Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 21 Nýr flokkur í Bæiaralandi cv>i Erlangen, 4. marz. Reuter. ÓÁNÆGÐIR flokksmenn í Kristi- lega sósfalasambandinu (CSU), flokki Franz-Josef Strauss í Bæjaralandi, hafa stofnaó nýjan stjórnmálaflokk f Erlangen. Flokkurinn kallast Nýja kristi- lega kjósendasambandið, CWU, og stofnendur hans eru 160. Flokkurinn segir f yfirlýsingu að „heiðarleika vanti f forystu CSU“ og mótmælir þvf sem hann kallar „óábyrgar aðferðir" formannsins, Strauss. Margir stuðningsmenn CSU urðu undrandi og reiðir þegar til- kynnt var í nóvember að fulltrúar flokksins á sambandsþinginu í Tveir reknir íKína Peking, 4. marz. Reuter. NVlR leiðtogar hafa verið skipað- ir f tveimur mikilvægum fylkjum í Kfna og þar með hefur verið skipt um leiðtoga f fjórum kfn- verskum fylkjum á tæpum mán- uði. Liu Kuang-tao hefur verið skip- aður flokksritari og byltingar- nefndarformaður f Heilungkiang þar sem kfnverskt og sovézkt lið börðust 1969. Tieh Ying hefur fengið sams konar vegtyllur f Chekiang f Austur-Kfna þar sem 36 milljónir búa og hálfgerð borgarastyrjöld geysaði fyrir hreinsun stuðnings- manna ekkju Mao Tse-tungs f október. Áður hefur verið skipt um leið- toga í Yunnan í Norður-Kína ar sem talað var um skemmdarverk róttækra f haust og í Kwangsi.' Ekkert virðist benda til þess að þeir sem hafa orðið hreinsun- unum að bráð hafi fylgt róttækum að málum. Fyrrverandi leiðtogi kommún- ista í Helungkiang, Wang Chia- tao, hefur ekki sézt síðan i árs- byrjun 1974 og hefur verið talinn alvarlega veikur. Fyrrverandi leiðtogi flokksins í Yunnan, Chia chiyun, sætti árásum á vegg- spjöldum í fyrra, en var gefið að sök að styðja Teng Hsiao-ping, fyrrum varaforsætisráðherra, ekki róttæka. Bonn hefðu ákveðið á leynifundi að binda enda á 27 ára bandalag CSU á þingi við flokk kristilegra demókrata (CDU). Ákvörðunin um klofninginn Framhald á bls. 32 Verkfallinu í Danmörku frestað Kaupmannahöfn, 4. marz. Reuter. SÁTTASEMJARI danska rfkisins hefur frestað um tvær vikur verk- fallinu, sem boðað hafði verið til næstkomandi mánudag til stuðn- ings launakröfum. AIIs átti verk- fallið að ná til um 250 þúsund manns. Kjarasamningar runnu út 1. marz s.l. og er ráð fyrir gert að næsta samningstfmabil verði tvö ár. S.sl. föstudag frestaði sátta- semjarinn verkfalli prentara, sem átti að taka til starfsmanna hjá rúmlega 20 dagblöðum. Er ekki óalgengt að slfkum frestunum sé beitt meðan fullreynt er hvort samningar takast. Ríkisstjórn Danmerkur hefur lagt til að launahækkanir verði takmarkaðar við sex prósent á næstu tveimur árum. Halda vinnuveitendur því fram, að kröf- ur launþega séu talsvert fyrir of- an þau mörk. „Páfahöllin f Avignon", annað málverka sir Winstons Churchills, sem ekkja hans seldi á uppboði í London f gær. Er það frá árinu 1925. Lafði Churchill borgið í bili London. 