Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977
Nýtt frímerkjablad
hefur göngu sína
UM ÞESSAR mundir er að
hlaupa af stokkunum nýtt
frímerkjablað, sem nefnist
Grúsk — tfmarit fyrir safnara.
Að tfmaritinu standa Lands-
samband íslenzkra frímerkja-
safnara og Félag frfmerkja-
safnara. Eins og rakið er í eins
konar forystugrein ritsins, er
útkoma þess árangur af við-
ræðum og samningum milli
fulltrúa þessara samtaka um
nokkurt skeið. I téðri grein er
skýrt nákvæmlega frá þeim við-
ræðum, en þær stóðu frá því
haustið 1975 og fram á útmán-
uði 1976. Hins vegar dróst fram
á sfðastliðið haust að ganga frá
samningum milli þessara sam-
taka, enda þurfti m.a. að
tryggja fjárhag ritsins, áður en
af stað yrði farið.
Að mínum dómi er mikill
fengur í því fyrir íslenzka
frímerkjasafnara, að þessi sam-
vinna hefur tekizt, enda ætti að
vera tiltölulega auðvelt fyrir
jafnöflug samtök og L.Í.F. og
F.F. að tryggja örugga útgáfu
ritsins, þegar fram liða stundir.
Ýmsir byrjunarörðugleikar eru
óhjákvæmilegir, en vandaiitið
er að komast yfir þá, ef allir
leggjast á eitt. Samkv. þeim
samningi, sem gerður var um
útgáfu blaðsins, eiga þrjú blöð
að koma út fram á næsta haust.
Er þá gert ráð fyrir, að í ljós
verði komið, hvort grundvöllur
er fyrir þessari sameiginlegu
útgáfu eða ekki. Þar sem út-
koma 1. tölublaðs hefur dregizt
um nokkra mánuði, má vera, að
3. tölublað verði eitthvað
seinna á ferðinni en áætlað var.
Slíkt skiptir hins vegar Iitlu um
framvindu þessa útgáfumáls.
Fjárhagsgrundvöllur þessa
tímarits á að vera miklu örugg-
ari en annarra þeirra frí-
merkjablaða, sem áður hafa
verið gefin út hér á landi og öll
áttu fremur erfitt uppdráttar
og hættu því að koma út eftir
mislangan tíma. Gert er ráð fyr-
ir því, að allir félagar í nefnd-
um samtökum fái ritið og verði
verð þess innifalið f árgjaldinu.
Þessi stefna tryggir mjög að-
stöðu ritsins og um leið rit-
nefndar, sem á að stýra þvi og
útvega efni til þess. í fyrstu
ritnefnd voru valdir þeir Sig-
urður H. Þorsteinsson og Þor-
steinn M. Gunnarsson af hálfu
L.Í.F. og Hálfdán Helgason og
Jón Aðalsteinn Jónsson af
hálfu F.F.
En hvers vegna var ritinu
valið heitið Grúsk — tfmarit
fyrir safnara? Eins og tekið er
fram i forystugrein þess, var
heitið valið með tilliti til þess,
að aðrir safnarar en frímerkja-
safnarar gætu gerzt aðilar að
því, svo sem myntsafnarar og
kortasafnarar. Leyfi ég mér að
birta hér orðréttan kafla úr
greininni, þar sem þetta sjónar-
mið er sett fram. Þar segir:
„Færi að okkar dómi vel á því
að allir safnarar sameinuðust
um eitt öflugt málgagn áhuga-
málum sínum til framdráttar.
Allt er þetta grúsk í einhverri
mynd og margir eru þeir, sem
grúska bæði f frímerkjum og
mynt og jafnvel einnig í kort-
um. Með hliðsjón af þessu urðu
nefndarmenn sammála um að
nota þetta heiti á væntanlegt
rit. A þennan hátt getur marg-
vísleg söfnun rúmazt undir ein-
um hatti." Það var sem sé sam-
dóma álit okkar, sem stóðum að
þessu útgáfumáli, að heppilegt
væri að ná sem víðtækastri
samstöðu allra safnara um út-
gáfu eins málgagns, þar sem
grundvöllur þess yrði þannig
langbezt tryggður.
