Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 Síðustu sýning- ar a SYNINGUM Leikfélags Reykjavfkur á ungverska gam- anleiknum Stórlöxum er nú að Ijúka. Seinasta sýningin verður á laugardag 5. mars. Verkið fjallar um umsvif fjármála- manna á gamansaman hátt. Uppselt hefur verið á sfðustu sýningar, en verkið verður að víkja fyrir næsta verkefni Leikfélagsins, sem er Straum- rof eftir Halldór Laxness, en það verður frumsýnt um miðj- an mánuð. Sýningar Leikfélagsins I vet- ur eru nú orðnar nær 140 og aðsókn verið mjög góð, leikhús- gestir orónir um 35 þúsund. — Uppselt er enn á hverja sýn- ingu á Skjaldhömrum Jónasar Árnasonar og á Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson, en þessi verk voru bæði frumsýnd á fyrra leikári. Fáar sýningar eru eftir á Makbeð, en sýningin hefur vak- ið mikla athygli og hlaut mikið lof gagnrýnenda, en verkið er æði viðamikið og þykir mörgum með ólíkindum, hvernig hægt er að koma þvf fyrir á litla sviðinu í Iðnó, þar sem 24 leik- endur eru á ferli um sviðið og iáta ekki ailtaf friðlega. Leikfélagið sýnir ails sex is- lenzk verk i vetur, öll ný, nema Straumrof. í haust var frum- sýnt nýtt verk eftir Svövu Jakobsdóttur, Æskuvinir, sem nýlega er lokið sýningum á og með vorinu kemur nýtt gaman- leikrit eftir Kjartan Ragnars- son — Leikhúsið tók þá stefnu að helga þetta afmælisár sér- staklega íslenskri leikritun, enda er óvenjuleg gróska í þeim efnum hér á landi. ÆTLA þessar hendur þá aldrei að verða hreinar" Lafði Mak- beð (Edda Þórarinsdóttir) — t bakgrunni: Margrét Ólafsdóttir og Jón Sigurbjörnsson f hlut- verkum sfnum. Fyrirlestur um finnskar barnabækur SUNNUDAGINN 6. marz kl. 16:00 flytur Anna Tauriala frá Helsingfors fyrirlestur um finnskar barnabækur og mynd- skreytingar þeirra. Er þessi fyrir- lestur haldinn f tenglsum við sýn- ingu á barnabókamyndskreyting- um I anddyri og bókasafni Norræna hússins, og fer hann fram á sænsku. Einnig verða sýndar litskyggnur. Anna Tauriala er innréttinga- arkitekt og grafíklistamaður en hefur snúið sér alveg að mynd- skreytingum barnabóka auk þess sem hún hefur sjálf samið 4 barnabækur, og hefur hún hlotið fjölda verðlauna, bæði fyrir teikningar á leikföngum og inn- réttingum sem og fyrir meynd- skreytingar sfnar f barnabókum. Tékkóslóvakía — ísland kl 14.30 LANDSLEIKUR Islands og Tékkóslóvakfu I heimsmeistara- keppninni ( handknattleik fer fram f Austurrfki I dag kl. 14.30 að fslenzkum tfma. Þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson eru farnir til Þýzkalands aftur, en allir iandsliðsmennirnir nema Ágúst Svavarsson og Gunnar Ein- arsson munu leika landsleikinn í dag. — Leiðréttingu hafnað... Framhald af bls. 2 verslun ríkisins vegna forystu- greinar, sem birst hafði í Dagblað- inu. Sagði útvarpsstjóri f gær, að ósk Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins væri fyrsta óskin, sem fram hefði komið eftir að athuga- semd ÁTVR var lesin á sama tima og forystugreinar dagblaðanna. — Ég gat ekki tekið undir þessa ósk, því einhver hljóta takmörkin að vera fyrir því að hægt sé að viðhalda eðiilegum skoðanaskipt- um og ég ætla ekki að fara að setjast í dómarasæti og segja að ein skoðun sé annarri réttari. Að mínum dómi gegnir allt öðru máli, ef einstaklingar vérða fyrir beinum árásutn f forystugreinun- um óg f þessu tilviki var ekki um það að ræóa, sagði Andrés. I bréfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins til útvarpsstjóra var sagt að verulegar rangfærslur og augljósar blekkingar hefðu komið fram í fyrrnefndriforystu- grein