Morgunblaðið - 31.03.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 31.03.1977, Síða 5
MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 5 Klukkan 14.30: Hugsum um það: Sálfrœð- ingar og starfsvið þeirra Þátturinn Hugsum um það í umsjá Gísla Helga- sonar og Andreu Þórðar- dóttur er á dagskrá út- varpsins í dag klukkan 14.30. Hyggjast þau í þættinum ræða við sálfræðinga og leita álits fólks á starfssviði þeirra. „Ástæðan fyrir efnis- valinu að þessu sinni,“ sagði Gísla Helgason, „er sú að sálfræðingar er ein sú stétt manna, sem litin hefur verið hvað mestu hornauga. Það stafar að sjálfsögðu af þekkingar- leysi fólks á starfsviði þessara fræðinga eða ef til vill gömlum ótta frá því að sálfræðingar sál- greindu og greindarpróf- uðu fólk — og því var gefin viss einkunn, það er að segja greindarvísi- tala. Annað tilefni þessa þáttar eru svo ummæli Alberts Guðmundssonar alþingismanns um sálfræðinga í haust, þegar stofnað var ung- lingaathvarf í Austur- bæjarskólanum og hann sagði að hann væri tilbúinn til að samþykkja það ef sálfræðingar væru ekki á staðnum. Albert mun i þessum þætti rökstyðja mál sitt og mun sálfræðingum gefinn kostur á að svara honum. En Albert Guðmundsson sagði að honum fyndist ekki þörf á sálfræðingum í þessum unglingaathvörfum nema það væri sam- kvæmt læknisráði. í þættinum munum við einnig ræða við þrjá sálfræðinga og munum leitast á þann hátt við að kynna stéttina, en þeir munu rabba vítt og breytt um starfsvið sitt — sem er að sjálfsögðu ekki tæmandi í hálftíma þætti sem þessum." Þeir sálfræðingar, sem rætt verður við, eru Sig- urður Ragnarsson sálfræðingur á barna- deildinni við Dalbr£\it, Ingólfur Guðjónsson sálfræðingur á Kleppi og Guðfinna Eydal, sem starfað hefur við sálfræðideildir skóla. „í næsta þætti okkar“, sagði Gísli ennfremur, „munum við ræða við Geir Vilhjálmsson sálfræðing um vitund- inaalmennt svo og sam- skipti fólks vítt og breitt.“ RÍKISÚTGÁFA námsbóka á 40 ára starfsafmæli á morgun, en hún var stofnuð með lögum, sem afgreidd voru frá Alþingi árið 1936, en útgáfan hóf starfsemi sfna árið eftir. Forráðamenn Rfkisútgáfunnar kynntu í gær fyrir fréttamönnum starfsemi stofnunarinnar og Pálmi Jósefs- son, fyrrverandi skólastjóri, greindi frá aðdraganda að stofn- un Ríkisútgáfunnar. Sagði hann að i mörg ár hefðu verið flutt frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að rfkisútgáfu skólabóka yrði komið á fót, en það hefði ekki verið samþvkkt fyrr en f sjötta sinn, sem frumvarp þess efnis hefði verið flutt, árið 1936. Sagði Pálmi að það hefði verið eitt mesta deilumál Alþingis á sfnum tfma, þó að oft hefði verið hart barist á kreppuárunum. Hlutverk Ríkisútgáfu náms- bóka er tviþætt; i fyrsta lagi er útgáfa hinna eiginlegu kennslu-' bóka, sem nemendur eða skól- arnir fá ókeypis frá útgáfunni og í öðru lagi útgáfa hjálparbóka og hjálpargagna fyrir skólastarfið, t.d. leiðbeiningar, vinnubækur, aukalesefni og alls konar hand- bækur. Er starfseminni skipt i tvær deildir, útgáfudeild, sem Jón Emil Guðjónsson veitir for- stöðu, og afgreiðslu- og söludeild, en skólavörubúðin er veigamest- ur starfsþáttur hinnar siðar- nefndu og er Bragi Guðjónsson framkvæmdastjóri hennar. Árið 1969 verða þáttaskil i sögu Ríkisútgáfunnar þegar hefst sam- starf hennar og Skólarannsókna- deildar Menntamálaráðuneytis- ins. í stuttu máli má segja að þetta samstarf sé í þvi fólgið að Skólarannsóknadeildin sér um samantekt, samningu og prófun nýrra skólabóka og hjálpargagna en Rikisútgáfan annast fram- leiðslu þeirra og dreifingu. Fyrsta heila