Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 26 -- - Hörður Bergmann námsstjóri: Er sambandið milli menntamálaráðu- neytisins og skól- anna svo slæmt? Athugasemd við grein eftir Gisla Baldvinsson kennara í Mbl. 2. mars. í grein í Morgunblaðinu 2. mars verður Gísla Baldvinssyni, kenn- ara, tíðrætt um sambandsleysi miili menntamálaráðuneytisins og skólanna Þar segir: „Eitthvert sambandsleysi virt- ist vera að myndast milli skól- anna og ráðuneytis. Sem dæmi má nefna tvö bréf sem komu með stuttu millibili varðandi máiakennslu. Fyrra bréfið fjallaði um að sameiginlegt próf yrði í dönsku og ensku. Sfðara bréfið varaði við sam- felldum prófum I ensku og dönsku. Það gæfi ekki rétta mynd af getu nemendans!" Sé athugað hvað hér gerðist í raun og veru er hér um að ræða dæmi um gott samband starfs- manna ráðuneytisins og skólanna en ekki öfugt. I rauninni er hér um 3 bréf að ræða. Tvö þau fyrstu (apríl 1976 og 30. sept. 1976) voru samin af fulltrúum fyrir erlend mál f prófanefnd og lýstu til- lögum og hugmyndum um eitt samræmt próf í erlendum málum í 9. bekk grunnskóla þar sem nemendur hefðu ákveðna val- kosti. í síðara bréfinu var hug- myndin skýrð með dæmum. í báðum bréfunum voru kennarar í 9. bekk beðnir um að senda nám- stjórum I dönsku og ensku álit sitt á hugmyndunum. Það gerðu 24 kennarar skriflega, nokkrir í við- ræðum og á fundum og samþykkt um málið barst frá sameigin- legum fundi í félagi dönsku- og enskukennara. Þegar álit kenn- aranna hafði verið athugað og metið var tekin sú ákvörðun að einungis yrði prófað I öðru mál- inu og sú ákvörðun og ástæður fyrir henni kynntar I bréfi til skólanna 10. jan. sl. Þó loka- ákvörðun kæmi seint gat hún ekki haft nein slæm áhrif á kennsluna að þvf er best verður séð. En ljóst ætti að vera að hér er ekki um sambandsleysi að ræða, heldur þvert á móti. Leitað er álits kennara þeirra er málið varðar mest og ákvarðanir teknar í samræmi við það. Fleira sem Gísli telur upp í grein sinni sem dæmi um sam- bandsleysi milli menntamálaráðu- neytisins og skólanna tel ég vera dæmi um hið gagnstæða. Hann segir: „Þar sem ég er byrjaður að minnast á sambandsleysi er rétt að greína einnig frá fund- um skólarannsóknadeildar með kennurum. í fundar- boðinu var óljóst getið um fundarefni og fundartími ákveðinn milli eitt til fimm.“ Mér er ekki fyllilega ljóst hvaða kröfur Gísli Baldvinsson gerir um ljóst mál. Aðrir verða að dæma hér um, en í bréfi til skóla 7. okt. sl. um þá fundi sem skólarann- sóknadeild gekkst fyrir um nýjar námskrár f grunnskóla var fundarefni lýst svo: „Fundartilhögun verður þann- ig að flutt verða tvö stutt fram- söguerindi annað um nýja námskrá og notkun hennar en hitt um kennsluhætti f 9. bekk á þessu skólaári. Að erindum loknum verður farið gegnum ákveðna þætti beggja málanna i starfshópum og verður einkum lögð áhersla á að kynna starfsaðferðir og kennsluhætti sem miðað er við f hinni nýju námskrá. Kynningin verður ekki bundin við einstakar greinar nema að þvf leyti sem nauð- synlegt verður að taka sérstök dæmi til skýringar. Á fundina koma tveir full- trúar skólarannsóknadeildar og veita þeir jafnframt allar almennar upplýsingar um kennslu í einstökum greinum." Þá má einnig telja ansi djarft að alhæfa um alla þá 54 fundi