Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá íslenzka álfélaginu h.f.: Inngangur Almennt má segja um skýrslu Heilbrigðiseftirlits rikisins, sem Matthias Bjarna- son, heilbrigðisráðherra, flutti sem svar við fyrirspurninni, að hún er á margan hátt villandi, en i nokkrum atriðum beinlinis röng. íslenzka álfélagið h.f. hefur hingað til leitt hjá sér órökstudd skrif og sleggjudóma ýmissa aðila um starfsemi félagsins. Þegar opinber stofn- un, sem krefjast verður af heiðarleika í vinnubrögðum, lætur frá sér fara skýrslu eins og birt var síöastliðinn þriðjudag, sér félagið sig knúið til svara. Enda þótt ekki verði svarað öllum atriðum, sem þar koma frain, er þó talið rétt að drepa á nokkur atriði. Ljóst er, að á sama hátt og mikil breyting hefur orðið á hugarfari manna i sambandi við mengun umhverfisins af vóldum iðnaðar, hefur einnig orðið mjög ör þróun um kröfur um hollustuhætti á vinnustöð- um á allra sfðustu árum, og hafa í mórgum löndum verið settar nýjar reglur í sambandi við hámarksgildi skaðlegra efna í andrúmslofti á vinnu- stððum á síðustu tveimur árum. Hreinsitæki — Heilbrigðiseftir- lit ríkisins Það er rétt, að Heilbrigðis- eftirlit rfkisins sendi heil- brigðisráðuneytinu í janúar 1973 bréf, þar sem talið var óhjákvæmilegt að sett yrðu upp hreinsitæki við álverið. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti þetta með bréfi til ÍSAL 31. janúar 1973. Hvorki var greint hámarksgildi skaðlegra efna í útsleppi, né minnst á bætt and- rúmsloft á vinnustöðum. (Það var raunar ekki fyrr en með bréfi til ÍSAL í ágúst 1975, sem Heilbrigðiseftirlit rfkisins setti fram kröfur um hámarksgildi útsleppiefna, án þess þó að minnast á vinnuumhverfi frekar en áður. Þess má geta, að í þessu fór Heilbrigðiseftirlit ríkisins ekki eftir reglugerð, þar sem samkvæmt henni á það að mæla með stöðlum við heil- brigðisráðherra, en það var ekki gert, heldur sneri það sér beint til ÍSAL. ÍSAL svaraði þessu bréfi í desember 1975, og benti á, hvers vegna ekki væri hægt af tæknilegum ástæðum að uppfylla þessa staðla. Þvi bréfi hefur aldrei verið svarað). í marz 1973 krafðist heilbrigðisráðherra þess i bréfi til ÍSAL, að hreinsitæki yrðu sett upp innan sex mánaða. í sama mánuði svaraði ÍSAL þessu bréfi, og lýsti þvi yfir, að hreinsitæki yrðu sett upp við áliðjuverið í Straumsvík I fram- haldi af tilraunum, sem þá voru hafnar með snælduhreinsitæki Jóns Þórðarsonar, en þær til- raunir hófust snemma á árinu 1972. Niðurstaða tilraunanna varð sú, að hreinsihæfni tækis- ins væri nokkurn veginn sú sama eins og svokallaðra þak- hreinsitækja, sem í dag eru álit- in úrelt. Báðar þessar gerðir krefjast óhemju vatnsnotkunar og það vatn mengast vegna hreinsunarinnar. Þetta tæki var því úrskurðað óhæft til nota I áliðjuveri, en virðist geta reynzt vel í öðrum atvinnu- rekstri. Heilbrigðiseftirlit ríkis- ins fylgdist. með þessum tilraunum allan tímann. Tók ÍSAL þá ákvörðun um að hreinsa útsleppi frá verk- smiðjunni með svokallaðri þurrhreinsiaðferð og tilkynnti yfirvöldum þessa ákvörðun i október 1974. Þessi aðferð gerir kleift að hreinsa svo til algjör- lega föst og gaskennd flúorsam- bönd, sem koma frá ker- skálunum, svo rykagnir, sem fyrir hendi eru, þ.e. súrál, kolefni o.s.frv. Frekari meðhöndlun á útsleppi hreinsi- tækjanna er því óþörf, notkun og meðhöndlun á efnasam- böndum, sem innihalda flúor minnkar og vatnsmengun hverfur. Þessi aðferð krefst þess, að kerunum sé lokað og tryggir að umhverfi starfs- manna batnar mjög verulega. i þurrhreinsibúnaðinum eru eftirtaldir þættir: — Söfnun á óþynntum gösum frá kerunum undir sérstökum