Nú hafa málin hins vegar
þróazt nokkuð á annan veg, og
má vera, að þar sé um að kenna
einhverju sambandsleysi milli
safnara almennt. Um það skal
ekki dæmt hér. En í myntþætti
hér í Mbl. 26. f.m. er sagt frá
því, að Myntsafnarafélag ís-
lands hafi hafið útgáfu blaðsins
Mynt, sem sent sé öllum félags-
mönnum, um 330 að tölu. Ekki
veit ég, hversu margir þeirra
eru einnig frimerkjasafnarar,
en hygg þó, að þeir séu allmarg-
ir. Þar sem málum er þannig
komið, er harla ósennilegt, að
samvinna geti tekizt um sam-
eiginlegt málgagn allra safnara
— a.m.k. í bráð. Alít ég það að
flestu leyti miður farið.
Þar sem ég á sæti í ritnefnd
hins nýja frfmerkjatfmarits, er
ég ekki réttur maður til að
dæma það, hvorki efni þess né
Frímerki
eftir JÓN
AÐALSTEIN
JÖNSSON
frágang. Þó er mér vel ljóst, að
þessu fyrsta hefti er f ýmsu
áfátt. Verður vissulega reynt að
bæta um í næsta hefti. Sú er
stefna ritnefndar að freista
þess að hafa einhverjar frum-
samdar greinar um íslenzkt frf-
merkjaefni f hverju blaði. Auk
þess er ætlunin að þýða ýmis-
legt úr erlendum ritum, sem
búast má við, að íslenzkir safn-
arar hafi áhuga á að kynna sér.
Þá munu bæði L.Í.F. og F.F. fá
rúm í hverju blaði fyrir öll mál-
efni, sem þau þurfa að koma á
framfæri við félagsmenn sfna.
Þar sem ég veit, að töluvert
margir frfmerkjasafnarar eru
utan þeirra samtaka, sem
standa að þessu frfmerkjariti,
taldi ég sjálfsagt að kynna þetta
rit og stefnu þess hér f þættin-
um.
En það eru fleiri en frí-
merkjasafnarar i Reykjavik,
sem skrifa um áhuga mál sín.
Nýlega barst mér fjölritað
kver norðan úr Aðaldal, þar
sem segir frá starfsemi
frfmerkjasafnara á þeim
slóðum. Verður vikið að þvf
kveri í næsta þætti. Ég vil að-
eins þakka þessa sendingu og
um leið hvetja önnur frí-
merkjafélög til að muna eftir
þættinum, ef þau vilja koma á
framfæri upplýsingum um
starfsemi sfna. Frá öllu slfku
verður greint hér eftir því sem
rúm leyfir.
eftir VALGARÐ
THORODDSEN
að hefja reynsluboranir eftir
olíu norðan 62. breiddarbaugs
vorið 1978, en olían á norska
landgrunninu hefur hingað til
aðeins verið unnin sunnan þess
svæðis. Á norðursvæðinu eru
helstu fiskimið Norðmanna,
auk þess að það er landfræði-
lega viðkvæmt svæði, m.a.
vegna nálægðar við siglingaleið
Rússa út á Atlantshafið.
Á þessum tíma voru hinsveg-
ar nokkuð skiptar skoðanir um
málið, meðal fbúa norðurhluta
landsins, þ.e. norðan Álasunds.
Áberandi var Stuðningur verka-
lýðsfélaga um að hefja boranir,
og sum bæja- og sveitafélög
höfðu þegar gert ýmsar ráðstaf-
anir til að taka við auknu at-
vinnulffi með kaupum á landi
til aðstöðusköpunar. Hinsvegar
heyrðist annað hljóð í strokki
fiskimanna. Þeir óttuðust ólíu-
mengun í sjónum, jafnvel eyði-
leggingu fiskimiða sinna, og
ýmislega aðra óáran sem borið
hafði á á suðursvæðinu.
