Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL. 10—11
, FRÁ MÁNUDEGI
chMt/jjaní*''aa'u\i
Steyptar eða malbikaðar gang-
stéttir eru miklu hættuminni
gangandi fólki en hellulagðar.
E.t.v. eru þær ekki eins fagrar
útlits, en mikið er til vinnandi að
gera gangstéttir svo úr garði að
ekki valdi slysum. Allar ráðstaf-
anir sem geta komið f veg fyrir
slys eru mikilvægar.
I.A.“
Frá Keflavfkurflugvelli barst
eftirfarandi bréf fyrir nokkru:
% Þakklæti
fyrir veitta
aðstoð
„Ég vil biðja yður um aöstoð
til að koma á framfæri innilegu
þakklæti mfnu til óþekktrar
konu, sem var sérstaklega góð við
son minn er hann heimsótti
Reykjavfk 21. febrúar.
Þar sem þetta var bandarfskur
frídagur, átti hann og Önnur
bandarísk börn frí í skólanum og
notuðu daginn til að heimsækja
Reykjavfk. Þegar hann sá mörg
börn að leik á fsnum á tjörninni,
fór hann þangað að leika sér. Þar
sem hann þekkti ekki hve hættu-
legur fs getur verið, vegna þess að
hann hefur alið aldur í heitari
hlutum Bandarfkjanna mestan
hluta ævi sinnar, varð honum á að
renna sér yfir þunnan blett f ísn-
um og féll niður um ísinn. Hann
klifraði hjálparlaust uppúr, en
var gegnblautur frá mitti og
niðurúr.
Vagninn, sem átti að flytja
börnin til NATO-stöðvarinnar,
átti ekki að koma fyrr en eftir
þrjá tíma og vegna þessa var
drengurinn f hættu, bæði gat
hann orðið ilia innkulsa og það,
sem var honum meira virði, þetta
gat eyðilagt heimsóknina til
Reykjavíkur. Hann var því f mikl-
um vanda.
Þá kemur til hans góð kona, sér
hann rennblautan og bað hann
koma með sér. Hún tók hann með
sér f leikhúsið við tjörnina og
klæddi hann f þurr föt og skó —
lfklega fatnað, sem er eign leik-
félagsins — og bað hann koma
eftir tvo tfma. Hann fór sína leið,
mjög hamingjusamur, og er hann
kom til baka biðu hans föt hans,
nú þurr og hlý.
Eins og vænta má af dreng á
hans aldri, þá gleymdi hann að fá
nafn þessarar góðu konu.
Ég er innilega hreykinn að
þjóna f varnarliði Islands og vita,
hve gott og hjálpsamt fólk er hér.
Mfnar innilegustu þakkir til
þessarar óþekktu konu, frá þakk-
látum föður f varnarliði Islands.
P.J. Thorpe,
CDR. U.S.N."
Þessir hringdu . . .
O Bjórinn
er óhollur
Þ.M.:
— Aðeins smá-innlegg frá
mér um bjórmálið. Ég var að lesa
f Pósti Þjóðviljans að bjórinn
væri mjög hollur og það hef ég
reyndar séð áður að menn telja
hann eitthvað mjög hollan.
En ég Segi hann er óhollur. Ég
átti frænda í Kanada, sem drakk
mikinn bjór og hann fitnaði af
honum, eins og tftt er með þá sem
drekka bjórinn. Á miðjum aldri
fékk hann slag og var veikur í
mörg ár, fékk oft slag eftir það, og
náði sér eiginlega aldrei upp.
Einnig veit ég um fleiri dæmi
slíkra veikinda — hef heyrt um
það í Bretlandi, Þýzkalandi og
Danmörku — menn fitna og fá
bjórvömb.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursscn
A SKÁKÞINGI Leningrad 1976
kom þessi staða upp í skák Rut-
mans, sem hafði hvítt og átti leik,
og Bikovs:
25. Rxh5! — Bd7 (Eftir 25. ..
gxh5, 26. Dx5 á svartur enga vörn
vi 27. Hh3) 26. Rg3 — Re6, 27.
Hed3 — Dc8, 28. Rf5! — Rf4,
(Eða — 28... gxf5, 29. Hh3 og
mátar) 29. Bxf4 og svartur gafst
upp. Röð efstu manna á mótinu
varð þessi: Zeitlin 11 vinninga af
15 mögulegum. 2.—4. Bukhman,
Karasev og Faibisovich 9!4 v.
% Hvar fást
umferðarlögin?
Ásgeir Árnason:
— Hún er að mörgu leyti góð
þessi keppni Samvinnutrygginga
um umferðina og ýmislegt í sam-
bandi við hana og það er mikill
spenningur fyrir henni hér á
heimilinu. En þegar kemur að þvi
að svara si ðustu spurningunni
verður að hafa umferðarlögin við
höndina, því þar er talað um
hvort eigi betur við þessi eða hin
greinin f umferðarlögunum. í
framhaldi af þvf mætti spyrja
hvar sé þau að fá og hvort fólk
ætti ekki að eiga greiðan aðgang
að þeim — það bætti án efa úr
umferðarmenningunni ef fólk
gæti haft þau við höndina.
— Velvakandi fékk þær upp-
lýsingar á skrifstofu lögreglu-
stjórans f Reykjavík, að þar lægju
umferðarlögin alltaf frammi og
gæti hver sem er farið þangað og
orðið sér úti um eintak ókeypis,
en þau eru undantekningalaust
alltaf til þar.
KVENNADEILD
m
Reykjavíkurd. R.K.I.
Fræðsla um
sjúkravinastarf
kvennadeildarinnar
hefst miðvikudaginn 9. mars kl. 20.30 í
kennslusal Rauða kross íslands, Nóatúni 21.
Flutt verða erindi um eftirfarandi efni:
1. Rauði krossinn og starfsemi
kvennadeildar.
2. Störf í sölubúðum sjúkrahúsa.
3. Störf í sjúklingabókasöfnum.
Væntanlegum sjúkravinum er næstu daga
gefið tækifæri til þess að kynnast starfsemi
sjálfboðaliða í sjúklingabókasöfnum, sölu-
búðum og öðrum starfsgreinum deildarinnar,
en fræðslunni lýkur miðvikudaginn 23. mars
með erindum um:
1. Velferðarmál aldraðra.
2. Framkomu í starfi.
Þátttaka tilkynnist í sima 28222 eða 14086
i síðasta lagi 7. mars. Stjórnin.
MONO- SKITT
RAFKNÚNAR
JÁRNKLIPPUR
Við höfum hafið innflutning á vönduðum léttbyggðum
rafknúnum járnakljppum frá V-Þýzkalandi. Hér er um að
ræða tvær gerðir og klippir sú stærri allt að 20 mm
kambstál.
ger#1/12 gerð1/20
Klippigeta: alltað12mm alltað20mm
stál eða tvö stál eða tvö
8.5 mm samtimis 12mmsamtímis
Togþol stáls:
Aflþörf.
Hámarks afköst
Lengd:
Þyngd:
55 kp/fmm
600 W
35 skurðir/min.
470 mm
6,2 kg
55 kp/fmm
1500W
30 skurðir/min.
550 mm
1 1.4 kg
Við leigjum einnig út Mono-skitt járnaklippurnar ásamt
ýmsum öðrum tækjum, sem notuð eru í byggingaiðnað-
inum.
Leitið nánari upplýsinga.
(sMI&CO HF.
Laugavegi 178