sem haldnir voru um allt land út frá einum sem greinarhöfundur var á. Yfirleitt gafst á fundunum mun lengri tími fyrir hópumræður og athugasemdir kennara en hann gefur í skyn að hafi verið. En aðalatriðið er þó að enn og hve- nær sem er hafa kennarar mögu- leika á að koma athugasemdum sfnuni um námskrárnar á fram- færi við skólarannsóknadeild enda um það beðið í hinum al- menna hluta námskrárinnar þar sem segir í inngangi að nám- skráin þurfi að „— vera f stöðugri endurskoðun í samræmi við reynslu og viðhorf þeirra sem starfa samkvæmt henni og allra sem vega og meta árang- ur þess starfs sem grundvallað er á verklýsingum námskrár- innar.“ Nánar er vikið að þessu f formála: „I þessa fyrstu útgáfu vantar vafalaust ýmis atriði sem æski- legt er að kæmu í námskrá og gerir ráðuneytið þvf ráð fyrir að námskráin eða hlutar hennar verði endurskoðaðir áður en langt um líður í ljósi fenginnar reynslu. Það er þvf mikilvægt að kennarar og aðrir sem nota námskrána komi á framfæri athuga- semdum og tillögum um breyt- ingar sem þeir telja að til bóta megi verða.“ Þetta er að sjálfsögðu í fullu gildi enda þótt 1. útg. námskrár- innar tæki gildi „að þvi leyti sem við verður komið“ frá upphafi þessa skólaárs. I grein sinni verður Gfsla Baldvinssyni tfðrætt um fyrirkomulag prófa í 9. bekk, en þar sem væntanleg er ftarleg greinargerð frá ráðuneytinu um þau verður ekki nánar um það efni fjallað hér. Aðeins skal vegna kvartana Gísla um að upp- lýsingar um prófin hafi borist seint vitnað til ummæla eins skólastjóra um það mál I Morgun- blaðinu sama dag og grein Gísla birtist: „„Framkvæmd þessara mála hefur ekki komið á óvart", sagði Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri á Reykjum. „Málið var kynnt á skólastjórafundum með ráðuneytismönnum auk þess sem um það var fjallað í blöðum. Þá höfum við kynnt skólanemum málið.“ Að lokum vil ég segja þetta um títtnefnt sambandsleysi mennta- málaráuneytissins og skólanna: Það er í meira lagi undarlegt að slfkar kvartanir skuli orðnar það algengar f seinni tíð að þeim bregður fyrir í fundar- samþykktum og umræðum á al- þingi auk þess sem þar birtast f Einstaklmgurinn gerður framandi 1 eigin umhverfi Hér fara á eftir ályktanir, sem samþykktar voru á stefnuskrár- ráðstefnu Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, 19. febrúar s.l.: Umhverfismótun og einstaklingsfrelsi Meira en helmingur allra fbúða á höfuðborgarsvæðinu var reistur á sfðastliðnum tuttugu árum. Á þessu tímabili hafa eftirfarandi þættir haft afgerandi neikvæð áhrif á alla uppbygginguna: 1. Óðaverðbólga, sem gerir tafar- laus fbúðarkaup ungs fólks að grundvallarforsendu fyrir efnahagslegri velferð þess. 2. Algjör opinber stýring á íbúðarkaupum ungs fólks í krafti reglugerðar um hús- næðismálastjórnalán. 3. Miðstýrð skipulagshyggja borgarstjórnar, sem fram kem- ur fótakmarkaðri afskiptasemi yfirvalda af öllum þáttum um- hverfismótunarinnar allt frá sjálfsagðri stjórnun heildar- skipulags til smæstu smáatriða i útfærslu mannvirkja. 