Nú hafa risið upp all miklar
deilur í Stórþinginu um málið.
Svíar semja
við Norðmenn
um olfukaup
Nýlega hafa Svíar samið við
Norðmenn um kaup á hráolíu
frá lindum á landgrunni Nor-
egs.
Samningar þessir eru nokkuð
fram í tímann, þvf reiknað er
með að aðalsalan hefjist árið
1978, en um það leyti er áætlað
að full vinnsla sé komin á. Sví-
ar hefja nú byggingu olfu-
hreinsistöðvar á vesturströnd
landsins, en þangað er stutt
sigling til olíusvæðanna.
Samningar gera ráð fyrir að
salan fullnægi 20% af olíuþörf
Svíþjóðar, en ef miðað er við
núverandi notkun, myndu við-
skiptin verða um 6 milljónir
tonna á ári að verðmæti um 5
milljarða norskra króna.
Deilur í Noregi
um aukna
olfuvinnslu
Á s.l. sumri virtist vera sam-
staða á norska Stórþinginu um
Lengst til vinstri: Mánudagur
— verkbyrjun. — Myndirnar í
miðið: Bygging 70 m reykháfs.
— Lengst til hægri: Laugardag- /
ur — verklok.
ORKA S TÆKNI
Stjórnmál og
staðreyndir
Við kosningar til Ríkisþings
Svíþjóðar á s.l. ári, var eitt af
mestu hitamálunum það, hvort
leyfa skyldi áframhaldandi
byggingu kjarnorkuvera.
Andstöðuflokkar þáverandi
ríkisstjórnar vildu stöðva slíkar
framkvæmdir, vegna hættu
sem af þeim stafaði, enda er
vfðar en f Svfþjóð mjög mikil
andstaða gegn byggingu slíkra
raforkuvera.
Andstaðan gegn kjarnorku-
verum sigraði, rfkisstjórnin
féll, rfkisstjórn jafnaðarmanna,
sem setið hafði við völd í nær
ómuna tfð. Að vísu komu fleiri
mál til, þótt kjarnorkumálin
hafi verið einna mest í sviðs-
Ijósinu.
Hin nýja stjórn miðflokkanna
hafði ekki lengi haldið um
stjórnvölin, í nánu samstarfi
við embættismenn og sérfræð-
inga, þegar hún varð að horfast
í augu við blákaldar staðreynd-
ir.
Svíþjóð er orkuvana land,
þegar frá eru taldar úranium-
námur til kjarnorkufram-
leiðslu, og svo til full nýttar
vatnsorkulindir. Aukning raf-
orkunotkunar er nálægt 8% á
ári hin síðari ár, og hin rómaða
velmegun landsbúa byggist að
mjög stórum hluta á mjög há-
þróuðum iðnaði. Orkuskortur
hefði því haft vanandi áhrif á
atvinnu- og yfirleitt allt efna-
hagslíf Svíþjóðar.
Fjárlög sænska ríkisins fyrir
árið 1977 sýna viðbrögð hinnar
nýju stjórnar. Upprunalegar
tillögur sænsku ríkisrafveitn-
anna, varðandi kjarnorkuver,
voru allar samþykktar — ekki
ein króna skorin burt. Hinsveg-
ar voru lækkaðar fjárfestinga-
tillögur til ýmissa annarra
verkefna þeirra, en ríkissjóður
tók auk þess á sig ábyrgð á
lánum til einkafyrirtækis, sem
vinnur að námuvinnslu úrans
— eldsneytis fyrir kjarnorku-
ver.
Heildarfjárfesting rafveitn-
anna varð 2240 millj. s.kr., þar
af til kjarnorkuvera um 1200
millj.
MdéAmMáéáááMi.