Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 Ingimar Erlendur Sigurðsson: Þegar Kínverjar hófu blóðuga menningarbyltingu stóð heimur- inn á öndinni um stund. Jafnvel íslandshjarinn sem ógjarna hleypur upp um háls á heimsvið- burðum en hugar þvf meir að jafnvægi f byggð sinni, jafnvel hann stóð á öndinni, meðan Kln- verjarnir sprungu einn af öðrum; meira að segja í loft upp — Lin Pao. Takmörk eru fyrir hve lengi hægt er að standa á öndinni menningarlega, til lengdar hlýzt af því einkennilegur menningar- sjúkdómur, sem skilgreina mætti sem andlegt ilsig; frægur í mann- kynssögunni af ofstopamönnum sem stýrðu fótgönguliði yfir menningarakra, svo naumast stóð uppi strá, menn eins og Napóleon og Hitler, að ekki sé minnst á fótbendi þeirra, líkþornamenn andans. Kínverjar standa enn á öndinni. Enda lungað þeirra rauða ærið risavaxið. Enginn veit hve lengi þeir standa á öndinni. Hve djúp- tækt hið andlega ilsig verður. Rússar stóðu hálfa öld á öndinni. Þá náði hið andlegá ilsig hámarki. Síðan hafa þeir andlegan flatfót. Líkþornamenn ráða fyrir hinum andlegu ríkjum. Rússar standa enn á öndinni — til hálfs. Þeir hafa aðeins útöndun, ekki inn- öndun. íslendingar standa aldrei á öndinni til lengdar. Enda hafa þeir lítil lungu, lóuþrælslungu. Þeir hafa sloppið blessunarlega við andlegt ilsig; þenna menn- ingarsjúkdóm sem trölltroðið hefur stórveldin. Þó hefur nokk- urt ilsig náð fótfestu I stöku heila- búi Islenzku. islendingar í heild leggja ekki heilabú sitt undir framandlegar iljar. Slíkir heimalningar eru þeir í heilabúinu — og þjóðarbúinu. Sama hvort hið andlega ilsig er rússneskt eða kínverskt; þeim er andstætt að hafa ilsig á heilanum. Slíkt er aðeins fyrir þá sem vilja fótumtroða aðra. Þeir leyfa þó einstaklingum að hafa sitt — and- lega ilsig. Á sama hátt og móður- sjúkar kerlingar mega elska sjúk- dóma að eigin vali. Munurinn á þessu er þó mikill. Yfirieitt er móðursýki ekki smit- væn. Hún er ekki farsótt sem berst eftir menningarlegur far- vegum. Hins vegar er fullsannað að hið andlega ilsig er smitandi. Öharðnaðir heilar eru næmir fyrir þvflfku andlegu fári, sem berst þeim í líki hugsjóna; frelsis, jafnréttis, bræðralags. Æskufólk lætur heillast af hljómi stórra orða, merkingar- hljómi þeirra. Hin stóru orðin stæla til verka. Afreksverka, óþurftarverka, illverka. Allt eftir þvi hve fast ilin þrýstir á heilann; il stjórnanda hinna stóru orða. Andlegir höfðingjar æskunnar breytast áður en varir I hershöfð- ingja, venjulega mannkynsslátr- ara, stígvélafulla af blóði — rauðu æskublóði. Æskan heldur út á vígvelli veraldar, syngjandi stóru orðin, I uppstoppuðum einkennisbúningum, föðurlands- brókum, heiðusmerkjajökkum, með bððulshanzka og hjálma til að verjast hugsunum. Stóru orðin þagna í stórskotaglaumnum. Sú æska sem aftur snýr, öldruð af návist dauðans. Heimkomnum opinberast hel- víti — hugsjónarinnar; stóru orð- anna. Þeir, sem eru svo treggáfað- ir að halda trúnað við helgimynd þeirra, eru bannfærðir af höfð- ingjum heilaþvottabtiða, sem sátu veizlur að baki víglfnum; takist þeim ekki að skola úr þeim merk- ingar stórra orða, sem auðvitað stöð ekki til að taka bókstaflega á heimavígstóðvum, er vafið um höfuð þeirra gaddavír, geislabaug nútíma-píslarvættis. Hugsjónir eru ekki ætlaðar til heimabrúks; að hinni blóðugu orðanna bylt- ingu lokinni. Bræðralagið er að- eins böðlanna. Jafnréttið aðeins jafnrétti hinna dauðu. Frelsið aðeins fáeinum; þeim sem hafa framúrskarandi — andlegt ilsig. Æskunni er vorkunn. Hún leit- ar tilgangs í torræðri veröld. i brjósti hennar funar þrá til full- komnunar. Hin stóru orð virðast benda til sliks veruleika. Þessi veikleiki fyrir stórum orðum, kenniorðum, hefur lengi verið sölumönnum á vitorði, sölu- mönnum hugsjóna — stjórnmála- mönnum. Þeir selja mönnum sllk orð, einkum æskunni, ýmist með