Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 Einarlína Bjarna- dóttir - Minningarorð Fædd 20. júnf 1890 Dáin 28. februar 1977 Einarlína var fædd i Gamlabæ 1 Meðallandi. Foreldrar hennar voru: Málfríður Einarsdóttir og Bjarni Vigfússon, bæði Skaft- fellingar. Börn þeirra voru sjö. Eitt dó ungt, en sex komust til fuilorðins ára. Þrjú þeirra eru nú á lífi: Jóhanna, Gunnar, Mál- fríður og Sigrún, hálfsystir. Frá Gamlabæ fluttust foreldrar Einarlinu að Nýlendu í sömu sveit og bjuggu þar í nokkur ár. Síðan lögðu þau upp frá átthög- unum alla leið vestur í Árnes- sýslu að Kampholti i Flóa, þar voru þau í eitt ár, þá var Einar- lína átta ára gömul. Eftir það fluttust þau hjón að Lamba- stöðum i Hraungerðishreppi og bjuggu þar í ellefu ár. Þá missti Bjarni konu sina og hætti sveita- búskap, en fluttist til Eyrarbakka og giftist aftur og hafði smiðar að atvinnu. Prestsetrið Hraungerði var, og er næsti bær við Lamba- staði. Þangað fór þá Einarlina til séra Olafs Sæmundssonar og frú Sigurbjargar Matthiasdóttur. Dvöl hennar þar stóð í níu ár. Eitt ár var hún á Litlu-Reykjum i sömu sveit. Haustið 1919 réðst Einarlina að Kolviðarhóli til Sigurðar Daníels- son-ar og Valgerðar Þórðardóttur, móður minnar. Þar var hún i tutt- ugu og sjö ár við góðan orðstír. Lina var hún alltaf kölluð, og þykir mér vinsamlegast að ávarp mitt sé svo, er ég vil þakka henni samveruna og órofa tryggð.Efst er mér þó í huga hinn trúi þjónn móður minnar, sem átti fáa sína líka, bæði að dugnaði og velvilja í garð húsbænda sinna og aldrei er um of þakkaður. Lina hefur, eins og allir aðrir, fengið sitt úthlutaða „pund“. Það hefur hún farið dyggðuglega með í því starfi, sem umhverfið hefur skapað henni. Þjónustulundin var ein af hennar dyggðum, sem er ljóslifandi i kenningu Krists og sem vert væri að ihuga á dögum eigingirninnar. Verkaskipting milli mann er nauðsynleg og ekki umdeilt að svo þurfi að vera. Það vita allir, að ekki er sama hvernig verkin eru unnin eða með hvaða huga, og veldur þar miklu um góðan árang- ur, í hvaða starfi sem er. Dóttir séra Ólafs heitins Sæmundssonar, Fríða frá Hraungerði, baðmig að minnast Einarlinu með þakklæti frá sér fyrir alla tryggð og góðar samverustundir á heimili for- eldra hennar. Það var sama hvar þessi kona vann, hún lá ekki á liði sínu. Vinnugleðin var hennar gæfa og lofsverður förunautur til æviloka. Árið 1946 fluttist Lína með móður minni frá Kolviðar- hóli og bjuggu þær saman i Hveragerði. Á sumrin var hún I kaupavinnu, en á vetrum hirti hún nokkrar kindur heima við. Það var hennar lif og yndi. Hún kunni að lesa þakklæti úr þöglu látbragði dýranna, sem hún undi sér betur við en þótt hún hefði gist giaumsali nútímans. Lfna var mikill dýravinur. Þess er vert að geta vegna þess hversu eftir- breytnivert það er, og líka sýnir það innræti og séreinkenni þess- arar konu. Henni þótti sérstak- lega gaman að hestum, og það var eitt með því fyrsta í okkar kynn- um, að hún trúði mér fyrir því, að sig langaði til þess aðð eignast gæðing, sem hún ætti kost á, en gat alls ekki borgað nema helm- inginn í, en hesturinn var dýr. Hún spurði mig, hvort ég gæti nú ekki hjálpað sér um það sem á vantaði. Ég átti einhverja saman- dregna aura, sem pössuðu og gerði bón hennar án tafar, því Lina