Dagblaðsins og óskað var leiðréttingar a tveimur atriðum. — Hlaut 16 ára fangelsi Framhald af bls. 2 voru peningar og ýmiss konar verðmæti. Var þessi verknaður sömuleiðis taiinn varða við 244. gr. hegningarlaganna. Refsing ákærða fyrir framan- greind brot var ákveðin fangelsi í 16 ár en til frádráttar komi gæslu- varðhaidstimi hans 29. nóvember til 6. desember 1975 og frá 28. ágúst s.l., samtals 195 dagar. Þá var ákærði dæmdur til að greiða Vélsmiðjunni Héðni h.f. kr. 817.495.00 skv. kröfu fyrir- tækisins. Að lokum var ákærði dæmdur tii að grciða ailan sakarkostnað, þar með talið kr. 80.000.00 i máls- skóknarlaun í rfkissjóð, en Hallvarður Einvarðsson, vara- ríkissaksóknari, sótti málið af hálfu ákæruvaldsins, kr. 120.000.00 í réttargæslu- og máls- varnarlaun til skipaðs verjanda síns, Sveins Snorrasonar hrl., og kr. 40.000.00 til Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl., sem var réttar- gæsiumaður ákærða við rannsókn þjófnaðarins í Héðni h.f. Dóm þennan kváðu upp saka- dómararnir Haraldur Henrysson, sem var dómsformaður, Jón A. Ólafsson og Sverrir Einarsson." — Izvestia Framhald af bls. 1. mannafundinum að ekkert hefði fundizt sem benti til þess að slfk- ur leynisamningur hefði verið gerður. Vance lýsti sig einnig fylgjandi viðræðum við Kúbu. „Mörg mál, þar á meðal útfærslu fiskveiðilög- sögunnar f 200 mílur, krefjast þess að viðræður verði hafnar við Kúbu án fyrirfram skilyrða,“ sagði hann. Utanríkisráðherrann sagði að skilningur á mann réttindum hefði aukizt við yfirlýsingar Cart- ers og Iét í ljós ánægju með stuðn- ing David Owens, utanríkisráð- herra Breta, sem sagði í gær að brezka stjórnin mundi ekki hika við að segja skoðun sína á mann- réttindamálum. Vance viðurkenndi að sovézk blöð hefðu gagnrýnt afstöðu Bandarfkjamanna, en kvaðst ekki hafa orðið þess var að sambúðin við Rússa hefði kólnað og sagði að vart hefði orðið mikils áhuga sovézkra leiðtoga á áframhald- andi viðræðum um stöðvun víg- búnaðarkapphlaupsins. Vance sagði að ferð sín til Moskvu 26. marz yrði könnunarferó og gerði ekki ráð fyrir að samningar yrðu geróir í ferðinni. í Moskvu endurtók Izvestia ásakanir um njósnir erlendra fréttamanna, þar á meðal úeorge Krimsky frá AP og Afred Friendly frá Newsweek, og frétta- skýrandi sovézka sjónvarpsins, Vikenty Matveyev, sakaði Carter forseta í kvöld um afskipti af so- vézkum innanlandsmálum með þvf að ræða við andófsmanninn iöesnzfjri TiJl') i:iöb no 'iiirn9ii — Spánskt 1. deildarlið Framhald af bls. 44 og Real Madrid þýzka og hol- lenzka landsliðsmenn eftir síð- ustu heimsmeistarakeppni fyr- ir mjög háar upphæðir. Mun það vera annað hvort þessara félaga sem hefur nú áhuga á að kaupa Ásgeir Sigurvinsson, en i viðtali við Morgunblaðið í gær, kvaðst Ásgeir ekki geta sagt á þessu stigi málsins hvaða félag það væri sem vildi hann f sfnar raðir. — Það er rétt, saði Asgeir, — að spánskt 1. deildar félag hefur haft samband við mig. Málið er þó ekki komið langt áleiðis, en þvf er ekki að neita að það er anzi álitlegt. Ég á hins vegar eftir ár af samningi mínum við Standard Liege, og ræðst þvf mikið af viðhorfum forráðamanna liðsins, hvort af því verður að ég fari til Spán- ar. Ef okkur gengur vel það sem eftir er mótsins og kom- umst í UEFA-keppnina, á ég tæpast von á því að þeir hafi áhuga á því að ég fari frá þeim. — Ég verð að viðurkenna það, sagói Ásgeir.