Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 15 sögðu fylgst með þeim. Á þetta við um endurbætur í mötuneyti svo og eldhúsi, en húsnæði þess hefur verið stækkað og endur- bætt á ýmsan hátt, og tækja- búnaður endurnýjaður eftir þörfum. Nokkur tilfelli iðrakvefs komu upp eins og getið er f skýrslunni. Þetta var á árunum 1972—74. Varð það til þess, að fSAL fékk Guðlaug Hannesson, gerlafræðing, ótilkvatt, til þess að halda námskeið fyrir starfs- menn mötuneytisins um meðferð matvæla og hreinlætis- hætti. Ekkert slikt tilfelli hefur komið upp sfðan vorið 1974, og virðist ótvírætt að rekja megi þann árangur til betri meðferðar á mat, sem m.a. leiddi af ráðleggingum Guðlaugs Hannessonar. Húnsæði möguneytis og skrifstofu er I timburhúsum, sem aldrei var ætlað að standa til frambúðar. ISAL hófst þvi handa árið 1975 um að láta gera frumhönnun á nýju mötuneyti og skrifstofubyggingu. Er ÍSAL ekki kunnugt, að þetta hafi verið gert að frumkvæði heil- brigðisyfirvalda, og þvi siður hefur byggingu nýs mötuneytis verið lofað fyrir einhvern ákveðinn tima eða yfirleitt. Það er rétt, að neyzluvatns- sýni eru rannsökuð reglulega. Samkvæmt upplýsingum, sem við höfum frá heilbrigðis- fulltrúanum I Hafnarfirði hafa vatnssýni frá Straumsvík ávallt reynzt betra drykkjarvatn en fáanlegt er bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Rannsóknir á neðanjarðar vatnsrennsli I átt til Straumsvíkur gerði Orku- stofnun 1976 að frumkvæði ÍSAL með vitund bæjaryfir- valda I Hafnarfirði, en ekki að þeirra beiðni. öll tilhögun á förgun kerbrota hefur verið ákveðin I samráði við heilbrigðisyfirvöld og eitur- efnanefnd. Flúornefnd hefur nú það verkefni að fylgjast með því, hvort mengunar verði vart I sambandi við förgun kerbrota og hef ur svo ekki reynzt vera. í sambandi við umbætur I aðbúnaðarmálum, ber þess að geta, að á undanförnum árum hefur verið tekið æ meira tillit til óska og tillagna starfsmanna sjálfra um endurbætur á vinnu- umhverfi þeirra, og er þetta I samræmi við almenna þróun I heiminum. Surál "~ * ISAL er ekki kunnugt um neinar kröfur heilbrigðisyfir- valda vegna súrálsryks I sam- bandi við landanir þess. Súrál er algjörlega efnafræðilega óvirkt og veldur ekki skemmdum á gróðri. Asbest Það er rétt, að héraðslæknir- inn I Hafnarfirði gerði fyrir- spurn um notkun asbests f Straumsvlk árið 1975. í fram- haldi af þvl var dregið mjög úr notkun asbests og hætt að saga það, nema I mjög óverulegum mæli, og þá við góða loft- ræstingu. Meðhöndlun asbests er í sjálfu sér á engan hátt skaðleg, en rykið við sögun þess gæti valdið heilsutjóni. Núverandi notkun álversins á asbesti er I kringum 30 tonn á ári. Blátt asbest hefur aldrei verið notað I Straumsvlk. Ryk Á ýmsum vinnustöðum I álverinu er nokkurt ryk. Ryk og óhreinindi eru alls staðar til óhollustu. Það virðist útbreidd skoðun, að sérkenni þeirra efna, sem eru í loftinu I ker- skálunum séu hættuleg heilsu manna. Það er misskilningur, sem byggist væntanlega á því, að 5—6% manna þolir illa að vinna I ryklofti og skiptir þá ekki máli hvers eðlis rykið er. Stafar þetta af ertingu og ofnæmiseiginleikum Álverk- smiðjur af sömu tegund og hjá ÍSAL hafa nú verið starfræktar I áratugi og er ekki vitað til þess, að menn hafi beðið tjón á heilsu sinni vegna sérkenna loftsins I verksmiðjunum. Hins vegar er til