þekjum. — Flutningur á þessum gös- um í gegnum rörakerfi. — Hreinsitækið sjálft, en í þvi er súráli komið í samband við heit gösin til þess að það drekki í sig flúorvetnið, og ryk er aðskilið i pokasíum. Þurrhreinsitækið sjálft er nú þekkt tækni, og skapar ekki sem slikt vandamál. Það hefur hreinsihæfni, sem er um það bil 99%, bæði fyrir gasbundið og rykbundið flúor. Tæki þessi hafa verið í notkun i nokkrum álverksmiðjum síðustu 3—4 ár. Hins vegar eru erfið tæknileg vandamál samfara gassöfnun- inni vegna þess að hónnun þeirra kerþekna, sem til þess eru nauðsynlegar, þarf að aðlaga fyrirliggjandi kerum og þeirri tækni, sem viðhöfð er við álvinnsluna. Af þessum sökum hafa tilraunir ÍSAL siðan í október 1974 beinzt að þvi að finna lausn á tæknivanda- málum, sem þessum hluta hreinsitækjamálanna er sam- fara. Með hliðsjón af þróunar- vinnu og tilraunum, sem höfðu verið framkvæmdar í álverk- smiðju Alusuisse í Essen I Rangfærslur Heilbrigðis- eftirlits ríkisins ríkjunum, þar sem heill ker- skáli hafði þó verið búinn hlið- stæðum þekjum. Nokkrum mánuðum áður höfðu hafizt tilraunir í álverk- smiðju Alusuisse i New John- sonville í Bandaríkjunum með að breyta hliðarþjónuðum kerum I miðþjónuð. Mið- þjónustu aðferðin hefur marga kosti umfram hliðarþjónustu aðferðina, svo sem: — Það er ekki nauðsynlegt að hafa þekjurnar vélknúnar, og hægt er að opna þær í litlum einingum. — Hægt er að brjóta skurn- ina og bæta súráli á kerin, án þess að opna þekjurnar. — Meðan verið er að áltaka kerin og skipta um skaut, er nægilegt að opna eina eða tvær af nfu þekjueiningum öðru megin á kerinu. fyrsta flokks gassöfnunarkerfi. ÍSAL hefur því ákveðið að um- byggja báða kerskála I Straumsvik fyrir miðþjónustu og var nákvæm timaáætlun um þessa breytingu og uppsetningu þurrhreinsi- tækjanna afhent heilbrigðis- ráðherra 28. febrúar s.l. Tækni- leg lýsing og áætlun kostnaðar, sem er samfara þessari breyt- ingu og uppsetningu þurr- hreinsitækjanna er rakin í sérö stakri skýrslu um þessi mál, sem afhent verður Heilbrigðis- ráðuneytinu í þessum mánuði. Kostnaður er áætlaður kr. 4.800 milljónir. Aðal stefnumiðin, sem ná á fram með þvi að breyta kerunum úr hliðarþjónustu I miðþjónustu og tengja þau við hreinsitæki með öllum tilheyr- andi búnaði eru sem hér segir: Vestur-Þýzkalandi, var hannað kerfi fyrir kerþekjur sem nota átti yfir hliðarþjónuð ker, eins og nú eru i álverinu. í árslok 1975 var talið senni- legt, að slíkt kerfi yrði fullnægjandi og unnt að setja það upp í verksmiðju ÍSAL á þremur árum. Kostnaður var áætlaður kr. 2.200 milljónir. i ársbyrjun 1976 var undir- búningur kominn á þann rek- spöl, að komið hafði verið fyrir tveimur vélknúnum þekjum svo og afsogsrörakerfi til þess að gera ÍSAL kleift að meta það, hvort þessi lausn væri framkvæmanleg frá hreins- unartæknilegu sjónarmiði. Eftir að tilraunir með þessar þekjur höfðu staðið í nokkra mánuði, varð ljóst, að þessi lausn kæmi ekki til greina vegna erfiðleika bæði í rekstri og viðhaldi þessara þekna. Menn komust að sömu niður- stöðu I álverksmiðju Alusuisse I Lake Charles í Banda- Álverið f Straumsvík Af þessum sökum er gas- söfnunarhæfni miðþjónaðra kera með þekjum miklum mun betri en hliðarþjónaðra kera með þekjum. Þar sem tilraunirnar í New Johnsonville lofuðu góðu, var ákveðið að umbyggja tvö ker hjá ÍSAL fyrir miðþjónustu. Umbyggingin hefur í för með sér miklar breytingar bæði á forskauts- og bakskautshluta keranna, sem gera nauðsynlegt að kerin séu tekin úr rekstri meðan breytingarnar fara fram. Umbyggingu þessara tveggja kera lauk f októberlok siðastlið- ið ár, og kerin