var mér góð og sjálfa langaði mig til þess að eiga hest, svo að ég skildi hana vel. Það var ánægju- legt að sjá gleðina, þegar Lína var orðin eigandi hans og strauk honum um flipann. Hann átti líka eftir að veita henni mikla ánægju. Þetta segi ég ekki mér til ábata. Ég fór síðar i fjarlægð frá henni og mitt tillegg til hennar var litið. Heldur er þetta sagt af því, að það var i fyrsta sinn, sem ég tók veru- lega eftir þvi, að hún átti sál með málleysingjunum. Hún kunni að njóta þess að sjá faxið flaksast til og taka sér sprett út i fjallaloftið. Hún var barn náttúrunnar með þeim eðliskostum, sem þvi fylgir. Siðar tók ég betur eftir því, að hún átti einlægara hugaþel til dýranna en almennt gerist, og + Faðir okkar, sonur og bróðir SIGURÐUR ÞORLEIFSSON, Hraungerði. Grindavík. andaðist 2 þ m Börn, foreldrar og systkini. t Útför mannsins mtns og föður okkar HALLDÓRS P DUNGAL. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7 marzkl. 13.30 Nanna Dungal, Glsli H. Dungal, Páll H. Dungal, Hóskuldur H. Dungal. viðurgerningur var eftir því. Hún sá ekki eftir drjúgum hluta matarskammts síns eða vel það, til þess að seðja hungruð dýr, sem i eymd sinni hölluðu sér að heim- ili hennar á elliárunum. Ég vil hiklaust segja að svona hugarfar stefni á hærri mið. Stundum varð hún að lúta þrekleysi ellinnar og vera upp á aðra komin með að- drætti. Vel má vera að það hafi verið raun fyrir konu, sem áður var úrtöku dugleg. Hún borgaði matborðið og reiddi það sér til gleði og ég vil segja Guði til dýrð- ar. Það lífsyndi hennar Línu að gera þeim gott sem þjáðust, og sjálf menningin lætur sér liggja i léttu rúmi um, en það eru dýrin. Sannarlega gæti það orðið langt mál að tala um Linu og dýrin, en takmörk eru sett við löngu máli. Einarlína giftist ekki en átti dóttur, sem reyndist móður sinni hin besta. Hún heitir Agusta Óskarsdóttir og er gift Magnúsi Sigurðssyni frá Hjalla í Ölfusi. Þessi ágætu og myndarlegu hjón hafa reynst Einarlínu í alla staði með ágætum. Hjá þeim mátti hún vera þegar hún vildi, en tryggð við Hveragerði og sveitina heill- aði hana fram til síðari ára. En hjá þeim hefur hún verið tvo vetur og ekkert til sparað að henni liði sem best. Frá þeim hjónum fór hún á sjúkrahús, þar sem hún dó eftir nokkurra klukkustunda legu. Systir mín bjó rétt hjá Linu i Hveragerði, réttu þau hjón henni oft hjálpar- hönd. En endanlegt athvarf henn- ar, og raunar alltaf, var dóttirin og tengdasonurinn. Það eru vist margir sem minn- ast hennar Línu á ,,Hólnum“ með hlýjum huga. Hún hreykti sér ekki hátt, en smáatvikin leyndu ekki hugarfarinu. Ég gleymi þvi ekki þegar ég var vakin um miðj- ar nætur og Lina hljóp stundum í skarðið fyrir mig, sem var lasinn unglingur. Hér skal staðar numið með þökkum til þessa dygga þjóns móður minnar og hollvinar okkar. Sá sem kunni að skilja kjarn- ann frá hisminu saði þetta: „Þú trúi og dyggi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þins“. Dóttur, tengdasyni og ættingj- um Einarlínu sendi ég kæra kveðju mína. Aslaug Gunnlaugsdóttir frá Kolviðarhóli. Langur dagur er að kvöldi kom- inn, og hvildin kærkomin veg- móðum gesti. Enginn metur meir né skilur betur, hve hvildin er kærkomin og nauðsynleg hröktum og hrjáð- um ferðlöngum, mönnum og mál- leysingjum, en þeir sem