önnur álfram- leiðsluaðferð, sem kennd er við norskan mann að nafni Söder- berg og eru flest álver i Noregi af þeirri tegund. Þar eru ákveðnar grunsemdir um raun- verulega atvinnusjúkdóma, sem flestir starfsmenn gætu fengið, ef þeir vinna þar lengi, hliðstæða þeim sjúkdónuim, sem slgarettureykingar valda. Nokkur dæmi um óþol manna gagnvart ryki I Straumsvík eru rakin I skýrslunni. í þeim tilvikum, sem grunur hefur verið um atvinnusjúkdóma, hefur Tryggingastofnun rlkis- ins verið tilkynnt það I sam- ræmi við reglur þar að lútandi. Tilkynningaskylda til héraðs- læknis eða borgarlæknis f Reykjavík er bundin við lækna viðkomandi starfsmanna eða sjúkrahús. Öndunarsfur Öryggisfulltrúi ÍSAL hafði samband við Heilbrigðiseftirlit rikisins árið 1972 og spurðist fyrir um upplýsingar varðandi notkun á öndunarsíum og heyrnarvörnum, án fullnægjandi svara við þeim spurningum. Aftur á móti hafa læknar og fleiri aðilar nú slðari árin leitað upplýsinga hjá öryggisfulitrúa ÍSAL um notkun og gerð öndunarsía fyrir vinnumarkaðinn og einnig vegna heymæði hjá bændum. en hún er mjög út- breidd sem kunnugt er. Frum- kvæði í notkun og útvegun á öndunarsíum svo og öðrum öryggisbúnaði hefur ÍSAL haft frá upphafi eftir reynslu fenginni hjá viðurkenndum aðilum erlendis. Rannsókn á vinnuskilyrðum Varðandi greinargerð þá sem getið er I skýrslunni, að Heil- brigðiseftirlit rlkisins hafi gert að ósk heilbrigðisráðherra árið 1971, er það að segja, að ÍSAL hefur aldrei fengið niðurstöður þeirrar rannsóknar, enda virðist hún ekki hafa gefið tilefni til sérstakra aðgerða samkvæmt svari ráðherra. Gegnir þvl furðu, að eftir að þessi greinargerð hefur verið rakin, skuli dregin sú ályktun, að um sérstaka hættu á at- vinnusjúkdómum sé að ræða. Undanfarin þrjú ár hafa veikindaforföll starfsmanna hjá ÍSAL verið á bilinu 4,7 til 5% af reglulegum vinnutíma. 1 verksmiðjunni sjálfri hafa ttll árin veri minnst forföll meðal starfsmanna I steypuskála og kerskála eða 3,8 til 3,9%. Einnig má geta þess í þessu sambandi, að mannaskipti I kerskála er fátfð, og voru 6% á síðastliðnu ári, og í steypuskála *svo til engin. A undanförnum árum hefur verið leitazt við að stilla yfirvinnu I hóf og eru enda um það bein samnings- ákvæði við hlutaðeigandi verkalýðsfélög. Öryggiseftirlit rfkisins Um þátt örryggiseftirlits rikisins er það að segja, að það hefur á undanförnum árum margoft komið með ábendingar um hluti, sem lagfæra þyrfti og hefur svo verið gert. Varðandi þau 16 atriði, sem öryggiseftir- litið kom á framfæri 9. nóvem- ber 1976, er það að segja, að úr átta þeirra atri hefur þegar verið bætt, umbótum á þremur atriðum verður Iokið fyrir 1. júní, eitt atriðið reyndist á mis- skilningi byggt, tvö atriðin eru enn I athugun vegna tækni- legra örðugleika, og tveimur atriðum hefur að svo stöddu verið hafnað sem ónauðsynleg- um af hálfu ÍSAL. Hávaðamælingar og heyrnarskemmdir Árið 1972 mun heilbrigðis- fulltrúinn I Hafnarfirði hafa framkvæmt .hávaðamælingar á nokkrum vinnustöðum I Straumsvlk, og voru niður- stöður þær, að hávaði væri undir skaðsemismörkum. Arið 1973 lét ÍSAL fram- kvæma hávaðamælingar á öllum vinnustöðum, fyrst og fremst til þess að geta gefið ákveðnar leiðbeiningar til starfsmanna varðandi notkun heyrnarhlffa. 