starfsár út- gáfunnar, 1938, gaf hún út sex frumútgáfur og fyrsta bókin, sem útgáfustjórnin lét taka saman var Skólaljóð í 2 heftum. Ein af þess- um frumútgáfum var grasafræði þar sem 2 síður voru litprentaðar með blómamyndum og var þaó nýjung hérlendis að hafa skóla- bækur, skreyttar litprentuðum myndum. Árið 1955 lét útgáfan prenta fyrstu titprentuðu kennslubókina, Gagn og gaman 1. hefti, en sú bók hefur verið prent- uð i 86.000 eintökum á vegum útgáfunnar. Stjórn Rikisútgáfunnar nefnist námsbókanefnd og er hún skipuð af menntamálaráðherra. Meiri hluti stjórnarmanna er skipaður samkvæmt tillögum kennarasam- takanna og hefur svo verið frá byrjun. Formaður námsbóka- nefndar nú er Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri. Kostnaður við útgáfuna hefur um langt skeið skipst þannig, að rikissjóður hefur greitt 1/3 hluta Jón Emil Guðjónsson, framkvæmdastj. Rikisútgáfunnar, lengst til hægri, sfðan Kristján J. Gunnarsson, formaður námsbókanefndar, Pálmi Jósefsson, fyrrv. skólastj., og Bragi Guðjónsson, framkvæmdastjóri skólavörubúðarinnar. Ríkisútgáfa námsbóka 40 ára á morgun: en 2/3 hlutar voru greiddir með svo nefndu námsbókagjaldi sem foreldrar borguðu. Árið 1971 var námsbókagjaldið fellt niður og allur kostnaður við Ríkisútgáfuna greiddur úr ríkissjóði. Meðal aðkallandi verkefna Ríkisútgáfunnar á næstunni eru m.a. útgáfa sérstakra bóka og hjálpargagna fyrir vangefna nemendur sem og meira af hjálpargögnum, sem miðuð væru við sjálfstæðari vinnubrögð og meiri fjölbreytni i námi. Utgáfu- starfsemin hefur aukizt gífurlega síóasta áratuginn að sögn forráða- manna hennar og sem dæmi má nefna að 1951—1955 voru að jafn- aði prentaðir 32 bókatitilar á ári í 175.000 eintökum en á árunum 1970—'74 82 titlar í 500.000 ein- tökum. Á síðasta ári voru prent- aðir 112 titlar í tæplega 734 þús- und eintökum, en ástæðan fyrir þessari aukningu eru sívaxandi kröfur sem gerðar eru til út- gáfunnar, sérstaklega vegna endurskoðunar á námsefni og kennsluháttum, sem siglt hafa i kjölfar laga um grunnskóla. einmitt eins og þú óskar þé hann... FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 I mótsetningu við öll önnur stereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn fyrirað þúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 kFlz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Verð kr. 23.967 Islandsmót 1 bridge fer fram um páskana ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge 1977, sveitakeppni og tvfmenn- ingur, fara fram um páskana. I sveitakeppninni er um að ræða undankeppni með þátttöku 24 sveita víðs vegar að af landinu. Verður spilað í fjórum riðlum, 6 sveitir í hverjum riðli. Tvf- menningskeppnin er aftur á móti úrslitakeppni með þátt- töku 44 para. Fyrsta umferð í undan- keppni sveitakeppninnar fer fram miðvikudaginn 6. apríl klukkan 20. Siðan verða tvær umferðir á skirdag og tvær síð- ustu umferðirnar á föstudag- inn langa. Urslitakeppni tvi- menningskeppninnar verður svo haldin 9. og 10. april og hefst báða dagana klukkan 13.30. Spilastaður er Hótel Loftleiðir og keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Núverandi tvímennings- meistarar eru Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson. Sveit Stefáns Guðjohnsens er íslandsmeistari í sveitakeppni 1976. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem Bridgesamband fslands hélt igær og verður nánar skýrt frá upplýsingum sem þar komu fram í bridgeþætti i blaðinu á morgun. Fyrsta árid 6 bókatitl- ar — 112 á síðasta ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.