Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 11 Forlagatré (Clerodendron thomsonae) Nafn jurtarinnar sem að þessu sinni verður sagt frá er sett saman af tveim grískum orðum: cleros = forlög eða hlutskipti og dendron= tré sem sagt: Forlagatré. Síðara nafnið er kennt við þann mann, eða réttara sagt konu þess manns, sem fyrstur varð til þess að veita jurtinni at- hygli og senda út í hinn stóra heim, en það var breskur maður Thomson að nafni sem var trúboði í Old Calabar á vesturströnd Afriku um miðja öldina sem leið. í frum- skóginum fann Thomson þennan sigræna trjákennda klifurrunna sem i heim- kynnum sínum getur náð upp í allt að fjögra metra hæð. Svo hrifinn varð trúboðinn að hann sendi vini sínum, grasafræðingi í Skot- landi, eintak af plöntunni. Næsta ár bar hún blóm í grasagarðinum í Edinborg og barst siðar viða um lönd. Nú munu þekkjast um 400 tegundir af ættkvislinni sumar notaðar sem lækningajurtir en aðrar eru mjög eitraðar og mun af þessu hafa sprottið sú trú að þær gætu ráðið miklu um forlög manna. Hér á norðurslóðum er for- lagatréð ræktað í stofu eða Forlagatré Vöxtur forlagatrésins er ör og þarf jurtin því stuðning, enda lætur henni best að klifra samkvæmt eðli sinu. Vegna þessa öra vaxtar þarf moldin að vera næringarrík t.d. hentar henni vel gróf grasrótarmold með nokkrum sandi og ríflega blönduð gömlum húsdýraáburði. Pottar þurfa að vera fremur stórir. Um vaxtartímann þarf jurt- in mikla vökvun og gott er að gefa henni áburðarupplausn af og til. Ákjósanlegast er að jurtin geti hvílst yfir veturinn við lágt hitastig en þegar sól fer að hækka á lofti eftir skammdegisdrungann og ?MS!@i@i®SBliPl ALLT MEÐ Blómin eru í stórum klösum — undrafögur gróðurskála. Blöð þess eru dökkgræn með djúpum blað- strengjum, þau eru allstór og egglaga. Blómin koma í stór- um klösum undrafögur og sérkennileg. Bikarinn er skjannahvitur fimmstrendur og líkast því sem hann sé uppblásinn. Ofaná honum situr krónan eins og lítil hárauð stjarna. Út úr blómunum nýútsprungnum hanga Ijósir fræflarnir eins og langir grannir þrærðir. Þegar frá liður blikar itvíti liturinn og verður síðan föl- rauðbleikur, en þannig útlits geta blómin staðið vikum saman og eru hin fegurstu þótt mesti glæsibragurinn sé farinn af þeim. birtan eykst þarí að stýfa hana rækilega, með því móti myndar hún sterka sprota sem borið geta blóm í tuga- tali. Forlagatréð á marga þekkta ættingja til að mynda dyggða- eða skírlífistréð (Vitex agnús-castus), en fræ þess sem nefnd eru munka pipar kvað geta haft mögnuð áhrif á ástalifið — góð eða vond eftir ástæðum. En sá ættingi forlagatrésins sem mest mun vera metinn i gróðurríkinu og getið sér frægð um lönd og álfur er teak-tréð sem um langt skeið hefur gegnt stóru hlutverki í húsgagnaiðnaði á heims mælikvarða. HL/ÁB EIMSKIP A NÆSTUNNI FERMA SKIP VOR TIL ISLANDS SEM HÉR SEGIR: ANTWERPEN: Grundarfoss 