1 framhaldi af þeirri rannsókn var tekinn upp mjög hvetjandi áróður fyrir notkun heyrnarhlífa á þeim fáu stöðum, sem þeirra er þörf að staðaldri, og hefur notkun þeirra við slíkar aðstæður verið almenn siðan. Eins og fram kemur I skýrsl- unni framkvæmdi heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur heyrnarmælingar á hluta starfsmanna. Það var gert að frumkvæði Félags járn- iðnaðarmanna og náði hjá ÍSAL fyrst og fremst til járniðnaðar- manna. Var þetta liður i heildarathugun, sem félagið lét þá fara fram á öllum félags- mönnum sfnum vegna rök- studds gruns um heyrnar- skemmdir þeirra af hávaða á vinnustað. Almennar niður- stöður um heyrnarmælingar á vinnustöðum voru gefnar út á vegum Heilsuverndarstöðvar- innar árið 1974, en ÍSAL hefur aldrei borizt sérstök niðurstaða vegna mælinga á járniðnaðar- mönnum I Straumsvík, né heldur er ástæða til að ætla að ástand þar sé verra en hjá öðr- um járniðnaðarmönnum. Taka má fram, að mikill fjöldi af járniðnaðarmönnum I Straums- vík eru fyrrverandi vélstjórar, sem unnið haf a á hávaðasömum vinnustöðum og einungis nokkur slðustu ár hjá ÍSAL, en þar er hávaði hjá járniðnaðar- mönnum a.m.k. ekki meiri en vlðast hvar annars staðar á vinnustöðum þeirra. Túlkun Heilbrigðiseftirlits rikisins á niðurstöðum þessara mælinga er því mjög gróf rangfærsla og skóladæmi um óvísindaleg vinnubrögð. Heilsugæzla trúnaðarlæknis og slysatfðni. Eftir að Olafur Jónsson tók við starfi trúnaðarlæknis var komið upp aðstöðu fyrir hann í Straumsvik til þess að gera m.a. lungnaþolspróf og hafa þau verið framkvæmd síðan. Trún- aðarlæknir heldur skýrslur um niðurstöður þeirra prófana, og munu þær að sjálfsögðu verða látnar I té eins og óskað hefur verið. Varðandi þörf á að rannsaka Framhald á bls. 32 Athugasemdir vegna svars Matthíasar Bjarna sonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Ármanns Héðinssonar á Alþingi 1. marz sl. Sextugur: Kjartan Halldórs- son Rauðkollsstöðum SEXTUGUR er i dag Kjartan Halldórsson, hreppstjórj og sím- stöðvarstjóri, Rauðkollsstöðum, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu. Hann er fæddur 5. mars 1917 að Óddastöðum i Hnappadal, næst- yngstur átta barna hjónanna Hall- dórs Jónssonar bónda og Guðríðar Jónsdóttur. Heimili Halldórs bónda var trúlega eins og önnur islensk afdalaheimili I þann tíma, án flestra þeirra kosta sem nutiðarfólk gerir kröfu til, en þótti annálað fyrir sérstaka greiðasemi við gesti og gangandi, enda var þar talsverður gesta eríll, einkum að hausti. Sá sem fylgd þurfti norður yfir fjall til Skógarstrandar, fékk hana tíðast á Oddastöðum. Eins var með fylgd suður eftir, ekki stóð á heimilis- fólkinu að liðsinna, ef með þurfti. Þessi ósérhlífni og höfingslund Oddastaðahjóna hefur gengið í arf til afkomendanna. Kjartan Halldórsson festi kaup á Rauðkollsstöðum fyrir um þrjá- tíu árum, og hefur búið þar siðan. Kvæntur er hann myndarkonu, Huldu Tryggvadóttur frá Fá- skriiðsfirði, sem er honum sam- hent að rausn og greiðasemi. Fagur er Eyjahreppurinn þessa dagana, i veðurbliðu sem engan endi virðist ætla að taka. Ekki snjókorn á vegi að undanförnu, og ávalar hæðir og f lóasund brosa við ferðalanginum, þegar ekið er vestur um ' Snæfellsnes. Undir Hafursfjalli, þessum myndarlega fjallsrima, er teygir sig suður ur hálendinu, stendur bærinn Rauð- kollsstaðir, höfuðból landnáms- manna, höfðingja, alþingis- og dannebrogsmanna. Þar hefur