í viðtali sfnu við Morgunblaðið, — að ég hef sjálfur mikinn áhuga á þessu. Bæði er þarna, eins og ég sagði, um að þvf er virðist álit- legt boð að ræða, og eins væri út af fyrir sig gaman að kynn- ast einhverju nýju. Ásgeir sagóist ekki vita hversu mikið hann fengi f sinn hlut, yrði af samningum milli Standard Liege og spánska fé- lagsins, en venjan væri að leik- menn fengju 7—15% af samn- ingsupphæðinni. Afmælistónleikar Gígjunnar á Akureyri Akureyri 3. marz. Söngfélagið Gigjan og kirkju- kór Akureyrar gangast fyrir tðn- leikum I Akureyrarkirkju á laugardag og sunnudag kl. 17 báða dagana f tilefni 70 ára af- mælis stjórnanda kóranna, Jakobs Tryggvasonar organista. Jafnframt eru þetta 10 ára af- mælistónleikar Söngfélagsins Gfgjunnar. Flutt verða 4 sálmalög eftir Jakob Tryggvason, verk eftir Valdimar Johnson, Eyþór Stefansson, Björgvin Guðmunds- son, Percy Fletcher og G.F. Handel, og að auki verður flutt f heild verkið Stabat Mater eftir Pergolesi. Einsöngvarar verða Hanna Bjarnadóttir og Gunnfrfður Hreiðarsdóttir og undirleikarar Agnes Baldursdóttir pfanó, Hörður Áskelsson orgel, Claudia Hoeltje fiðla, Michael Clarke fiðla, Thomas Morrisson lágfiðla og Inga Rós Ingólfsdóttir celló. Stjórnandi verður sem fyrr segir Jakob Tryggvason. —Sv. P. Vladimir Bukovsky. Hann varaði óbeinlínis við því að afstaða Cart- ers gæti spyllt fyrir viðræðum Bandarfkjamanna og Rússa um takmörkun vfgbúnaðarkapp- hlaupsins. — Sverðdans Framhald af bls. 23 an vfkingar, eiginmenn þeirra. eru I hernaSi. Þa8 hefur fjölgaB f áhorfenda salnum og Margeir Pétursson fyrr- verandi nemandi minn stendur á pallinum og útskýrir. Jón Þorsteinsson segir a8 Spassky lumi á leynivopni en vill ekki gefa upp hvort það er sverS eða rýtingur. Einhver segir: „Nú lék Hortur- inn sleggjuleik." Þa8 hlýtur a8 vera góSur leikur. Bangsi hefur látiS hramminn vaSa f hausinn á Ijóninu. Pálmi alþingismaSur og bóndi á Húnaþingi er mættur á vettvang og líka skattmeistarinn f Vest- mannaeyjum. Ég sé engan úr Mjó- firSingafélaginu (Til skýringar skal þess getiS a8 einn af nemendum mfnum f Vogaskóla hefur gefiS menntamálaráSuneytinu þetta nafn, og finnst mér þa8 réttnefni og þarmeS afnumiS me8 öllu naf- ni8 Þorlákshöfn á þvf ráSuneyti). Annars á Vilhjálmur sjálfur a8 sýna sig f LoftleiSasölum þó ekki til annars en a8 segja: „Sko var þetta ekki snotur leikur. gæskur?" Hort sækir á, rússinn hopar. Engin svipbrigSi á Spassky. ekki vonbrigSi, ekki óróleiki, maSur gæti helst látiS sér detta f hug a8 hann sæti fyrir framan sjónvarps- skerminn og væri a8 horfa á fðt- bolta. Marina sést ekki, Ifklega er hún a8 tala frönsku vi8 Ellu Pálma. Spassky hefur greinilega betri tfma og einhver lætur þau or8 falla. : 8 þa8 eigi eftir a8 vera Hortinum dýrkeypt. „Hort hefur engan árásarhug, hann teflir alltof passfvt," segir spekingur, sem á bú8 á Laugaveg- inum. GuSmundur Ágústsson bakari segir a8 Spassky eigi eftir a8 taka Hort f bakarfiS. Spassky flækir tafliB og Hort sér vinninginn f seilingarfjarlægS. En ég er ekki viss um a8 bangsi sjái hvernig hann geti hesthúsaS vinn- inginn. (Ég tek fram a8 þetta er skrifaB daginn eftir einvfgisdag- inn). Óróleikinn sækir aftur á tékk- ann. Hann kfkkar á klukkuna, get- ur ekki leikiS. Mfnúturnar sniglast áfra Þær meira a8 segja hlaupa í augum Horts. Spassky bfSur. SverS á lofti. Dansinn dunar. Bangsi stirBur eins og allir af þeirri ætt, IjóniS þrautþjálfaS bæ8i frá Rússía og Frans. Kósakkadans og hnéstígvél og allt tilheyrandi. Sjómaður í höfnina í Eyjum: Vildu skilja hrognin frá skipsfélaganum SKIPVERJI á bát sem lá I Vest- mannaeyjahöfn I gær féll milli skips og bryggju, en skips- félagar mannsins björguðu honum snarlega á þurrt. Eitt- hvað var stefna mannsins