Morgunblaðið - 31.03.1977, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977
Ræktun og sala blóma:
Rétt að huga að
ónýttum möguleikum
í ræktun fyrir inn-
lendan markað
Ljósm. Mbl. RAX.
— áöur en hafin er stórframleiðsla til útflutnings
INNLEND blómaframleiðsla
hefur aukizt með hverju árinu
og er nú svo komið, að þessi
framleiðsla fullnægir því sem
næst eftirspurn eftir af-
skornum blómum nema hvað
nokkuð af slíkum blómum
hefur verið fiutt inn yfir
vetrarmánuðina til að auka f jöl-
breytnina. Þá eru einnig fram-
leidd hér pottablóm en sú fram-
leiðsla hefur ekki náð fyllílega
að fullnægja eftirspurninni. —
Við, sem störfum að þessari
framleiðslugrein, hvort sem
það eru blómaframleiðendur
eða blómaseijendur, teljum að
íslendingar ættu fyrst að huga
að því hvaða möguleikar eru
enn ónýttir á innlenda mark-
aðinum áður en við förum út í
stórframleiðslu fyrir erlendan
markað í formi ylræktarvers.
Það er einnig ljóst, að við
getum enn aukið framleiðslu
okkar á grænmeti, ef við ein-
beitum okkur að þvi að lengja
ræktunartímann og bæta
geymsluskilyrðin, sagði Bjarni
Finnsson, einn nefndarmanna f
samstarfsnefnd blómafram-
leiðenda og blómaseljenda, á
blaðamannafundi, sem nefndin
efndi til í Hveragerði fyrr í
þessari viku.
100 þúsund
páskaliljur
Heildarflatarmál gróðurhúsa
hér á landi er nú um 14 hekt-
arar og þar af eru blóm ræktuð
á um 40.000 fermetrum. Alls
eru í landinu um 130 framleið-
endur blóma og grænmetis en
blómaframleiðendur skiptast
þannig milli svæða, að 6 eru i
Mosfellssveit, 21 i Hveragerði
og nágrenni, 6 í Biskups-
tungum og 4 í Hrunamann-
hreppi. Einnig eru nokkrar
gróðrarstöðvar á Reykjavikur-
svæðinu sem stunda lítilsháttar
blómaframleiðslu, einkum yl-
rækt á laukum og hnýðum og
ræktun pottaplantna. Blóma-
verzlanir á Reykjavíkur-
svæðinu eru 23 og 3 aðilar ann-
ast dreifingu á blómum i heild-
sölu. Samkvæmt upplýsingum
Axels Magnússonar, ylræktar-
ráðunauts Búnaðarfélags ís-
lands, er erfitt að áætla heildar-
verðmæti blómaframleiðslu hér
á Iandi, þar sem ákveðnar
skýslur þar að lútandi liggja
ekki fyrir, en þó má áætla að
heildarframleiðsla afskorinna
blóma og pottaplantna hafi
verið hátt í 200 milljónir króna
árið 1976
Framboð á einstökum teg-
undum afskorinna blóma er
nokkuð árstíðabundið, þó á sið-
ari árum hafi tekizt að lengja
mjög verulega ræktunar-
tímann, en blómaseljendur
tóku þó fram, að eftirspurn
eftir blómum réðist mjög af
gömlum hefðum, t.d. hefði
ræktun chrysanthemum lengi
verið bundin við haustið en nú
væri svo komið, að chrysan-
themum væri á markaðnum
nær allt árið. Sú tegund blóma,
sem mest er ræktuð hér á landi,
er rósir en nærri lætur, að
ræktun þeirra fari fram á um
15 til 16 þúsund fermetrum
undir gleri. Rósir eru nú á
markaðnum allt árið. Aðrar teg-
undir, sem talsvert eru rækt-
aðar til afskurðar, eru nellikur,
ljósmunni, freesia, sóllilja, ilm-
rkúfur (levkoj), gerbera og
gladiolus. Þau blóm, sem
einkum eru á boðstólum frá
jólum fram i marz, eru hvers
konar laukblóm s.s. túlipanar,
hyacintur, iris, riddarastjörnur
auk páskalilja. Fram kom hjá
blómaseljendum að þeir gera
ráð fyrir að selja árlega um 100
þúsund páskaliljur um páska.
Góða veðrið hefur
aukið sölu á
pottaplöntum
Fulltrúar samstarfsnefndar-
innar sögðu, að sala í alls kyns
pottaplöntum hefði verið mjög
mikil það sem af væri þessum
vetri og kæmu þar sjálfsagt til
áhrif góða veðursins. Hefur
áhugi á burknum, blaðplöntum,
kaktusum og þykkblöðungum
aukizt mikið á síðustu árum
jafnframt því sem eftirspurn
eftir ýmsum blómstrandi
plöntum hefur farið mjög í
vöxt. Nefndi Axel Magnússon í
þessu sambandi tegundir eins
og alparós, jólastjörnu, potta-
chrysa, hortensiu, begoniu,
cinerariu, gloxiniu og pelar-
goniu. Þá tók Axel fram, að til
skamms tíma hefðu þær plönt-
ur, sem til sölu hefðu verið í
verzlunum, verið stærri en
æskilegt hefði verið. Það líður
allt frá hálfu til eins árs frá þvl
„Burknaplöntur eins og þessa
verðum við nú að flytja inn frá
Hollandi. Ræktun á þessum
plöntum er eitt af þeim tæki-
færum, sem viða eru ónýtt hér
á landi, sagði Bjarni Finnsson,
er hann sýndi okkur burkna-
plöntur, sem nýlega voru
komnar frá Hollandi.