4. Flokkunarstefna á skipulagn- ingu, sem miðar að því að sér- hæfa tiltekin borgarhverfi til- teknum mannlegum athöfn- um, (sbr. svefnhverfi, iðnaðar- hverfi, skrifstofuhverfi o.s.frv.) 5. Mótun svo fámennra íbúðar- hverfa, að samkeppnisaðstaða í verslunar- og þjónustukjörn- um þeirra verður óhugsandi. Staðbundin einokunaraðstaða myndast, þar sem aðeins er um að ræða einn barnaskóla, eitt bankaútibú, eina fiskbúð, eina mjólkurbúð o.s.frv. Alyktanir stefnuskrár- ráðstefnu Vöku 6. Tiltekin verkmenning við uppbyggingu mannvirkja, sem mótað hefur einhæfan og ein- faldan stfl f byggingarlist, þar sem lágmarkskostnaður og nýtingarhlutföll sitja f fyrir- rúmi, á kostnað fegurðar, fjöl- breytni og annarra markmiða, sem nauðsynleg eru öllu mann- legu umhverfi. 7. Sinnuleysi yfirvalda og ein- sýnna einstaklinga gagnvart hinum gömlu timburhúsa- hverfum borgarinnar, sem ein vitna nú um mannlegt yfir- bragð og fegurð fyrri tíma. 1 stuttu máli: Megineinkenni f þróun umhverfismótunar síðari ára hafa stórlega dregið úr frelsi, fegurð og fjölbreytni f samfélagi voru. Þau hafa takmarkað sjálfs- ákvörðunarrétt einstaklingsins og gert hann framandi f eigin um- hverfi. Vaka gagnrýnir harðlega þessa þróun og telur viðgang hennar til marks um þá staðreynd, að ekki einn einasti íslenzkur stjórn- málamaður sé málsvari einstakl- ingsfrelsis. Vaka er málsvari mannlegra umhverfis og bendir á, að barátt- an fyrir viðhaldi gamalla borgar- hverfa er barátta fyrir fjölbreytni í íslenzkri byggingarlist. En fjöl- breytt byggingarlist er hvort tveggja f senn: forsenda fyrir val- frelsi einstaklinga og framförum í híbýlagerð. Stóriðja á íslandi Á undanförnum fimmtán árum hafa íslenzkir ráðamenn hallast meir að þeirri skoðun, að stóriðja erlendra auðhringa á íslandi sé grundvallarforsenda fyrir ný- sköpun íslenzks efnahagslffs (iðn- aðar). Vaka dregur í efa þá skoð- un og bendir á þá staðreynd, að ákvarðanir valdhafa um stóriðju á íslandi hafa hingað til verið tilviljunarkenndar og án sam- hengis við skynsamleg markmið um almenna náttúruvernd, fs- lenzka menningu og heilbrigt mannlff. Hætta er á, að siðlausir valdhafar geri stóriðjusamninga að vanabundnum „húsráðum“ sem stig af stigi eitri fslenzka náttúru og menningu. Framtíðar- ákvarðanir Islendinga f stóriðju- málum munu að lfkindum koma til með að hafa mikil áhrif á þjóð- líf komandi tíma. 1 upphafi skyldi endinn skoða. Vaka leggur áherzlu á, að vöxtur stóriðjuum- svifa hérlendis er andstæður einkaframtaki í atvinnurekstri og dreifingu hagvaldsins. Með því að stuðla að þeirri þróun að gera stóriðju að undirstöðu í efnahags- Iffinu, er um leið verið að auka áhrif ríkisvalds og erlendra auð- hringja á fslenzkt atvinnulíf. Sú atvinna, sem stóriðja býður upp á, er oftast mannskemmandi á sál og líkama og því öldungis í ósam- ræmi við mannúðarstefnu og hug- myndir vorar um heilbrigt mann- lff. Ályktun um Spán Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fagnar þeirri þróun, sem undanfarið hefur orðið f átt til lýðræðis og aukins frelsis á Spáni. Vöku er Ijóst, að breyting- in frá einræði til lýðræðis hefur ekki og mun ekki ganga átaka- laust. Vaka telur, að beztur árangur náist í þeirri baráttu ef Spánverjum tekst að stofna virka stjórnmálaflokka, sem eru þeim vanda vaxnir að taka þátt f lýð- ræðislegum kosningum og stjórna landinu að þeim loknum. Lýðræði er reist á stjórnmála- legu frelsi og mannréttindum og því krefst Vaka þess: 1. Að öllum pólitískum föngum á Spáni að þeim undanteknum, sem gerst hafa sekir um ofbeldis- verk, verði tafarlaust gefnar upp sakir. 