Polugayevsky sigraði brazilíska stórmeistarann Henrique Meck- ing f annarri einvfgisskák þeirra I Lucerne f Sviss í gær. Polu- gayevski er þá með \Yi vinning en Mecking V4. í Rotterdam hélt Bent Larsen upp á 42 ára afmæli sitt með fjörugri skák gegn Lajos Portisch frá Ungverjalandi. Þetta var fjórða einvígisskák þeirra og hún fóríbiðeftir401eiki. Það eina sem sérfræðingar vildu segja um skák Larsens og Portisch var að hún væri tvisýn, en staðan jafnteflisleg. Báðir hafa fengið V/i vinning. Mecking gaf skákina gegn Polu- gayevsky eftir 63 leiki. Skák þeirra fór í bið á miðvikudag eftir 42 leiki. Sjá nánar skákumsagnir bls 24. Vió þetta varð stór hluti af Akureyrarbæ símasam- bandslaust, öll Suður- brekkan og hluti af nær- liggjandi hverfum og hluti af Innbænum. Viðgerð hófst þegar í morgun og hefur staðið í allan dag, en starfsmenn • Landssfmans gera ekki ráð fyrir að geta lokið verk- inu fyrr en einhvern tíma seint í nótt eða í fyrramálið. Fyrir utan þau óþægindi sem af óhappinu hlutust nemur fjárhagstjón Landssímans nokkrum hundruð- um þusunda króna. —Sv.P. Landlegu- læti í Eyjum TALSVERÐ ölvun var í Eyj- um aðfaranótt fimmtudags, en þar var þá fysta landlega vetr- arins og um 40 aðkomubátar f höfn auk 70—80 báta heima- manna. Enginn dansleikur var f Eyjum, en drukknum mönn- um var vfsað frá Samkomuhús- inu þar sem kvikmyndasýning var. Drukknir menn ollu skemmdum f Fiskiðjunni um nóttina, brutu þar vigt, sal- erni, spegil og tvær níður, en ðlátaseggirnir náðust ekki. Árný Filippus- dóttir er látin ARNV Filippusdóttir skólastjóri er látin á 83. aldursári. Arný fæddist að Hellum t Landsveit. Hugur hennar hneigðist skjótt til hannyrða og myndlistar og braust hiín til mennta úr fátækt með atorku sem sfðar einkenndi allt hennar starf. Árný stundaði nám við Kunstflideskolen í Kaupmanna- höfn og bjó um skeið þar. Var heimili hennar þar jafnan opið löndum hennar. Árný stundaði siðan kennslu- störf viða um land eftir að hún kom heim og réðst síðan í að byggja sinn eigin skóla. Vann hún m.a. sjálf við það að hræra steypu í skólabygginguna, Kvennaskól- ans á Hverabökkum í Hveragerði. Rak hún þann skóla um árabil. Hún ritaði fjölda greina í blöð, ól upp þrjú börn og var sérstakur vinur skálda og listamanna. Kunnar voru kvöldvökurnar í skóla hennar er kunnir listamenn heimsóttu skólann. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Sakadómi Reykjavíkur, þar sem skýrt er frá dómsuppkvaðningu þessari: „Kveðinn hefur verið upp dóm- ur í sakadómi Reykjavíkur í máli, er ákæruvaldið höfðaði hinn 13. jantíar s.l. á hendur Ásgeiri Ingólfssyni, Reynimel 84, hér í borg. Var hann i fyrsta lagi ákærður fyrir manndráp og þjófnað að Miklubraut 26 hinn 26. ágúst 8.1. og í öðru lagi fyrir þjófn- að í Vélsmiðjunni Héðni h.f. hinn 27. nóvember 1975. Dómurinn taldi sannað, að ákærði hefði hinn 26. águst s.l. ráðið Lovfsu Kristjánsdóttur, Eiríksgötu 17, bana að Miklu- braut 26 með því að slá hvað eftir annað í höfuð hennar með kú- beini. Var þessi verknaður talinn varða við 211 gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940. Einnig var hann talinn sannur að sök skv. 244. gr. sömu laga með því að hafa haft á brott með sér peninga og ýmis verðmæti úr fyrrgreindu hiisi sama dag. Þá var einnig talið sannað, að ákærði hefði hinn 27. nóvember 1975 gerst sekur um að stela þremur peningakössum úr fjár- hirslu Vélsmiðjunnar Héðins h.f., hér í borg, sem hann hafði komist yfir lykla að, en í kössum þessum Framhald á bls. 24. Island—Spánn í sjónvarpinu t IÞRÓTTAÞÆTTI sjónvarpsins f dag verður sýndur leikur Islands og Spánar f heimsmeistarakeppn- inni f handbolta og hefst leikur- inn um kl. 17.15. Að sögn Rjarna Felixsonar fþróttafréttamanns verður leikurinn sendur út f lit. Rithöfundaráð um skákbókina: Telur ekki ástædu til innköll- unar — varar vid ritskodun MORGUNRLAÐINU hefur bor- izt fréttatilkynning frá Rithöf- undaráði islands, en eftirfar- andi ályktun var gerð á fundi ráðsins 3. marz s.l.: „Rithöfundaráð íslands hef- ur kynnt sér bókarauka Þor- steins Thorarensens við bókina „Hort — Spassky" eftir Jón Þ. Þór. Ráðið tekur enga afstöðu til efnis bókaraukans, en telur hann ekki gefa tilefni til inn- köllunar á bókinni og átelur þá ákvörðun. Rithöfundaráð heitir bókarhöfundi, Jóni Þ. Þór, full- um stuðningi, ef hann telur á sér brotið með innkölluninni og varar sem fyrr við öllum til- raunum til ritskoðunar." Leiðréttingu við leiðara hafnað af Utvarpinu UPPLVSINGAÞJÓNUSTA land- búnaðarins óskaði í fyrradag eftir þvf við útvarpsstjóra að hljóð- varpið tæki til birtingar athuga- semdir við forystugrein Dag- blaðsins 2. marz sl. og var þess ðskað að athugasemdirnar yrðu lesnar f hljóðvarpinu á sama tfma og ætlaður er til lesturs úr for- ystugreinum dagblaðanna. Andrés Rjörnsson útvarpsstjóri staðfesti f samtali við blaðið að þessi 6sk hefði komið fram og hann hefði ekki séð ástæðu til að verða við henni. Sem kunnugt er tók hljóðvarpið fyrir skömmu til birtingar at- hugasemd frá Áfengis- og tóbaks- Framhald á bls. 24. Arný Filippusdóttir - '¦;¦'•.¦¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.