oft verið mikið umleikis, enda mold- in gjöful og þjóðgata legið um garð. Utsýni er i senn bæði vina- legt og stórbrotið. Í Eyrbyggju segir frá Geirríði, systur Geirröðar á Eyri, en hún tók sér bólfestu I Borgardal við Alftafjörð, setti skála sinn á þjóð- braut þvera, og stóð þar jafnan borð og matur á, gefinn hverjum aem hafa vildi. „Af sliku þótti hon it mesta göfugkvendi." Fleira greinir ekki frá Geirriði í þessari látlausu og fallegu frásögn, enda nóg sagt. Er það hugboð mitt, að Rauð- kollsstaðaheimilið muni skapa sér svipuð eftirmæli, er stundir liða fram. Fullyrða má, að þar sé einn- ig skáli reistur um þjóðbraut þvera, enda bærinn I sveitarmiðju vegna legu sinnar og símstöðvar- innar þar. Hreppsbiiar og að- komufólk þurfa oft á fyrir- greiðslu heimafólks að halda varðandi síma. Er sú þjónusta vel og svikalaust af hendi leyst, og frægur er eldhúsbekkurinn á RauðkollsstÖðum, sem oft er þétt- setinn og þar margt skeggrætt og skrafað yfir góðum beina húsráð- enda. Gestrisni og greiðasemi sú er einkennir þetta heimili verður seint fullþökkuð af sveitungum, enda nær orðstir þess langt ut fyrir héraðsmörkin. í öll þessu nýtur Kjartan sín vel, glaðvær og Ibygginn I senn, jafnan veitull, jafnt I umræðum sem viðurgerningi, skyggn á þá umræðuþætti gamans og alvöru, sem flétta llfinu einn þráð. Sú sérstaða og stundum þversagnar- kennda kímni sem hann hefur tamið sér, gerir hann að hrók alls fagnaðar í sina hópi. Sú gáfa er vissulega mikilsverð, en þó er Kjartan alvörumaður, með fast mótaðar skoðanir, vinfastur og trygglyndur svo af ber. Hjálpsemi hans er við brugðið. í þessu sem öðru nýtur hann sinnar góðu eig- inkonu. Nátturugreind hans og hyggni hefur aflað honum vin- sælda og verðskuldaðs trausts meðal sveitunga hans. Kjartan gerðist stofnfélagi í Lionsklubbi Hnappdæla fyrir skömmu. Væntum við Lionsfélag- ar mikils af hollráðum hans og samvistum öllum, og óskum hon- um alls velfarnaðar á þessum timamótum. Þrátt fyrir vanheilsu síðustu ára, hefur Kjartani auðnast að búa sér og fjölskyldu sinni líf- vænleg kjör í skjóli íslenskrar sveitar. Gott er að eiga slíka granna. Ei leita lengst i álf um vort lán býr I oss sjálfum, segir Ijóðskáldið. Við óskum öll afmælisbarninu þess, að, lán hans eflist og dafni öll ókomin ár. Heill þér sextugum. Einar Jónsson Söðulsholti. Haf a hug á að dæla loðnunni beint í þróna t ATHUGUN er að setja upp við Sildarverksmiðju rfkisins I Siglu- firði ðtbúnað, sem dælir loðnunni beint úr skipi f þrær verk- smiðjunnar. Er þetta nýjung hér á landi ef af verður, áður hefur loðnan verið flutt á færiböndum frá skipshlið f þrærnar. Að sögn Jón Reynis Magnússon- ar forstjóra SR voru hér fyrir nokkru fulltriiar frá norsku fyrir- tæki og kynntu þeir sér aðstöðu i Siglufirði. Munu þeir á næstunni . ^ge.ra UlbQð. í .þessa. framk væjnd og¦ verður þá tekin ákvörðun um hvort farið verður út í að setja upp þennan dæluutbúnað, eða hvort færiböndin, sem þarfnast orðið endurnýjunar, verða gerð upp. Ný pressa var tekin í notkun i verksmiðjunni fimmtudaginn i siðustu viku og var síðasta loðnan, sem til var i þróm í Siglufirði, notuð til að prófa pressuna. A verksmiðjan í Siglufirði að geta afkastað 1000—1200 tonnum eftir að lítils háttar breytingar í viðbót haf a.verið framkvæmdar, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.