Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR5. MARZ 1977 VIÐSKIPTI Umsjón: Pétur J. Eiríksson Líkur á samdrætti í bandarískum áliðnaði HORFUR eru á meiriháttar sam- drætti i álframleiðslu í norð- vesturrfkjum Bandarfkjanna, sem eru eitt helzta álframleiðslu- svæðið, vegna þess að alvarlegur vatnsskortur hefur truflað raf- orkuframleiðslu vatnsaflsvirkj- ana. Alcoa, sem er stærsti álfram- leiðandinn f Bandaríkjunum, er nú um það bil að stöðva starfsemi í einum af fimm kerskálum Vancouver-versins f Washington- fylki, en framleiðslugeta versins er 115.000 lestiráári. Aðrir leiðandi framleiðendur á umræddu svæði, en á þvf eru 30% ársframleiðslu Bandaríkjanna framleidd, ætla einnig að tak- marka framleiðsluna. Kaiser Aluminium segir, að það sé aðeins tímaspursmál hvenær dregið verði úr framleiðslunni í verk- smiðjunni í Mead í Washington, en framleiðslugeta hennar er 206.000 lestir. Áliðnaðurinn á einnig i erfið- leikum i austurríkjunum, þar sem kuldi og skortur á jarðgasi hefur haft neikvæð áhrif á framleiðslu og eftirspurn. Ástandið þar er þó hvergi eins slæmt og í vestur- ríkjunum þar sem það getur orðið mjög alvarlegt fyrir framleið- endur og heimsframboð á áli. Því er spáð að framleiðslutapið geti orðið 350.000 lestir á þessu ári í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem tæplega helmingur ál- framboðs i heiminum, sem er 11 milljónir lesta, er framleiddur. Þetta getur þýtt minnkandi fram- boð, ekki sízt ef haft er í huga að verulega er farið að ganga á birgðir bandafskra álverksmiðja, og meiri skort á áli við lok þessa áratugar en gert hafði verið ráð fyrir. Bliss b.v.: Nýtt fyrirtæki Iscargo og Bleckmann í Hollandi ISCARGO h.f. og hollenzka dreif i ngarf yr irtækið Bleckman hafa stofnað nýtt fyrirtæki í Hollandi, Bliss b.v., sem mun starfa að alhliða vöruafgreiðslu og flutningsmiðlun. Bliss mun hefja starf- semi 1. apríl f Rotterdam Iscargo: Ný f lugfragtþ jón- usta við London ISCARGO hefur tekið upp nýja vöruflutningaþjónustu við Lond- on. Hefur fyrirtækið stundað reglubundið flug með vórur á milli London og Reykjavfkur með viðkomu f Rotterdam sfðan 15. október. Um er að ræða flug einu sinni f viku. Brezka flugfélagið British Air Ferries flýgur með vörur frá Southend-on-Sea, skammt austan við London til Rotterdam á fimmtudögum. Síð- an tekur Iscargo við þeim f Rotterdam og flýgur með þær heim á föstudögum. Þessir flutn- ingar hafa farið ört vaxandi að sögn Hallgrfms Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Iscargo, og mun fyrirtækið flytja á þennan hátt tvö til f jögur tonn vikulega. vegna flutninga til og frá tslandi og afgreiða og miðla vörum og flutn- ingum fyrir önnur fyrir- tæki. Mun það m.a. annast útvegun leiguflugs fyrir Iscargo og önnur f lugf élög. Viðræður hafa staðið yfir um samstarf á milli Iscargo og Bleckmann, en það fyrirtæki er stórt flutn- inga- og dreifingafyrir- tæki. Bleckmann hefur einnig náð samböndum við nokkur íslenzk útflutnings- og innflutningsfyrirtæki og tekið að sér flutninga og dreifingu fyrir þau. Bliss b.v. er að 50% eign Iscargo og 50% eign Bleckmann. Hallgrímur Jónsson, framkvæmdastjóri Iscargo, sagði Morgunblað- inu að stofnun fyrirtækis- ins hefði í för með sér verulega hagkvæmni fyrir Iscargo og viðskiptavini fyrirtækisins, hvað snerti afgreiðslu og flutning á vörum til og frá Rotter- damflugvelli. Þá kæmist Iscargo betur inn á fragt- flugsmarkaðinn í Evrópu sem hefði í för með sér meiri flutninga. Hallgrím- ur sagði að samstarfið við Bleckmann væri þegar farið að bera góðan árangur fyrir Iscargo I auknum flutningum. 6,9% farþegaaukning Flugleiða í fyrra Aðalfundur Kaupmannasamtakanna: Sama skattlagning á öll rekstrarfor m GUNNAR Snorrason var endur- kjörinn formaður Kaupmanna- samtaka tslands á aðalfundi sam- takanna, sem haldinn var á fimmtudag. Þorvaldur Guð- mundsson var kosinn varaformað- ur Fulltrúaráðsfundur kýs sfðan aðra stjornarmenn. Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum. Meðal ann- ars er hvatt til þess að verzluninni verði ekki íþyngt frekar en orðið er með nýjum skattaálögum, og að öll verzlunarform verði sett við sama borð i skattlagningu, hvort sem um er að ræða einkafyrir- tæki, hlutafélög, sameignarfélög eða samvinnufélög. I ályktun um lánamál er sett fram sú ósk að löggjöf verði sett um lánasjóð verzlunarinnar, sem tryggi framgang hugmynda og til- lagna félagssamtaka verzlunar- Gunnar Snorrason innar um lánamál. Segir sfðan að verzlunin eigi að sitja við sama borð í lánamálum og aðrar at- vinnugreinar. Minnt á skyldur innflytjenda í ályktun um tolla- og aðflutn- ingsgjöld er f agnað lækkun slíkra gjalda, sem stuðla að lækkun vöruverðs í landinu. Bent er á að þrátt fyrir lækkanir á tollum og aðflutningsgjöldum, séu margs konar vörur enn of hátt skattlagð- ar af rfkinu. Er látið f ljós það álit að stefna beri að þvi að vöruverð hérlendis sé ekki hærra en í ná- lægum löndum. í þvf sambandi minnir fundurinn á skyldur inn- flytjenda að tryggja hagstætt inn- kaupsverð á aðfluttum vörum. Þá er hvatt til þess að Verzlun- arbankinn fái rétt til sölu erlends gjaldeyris til jafns við ríkisbank- ana og ríkisstjórnin er minnt á loforð sitt um nýja verðlagslög- gjöf. TÖLUVERO aukning varð á flutningum flugvéla Flugleiða í áætlunar- og leiguflugi á árinu 1976. Alls fluttu flugvélar Flugfélags íslands, Loftleiða og International Air Bahama 714.394 farþega en 1975 nam þessi tala 668.462 og aukningin er því 6.9%. Aukning varð I öllum greinum farþegaflutninga á áætlunarleiðum og sömuleiðis I leiguflugi. Þar bættist við pílagrímaflug Loftleiða I Afríku og leiguflug Flugfélags Íslands til Spánar jókst. Þá varð veruleg aukning á vöruflutningum. Rétt er að hafa í huga a8 flugrekstur stóvaðist algjörlega i tvær vikur á áranu vegna verkfalla. Áætlunarflug milli landa Nokkur aukning varð á áætlunarflugi á millilandaleiðum. bæði yfir Norður- Atlantshaf og á milli islands og Evrðpu. Yfir Norður Atlantshafið voru fluttir 254.199 farþegar en 243.982 árið áður. Aukningin er því 4.2%. Meiri aukning varð á farþegaflutningum á Evrópuleiðum, eða 11.0%. Fluttir voru 127.794 farþegar en voru 115.153 árið áður. Samanlagt jukust því farþegaflutningar Flugfélags íslands og Loftleiða á þessum leiðum um 6.4%, úr 359.135 farþegum 1381.993. í áætlunarflugi International Air Bahama á milli Nassau og Lúxemborgar voru fluttir 73.064 farþegar. Vöruflutningar I áætlunarflugi milli landa jukust verulega. Yfir Norður- Atlantshaf voru fluttar 3.838 lestir en á Evrópuleiðum 1.344 lestir. Aukning- in miðað við árið á undan varð því 20.8%. Minni aukning innanlands Aukning farþegaflutninga innanlands varð aðeins 0.3% og voru fluttir 205.756 farþegar á siðasta ári miðað við 205.176 farþega 1975. Fjölförn- ustu leiðir innanlands voru á milli Reykjavlkur og Akureyrar, Vestmannaeyja, ísafjarðar og Egilsstaða. Vöruflutningar I innanlandsflugi námu 4.387 lestum slðasta ár en 4.960 lestum árið áður. Mikil aukning leiguflugs Á síðastliðnu ári flugu flugvélar Flugleiða mörg leiguflug til meginlands Spánar og til spænsku eyjanna Kanaríeyja og Mallorka. Samtals voru fluttir 22.392 farþegar I þessum ferðum en voru 13.426 1975 og er því um 66.8% aukningu að ræða. Pllagrimaflug á milli Kanó í Nlgerlu og Jeddah I Saudi Arahíu voru nú flogin I fyrsta sinn og voru fluttir I þeim 15.330 farþegar. Farþagar f öðrum leiguflugferðum voru 15.859. Samtals urðu farþegar i leigutlugi með flugvélum Loftleiða. Flugfélags íslands og International Air Bahama 53.581 en voru 32.215 árið áður og þvíer um 66.3% aukningu að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.