8. Marz Úðafoss 14. Marz Grundarfoss 21. Marz Úðafoss 28. Marz ROTTERDAM: Grundarfoss 9. Marz Úðafoss 1 5 Marz Grundarfoss 22. Marz Úðafoss 29. Marz FELIXTOWE: Mánafoss 8. Marz Dettifoss 15. Marz Mánafoss 22. Marz Deittifoss 29. Marz Mánafoss 5. Apríl HAMBORG: Mánafoss 1 1. Marz Dettifoss 17. Marz Mánafoss 24. Marz Dettifoss 30. Marz Mánafoss 7. Apríl PORTSMOUTH: Bakkafoss 7. Marz Goðafoss 22. Marz Bakkafoss 28. Marz Selfoss 5. April Brúarfoss 12. Aprll Bakkafoss 18. Apríl HALIFAX: Brúarfoss 8. April KAUPMANNAHÖFN: Múlafoss 8. Marz Irafoss 15. Marz Múlafoss 22. Marz Irafoss 29. Marz Múlafoss 5. April GAUTABORG Múlafoss 9. Marz írafoss 16. marz Múlafoss 23. marz Irafoss 30. Marz Múlafoss 6. Apríl HELSINGBORG: Skeiðsfoss 7. Marz Tungufoss 21. Marz KRISTIANSAND: Skeiðsfoss 8. Marz Tungufoss 22. Marz STAVANGER: Skeiðsfoss 9. Marz Tungufoss 23. Marz GDYNIA/GDANSK: Skógarfoss 7. Marz Reykjafoss 29. Marz VALKOM: Skógafoss 5. Marz Reykjafoss 26. Marz VENTSPILS: Reykjafoss 27. Marz WESTON POINT: Kljáfoss 17. Marz Kljáfoss 31. Marz I i Reglubundnar jferðir jhálfsmánaðarlega | jfrá: STAVANGER J ÍKRISTIANSAND f ÉOG i HELSINGBORG, ALLT MEÐ EIMSKIP @c@íeíms©!i®®í ¦Vefnaðarvöruverzlunii Nú eru síðustu forvöð að gera góð kaup á útsölunni LAUGAVEG 49, alls konar vefnaðar- vara á mjög lágu verði. Ennfremur (á Grundar- stíg) úrval af bómullarefnum í skyrtur og kjóla. Kínverskir dúkar í mörgum stærðum. Rúmfata- sett, dralon sængur og koddar o.m.fl. iGrundarstig 2i VIÐTALSTÍMI | A.þingismanna og | p borgarfulltrúa ú Ú Sjálfstæðisflokksins Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra «ér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 5. marz verða til viðtals Davíð Oddson, borgarfulltrúí og Hilmar Guðlaugsson varaborgarfulltrúi. Bifreiðaútboð Óskað er eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem eru eign Energoproje'ct.: 1. Snjósleði, HARLEY DAVIDSON 2. Land Rover, lengri, Diesel, '73. 3. Land Rover, styttri, Diesel, '73. 4. Land Rover, styttri, Diesel, 73. 5. Land Rover, styttri, Bensín, '73. 6. VW 1300'74. 7. VW 1200 L., '74. 8. VW 1300 '73. 9. Ford Bronco, '74. 10. Ford Bronco, '74. 11. Ford Bronco, '74. 12. Chevrolet Blazer, '74. 13. Chevrolet Blazer, Pick up, '74. 14. Chevrolet Blazer, Pick up, '69. 15. Willysjeppi CDS, '74. 16. Willys jeppi, CDS,'74. 1 7. Ford TRANSIT, sendibifr. 2.5 tonn, '69 18. Benz sendibifr. 2.5 tonn,'69. 19. UAZ452, sendibifr. '74. Bifreiðarnar seljast í því ástandi, sem þær eru nú í, og skulu tilboð miðuð við staðgreiðslu. Bifreiðamar verða til sýnis í dag laugardaginn 5. mars 1977, frá kl. 13—17 hjá Heklu h.f. Laugavegi 172, og skal tilboðum skilað þar á sama tíma. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 17.30. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HEKLA hf. Bílasala, Laugavegi 172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.