Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 27
Gengið á
fund góðvina
í Þýzkalandi
Sýning í Hamborg: „ísland — .
eldfjallaegja við íshafsrönd” I
Félagið „Die Gesellschaft der
Freunde Islands e.V.“ í
Hamborg notaði tækifærið þeg-
ar dr. Kristján Eldjárn varð
sextugur í janúar siðastl. og
kaus forseta vorn heiðursfor-
seta félagsins. Dr. Kristján er
gamall vinur félagsins, sem
löngurm hefir látið til sín taka
islensk menningarmál og unnið
þeim málum brautargengi í
þýskalandi. Forseti þess er
Oswald Dreyer-Eimbcke, ræðis-
maður tslands I Hamborg. Mik-
ill atkvæðamaður. í stjórn Gdfl
er margt mætra manna og skal
hér þó aðeins nefndur dr.
Sverrir Schopka.
Siðastliðið haust var opnuð í
Hamborg á vegum fjármála-
stofnunar einnar (sem veltir
árlega sem svarar billjón is-
lenskra króna) „Hamburger
Sparkasse" (skammstafað
,,Hapas“) umfangsmikil Is-
landssýning, þar sem sýndar
voru stórar og ljómandi falleg
litljósmyndir frá íslandi, og
ennfremur nokkrir fornir mun-
ir úr Altonaþjóðminjasafninu.
Einu sinni fyrir mörgum árum,
voru nokkrir íslendingar á ferð
i Þýskalandi á vegum þýsku
tslandsfélaganna og Germaniu
í Reykjavík og komu þá í
Altonasafnið og flutti dr.
Kristján Eldjárn þar erindi við
það tækifæri.
Frumkvöðull og ein aðaldrif-
fjöður „Hapas“ sýningarinnar í
Hamborg var vitaskuld Oswald
Dreyer-Eimbcke. Sýningunni
var gefið nafn og hún kölluð:
„Island — Portrait einer
Vulkaninsel am Rande des
Eismeeres".
Til marks um umfang sýning-
arinnar, gildi hennar og hve
mikil rækt var við hana lögð,
skal þess getið að nokkrum
mánuðum áður en hún hófst
kom Dreyer-Eimbcke hingað til
lands í hópi 12 nafnkunnra
þýskra blaðamanna og sjón-
varpsmanna og var tilgangur-
inn með ferðinni sá einn að
blaðamennirnir kynntu sér
landshagi, svo að þeir gætu
hjálparlaust skrifað um ísland
á meðan sýningin stæði yfir.
Margar tslands greinar hafa
birst í þýskum blöðum undan-
farna mánuði. Hér heima sá
félagið „Germania" um mót-
töku blaðamannanna. Farið var
um Suð-Vesturlandið, einnig
flogið yfir landið og dvalið um
stund I Vestamannaeyjum á
vegum Gisla Gislasonar, vara-
ræðismanns Þjóðverja og konu
hans, frú Guðrúnar Sú ferð var
á allan hátt eftirminnileg.
Þýsku blaðamennirnir eiga
þess lítinn kost að gleyma ör-
læti „Hapas" sparisjóðsins sem
bauð þeim I ferðina, þvi að í
upphafi rútuferðar austur um
sveitir var komið við i af-
greiðslu Álafoss við Þingholts-
stræti og blaðamtnnirnir látnir
velja sér á kostnaó sjóðsins
ekta Álafosspeysur. Eftir þetta
eru þeir jafnan auðkenndir
hvar sem þeir fara um Ham-
borg — og hafa látið sér detta í
hug að stofna sérstakt Álafoss-
peysu-félag þýskra blaða-
manna, — með alþjóðasamtök
fyrir augum.
Næst gerðist það, að hingað
kom þekktur þýskur Ijósmynd-
ari, sem einnig er kunnur fyrir
það að hann er vel mæltur á
fslenzka tungu. Franz-Karl
Freiherr von Linden heitir
hann og er búsettur i Waldsee/-
Pfalz. Hann tók myndir i stóru
svissnesku tslandsbókina, sem
kom út hér á landi á vegum AB
fyrir nokkrum árum. Það voru
Oswald Dreyer-Eimbcke og
„Hapas“, sem sendu Franz-Karl
hingað með það eitt fyrir aug-
um að hann tæki myndir fyrir
Hamborgarsýninguna. Svo vel
leysti ljósmyndarinn verk sitt
af hendi I sólarlitlu íslands-
sumri (1976) að strax við opn-
un sýningarinnar var farið að
ráðgera að senda hana áfram til
margra annarra borga í Þýska-
landi. Myndirnar, sem sýndar
voru, voru alls 84, myndir af
landslagi, af fornminjum, úr
atvinnulífinu, auk margra sér-
kennilegra mynda af is og
hrauni.
