Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 33 Félag islenzkra stórkaupmanna: Óánægja með lána- og skattamál verzlunarinnar Samvinnufélögin njóta óeðlilegra forréttinda „Islenzk verzlunarsfett óskar aðeins eftir jafnrétti og eðlileg- um starfsskilyrðum f verðlags- málum um leið og hún krefst viðukenningar hins opinbera á mikilvægi starfa sinna I þágu þjóðarbúsins og hagsmuna hins almenna neytanda“. Þannig mælti Jón Magnússon for- maður Félags fslenzkra stór- kaupmanna á blaðamanna- fundi nýlega, er stjórn félags- ins kynnti fjölmiðlum ýmis helztu mál sem rædd voru á aðalfundi samtakanna sem haldinn var f Reýkjavfk um sl. helgi. Sagði Jón að á aðalfundinum hefðu öll helztu mál sem snerta stórkaupmenn og verzlunina í heild verið rædd. Efst á baugi hefðu þó verið verðlagsákvæð- in. Hefðu þau verið mikið rædd og samþykkt ályktun þess efnis að skorað var á rfkisstjórnina að hún framfyldi hið fyrsta hinni yfirlýstu stefnu sinni að hrinda fram faglegri lausn i verðlagsmálum íslenzku efna- hagslífi til framdráttar og endurreisnar, en léti í stað þess af hinum pólitfsku hrossakaup- um um þessi hagamunamál þjóðarinnar. Kom fram á blm. fundinum að stjórn F.Í.S. er almennt sammála verðlags- stjóra að núverandi verðlags- ákvæði hvetji ekki til hag- stæðra innkaupa, og samþykkti aðalfundirurinn einnig á lykt- un um að núverandi verðlags- ákvæði stuðla ekki að lægra verðlagi heldur þvert á móti hvetji þau til óhagstæðari inn- kaupa. Jón Magnússon sagði að ann- að aðalmál aðalfundar F.Í.S hefði verið samvinnan og sam- starfið við Verzlunarráð íslands. Væri það vilji samtak- anna að efla verkaskiptingu og iiagræðingu milli samtakanna í þeim málefnum er þau fjalla um, til að forðast tviverknað. i þessu sambandi írekaði aðal- fundur F.Í.S. fyrri ályktanir þess efnis að félagsleg aðild stórkaupmanna að V.i. eigi sér stað i því formi að Félag islenzkra stórkaupmanna verði aðili að Verzlunarráði íslands fyrir hönd félagsmanna sinna og hin beina aðild þeirra að ráðinu falli þar með niður. Skoraði fundurinn á stjórnir samtakanna að koma þessu máli í höfn fyrir apríllok nk. Á blaðamannfundinum kom fram að talsverð óánægja rfkir meðal stórkaupmanna með skattamál fyrirtækja. Felst sú óánægja aðallega f því að fyrir- tæki skuli skattlögð misjafnt eftir rekstursformi. í þessu sambandi benti aðalfundur F.Í.S. á þá heimild samvinnu- félaga til greiðslu % ágóðans í stofnsjóð, áður en tekjuskattur er álagður. Segir fundurinn þessa heimild valda því að sam- vinnufélögin njóti algjörrar sérstöðu við álagningu tekju- skatta. Sé þessi mismunun ósanngjörn og óviðunandi og þurfi að hverfa. Það kom og fram á blm. fund- inum með stjórn F.Í.S. að tals- verð óánægja ríkir meðal stór- kaupmanna varðandi lánamál verzlunarinnar, og svo sé einn- ig um skattamál hennar. Þann- ig kom fram að verzlunin hefur að jafnaði ekki fengið nema 2% af útlánum fjárfestingarsjóða á undanförnum árum, meðan iðn- aður og landbúnaður hafa feng- ið um 20% hvor atvinnuvegur og sjávarútvegur rúm 50%, að sögn Júlíusar S. Ólafssonar framkv.stj. F.I.S. Sagði Júlíus hér mikið óréttlæti eiga sér stað, hvort sem litð væri á þá veltu eða þann mannafla sem tilheyrir verzluninni. Þá hefði þróunin verið sú að undan- förnu að mun meiri aukning hefði orðið f útlánum til sam- vinnuverzlunarinnar en til einkaverzlunarinnar. Sagði Júlfus stórkaupmenn telja það óeðlilegt, með tilliti til þess að af almennri heildverzlun væru aðeins 20% hennar f höndum samvinnufélaga (olfuverzlun undanskilin hér.) Sagði Júlfus það ósk stórkaupmanna að þeir sætu við sama borð og sam- vinnufélögin í lánamálum vegna heildverzlunar. Jón Magnússon sagði i lok máls síns að stórkaupmenn teldu sig afskipta með hlutverk sitt f þjóðfélaginu að ýmsu leyti. Þannig sagði hann að heildverzlunin hefði mjög litið með drefingu á innlendum iðnaði að gera, þó svo að sú dreifing væri á öðrum Norður- löndum talin eiga að vera í höndum þeirra sem hafa dreif- ngarkerfin i höndum sér, þ.e. heildverzlunina. Sagði