afborgunarskilmálum eða á víxl- um. Á styrjaldartimum verða víxlarnir að fallöxum. Á friðar- timum andlegur þrældómur, afborgunaráþján. Aðeins pfslarvottar mannkyns hafa reynzt borgunarmenn hinna stóru orða. i rauninni geisar styrjöld hinna stóru orða um allan heim jafnt á friðar- sem strfðstfmum. Á friðar- tímum safna orðin blóði manna. Á striðstímum blæðir þeim út — i mönnum. Stjórnmálamenn við- halda styrjöld orðanna. Þau eru valdstjórnartæki þeirra, veita þeim andlegt og veraldlegt kúgunarvald. Þeir stjórna mál- inu, ekki málefnum eingöngu, heldur tjáningu manna; mæla þeim þarfir, óskir, þrár, drauma — i orðum. Þeir standa ofan í Hið andlega ilsig höfðum manna, þrýsta iljum á taugar sem stjórna boðum og bönnum. Svo þungt drepa þeir fæti að heilinn dofnar, flezt út og dugar aðeins til dauðra hugsana, sem geymast f stórum, flötum lfk- orðum; kirkjugörðum kenninga. Islenzkir stjórnmálamenn hafa ekki stórar iijar. Þeir eru ekki þungfættir á höfði þjóðarinnar. Hér er engihn Hitler eða Stalin, heljarmenn sem fótumtróðu heilar þjóðir, jafnvel alian heim- inn; að hjaranum meðtöldum í andlegum skilningi. Vissulega eiga þessir íslenzka lærisveina, stjórnmálamenn sem leikmenn, menn með andlegt kenningar- ilsig. Stælingarmenn þeirfa í stjórnmálum orðnir fiestir and- legir líkþornamenn, haldnir kenningarelli, áhrifalitlir f heila- búum islenzkum — hvað þá þjóðarbúinu. Þó hefur þeim tekizt að kenni- töfra talsvert af æskufólki, ekki sízt fyrir tilverknað orðsins mann, skálda og rithöfunda, þar sér enn f iljar forgöngumanns rauðra penna, þótt sporgöngumönnum hafi með ástundun tekizt að jafna við jörðu himnesk fyrirtæki hans. Það virðist sama hve kenningin brýtur marga fætur á hörðum veruleikanum, heilabúum ís- lenzkrar skynsemi, alltaf skáldar kenningin undir sig nýja fætur. Hinir andlegu ilsigsmenn beina áróðri sínum einkum að börnum og unglingum. Þeim hefur gefizt seint að kennimarka gróið fólk sem þeir auðkenna gamalmenni, fólk sem náð hefur kosningaaldri. Liðpennar kenningarinnar leggja því höfuðáherzlu á óhörðnuð heilabú; byltingin skal byrja í börnunum. i því skyni rita skáld hennar barna- og unglingabækurs þar sem reynt er að brengla veraldlegt og andlegt verðmæta- skyn hinna reynslusmáu, með að- hlátri og niðurdrepi. Ekkert er fjær fullyrðingahöfundum en fyrsta lexfa orðsins listar: aðgát skal höfð í nærveru orða; einkum stórra. Þau sprengja mannlega merkingu, ef þau springa ekki sjálf eins og sápukúlur — eða kfnverjar. Lýðræði er merkilegasta jafn- vægistilraun mannlegrar til- breytni og leitar jafnvægis milli stórra lífsorða og smárra, svo text- inn sé merkingarheill. Leiðtogar þess virðast lifa f þeirri ofsældar- trú að það sé jafnódauðlegt og lffið sjálft, láta bölbænir andlegra böðla þess ár og síð berja á þvf, ljá þeim jafnvel lúðra til að æra höfuðstövar lýðræðisins. Þeir virðast hafa gleymt að grund- völlur þess og lifstíll er jafnvægi, mismunandi merkinga í mann- legu lífi, sáttmáli stórra orða og smárra — f mannasetningum. Svo hraplega bregzt þeim heildarsýn, jafnvægisskyn, að þeim er orðið tamt að afhenda herskáum minni- hlutahópum meirihluta aðstöðu, rétt eins og þá fyrst sé réttlæti borgið að minnihluti rfki yfir meirihluta; sem er fremur í ætt við ranglæti og einræði. Lýðræði hlýtur f fyrsta lagi að horfa til meirhlutavilja og i öðru lagi til minnihlutavilja sem jafn- framt veitist möguleiki til vaxtar — í meirihluta. Það er engu lfkara en vesalings' lýðræðið þjá- ist af sektarkennd, vegna linnu- lausrar ásakana gagnrýnissjúkra andstæðinga sinna; svarar með þvf að f aðma þá eins og ævintýrin olnbogabörn, veitir þeim alla veg- semd, en hlýtur vanþakklæti að launum og virðingarleysi sakir veikleika sfns. Margur unnandi lýðræðis trúir ekki lengur á sjálfan sig, heldur andstæðinga sína, hverra trú er trölltryggð; byggð á einsýni — kenningar- innar. Lýðræði er í rauninni ekki rak- in kenning, heldur sá lífsstill sem næst kemst því að Ifkjast sjálfu llfinu. A yfirborðinu fjölbreytni og andstæður, sem faðmast I und- irdjúpinu. Allir menn, sem eitt sinn lifðu, lögðu því af mórkum — einlffi sitt í samlífi; þannig lifði hið sérstæða í hinu sam- stæða. Menn sem lifa í því leggja þvl af mörkum, lff sitt. Ólíkir innra sem ytra. Að gáfum, gjörvu- leik — gæfu. Aðeins að einu leyti lfkir, llkir I því að vera ólíkir. Lýðræði staðfestir þessar stað- reyndir lífsins. Þess vegna er það spegilmynd þess; mannleg spegil- mynd. Þeirri spegilmynd reyna ilsigsmenn að spilla. Þótt þeir grýti spegilinn, geta þeir ekki splundrað honum. Hann er eins og firnadjúpt vatn, sem flæðir yfir steinfarið; þótt fleygt væri í ásýnd þess fjöllum. Ilsigs- menn sækja þvf að sjónskyni „Magnús kemur til dyranna eins og hann er klœddur 9 MAGNUs Magnússon býr ásamt fjölskyldu sinni í stóru, gömlu húsi i hinum afskekktu skosku hæðum. Magnús Magntisson er eins og mörgum mun kunnugt rektor Edinborgarháskóla, rithöfund- ur, blaðamaður, fornleifa- fræðingur og enn fremur maðurinn á bak við „Mastermind" sjónvarpsþætt- ina, sem njóta mikillar hylli meðal almennings og þykja höfða til fleíra en þeirra sem sérþekkingu hafa í viðkomandi fræðigrein. Nýlega hefur hann svo gert þátt, sem fjallar um fornleifa- fræði og rannsóknir í Landinu helga. Sá þáttur hefur valdið fjaðra- foki nokkru, m.a. hefur kunnur fornleifafræðingur sakað stjórnendur hans um órök- studdar fullyrðingar og rignt hefur yfir þáttinn bréfum frá segir eiginkona Magnúsar Magnússonar rektors við Edinborgar- háskóla reiðum hlustendum, sem finnst að vegið sé að rótum trúar þeirra. Magntis er fæddur í Reykja- vík en fluttist kornungur með foreldrum sínum til Skotlands, þegar faðir hans var skipaður ræðismaður Íslands í Edinborg. Hann kvæntist skozkri sttilku og Skotland og tsland skipa jafn háan sess í hjarta hans. Á sjónvarpsskerminum lítur hann út fyrir að vera dálítið strangur en augliti til auglitis kemur hann skemmtilega fyrir og er hrífandi tillitssamur og Iaus við alla yfirborðsmennsku. „Það skiptir mig engu þótt ég sé orðinn gamall og feitlaginn, en ég færi aldrei í þáttinn Mastermind sem keppandi. Ég yrði að athlægi með því. Fólki hættir til að gleyma að ég hef svörin á blaði fyrir fram- an mig og talar því um mig sem Magnús „gáfnaljós" Magntis- Magniis lagði stund á enska tungu við Oxford-háskóla og ætlaði sér að verða háskóla- kennari en hóf störf sem blaða- maður í afleysingum og Iét „fallerast" fyrir því starfi. „Ég er jáfnvel hálfhissa á því að hafa hafnað hjá sjónvarpinu." „Fólk úr óliklegustu áttum fylgist með Mastermind- Magnús Magnússon þáttunum.Margt af því eru börn, sérstaklega drengir á aldrinum 14—15 ára, sem fylgja því eftir af mikilli at- hygli hvort ég segi réttu hlut- ina." Þar sem fjölskyldan býr af- skekkt þarf htin sjálf að sjá um að hafa ofan af fyrir sér. Egin- kona hans, Mamie, og tvíbura- systir hennar syngja saman, Sally, 21 árs gömul dóttir þeirra, leikur á píanó. Margrét leikur á fiðlu, Topsy á pianó og tólf ára gamall sonur þeirra leikur á trompet. „Magntis er afleitur píanóleikari," segir Mamie. „Hann vill að þau spila sexhent á píanóið. Það er að vísu pláss fyrir sex hendur en ekki þrjti sæti." Elzti sonur þeirra Siggi dó fyrir þremur og hálfu ári, þeg- ar hann stökk út tir strætis- vagni á leið tir skóla. Það var tíu dögum fyrir tólfta afmælis- dag hans. „Fólk leitar huggunar á ýms- an hátt. Við Mamie leituðum hennar hvort hjá öðru, en börn- in fundu styrk í trtlnni. Siggi var stórkostlegur strákur. Það er ekkert sérstakt við sorgina. Htin drepur á allra dyr. Ég er ekki trúaður. Ég trtii ekki á almáttugan Guð, sem ég get beðið um að miðla málum fyrir mig."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.