vinna lifsstarf sitt þar, sem mest er þörf traustra handa og hlýs hjarta öðr- um til bjargar. I þeim hópi var hún Lína frænka okkar. Mestan hluta ævi sinnar var hún annarra þjónn, gerði aldrei neinar kröfur til ann- arra, en því meiri til sjálfrar sin, hún gerði daginn langan en nótt- ina stutta. í 27 ár samfleytt var hún þjón- usta á Kolviðarhóli, stað sem er innilokaður af hraunum og fjöll- um, en þó í einni mestu alfaraleið þessa lands, þar var þvi þörf á trúrri varðstöðu og hlýju hjarta- lagi og hvorttveggja var i té látið. Húsráðendur á Kolviðarhóli voru þá Valgerður Þórðardóttir og Sigurður Danielsson , sem öll- um eru minnisstæð er til þekktu. Og fyrir starf þeirra hjóna á Kol- viðarhóli sem lengst af var hið eina byggða ból á langri leið yfir hraun og fjöll milli tveggja sýslna, stendur óteljandi fjöldi manna bæði Iifs og liðin i þakkar- skuld. En ótaiið er það fólk sem var í vist hjá þeim hjónum og þjónaði þeim af trúmennsku og dyggð og unnu verk sín jafnt á nóttu sem degi, og ómæld var nætur- og helgidagavinnan. „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Og nú er hún Lína gengin inn til fagnaðar herra síns. Hún hét fullu nafni Einarlína Ragnhildur Bjarnadóttir og var fædd 20. júni árið 1890 að Gamlabæ í Meðal- landi. Voru foreldrar hennar þau hjónin Bjarni Vigfússon og Mál- fríður Einarsdóttir, bæði ættuð úr Skaftafellssýslum. Sjö voru börn þeirra hjóna og eru þrjú þeirra eftir á lífi. Málfriður, sem á heimili sitt á Akranesi, Jóhanna og Gunnar bæði búsett I Reykja- vík, eina hálfsystur eiga þau, Sigrúnu, og er hún einnig búsett i Reykjavík. Frá Gamlabæ fluttu þau hjón að Nýlendu i sömu sveit og bjuggu þar, þar til þau fluttu alfarið úr átthögum sínum úr í Árnessýslu og bjuggu lengst af á Lambastöðum í Hraungerðis- hreppi. Þegar þau fluttu austan úr Skaftafellssýslu, var Lína elst systkina sinna átta ára gömul . Flutningurinn tók sex dægur. Reið hún alla þessa löngu leið ofaní á milli klyfjanna á reiðing og var bundin til öryggis, og svo var búið um þrjú önnur systkini hennar, hin voru reidd. Þetta ferðalag var hin mesta þrekraun, með hóp af smábörnum ásamt einhverjum bústofni, yfir öll fjót óbrúuð. Snemma reyndi á kjark og þrek þessarar óeigingjörn u og ósérhlífnu konu. Á Lambastöðum andaðist Mál- fríður móðir hennar. Lét faðir hennar þá af búskap og fluttist til Eyrarbakka, síðast átti hann heima á Akranesi, með seinni konu sinni, Sigríði Höskuldsdótt- ur, og þar andaðist hann gamall maður. Hann var hagur vel bæði á tré og járn og fékkst við smíðar ásamt búskapnum alla tið. Nítján ára gömul fluttist Lína úr foreldrahúsum. Fór hún þá vinnukona til séra Ólafs Sæm- undssonar að Hraungerði, síðan að Litlu-Reykjum í sömu sveit. En haustið 1919 fluttist hún að Kolviðarhóli og dvölin þar varð meira en rétt að koma og fara, því að þar átti hún heima óslitið i 27 ár. Áriðl946 fluttist hún með hús- móður sinni, Valgerði Þórðardótt- ur, til Hveragerðis og var hjá henni meðan hún lifði. Alls urðu þvi samvistir þeirra rúm 37 ár. Af öllum þeim fjölda fólks, er fyrr og síðar var í vist hjá Val- gerði á Hólnum, var enginn jafn- lengi og Lina. Lýsir það kannski best þessari trúu og trygglyndu konu. Hún kom að Kolviðarhóli á þeim árum, er ferðamanna- straumurinn var hvað mestur