2. Að öllum stjórnmálaflokkum verði heimilt að starfa. 3. Að allri pólitfskri misnotkun ríkisfjölmiðla verði hætt og jafn- framt öllum hugsanlegum tilraunum til ritskoðunar. Vaka telur, að þróun mála á Spáni skipti miklu máli fyrir lýð- réeðisríki Vestur-Evrópu. Vaka hvetur þau þvf til aó styðja og styrkja lýðræðisþróun á Spáni. Ekki mega henda sömu mistökin á Spáni og f Portúgal, þar sem kommúnistum með ríkulegum fjárstuðningi Moskvumanna hafði nánast tekizt að kæfa frelsið f fæðingu og leiða yfir Portúgal sama einræðið og þar var á dögum Salazars. Vaka vill mega bjóða frjálsan Spán velkominn f samfélag vest- rænna lýðræðisríkja. Mannréttindi VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, lýsir fögnuði sínum yfir hinni breyttu stefnu Bandaríkja- stjórnar varðandi andófshreyf- ingar f Austur-Evrópu og Sovét- ríkjunum, sem bréf Carters Bandaríkjaforseta til dr. Sakharovs er ótvírætt merki um. VAKA lýsir yfir óskoruðum stuðningi sínum við hreyfinguna Mannréttindi ’77 og aðrar mann- réttindahreyfingar hvarvetna í heiminum. Athugasemd við grein Gísla Baldurssonar blaðagreinum og viðtölum. Ég heyri skólastjóra og kennara nefnilega oft kvarta um bréfaflóð frá ráðuneytinu. „Og það er margt bréfið", segja þeir gjarnan og glotta við. Menntamálaráðu- neytið gefur út „Fréttabréf" auk almennra dreifibréfa til skólanna frá ýmsum deildum. Skóla- rannsóknadeild gefur út upp- lýsingarit um nám og kennslu í ýmsum greinum. Nýjar námskrár í flestum greinum komu út í haust og voru kynntar og ræddar á fundum með kennurum um allt land eins og áður er getið. Nám- stjórar f flestum greinum eru í starfi hjá skólarannsóknadeild og hafa fastan viðtalstfma og heim- sækja skóla, einkum í dreif- býlinu, auk þess sem þeir mæta á fundum kennara þegar þess er óskað. Mér er satt að segja spurn: Hefur samband menntamálaráðu- neytisins og skólanna einhvern tfmann verið meira eða betra? Hvenær? Auðvitað er sambandið takmarkað og gæti verið miklu meira. En það er háð þvf hve mikill starfskraftur er fyrir hendi. Og það er líka háð vilja og frumkvæði kennara ekki síður en starfsliði ráðuneytisins. Þeir sem hæst hrópa um sambandsleysi þurfa að tjá sig skýrar og skoða raunveruleikann fordómalaust. Og mér að satt að segja nær aó halda að það sé eitthvað ann sambandsleysi við menntamálaráðuneytið sem veldur kennurum gremju ef dýpra væri skoðað. Reykjavfk, 2. mars 1977. Kirkju- vika í Lága- fellssókn Á MORGUN sunnudag- inn 6. mars, sem er Æskulýðsdagur Þjóð- kirkjunnar, hefst kirkju- vika i Lágafellssókn, Mosfellssveit. Stendur hún yfir í 4 daga og lýk- ur með föstumessu á miðvikudagskvöld. Er þetta í 16. skipti, sem slík kirkjuvika er haldin og þykir jafnan vera að henni nokkur menning- arauki í félagslífi sveit- arinnar. Sóknarnefnd Lágafellssókn- ar stendur fyrir kirkjuvikunni f samvinnu við sóknarprestinn, en margir fleiri leggja hönd á plóginn og er dagskrá fjöl- breytt að vanda. Flestir þeirra er fram koma, eru búsettir í Mosfellssveit, en nokkrir að- fengnir. Allar samkomurnar verða í Lágafellskirkju og hefjast allar kl. 21:00 nema æskulýðsguðsþjónustan sem hefst í dag kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.