Nokkrir Islendingar héðan að
heiman voru viðstaddir opnun
sýningarinnar mánudaginn 11.
okt. í rúmgóðum salarkynnum
aðalstöðva „Hapas" í miðborg
Hamborgar. Á meðal ræðu-
manna við opnunina var
atvinnumálaráðherr Hamborg-
ar, dr. Nölling, ennfremur aðal-
forstjóri „Hapas“, dr.
Máhlmann. Einnig flutti ávarp
Oswald Dreyer-Eimbcke en að-
alræðuna hélt Niels P. Sigurðs-
son, sendiherra tslands í Bonn,
og opnaði hann sýninguna.
Gestaboð var haldið í hátfðasal
sparisjóðsins og voru veislu-
borð skreytt af mikilli hug-
kvæmni i anda sýningarinnar.
Þarna lagði upp af fögrum
borðskálum mikla hveragufu,
sem framleidd var með sér-
stakri efnablöndu, og ekki
skorti á sérkennilegar ísa-
skreytingar, né yfirleitt á nein
önnur föng.
Daginn eftir opnunina lagði
islenzki hópurinn af stað f langt
ferðalag á vegum tslandsfélags-
ins í Hamborg og annars félags
þýzk-islenzka félagsins
(Deutsch—islándische
Gesellschaft") í Köln. Farið var
til Berlfnar, Mainz, Bonn og
Kölnar.
í Hamborg höfðu þau þau
hjónin Erika og Oswald Dreyer-
Eimbcke haldið uppi mótökum
af mikilli rausn. Vart verður
lengra komist en að bjóða af
þessu tilefni hátt á annað
hundrað manns til hressilegrar
öldrykkju um borð i stóru
þýzku ferjuskipi, sem sigldi i
fjórar klukkustundir um Elbu-
fljót. Þarna blönduðu geði
islenskir námsmenn úr ná-
grannasveitum Hamborgar við
þýzka blaðamenn, m.a. frá blöð-
um eins og Die Welt og Ham-
burger Fremdenblatt og viku-
ritinu Der Spiegel, einnig voru
allir ræóismenn tslands í
Norður Þýzkalandi þarna i ein-
um hnapp ásamt mörgum hátt-
settum þýzkum embættismönn-
um. Og dansinn dunaði. Á með-
al gestanna var einnig dr.
iniini:r:i)ii
Mönkemeier, hafnarstjóri
Hamborgarhafnar, þriðju
stærstu hafnarinnar f Evrópu,
einn af „vikingunum", sem ár-
lega koma til Reykjavfkur með
jólatré.
Árla morguns þennan sama
dag hafði dr. Mönkemeier farið
með Germaníuhópinn á
snekkju sinni um hið mikla riki
sitt og lýsti helztu undrum
Hamborgarhafnar. Þeirri ferð
Iauk með heimsókn i Wohltorf,
þar sem Erika og Oswald
Dreyer-Eimbcke eiga undurfag-
urt og hlýlegt heimili.
í Vestur-Berlfn, eyrikinu á
miðju meginlandi Evrópu, var
islenzki hópurinn á vegum
öldungaráðs (senats) borgar-
innar. Með hliðsjón af atburð-
um sem gerst höfðu á íslands-
miðum næstu mánuðina á
undan var, kannski eðlilegt að
Berlínarbúar spyrðu kankvís-
lega þó hvort landinn væri
þarna á. ferðinni til þess að
færa út fiskveiðiréttindi sfn til
árinnar Spree, sem að nokkru
leyti skilur lönd Austur- og
Vestur-Berlinar. Berlínarbúar
leggja ríka áherslu á náin sam-
skipti við Atlandshafsrikin og
er þvi f borginni starfandi
áhrifamikið þýskt
Atlantshafsfélag. Islenzki
hopurinn hitti forystumenn
þessa félags að máli, en varði að
öðru leyti tfmanum eins og
venjulegir forvitnir langferða-
menn. Ræðismaður tslands í
Berlín, Cobler, var um þessar
mundir sæmdur stórkrossinum
fslenzka og hitti hópurinn all-
marga landa á heimili hans,
þegar krossinn var afhentur við
hátíðleea athöfn.
Næsti áfanginn var hin forn-
fræga Rfnarborg. Mainz, sem
rakið getur sögu sin: tvö þús-
und ár aftur í timann og gott
betur. t Mainz er Gutenbersafn-
ið, þar sem geymdar eru marg-
er fellegar, gamlar prentbæk-
ur, hreinir dýrgripir, m.a.