4. marz. NTB. Reuter. SVO VIRÐIST sem fjár- hagserfiðleikar lafði Spencer- Churchill, ekkju sir Winstons Churchills, séu úr sög- unni, að minnsta kosti f bili. Á listaverkaupp- boði hjá Christie’s lista- verkasölunni f London f dag seldi hún fimm málverk úr safni sfnu, þar af tvö eftir sir Winston heitinn, sem hann málaði fyrir rúmri hálfri öld. Þegar það fréttist fyr- ir tæpum hálfum mán- uði að lafði Churchill væri f fjárhagsvandræð- um og þyrfti að selja þessi málverk úr safni sfnu, var þvf spáð að fyrir þau fengi 15—24 þúsund pund, eða um 5.8 milljónir króna. Strax og uppboðið hófst varð þó Ijóst að upp- hæðin yrði mun hærri en áætlað hafði verið. Þegar fyrra málverk sir Winstons, „Mimizan”, var boðið upp, nam fyrsta boð 16 þúsund pundum, og tveimur mfnútum sfðar hafði málverkið verið slegið á 48 þúsund pund, eða um 15.7 milljónir króna. Hitt verkið eftir sir Winston fór svo á 26 þúsund pund, eða um 8*4 milljón. ÁIIs fóru málverkin fimm á 86.300 pund eða rúm- lega 28.3 milljónir króna. Lafði Spencer- Churchill var ekki sjálf viðstödd þegar uppboð- ið var haldið, enda orð- in 91 árs. Uppboðssalur- inn var hins vegar þétt- setinn, og meðal gesta var lafði Diana Cooper, sem er náin vinkona lafði Churchills, en hún bauð ekki f verkin. Frá þvf Ijóst var að lafði Churchill ætti I fjárhagserfiðleikum, hafa henni borizt boð um aðstoð vfða að, og háværar raddir hafa heyrzt um að rfkinu bæri að greiða henni eftirlaun. Hún hefur þó afþakkað alla aðstoð. Norsk reglugerð um asbestnotkun: Reykingamenn og ungling- ar undir 18 ára útilokaðir Ósló, 4. marz. NTB. NÝ REGLUGERÐ um notkun asbests f Noregi gengur f gildi 1. aprfl næst- komandi. t reglugerðinni er kveðið svo á, að ungling- ar undir 18 ára aldri megi ekki starfa á stöðum þar sem hætta er á að asbest- ryk sé í andrúmsloftinu, og tóbaksreykingamenn og þeir, sem haldnir eru sjúk- dómum f öndunarfærum og hjartasjúkdómum, verða útilokaðir frá sömu vinnu. Þá verður eftirleiðis bannað að nota blátt asbest óblandað, og einnig verður óheimilt að nota það, þótt í blönduðu formi sé, ef hætta er á rykmyndun. Vísindalegar sannanir liggja fyrir um að asbest og þó einkum asbestryk valdi ýmsum alvarleg- upi sjúkdómum. Þar er fyrst og fremst um að ræða lungnasjúk- dóma, en einnig leikur grunur á að efnið geti valdið krabbameini í maga og þörmum. í reglugerðinni er vinnuveit- endum gert að halda skrár yfir þá starfsmenn, sem vinna þar sem asbest er notað, og verða starfs- mennirnir látnir gangast undir læknisskoðun reglulega. Vantraust áEBEí Noregi Finnar gramir vegna skrifa norskra blaða um erindrekstur Kekkonens fgrir Rússa Helsinki, 4. marz. NTB. FINNSKA tfmaritið Suomen Kuvalehti, sem talið er mjög áreiðanleg heimild, heldur þvf fram, að umtalið um heimsókn Kekkonens forseta til Noregs f haust hafi valdið gremju og áhyggjum á forsetasetrinu. Segir tfmaritið að litið sé á hlaðaskrif um samtöl forsetans og norskra ráðamanna sem beina ögrun við forsetann per- sónulega. Blaðaskrifin, sem Suomen Kuvalehti gerir að umræðu- efni, eru á þá leið, að Kekkonen hafi borið fram þá ósk við norska ráðamenn, að vestur- þýzkir hermenn tækju ekki þátt f heræfingum Atlantshafs- bandalagsins f Noregi. Þá segir tfmaritið, að nauð- synlegt sé að stofna til trúnaðarsambands milli Kekkonens og norskra ráða- manna að nýju. Brezka tímaritió The .Economist gerir mál þetta að umræðuefni i nýútkomnu tölu- blaði. Segir þar m.a. frá bók- inni „Ánægjulegt nágrenni í þrjátiu ár“ sem nýlega kom út í Sovétríkjunum og talin er vera eftir einn helzta hugmynda- fræðing þarlendan, Mikhail Suslov. Þar er látið að þvi liggja, að Rússar — eða rithöf- undurinn