og lifði þar tímabil tvenn, vagnöld- ina og bílaöldina. Lína var mikil þrekmanneskja og heilsuhraust svo til alla ævi sína. Hún var hamhelypa til allar verka, gekk að öllum störfum utan húss og inn- an, og vann þar mikið dagsverk, svefnlétt og árrisul alla ævi. En það sem einkum af bar með þessa konu var það hve mikill dýravinur hún var. Hennar líf og yndi var að umgangast allar skepnur, ala önn fyrir þeim, jafnt í húsi og í haga. Enda sagði hún að hún hefði ekki unnað öðru meira i lífinu en húsdýrunum, sem hún umgekkst, og það er víst að þau þekktu sinn góða hirði og létu vel af honum, enda nutu dýr- in sem komu hrakin að Kolviðar- hóli umhyggju hennar engu síður en mennirnir. Á sínum yngri árum átti hún alltaf góða reiðhesta og var það hennar mesta lífsnautn að sitja gæðing og þeysa á honum frjáls þar sem hátt var til lofts og vitt til veggja. Fyrir mörgum árum varð hún fyrir því slysi að detta og meiða sig í hné, sem hún síðan fékk blóðeitrun i, og það' varð þess valdandi að upp frá þvi gekk hún við staurfót, og eftir það gat hún ekki setið hest eins og áður. Alla tið átti hún kindur, sem hún heyjaði lengst af fyrir, og átti að tryggum vinum. Lina giftist aldrei, e hún eign- aðist eina dóttur, Ágústu Óskars- dóttur Smith. Ágústa er gift Magnúsi Sigurðssyni frá Hjalla í Ölvesi, eiga þau tvo syni, Einar og Sigurð. Eftir að Valgerður dó, bjó Lína ein í litla húsinu, sem þær fluttu i þegar þær fóru frá Hólnum, þar var hún í nábýli við dóttur Val- gerðar, Guðriði, og mann hennar Eggert. Á milli þessa fólks var órofa tryggð og vinátta, og enginn dagur leið svo að ekki væri farið á milli húsanna, og eftir að Lína var orðin ellimóð sýndu þau henni mikla umhyggju, sem Ágústa dóttir hennar og Magnús mátu mikils og voru þessum sæmdar- hjónum svo þakklát fyrir. + Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og virðingu vegna andláts og útfarar eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa. GUÐMUNDAR EIRÍKSSONAR. gullsmíðameistara Sérstaklega þökkum við lærlingum hans þeirra veglegu gjöf um minningu hans. Amalía Þorleifsdóttir, Ingveldur og Birgir Berndsen Elfn og Róbert Staneck og barnabörn. + Þökkum vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar ODDNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR Björgólfur Stefánsson Oddný Thorsteinsson Sigrfður Stefánsdóttir Kelley tengdabörn og bamabörn Eiginmaður minn. + PÁLMIPÉTURSSON. skrifstofustjóri. lést á Landspítalanum siðar miðvikudaginn 2. marz. Jarðarförin auglýst Fyrir hönd vandamanna, Anna-Lísa Pétursson. Maðurinn minn + GÍSLI JÓNATAN EINARSSON. Setbergi, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju 1 dag laugardaginn 5. marz kl. 3. síðdegis. Guðmunda Jónasdóttir + Eiginmaður minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi, PÉTUR ÓLSEN VIDNES, Hvassaleiti 20. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7 marz kl. 10 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð Þórunn Stefánsdóttir Gunnar Olsen Inga Guðjónsdóttir Óli Karló Ólsen Halldóra Steinsdóttir og barnaborn Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofa vor verður lokuð mánudaginn 7. marz frá kl. 1 — 3 vegna jarðarfarar HALLDÓRS P. DUNGALS. Penninn s.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.