Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977
Eftirmenntunarnámskeið
fyrir viðskiptafræðinga
PRÓFESSOR Jacob Hautaluoma,
skipulagssálfræðingur frá ríkis-
háskólanum f Colorado, dvelst f
márzmánuði sem Fulbright-
gestur hjá Viðskiptadeild Há-
skóla tslands.
Mun hann stjórna
sérstöku eftirmenntunarnám-
skeiði fyrir útskrifaða viðskipta-
fræðinga um atferli og stjórnun
innan skipulagsheilda.
Verður þar fjallað um efni eins
og stjórnun eftir markmiðum,
þátttökustjórnun og skipulags-
breytingar. Námskeiðið er haldið
f samvinnu við Félag viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga og skal
tilkynna þátttöku til skrifstofu
háskólans í síðasta lagi fimmtu-
daginn 10. marz en þar fást einnig
nánari upplýsingar.
(Fréttatilk. frá H.í.)
Sýningu Einars Þorláks-
sonar lýkur um helgina
SVNING á pastelmyndum Einars Þorlákssonar listmálara, sem verið
hefur undanfarnar vikur f Gallerf Sólon íslandus f Aðalstræti 8, lýkur
um helgina og er sfðasti sýningardagur sunnudagurinn. Þá hyggst
Einar hafa opið til klukkan 24, en f dag er opið til klukkan 22.
Aðsókn að sýningu Einars hefur verið góð og nokkrar myndir hafa
selzt. Myndirnar eru alls 32 að tölu, allt pastelmyndir. Þetta er fimmta
einkasýning Einars Þorlákssonar, en hann hefur einnig tekið þátt f
fjölda samsýninga, m.a. hjá Félagi fslenzkra myndlistarmanna.
Skagfirðinffar
með hlutaveltu
og flóamarkað
SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavfk efnir til hlutaveltu og
flóamarkaðar 1 félagsheimili sfnu
að Sfðumúla 35 sunnudaginn 6.
marz n.k. kl. 2.
Sýning til ágóða
fyrir Sóroptimista-
klúbb Reykjavíkur
NÝLOKIÐ er fimm vikna nám-
skeiði á vegum Vefnaðar- og lista-
skóla Sigrúnar Jónsdóttur og fór
þar fram kennsla í keramikvinnu,
postulínsmálun og glerskreyt-
ingu. Kennari við skólann auk
Sigrúnar var Birgit Lund frá
Öllum ágóða verður varið til að
fullgera félagsheimilið. Skag-
firðingafélagið hélt nú nýverið
upp á 40 ára afmæli sitt og er það
því mikið kappsmál á þessu
afmælisári að geta komið heim-
ilinu í það horf að hægt sé að taka
það í notkun, þar sem það yrði
mikil lyftistöng fyrir félagið og
deildir þess.
Svíþjóð. Munir sem nemendur
hafa gert verða til sýnis í Stof-
unni fyrir ofan Verzlunina
Kirkjumuni f Kirkjustræti 10 frá
5. til 10 marz og opnar hún kl. 17
þann 5. marz. Allur aðgangseyrir
rennur til Styrktarsjóðs
Sóroptimistaklúbbs Reykjavfkur
en sá sjóður hefur það verkefni
að veita námslán eða styrki til
ungmenna sem farið hafa halloka
f lífinu.
Nótt ástmeyjanna í síð-
asta sinn á sunnudag
LEIKRIT P.O. Enquists, Nótt ást-
meyjanna, sem sýnt hefur verið f
þjóðleikhúsinu við góðar undir-
tektir síðan f nóvember, verður
sýnt f síðasta sinn n.k. sunnudags-
kvöld og er það 25. sýning verks-
ins.
Var leikritið upphaflega fum-
sýnt á litla sviðinu en vegna mik-
illar aðsóknar var það flutt upp á
stóra sviðið. Fjallar það um
sænska leikritaskáldið Ágúst
Strindberg og hjónaband hans og
Siri von Essen. Erlingur Gíslason
leikur Strindberg, Helga Bach-
mann Siri von Essen, Kristbjörg
Kjeld vinkonu hennar, Marie
David, og Sigmundur Örn
Arngrímsson Viggo Schiwe. Leik-
stjóri er Helgi Skúlason.
Helga Bachmann, Erlingur Gfslason og Kristbjörg Kjeld.
1 þennan eðla hóp vantar bara Spassky fyrrum heimsmeistara, frá vinstri: Smyslov og eiginkona hans,
Marina Spassky, Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, og Högni Torfason varaforseti.
Skyldu
þeir ekki
hafa feng-
ið hiksta?
Hort arkar af vettvangi eftir
tapskákina á fimmtudaginn.
SENNILEGA eigum við íslending-
ar fleiri snillinga f skákfþróttinni
en aðrar þjóBir — að minnsta
kosti sé miðað við höfðatölu.
Annað verður f það minnsta ekki
skilið reki maður nefið inn fyrir
dyrá Hótel Loftleiðum þessa dag-
ana. Spekingarnir sitja þar hver
um annan þveran og láta speki
sfna f Ijós og ekki vantar
hástemmd lýsingarorð um getu
eða getuleysi aumingja stór-
meistaranna tveggja Horts og
Spasskys. sem sitja afgirtir og
geta ekki leitað ráða hjá
spekingunum. En skyldu þeirekki
oft hafa fengið hiksta sfðustu
daga þegar okkar heimatilbúnu
stórmeistarar formæla bölvaðri
vitleysunni f þeim.
Vasatöflin eru vinsæl mjög og
spáð er i stöðuna fram og aftur.
Eftir að Spassky tókst að snúa
skemmtilega á Hort! skákinni á
fimmtudaginn eru þeir margir sem
spá honum öruggum sigri f þessu
einvígi — og vissulega getur það
Haraldur Blöndal lögfræðingur, Björgvin Vlglundsson Ólympíufari
1 skák frá sfðasta hausti og Bragi Halldórsson, sem varð hraðskák-
mciþtari Norðurlanda 1971 — og er enn þar sem ekki hefur síðan
verið teflt um titilinn, hafa öruggiega eitthvað tii málanna að
leggja.
Gylfi Þórðarson I Sjávarútvegsráðuneytinu og stjórnarmaður í
Knattspyrnusambandinu og Kristján Jónsson, fyrrum formaður 1
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, greinilega fullir undrunar.
gerzt. Hort á þó sfna dyggu stuðn-
ingsmenn og enginn skyldi af-
skrifa „tékkneska bangsann" sem
gefur örugglega ekkert eftir f
viðureign sinni við „rússneska
björninn með Ijónsmakkann".
Friðþjófur Ijósmyndari brá
myndavélunum hressilega á loft á
Loftleiðahótelinu á fimmtudaginn
og festi nokkra ágæta skákunn-
endurá filmu. Á morgun kiukkan
14 setjast Hort og Spassky að
fjórðu einvigisskákinni og hefst
hún klukkan 14. Hort stýrir hvitu
mönnunum f skákinni og mun
örugglega gera allt hvað hann
getur til að jafna stöðuna, en
Spassky leiðir nú 2:1.
— áij.
Arni Njálsson fyrrum lands-
liðsfyrirliði f knattspyrnu,
Ólafur Magnússon tslands-
meistari f skák 1970 og 1974
grúfa sig yfir ferðataflið.