Sala í alls kyns pottaplöntum
hefur verið mikil það sem af er
þessum vetri og telja menn að
þar komi til áhrif góða veðurs-
ins.
Blómasalar gera innkaup á pottaplöntum f Gróðrarstöðinni Alfa-
felli en þar eru ræktaðar um 75 tegundir af pottaplöntum.
Þeir kynntu blaöamönnum
blómaræktun hérlendis,
talið frá vinstri: Axel
Magnússon, ylræktarráðu-
nautur, Sigurður Ingi-
marsson, garðyrkjumaður,
Ólafur Helgason, blóma-
sali, Grétar Unnsteinson,
skólastjóri, Bjarni Finns-
son, blómasali Henrik
Bentsen, blómasali, Frið-
finnur Kristjánsson,
blómasali, og Jón H.
Björnsson, blómasali.
að græðlingur er tekinn og þar
til plantan verður söluhæf.
Fram kom að það vekur
mikla undrun hjá þeim garð-
yrkjumönnum, sem koma er-
lendis frá, hversu mikil fjöl-
breytni er í ræktun potta-
plantna á einni og sömu garð-
yrkjustöðinni. Þannig má finna
í einni stöð hér allt að 75 teg-
undir en erlendis eru yfirleitt
ekki nema ein eða tvær teg-
undir ræktaðar í hverri stöð.
Ræðst þessi mikla fjölbreytni
hér vitanlega af því hversu
markaðurinn hér á landi er
lftill.
Tæknibúnaður dýr
en auðveldar
framleiðsluna
Blómaframleiðendur og
blómaseljendur hafa lengst af
starfað án þess að um væri að
ræða nokkurt formlegt sam-
starf þeirra í milli en nú hefur
verið ákveðið að koma á fót
samstarfsnefnd þessara aðila.
Er ætlunin að með nefnd þess-
ari gefist tækifæri til að leita
lausnar á þeim erfiðleikum,
sem við er að fást í þessari
framleiðslugrein og vinna að
sameiginlegu átaki I sölu-
málum. — Verkefnið fram-
undan er að stuðla að þvi að
þessi framleiðslugrein verði að-
eins háð innlendri framleiðslu.
Nú vantar t.d. aðila, sem taka
að sér ræktun á plöntum á
fyrsta stigi framleiðslunnar en
enn verðum við að flytja inn
hluta af þessum plöntum. Við
höfum mjög gott dæmi um
framleióslu á plöntum, sem
bæði getur boðið plönturnar
betri og ódýrari en séu þær
fluttar inn en það er innlend
framleiðsla á chrys:nthemum-
græðlingum, sögðu fulltrúarnir
í samstarfsnefndinni.
Stöðugt er unnið að tilrunum
bæði með bættan tæknibúnað
við ræktunina og nýjar teg-
undir af blómum og grænmeti
ýmist á vegum Garðyrkjuskóla
ríkisins á Reykjum i Ölfusi eða
garðyrkjuráðunauta Búnaðar-
félags íslands. Axel Magnússon
sagði að miklar framfarir hefðu
orðið í byggingu gróðurhúsa,
tæknibúnaði hvers konar og
ræktunaraðferðum og öll hefði
hin aukna tækni orðið til að
gjörbreyta aðstöðu garðyrkju-
bænda. En Axel tók fram, að sá
vandi fylgdi þó tækninni að
allur búnaður væri dýr og
nefndi hann sem dæmi að hver
pera til lýsingar kostaði um 40
þúsund krónur, ef réttan búnað
ætti að nota en meðaigarð-
yrkjubóndi hér þarf að nota um
15 perur og árlega þarf að
skipta um nokkrar perur.
—Byggingarkostnaður við
gróðurhús er hár og garðyrkju-
bændur hafa eins og aðrir
bændur átt í erfiðleikum vegna
lána- og rekstrarfjárskorts.
Rekstrarvörurnar eru dýrar og
í mörgum tilvikum er þjónusta
á því sviði einvirk vegna ýmissa
ytri aðstæðna. Ég hygg þó að
allir, sein til þekkja, séu sam-
mála um að íslenzkir garð-
yrkjubændur og blómasalar
reyni að veita viðskiptavinum
sínum sem bezta þjónustu. Ég
get tekið undir orð Bjarna hér
áðan um að við eigum enn eftir
ónýtta möguleika hér innan-
lands áður en við þurfum að
fara út í stórframleiðslu fyrir
erlendan markað. Einn liður-
inn í því að auðvelda mönnum
að fullnægja eftirspurninni hér
innanlands gæti verið að gefa
þeim kost á ódýrara rafmagni
og þá á sama verði og við bjóð-
um það útlendingum, sagði
Axel að lokum.