Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 ÁSKIRKJA Kirkju- dagur Áspresta- kalls Sunnudaginn 6. marz n.k. veró- ur kirkjudagur Ásprestakalls haldinn hátíðlegur með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Guðsþjónusta verður kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1 og prédikar sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, þjón- ar hún og fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að lokinni guðsþjónustunni verður veizlukaffi á boðstólum, og renrlur andvirði þess í kirkju- byggingarsjóð Askirkju. Þá syng- ur kirkjukór Ásprestakalls undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista og óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og Garðar Cortes syngja einsöng og tvisöng. Þetta gæti orðið góður dagur fyrir okkur öll, eftirminnilegur og að sama skapi gagnlegur, þar sem að því er miðað, að hann megi verða kirkjunni okkar, sem er í smíðum, að sem mestum notum. Að ólgeymdri þeirri ánægju, sem fylgir hinni óvenjulegu tilhögun, að Safnaðarfélagið, karlar og kon- ur, munu bera mestan hita og þunga dagsins. í Ásprestakalli, — i safnaðarfélaginu ríkir jafnrétti karla og kvenna hvort sem um er að ræða réttindi eða skyldur, og munu því karlar sem konur ganga um beina, bera ómælt fram dýrindis meðlæti og kaffi i stríð- um straumum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka óllum þeim, sem lagt hafa kirkjunni okkar lið með höfðing- legum fjárframlögum bæði fyrr og síðar, og einnig öðrum þeim, sem unnið hafa að velferðarmál- um kirkju og safnaðar. Nú í vor verður væntanlega haf- ist handa við að steypa upp kirkj- una og mun hún þá senn rísa tigin gg fögur á einhverjum hinum glæsilegasta stað borgarinnar, i Laugarásnum. Munið þess vegna Áskirkju. Munið kirkjudaginn. Gefið henni af örlæti hjarta ykkar. Grfmur Grfmsson. Nýir að- stoðarborg- arlæknar Heilbrigðismálaráð Reykja- víkurborgar samþykkti á fundi sinum nýlega að ráða Láru Hóllu Maack, cand. med., til að gegna stöðu aðstoðarborgarlæknis frá 1. apríl til 30. júní. n.k. Einnig að Heimir Bjarnason, héraðslæknir, yrði ráðinn til að gegna stöðu aðstoðarborgar- læknis frá l.-júli 1977 til 30. júní 1978. i vlndinum kalla^ nyja vori og sumgttízkan T hörápioslu frö flRIS Nútímastúlkan vill ekki alltaf þurfa að vera með hárið stíflagt. Vel klippt „krullað" hár sem létt permanent er ekki aðeins til fyllingar, heldur líður í útlitiriu, er svar hárgreiðsluhönn- uða við því. 0 Klippingin og létt perman- ent er aðalatriðið f nýju hár- greiðslunni, sem Haute Coiffure f Parfs kynnti á vor- og sumarsýningunum fyrir skömmu. Fjörir fslenzkir hár- greiðslumeistarar, þær Hanna Kristfn f Kristu, Lovísa f Ven- us, Bára frá stofunni Hjá Báru og Elsa f Salon VEH, fóru utan til að sækja nýju Ifnuna. Og þegar þær komu heim, hittu þær aðra hárgreiðslumeistara, sem eru með þeim f þessum alþjóðasamtökum, til að ræða um nýju stefnuna frá París og hvernig hún aðlagist á Islandi. Sfðan gerðu þær tilraun með nýja lagningu á nokkrum stúlk- um og sjást sýnishorn af þeim á þessum myndum, sem ljös- myndari Mbl. Friðþjófur tók. Vor- og sumargreiðslan ein- kennist af þvf að klippt er f meiri styttur uppi á höfðinu en verið hefur í mörg ár og léttu permanenti, svokölluðu „mini- vouge", en ekki skiptir höfuð- máli hvort hárið er blásið eða þurrkað. Þó virðist blásturinn enn meira við lýði. Og hárið er látið falla mikið fram á andlit- ið. Eins og að undanförnu, er áherzla lögð á að hafa hárið laust og létt — stúlkurnar hrista gjarnan höfuðið eftir lagninguna til að f á réttan blæ. Þegar fslenzku hárgreiðslu- meistararnir fóru að laga nýju Ifnuna að fslenzkum aðstæðum, tóku þeir hárið meira frá and- litinu en gert hafði verið f Parfs. Hárið er grófara á fs- lenzkum konum og þá f allegra að lyfta þvf svolftið frá andlit- inu. Annars yrði það of grófur rammi við andlitið, sýndist þeim. Hugmyndin að nýju vor- og sumartfzkunni f hárgreiðslu á sýningu Haute Coiffure Francaise var skýrð eitthvað á þessa leið: Nútfmakonan hefur mjög ákveðna skoðun. Slik kona bregður gjarnan klút um hárið. Þegar talað er um hár- greiðslustofur við hana, á hún það þil að segja: ()-<», allt f lagi. Maður kemur út af hárgreiðslu- stofunni með hárið ofsa flott. En hvað gerist svo? Á eftir er ómögulegt að eiga við hárið. Maður ræður ekkert við það! Og viðbrógð fagfólks f hár- greiðslu eru að hanna hár- greiðslu fyrir konur með slfkt viðhorf. Þvf finnst lausnin ekki í þvf fólgin að ganga með klút um hárið. Það segir sem svo: Þessi dæmigerða kona, sem hér var nefnd, er eins og flestar konur f dag, f ersk og f alleg og geislar af Iffi og athafnasemi. Hún þarf fallega greiðslu, sem hún getur greitt sjálf. Og það segja hárgreiðslumeistarar leiðarljós nýju tfzkunnar, HCF 77-lfnunnar svonefndu f hár- greiðslu. Hún sé vel aðlöguð að lifnaðarháttum nútfma kvenna. Þarna er um að ræða tvær gerðir af hárgreiðslu, sem byggðar eru á klippingu. Ann- ars vegar millisfða hárið, þar sem áherzla er lögð á mýkt. Hins vegar stutt krullað hár með litlu permanenti, sem ekki á aðeins að vera undirbygging fyrir greiðsluna, heldur ekki sfður mikilvægur liður f endan- legu útliti hennar. Sfðari hár- greiðslan, krullumeðferðin, er einkum ætluð sjálfstæðu kon- unni. Hún fær aflíðandi klipp- ingu ofan af höfðinu og í kring- um andlitið, og hina ný.ju teg- und af permanenti, svokallað froðupermanent. Þurrkunin er gjarna infrarauð geislaþurrk- un. Permanentið á að sjá fyrir nægri fyllingu við rótina og endana má m.vkja Iftilsháttar með krullujárni. Og með þessari lýsingu skul- um við lfta á myndirnar sem Þessi hárgreiðsla er dæmigerð fyrir tízkugreiðsluna. Hárið vel klippt, fellur að andlitinu og létt gefa betri hugmynd um þetta. permanent i því neðanverðu. Hánð er blásið og permanentið „minivogue" veitir fyllingu við rótina. Hárgreiðslan nýja heitir „í vindinum" og ætti því ekki að saka þó ísl. vindur blási í það. Nýja tízkan i hárgreiðslu gerir ráð fyrir því, að háriðfalli niður á andlitið. Þetta hárersléttog klippt í styttur ofan á höfðinu. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.