Gutenbergbiblía (prentuð
1464), fyrsta prentbókin íheim-
inum og hin fegurstu sem
prentuð hefir verið fram til
þessa. t Mainz á einnig heima
dr. Gerald Martin, mikill
ágætismaður og óþreytandi
áhugamaður um menningar-
samskipti Þýzkalands og
íslands. Dr. Martin er ritstjóri
„Islandsfrétta"
(„ISLAND—BERICHTE der
Gesellschaft der Freunde
Islands e.V. Hamburg"), sem
koma út fjölrituð nokkrum
sinnum á ári. Þann 1. febrúar
slðastliðinn kom út nýtt hefti af
„Islands-fréttum", 37 blaðsíður
f folíó. í því hefti er m.a. þýtt
ljóð eftir Ólaf Hauk Ólafsson
(„Weisse Nacht“), grein um
Heinrich de Boor, eftir dr.
Anne Heinrichs, grein um fisk-
veiðipólitík, eftir Josef Ertl,
landbúnaðar (og fisveiði-) ráð-
herra Þjóðverja, tvær bóka-
fregnir, önnur um bók Halldórs
Kiljans: ZEIT ZU
SCHREIBEN, og hin um bók
Heinz Barúskes: DAS
NORDMEER UND DIE
FREIHEIT DER SEE. Einnig
er þarna grein eftir Hannse
Pétursson, skáld: tsland: die
Berge sind unsere Stádte, grein
eftir Mie Hitzler-Wiertesema,
Bei Bauern im islándischen
Nordland, og eru þá ótaldar
margar greinar eftir rfstjór-
anndr. Martin með öllum nýj-
ustu fréttum frá íslandi. Einn
aðal stuðningsmaður tslands-
frétta-útgáfunnar er Oswald
Dreyer-Eimbcke. Eitt af þvi,
sem isl. gestunum þótti vænt
um á meðan þeir dvöldu í
Mainz, var að hitta á nýjan leik
Weerner Hoenig, hinn duglega
og síkáta umboðsmann Loft-
leiða, sem svo oft hefir verið i
heimsókn hér á landi að hann
er næstum orðinn hálfgildings
tslendingur. Hoenig stjórnaði
þarna veglegu árdegishófi á
vegum Flugleiða. t hófinu hittu
landarnir dr. Hans Kuhn, bók-
menntafræðinginn alkunna,
sem talar íslenzku réiprenn-
andi.
Borgaryfirvöld I Mainz buðu
hópnum til fjörlegs „vín-
Oswald Dreyer-Eimbcke
Hans Löffler
Max Adenauer.
smökkunarhófs" i kjallara ný-
reists ráðhúss (arkitektinn er
Norðurlandamaður) og var þar
glatt á hjalla. Þarna kom dáfög-
ur þjóðlega búin landbúnaðar-
stúdina i för með vínbónda ein-
um og kynnti hún nokkrar
kostulegar tegundir rauðra og
hvítra vfna, sem báru allskonar
tegundaheiti eins og cabinet,
auslese, spátlese og jafnvel
einnig beerenspátlese. Eftir
hverja kynningu var drukkin
skál úr litlum glösum
(tegundirnar voru alls
fimmtán). Heimilt var mönn-
um, ef svo bar undir, að hvolfa
úr glösum sfnum i þar til gerð
ker, sem stóðu i seilingarfjar-
lægð á borðum. Allar voru
kynningarnar kryddaðar spak-
mælum um vín, vif og söng.
Einn af borgarstjórum Mainz-
borgar lék við hvern sinn fing-
ur, og var jafnvel farinn að
reyna af veikum mætti að mæla
á íslenzka tungu, þótt aldrei
hefði hann hitt Islending fyrr
en þetta kvöld.
Af þvi, sem hér að framan
hefir verið sagt, ætti mönnum
að vera farið að verða Ijóst,
hversu mikið kapp þýzkir
íslandsvinir leggja á góð sam-
skipti við tslendinga og af hve
mikilli rausn.
Þegar islenzki hópurinn
skildi við dr. Martin og Dreyer-
Eimbcke hjónin í Mainx við Rín
var lagt af stað um borð i Rinar-
ferju niður fljótið. Á strönd
fljótsins í Bingen stóð hópur
manna, sem kominn var i
morgunsárið alla leið norðan
frá Köln, til þess að fagna
tslendingum. Fremstur var í
flokki dr. Max Adenauer, mikill
og sannur atkvæðamaður, enn-
fremur dr. Hans Löffler, ræðis-
maður tslands i Köln, ástsæll af
fsl. námsmönnum og öðrum,
sem átt hafa þess kost að kynn-
ast honum, og þrir aðrir menn
úr stjórn „Þýsk-fslenzka félags-
ins“ („Deutsch-islandische
Gesellschaft") í Köln, þeir dr.