ekki alveg upp á rétta gráðu sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar f Vestmannaeyjum, en maðurinn var fluttur f sjúkra- bfl til athugunar á sjúkra- húsinu f Eyjum. Sendi yfir- læknirinn hann um hæl til skips aftur og kvað hann kláran á sjó. , Lögreglan hafði á orði að þótt slik atvik væru ekki gamanmál þá hefði verið svolítið sérstakt ástand á slysstað þegar sjúkra- bíllinn kom að sækja manninn. Kættust menn nokkuð, enda snarleg björgun og heimtuðu skipsfélagar mannsins að Ioðnuhrognin sem hann hefði gleypt í höfninni yrðu skilin frá honum áður en hann yrði flutt- ur á sjúkrahúsið, en nóg er af slíkum verðmætum í höfninni í Eyjum um þessar mundir. m Ilul -•'k muaftil /- triTi Ó9.T. f.vsi l lö/n i SverSin fljúga um loftiS. Tfminn rennur frá tékkanum unga. Bang. Spassky kemur nirSá gólfíð og sveiflar sverSunum. Tónarnir deyja út. Stórmeistari Smyslov eránægS- ur. Marina hefur bæst í hópinn og nú brosa þau bæSi Boris og hún. Ástin Ijúf svffur yfir vötnunum. Þeir sem hrópuSu hæst um ósigur og niSurlag Ijónsins a8 austan eru ofurlftiS skömmustulegir en reyna a8 afsaka sig. „Þetta má öllum gera." segir einhver og bætir vi8. „en fjári var þetta Iffleg skák." Einar skákforseti svífur um góf- i8 f sælurús og Högni brosir Ifka. Bjamleifur á DagblaSinu tekur myndir. Benóný segir a8 þeir hefSu getaS teflt betur, það hafi a8 minnsta kosti ekki veri8 mikiS lakara f skýlinu f gamla daga þeg- ar hann Ásmundur var upp á sitt besta. KEA maður a8 norðan seg- ir: „Þa8 er ekki hægt a8 segja annað en a8 maður hafi fengið eitthvað fyrir peningana sfna f kvöld." Hressandi blær fer um loftið og Smyslov læðist upp a8 hliðinni á mér og hvfslar: „MaSur fær að sofa rólega f nótt. HeyrSu. þú varst a8 minnast á sjómennsku f kvöld. Mikið fjári væri gaman a8 koma hingaB a8 sumarlagi og krækja f lax." Ég hlakka til a8 geta sagt honum Magnúsi vini mfnum f Vogaskóla, hvernig Ijónið hristi bgsann sundur og saman f rússneskum sverðdansi. — Nemendur mótmæla Framhald af bls. 3 við teljum okkur í Langholts- skólanum koma jafnvel verr út úr þessu fyrirkomulagi, þvl við urðum að taka jólapróf, þessi febrúarpróf, og svo verðum við einnig að taka vorpróf. Margir, ef ekki allir hinna skólanna gáfu mönnum kost á að sleppa jólaprófum, þ.e. 9. bekknum. Okkur finnst við hafa alla tið verið notuð sem tilraunadýr, og því eigum við erfitt með að una. Loks viljum við taka það fram að þetta kerfi sem nú var notað hér hafði verið prófað erlendis, t.d. I Sviþjóð og Bandarikjunum, og þótti vera mislukkað þar og samstundis afnumið. En það er eins og einmitt þess vegna hafi þurft að taka það upp hér,“ sögðu fimmmenningarnir að lokdum. >í fi rtíi '1)7: íiri ri. — Stórtjón Framhald af bls. 1. inni og einnig manntjón. Hún sagði að samband hefði ekki náðst við Búkarest eftir 2200 GMT. Transylvanía er skógivaxin háslétta í Norðvestur-Rúmeníu og hefur lengi verið sögusvið frá- sagna um blóðsugur og Dracula greifa. Talsmaður rúmenska sendiráðsins i Róm sagði að upp- tökin væru um 120 km norður af Búkarest. Rúmenska fréttastofan fór ur sambandi í London kl. 1923GMT eða þegar skjálftinn varð. í Belgrad hljóp fólk í ofboði út á götur og sprungur komu á veggi á húsum i miðborginni. í Moskvu hristust hús í miðborginni, skáp- hurðir opnuðust og ljósakrónur sveifluðust. í Róm og Napolí hringdu hundruð manna í lögregl- una til að segja að hús titruðu. í Vín skulfu rúður og ljósakrónur sveifluðust í gömlum höllum. b tu !•) ó.'fif IJ «192 ,E}>n.I*-?'C«li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.