Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR.5- MARZ 1977 13 i Selsvarardalirnir og Pétur H. Salómonsson Hinn 25. febrúar slöastliöinn varö Selsvarar- kappinn Pétur H. Salómonsson áttræður. Á þeim tfmamótum heiðraði Myntsafnarafélag íslands Pétur. Á fundinum á laugardaginn var, afhenti formaður Myntsafnarafélagsins Pétri skrautritað heiðursskjai og tilkynnti honum um leið, að hann hefði verið gjörður að fyrsta heiðursfélaga Myntsafnarafélagsins. Er Pétur vel að þessum vegsauka kominn, þvf hann hefir nú fengizt við myntverzlun og myntfræði f mörg ár. Hefir Pétur getið sér gott orð í viðskiptum og þykir fróður um alls kyns peninga. Pétur hefir sótt ágætlega fundi Myntsafnarafélagsins allt frá stofnun þess. Sagt á stundum það sem segja þurfti þar, og oft og einatt sagt frá sinni reynslu um leiö. Oftast verið skemmtilegur, aldrei leiðinlegur. Til þess er tekið hve kjarngott fslenzkt mál Pétur talar, hann er stálminnugur á menn og atburði og kann vel frá öllu að segja. Hann vísar oft í fornsögurnar og fornkvæði er hann kann utanbókar f bálkum og tilvitnanir þar f hefir Pétur á hraðbergi. Meðal myntsafn- ara er Pétur þekktastur af peningum þeim, Selsvarardölunum, er hann lét slá á árunum 1962 — 1968. Bárður Jóhannesson, gullsmiður, sló peningana og hannaði þá. Á framhlið þeirra er mynd er Bárður gerði af Pétri, en á bakhlið- inni er skjaldarmerki Péturs. Ber þar mest á bryntröllinu, vopni Mýramanna, forfeðra Péturs, og Kveldúlfur notaði f orrustu. Stærð peninganna er crown-stærð, sama stærð og 1000 króna silfurpeningurinn frá 1974, dollara- peningar eða gömlu spesíurnar, svo dæmi séu tekin. Á framhliðina er letrað 1 selsvarardalur og er það efst á peningnum. Neðst er svo fanga- mark myntmeistarans BJ f spegilskrift, en þar rétt fyrir ofan er skrifað Pétur H. Salómonsson með hendi hans sjálfs. Á bakhliðina er ritað Stóru Selsvör og ártölin 1942 — 1960 en stafirnir BJ koma enn í spegil- mynd og nú nærri miðju mótívi myndarinnar. Pétur segir mér að tilgangurinn með útgáfu þessara peninga hafi verið að gefa fólki kost á eftir RAGNAR BORG að festa fé f hlutum, sem stigi með verðbólg- unni, en ekki þurfi heldur að kosta í upphafi eins og heil fbúð. Upprunalegt söluverð pen- inganna var 25 krónur eirpeningurinn, 125 krónur silfur og 2500 — 3000 krónur gullið. Pétur hefir ennfremur sagt mér að upplag pen- inganna hafi verið sem næst: Eirpeningar 22 grömm 1104 stk. Silfurpeningar 25 gr. 925s 746 stk. Gullpeningar 32 gr. 14—K. 34 stk. Emaljeraðir kopar og silfur peningar, 50 stk. af hvorri gerð, voru slegnir. Af hálfri þykkt eru til 74 silfurmerki með myndinni af bryntröllinu. Voru notuð á bíllykla- kippur. Ennfremur 20 — 30 merki úr kopar til svipaðra nota. Mótin og allt þeim tilheyrandi hefir Pétur afhent Minjasafni Reykjavfkurborgar. Það er eins og þeir sem eiga Selsvarardalina haldi fast f þá þvf það var seinast hinn 19. október 1974 að silfurpeningur var seldur á uppboði hjá Mynt- safnarafélaginu og var þá sleginn á 2600 krónur. Sfðan hafa þessir peningar ekki sést. Stefan Jónsson alþingismaður hefir ritað ævi- sögu Péturs og heitir bókin „Þér að segja“. Pétur segist enn luma á nokkrum eintökum bókarinnar, sem eru föl á 2000 krónur hjá honum. Ég eignaðist bók þessa fyrir nokkrum árum og hefi oft haft gaman af að grípa f hana sfðan ég las hana fyrst. Margar eru frásagnir þar með ólfkindum en Pétur þótti frábær stýrimað- ur á seglskipum — ekki bara einungis að hans sögn — enda vandist hann við seglbáta f upp- vexti við Breiðafjörð. Skipsfélagar Péturs þótt- ust öruggari með Pétur við stýrið ef hætta var á ferðum f roki og sjógangi. Það var Ifka ágætt að Ólafur Tómasson, sem var með Pétri í Dana- slagnum fræga, er Pétur henti fleiri manns gangstéttanna á milli yfir götuna, sagði frá þessum slagsmálum í ævisögu sinni er kom út fyrir seinustu jól. Ber frásögn hans með sér, að frásögn Péturs er dagsönn. Ég hvet myntsafnara og aðra þá, sem kynnzt hafa Pétri, til að verða sér úti um bók hans og helzt að fá hann til að árita hana. Bókin og Selsvarardalirnir eru ágæt- ar minjar um fyrsta heióursfélaga Myntsafnara- félag Islands — Pétur H. Salómonsson — því orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. 