að minnsta kosti — líti svo á, að kæmi til átaka milli austurs og vesturs, hlytu Finnar að teljast á yfirráða- svæði Varsjárbandalagsins. Kekkonen Þá segir The Economist að í Noregsheimsókninni hafi Kekkonen komið því á fram- færi, að Rússar kynnu að líta svo á að vestur-þýzkir hermenri væru farnir að nálgast iskyggi- lega, og kynnu því að „ráðfæra" sig um málið við Finna, eins og þeir hefðu rétt til að gera sam- kvæmt vináttusamningnum frá 1948. Þessum „ráðfæringum" kynni síðan að ljúka með því að Rússar kefðust aðstöðu fyrir hersveitir í Finnlandi til að Uyggja varnir herstöðva sinna á Kola-skaga. í norska tímaritinu Faripand er fjallað um mál þetta nýlega, og segir þar meðal annars, að ekki sé erfitt að geta sér til um tilgang heimsóknar Kekkönens til Noregs í haust, þegar tillit sé tekið til bókarinnar um nábýli Rússa og Finna. Þar komi skýrt fram, aó um hlutleysi Finna sé einungis aó ræða í sambandi við þróun mála „úti í heimi“ en ekki hvað snertir það, sem ger- ist á „Norður-Evrópusvæðinu", — í þeim efnum séu Finnar bundnir af samningnum frá 1948. Þá segir I Farmand: „Boð- skapurinn er augljós. Þetta var aðvörun til Finna — og Norður- landanna yfirleitt. Finnar höfðu látið í ljós áhuga á olíu- kaupum frá NATO-landinu Noregi i framtlðinni, en það mundi að sjálfsögðu gera þá siður háða oliuverzlun við Sovétrikin. Á sama tíma fór samvinna Norðmanna og V- Þjóðverja vaxandi. Einnig voru blikur á lofti um aukna spennu á norðurslóðum, og nægir þar að nefna ýmiss konar ósam- komulag á Svalbarða, eld- flaugaæfingarnar í Barentshafi og frestun samningaviðræðna, og um svipað leyti höfðu yfir- menn hersins í Sviþjóð látið i ljós áhyggjur vegna þróunar- innar á norðurslóðum og hinnar gifurlegu hernaðarupp- byggingar Sovétmanna þar.“ Blaðaskrifin um erindrekstur Kekkonens fyrir Rússa spunn- ust út af grein, sem norska blaðið Aftenposten birti ný- lega. Knut Frydenlund hefur hvorki viljað staðfesta þær upplýsingar um viðræður Kekkonens og norskra ráða- manna, sem þar komu fram, né visa þeim á bug. Þrándheimi, 4. marz. NTB. Formaður norska sjómannasam- bandsins, Johan J. Toft, hefur sagt á fundum með fiskimönnum f Lófót að meðhöndlun EBE á fískveiðistefnunni hafi ekki verið traustvekjandi. Hann segir að Norðmenn eigi að taka til alvarlegrar athugunar að ákveða kvóta fiskimanna frá EBE-löndum á norskum miðum ef verulegur árangur náist ekki i næsta áfanga viðræðna Nörð- manna og bandalagsins. Toft leggur þó áherzlu á að mál- ið megi ekki skoða eitt sér, heldur í ljósi tvihliða samninga sem reynt sé að gera, En hann segir að það sé fyrst og fremst EBE sem verði að skilja að.flýta verði gerð tvihliða samninga og Norðmenn verði að sýna fram á að tíminn sé naumur. Gengu í gildru Banj'kok. 4. mar/. \TB.-KcuCer. SKÆRULIÐAR kommúnista i Thailandi felldu i gajr 29 menn og særðu 15 að auki i alvarlegustu átökum, sem orðið hafa i landinu frá þvi skæruhernaður kommún- ista hófst þar fyrir ellefu árum. Mennirnir, sem felldir voru. höfðu verið við heræfingar heimavarnarliðs þorps sins í Chiang Rai héraði norður undir landamærum Thailands. Burnva og Laos, þegar kommúnistasveit gerði þeitit fvríí^ajr~--y7---p-*- SM n«vv»« irvK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.