Jón iðn- aðinn hér inna af hendidreif- ingar verkefni sem fæli í sér tvfverknað, þvf stórkaupmenn gætu innt það verk af hendi og hefðu til þess aðstöðu, þ.e. mannafla og þekkingu. Eins og áður segir var aðal- fundur Félags íslenzkra stór- kaupmanna haldinn að Hótel Loftleiðum, laugardaginn 19. febrúar s.l., Formaður var endurkjörinn Jón Magnússon. Þá var Ágúst Ármann endurkjörinn í stjórn, en Jóhann J. Ólafsson og Gunn- ar Kvaran gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og voru þeim þökkuð störf i þágu félagsins á undanförnum árum. í stað þeirra voru kjörnir Ólaur Har- aldsson og Valdemar Baldvins- son, Akureyri. En hann er fyrsti stórkaupmaðurinn utan Reykjavfkursvæðisins sem kjörinn er í stjórn F.I.S. Fyrir í stjórn félagsins voru þeir: Árni Fannberg, Ólafur Kjartansson og Rafn Johnson. I upphafi minntist Jón Magnússon látinna félags- manna, þeirra Ingimars Bryn- jólfssonar, Bergþórs Þorvalds- sonar, Sigurðar F. Ólafssonar og Jóns S. Helgasonar. Fundarstjóri var kjörinn Jón Magnússon, form. F.l.S. Björgvin Schram og fundarrit- ari Jónas Þór Steinarsson, við- skiptafræðingur. Jón Magnússon formaður flutti ftarlega skýrslu stjórnar- innar um störf félagsins á siðastliðnu ári. Júlíus S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði frá starfsemi skrifstofu þess og ræddi nokkuð um samstarf inn- an verzlunarinnar og umsvif samvinnuhreyfingarinnar og nauðsyn á aukinni útbreiðslu- starfsemi verzlunarinnar. Jóhann J. Ólafsson varafor- maður félagsins, gerði grein fyrir reikningum þess. Jón Jóhannesson flutti skýrslu um starfsemi Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. Endurskoðendur voru kjörn- ir þeir Andrés Guðnason og Hilmar Fenger, til vara Otto A. Michelsen og Einar J. Skúla- son. I fastanefndir félagsins voru kjörnir: Hagrannsóknar- og hag- ræðingarnefnd: Ásgeir Gunnarsson, Helgi Sigurðsson, Guðmundur Þórðarson og Árni Gunnarsson. Skatta- og tollanefnd: Gunn- ar Eggertsson, Einar Kristins- son, Ólafur Guðnason og Þór- hallur Þorláksson. Utbreiðslu- og fræðslunefnd: Haraldur Haraldsson, Sturla Eiríksson, Guðmundur Hall- grfmsson og Ólafur Jensson. Utflutningsnefnd: Margeir Sigurjónsson, Guðbjörn Guð- jónsson, Hörður G. Albertsson og Richard Hnnesson. Sem fyrr segir var á aðal- fundi F.Í.S. rætt um öll helztu má verzlunarinnar. Voru sam- þykktar nokkrar ályktanir um þessi málefni og fara þær hér á eftir: 1. Afkoma og eiginfjár- staða heildverzlana. Aðalfundur F.l.S. vekur athygli á erfiðri greiðslustöðu heildverzlunarinnar, versnandi afkomu og siminnkandi eiginfé fyrirtækjanna Eigin féð kemur í fyrirtæki með tvennum hætti; annað hvort sem beint framlag eig- anda t.d., sem hlutafé eða með þeim hætti að rekstrarágóða er haldið eftir í fyrirtækinu t.d. f formi varasjóðs. Þau lán sem heildverzlunin á einkum kost á eru dýr skamms- timalán í vfxilformi og stutt er- lend vörukaupalán, sem veru- leg gengisáhætta fylgir. Rýrn- un eigin fjársins veldur aukinn lánsfjárþörf, auknum vaxta- kostnaði, gengistapi og þar með versnandi afkomu. Sökum útlánaþaks viðskipta- bankanna á heildverzlun i veru- legum erfiðleikum með fjár- mögnun eðlilegra vörukaupa sem dregur úr lána- og við- skiptaþjónustu neytendum til tjóns og telur fundurinn að nú- vernandi lánastefna bankanna sé með öllu óviðunandi fyrir verzlunina, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að aðrir at- vinnuvegir en verzlunin njóta afurðalánafyrirgreiðslu utan við útlánasamkomulagið. 