1320 MW kjarnorkuver. t Svfþjóð er hluti orkunnar oft notaður til hitaveitu. Að vísu eru allir flokkar sam- mála um að fyllsti öryggisbún- aður sé forsenda þess að leyft verði að hefjast handa, en hins- vegar virðist mörgum óljóst f hverju slíkur búnaður sé fólg- inn, og jafnvel hvort hann sé til í dag eða næstu daga. Jafnaðarmenn og Hægri virð- ast sammála um að hefjast handa árið 1978, en Jafnaðar- menn tefla fram rfkisfyrirtæk- inu Statoil til forystu, en Hægri vilja gera hlutafélögunum Norsk Hydro og Saga Petrole- um jafn hátt undir höfði, og jafnvel leyfa erlendum olfu- félögum þátttöku. Kristilegi Þjóðflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri vilja að tfmaákvörð- un verði slegið á frest, en Sós. Vinstri eru einna ákveðnastir gegn borun að sinni. Það er því fjarri þvf að ein- hugur rfki í Noregi um ágæti þess að ná fljótfengnum olfu- gróða. Bretar röskir til framkvæmda? Oft er álitið að Bretar séu mörgum góðum kostum búnir, umfram það að vera röskir til framkvæmda. Þó er það ekki einhlítt, og hér er dæmi: Við 140 MW. raforkuver í Suðaustur-Bretlandi þurfti að byggja 70 metra háan reykháf, til þess að forðast reykmengun nágrennisins og þá óhollustu sem af þvf stafaði. Byrjað var á verkinu kl. 8 á mánudagsmorgni, en næsta laugardag kl. 8 að kvöldi var þvf að fullu lokið. Hér voru tfmamörk sett — og staðið við þau. Ósjálfrátt reikar hugurinn til Hafnarfjarðar með kæfandi reykmekki frá ál- og fisk- vinnslu. Þar sjást engin tíma- mörk, og því engirí áætlun við að standa. Olfuvinnsla f Norðursjónum. iiiiifoiinitmiiimiiifi Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON BR-spilararnir ofarlega á blaði í undankeppninni SL. MIÐVIKUDAG hófst undankeppni fyrir tslandsmót- ið f tvfmenning f Reykjavfk. Spilað er um 18 sæti f fslands- mótinu og mættu 48 pör til leiks. Röð efstu para varð þessi: Stefán Guðjohnsen — Símon Sfmonarson 275 Guðmundur Eiríksson — Þórður Sigfússon 269 Guðmundur Péturssop — Sverrir Ármannsson 265 Tryggvi Bjarnason —• Vigfús Pálsson 252 Óskar Friðfinnsson — Reynir Jónsson 252 Ásmundur Pálsson— Hjaiti Elfasson 250 Skafti Jónsson — Skúli Einarsson 244 Gunnar Traustason — Sverrir Harðarson 243 Benedikt Jóhannsson — Hannes Jónsson 242 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 236 Guðmundur Arnarsson — Jón Baldursson 235 Kristján Jónasson — Þórhallur Þorsteinss. 233 Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 230 Sveinbjörn Guðmundsson — ViðarJónsson 229 Guðjón Sigurðsson — Ólafur Tryggvason 226 Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímss. 226 Meðalskor var 210. Mót þetta stendur yfir f þrjú kvöld og verður næst raðað þversum í riðlana. Seinni umferðirnar verða spilaðar 15. og 16. marz og fer keppnin fram f Domus Medica. Hraðsveitarkeppni hjá Breiðhyltingum 1. marz hófst þriggja kvölda hraðsveitakeppni Bridgefélags Breiðholts. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þessi: stig Sveit Pálma Péturssonar 496 Sveit Sigurðar Erlendss. 464 Sveit Baldurs Bjartmarss. 439 — 0 — Að lokum vill þátturinn svo minna á nýjung TBK að spila á iaugardögum tvímenning. Spil- að er f matsal stúdenta. Barðstrendinga- félagið Barðstrendingafélagið f Reykjavfk, 5 kvölda tvf- menningur. 8 efstu í 1 umferð. Nöfn stig. 1. Kristinn — Einar ....257 2. Helgi — Sigurbjörn ..253 3. Þórarinn — Finnbogi .... 241 4. Ágústa — Ólafur .....229 5. Guðlaugur — Agnar ...223 6. Gunnlaugur — Stefán .... 223 7. Guðrún—Jón ..........221 8. Vikar — Ólafur ......219 iimrimmijiiiiiimmiiiiiiniimii miiiiiiiiinmiini 11 ii i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.