Esser, dr. Hoefges og dc.
Böcker, sá siðasttaldi ötull
framkvæmdastjóri félagsins.
Frá Bingen lá leiðin i glaðvær-
um félagsskap framhjá Loreley
og mörgum hálfhrundum rús-
tum virkisborga norður til
Bonn, en rétt áður en þangað
var komið mátti sjá til ferða
teinrétts hvfthærðs öldungs,
veifaði I sifellu íslenzkum borð-
fána. Þarna slóst dr. Hirschfeld
í hópinn, sendiherrann vinsæli,
sem á íslandi dvaldi um margra
ára skeið. í Bonn hitti allur
þess stóri hópur marga þýska
áhrifamenn, einkum á sviði
menningarmála, á heimili
sendiherrahjónanna fslenzku,
Lóu og Nielsar P. Sigurðssonar.
Einnig var þarna margt ungt
fólk íslenzkt.
Siðasti þáttur íslandsheim-
sóknarinnar fór fram í Köln.
Einnig þar voru Islendingarnir
m.a. gestir borgarstjórnarinnar
og komu auk þess í heimsókn til
forstjóra sparisjóðsins f Köln.
En eins og svo oft áður, voru
það einkum og fyrst og fremst
dr. Adenauer, dr. Löffler og
félagar þeirra i Þýsk-fslenzka
félaginu sem héldu uppi mót-
tökum af frábærri rausn og
höfðingsskap. Hér skal fátt
upptalið en lengi mun þó verða
minnisstæður mikill kvöld-
fagnaður sem haldinn var á
vegum Þýsk-islenzka félagsins
og sem öldungurinn dr. Löffler
stjórnaði. Þar voru saman
komnir margir islenskir og
þýskir námsmenn og mennta-
menn, m.a. þýsku rithöfundarn-
ir Vitslis Pantenburg og Hans
Seewald. Seewald hefir snúið á
þýsku Gisla sögu Súrssonar.
Ekki átti hinn ungi fram-
kvæmdastjóri Þýsk-islenzka
félagsins, dr. Böcker, hvaó
minnstan þátt í undirbúningi
þessa hófs, en þarna voru með-
al annarra dr. Tacke, bóksali,
frú Brooska og hr. Koch svo að
einhverjir séu nefndir.
Hér að framan hefir verið
sögð stutt ferðasaga, sem á
þann einan rétt á sér, að með
henni er verið að vekja athygli
á merku starfi þýsk-fslenzku
félaganna í Hamborg og Köln.
ísland á marga vini i Þýska-
landi, og hefir lengi átt. Menn
minnast f því sambandi manna
eins og dr. Konrads Maurers,
dr. Andreasar Heuslers, dr.
Danmeiers, dr. Heinrichs, dr.
Erkes jarðfræðings (hann gaf
bókasafn sitt f háskóanum i
Köln og er það safn kjarninn i
merku islenzku bókasafni þar)
dr. Kuhns og ótal margra ann-
arra. Einn þátturinn i starfi
félaganna i Hamborg og Köln
er að bjóða islenzkum fræði-
mönnum til fyrirlestrahalds f
Þýzkalandi og hafa á þeirra
vegum flutt erindi i mörgum
borgum Þýskalands dr. Gylfi Þ.
Gíslason, Matthías Johannessen
ritstjóri, dr. Jón E. Vestdal,
Birgir heitinn Kjaran hagfræð-
ingur o.fl. Einnig hafa sýningar
á Islenzkum listaverkum verði
haldnar viða í Þýzkalandi með
góðum stuðningi þessara
félaga. Bæði félögin gefa út
ásamt þýsk-islenzka félaginu
Germaniu í Reykjavík vandað
ársrit, þar sem einkum er fjall-
að um fslenzk málefni og er riti
þessu dreift viða um Þýska-
land. Af hálfu íslands annast
Garðar Ingvarsson hagfræðing-
ur ritstjórn árbókarinnar, en af
hálfu Þjóðverja dr. Groenke,
einn af þeim mönnum sem allt-
af er gaman að hitta og ræða
við á hreinni íslensku. Hann
var einnig meðal þeirra sem
íslenzki hópurinn hitti i Köln.