2. Mismunur f útlánum eftir atvinnuvegum og rekstrarformum. Aðalfundur F.I.S. 1977, ítrek- ar mikilvægi þess að verzlunin komi á fót eigin langlánasjóði og fái sjóðurinn með löggjöf fastan tekjustofan f formi gjalds sem innheimt verði af verzluninni f landinu. I þessu sambandi vekur fundurinn athygli á því að verzlunin öll hefur fengið að- eins tæp 2% til jafnaðar af út- lánum fjárfestingarlánasjóða á undanförnum árum, á meðan að iðnaður og landbúnaður hafa fengið um 20% hvor at- vinnuvegur og sjávarútvegur rúm 50%. Þá gagnrýnir fundurinn harðlega þá mismunun innláns- stofnana f garð einkaverzlunar sem felst í því að árinu 1976 var útlánsaukning til samvinnu- verzlunar tæp 30% en til einka- verzlunar aðeins um 19%, þ.e. þriðjungi hærri aukning til samvinnuverzlunar en einka- verzlunar, en auk þess hefur sú fyrrnefnda óbeinan aðgang að afurðasölulánum. Telur fundurinn þennan mun i fyllsta máta óeðlilegan, ef haft er i huga að á sfðast- liðnu ári var 32% verðbólga i landinu og skorar fundurinn á bankayfirvöld að beita sér fyrir sanngjarnri útlánaskiptingu þar sem jafnræði rfki milli rekstrarforma. 3. Aðild F.I.S. að V.f. Aðalfundur F.I.S 1977 ítrek- ar fyrri ályktanir þess efnis að félagsleg aðild stórkaupmanna að Verzlunarráði tslands eigi sér stað í því formi að Félag fslenzkra stórkaupmanna verði aðili að Verzlunarráði tslands fyrir hönd félagsmanna sinna og hin beina aðild þeirra að ráðinu falli þar með niður, um leið verði gengið frá samningi um verkefnaskiptingu milli samtakanna, til að forðast tví- verknað. Fundurinn skorar á stjórnir samtakanna að koma þessu máli í höfn fyrir aprfllok nk. 4. Gjaldeyrismál. Aðalfundur F.Í.S. 1977 telur að gjaldeyrisviðskipti séu sjálf- sögð og eðlileg starfsemi allra banka og bankaútibúa á land- inu. Fundurinn álítur að stjórn- völdum beri að veita öllum, sem hafa réttindi til bankastarf- semi, full gjaldeyrisréttindi. 5. Skattamál. Aðalfundur F.I.S. vill ítreka fyrri ályktun um nauðs'yn þess að heimilað sé skattfrjálst endurmat vörubirgða við ákvörðun brúttóágóða. Það er grundvallaratriði, til þess að rétt mynd fáist af af- komu fyrirtækjanna, að verð- breyting vörubirgðanna sé tek- in í inn dæmið. Vörubirgðir eru í eðli sínu ekki ósvipaðar vélum og verkfærum iðnfyrirtækj- anna. Þær eru eins konar tæki, sem nauðsynlegt er til þess að verzlunin geti gengt hlutverki sínu. Það sjá allir, hversu fráleitt það væri, ef iðnaðarfyrirtækinu væri reiknaður skattur af verð- hækkun véla sinna, en við slfka meðferð hefur verzlunin mátt búa. Árangur þessara skatt- lagningar er sá, að verzlunin neyðist til að draga úr birgða- haldi sínu eða flytja það á hendur erlendra seljenda var- anna. Augljóst er, hvaða áhrif slíkt hefur á rekstraröryggi atvinnu- veganna og á verðlag innan- lands. Aðalfundurinn vill einnig hvetja til þess, að tekin sé upp verðstuðulsfyrning á fyrnan- legum eignun fyrirtækjanna, þannig að fullt tillit sé tekið til áhrifa verðbólgunnar og eignir fyrndar hverju sinni af endur- kaupverði eða sem næst þvi. Það er álit fundarins, að skattlagning fyrirtækja skulu fara eftir sömu reglum óháð því hvert rekstursformið er. I þessu sambandi vil fundur- inn benda á heimild samvinnu- félaganna til greiðslu i stofn- sjóð %ju ágóðans, áður en tekjuskattur er álagður. Þessi heimild veldur þvi, að samvinnufélögin njóta algjörra sérstöðu við álagningu tekju- skatts. Þessi mismunun er ósann- gjörn og óviðunandi og þarf að hverfa. 6. Verðlagsmál. Aðalfundur F.I.S. 1977 skor- ar á rikisstjórnina að fram- fylgja hið fyrsta hinni yfirlýstu stefnu sinni um að hrinda fram faglegri lausn í verðlagsmálum íslenzku efnahagslffi til fram- dráttar og endurreisnar, en láta af hinum pólitísku hrossakaup- um um þessi hagsmunamál þjóóarinnar. Aðalfundur minnir á fyrri ábendingar um að núverandi verólagsákvæði stuðla ekki að lægra verðlagi heldur þvert á móti hvetja þau til óhagstæðari innkaupa. Islenzk verzlunarstétt óskar aðeins eftir jafnrétti og eðlileg- um starfsskilyrðum í verðlags- málum um leið og hún krefst viðurkenningar hins opinbera á mikilvægi starfa sinna í þágu þjóðarbúsins og hagsmuna hins almenna neytenda. Að lokum vill fundurinn mót- mæla því harðlega að breyting á stefnunni f verðlagsmálum sé nokkur umbun til verzlunar- innar eða veiti henni nokkur forréttindi. ...íslenzk verzlunarstétt óskar jafnréttis í verðlagsmálum, skattamálum og lánamálum, og krefst jafnframt viðurkenn- ingar hins opinbera á mikilvægi starfa sinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.