voru þá tekin i notkun aftur. Rekstrarárangur til þessa hefur verið viðunandi, og er þvi talið að nú hafi fundizt nothæf lausn á því tæknivandamáli að umbyggja áliðjuver í fullum rekstri frá hliðarþjónustu í miðþjónustu. Umbygging keranna gerir jafnframt fært að setja upp — Minnka útsleppi flúorsam- banda og rykagna niður i lægstu hugsanleg mörk með beztu þekktu tækni. — Að bæta umhverfi starfs- manna i ker skálunum. — Að endurvinna og endur- nota öll flúorsambönd, sem ella slyppu út. — Að auka vélvæðingu ker- skálanna og setja upp umfangs- mikla tölvustýringu á ker- rekstrinum. Dráttur sá, sem orðið hefur á uppsetningu hreinsitækja og fyrirtækið er mest gagnrýnt fyrir, stafar því fyrst og fremst af því, að það var ekki fyrr en nú á allra síðustu mánuðum, sem fyrir lá, hvernig hægt væri að leysa þau vandamál, sem því er samfara að serja upp fullkomnasta búnað, sem nú þekkist í starfandi verksmiðju. Einnig er ljóst, að hefðu frá upphafi verið þakhreinsitæki I Straumsvik eða þau sett upp, þegar kröfur heilbrigðisyfir- valda komu fyrst fram, hefði vinnuaðstaða starfsmanna orðið verri, en hún er nú mun betri í Straumsvik en víðast hvar annars staðar í málm- bræðslum. Stafar það af því hversu góð loftræsting er þar, en endurnýjun lofts fer fram upp um gólf kerskálans og út um rjáfur. Loftskipti I kerskála eru á 1V6 mínútu fresti eða sem svarar 40 á klukkustund. Fullyrða má, að ekki sé unnt að ná þeim árangri, sem Heil- brigðiseftirlit ríkisins ætlast til i sambandi við útsleppi frá verksmiðjunni, nema með þvi að beita þeirri aðferð, sem hér hefur verið lýst, þ.e. að umbyggja kerin fyrir miðþjón- ustu. Aðferðin við slfkar breyt- ingar var ekki þekkt fyrr en á siðastliðnu ári. Af framangreindu er ljóst að unnið hef ur verið sleitulaust að hreinsitækjamálum frá 1972 gagnstætt þvf sem látið er liggja að í skýrslu Heilbrigðis- eftirlits ríkisins, enda nemur kostnaður ÍSAL við þessi mál nú kr. 74 milljónum. Heilbrigðis- og öryggiseftirlit f Straumsvfk í skýrslunni segir, að um all langt skeið hafi verið starfandi trúnaðarlæknir við áliðjuverið. Það rétta er, að allt frá því að fyrsti starfsmaður ÍSAL var ráðinn árið 1966 hefur verið starfandi trúnaðarlæknir á veg- um félagsins. Var hann frá upphafi dr. Óli P, Hjaltested, unz hann lézt árið 1974, en þá tók við Ölaf ur Jónsson læknir. Auk hollustunefndar, sem nefnd er í skýrslu ráðherra, hefur verið sérstakur starfs- maður i fullu starfi sem öryggisfulltrúi, allt frá upphafi starfrækslunnar. Síðan 1. marz 1976 hefur öryggisfulltrúi einnig haft með höndum eftir- lit með hollustuháttum af hálfu ÍSAL, og honum til aðstoðar í þessum efnum, þ.e.a.s. slysa- vörnum og aðbúnaðarmálum voru þá skipaðar tvær nefndir, hollustunef nd og öryggisnef nd, og hafa þær starfað síðan við hlið öryggisf ulltrúa. Ráðning trúnaðarlæknis, öryggisfulltrúa og skipan ofan- greindra nefnda var gerð algjörlega að frumkvæði ÍSAL. Allir ofangreindir aðilar hafa að sjálfsögðu starfað I nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld i Hafnarfirði og öryggiseftirlit ríkisins. Nú mun í ráði að koma upp svipuðu kerfi I einni af verksmiðjum ríkisins að fyrir- mynd frá ÍSAL. Endurbætur í Straumsvík Af skýrslu Heilbrigðiseftir- lits rikisins má ráða, að heil- brigðisyfirvöld í Hafnarfirði hafi beitt sér fyrir ýmsum endurbótum í Straumsvik. Að sjálfsögðu er það rétt, en um flest þau atriði, sem getið er sérstaklega f skýrslu Heíl- brigðiseftirlits rikisins er það að segja, að endurbætur hafa farið fram að frumkvæði ISAL, enda þótt yfirvöld hafi að sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.