Morgunblaðið - 05.04.1977, Page 13

Morgunblaðið - 05.04.1977, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977 finningalífi, til að geta gert sér grein fyrir, hvernig hann á að fara að því að túlka þessar sömu tilfinningar á leiksviði, þegar hann hefur ekkert annað til að byggja á en kröfur í ákveðnu leik- handriti. Strangt tekið má segja að leik- ari sé maður sem getur framreitt geðbrigði eftir pöntun, hvernig sem honum líður svo inni sér. Þetta er i rauninni það, sem öll leiklistarkennsla hlýtur I innsta eðli að ganga út á, um leið og reynt er að sníða vankantana af hverjum nema. Tökum sem dæmi niann sem ætlar að læra píanó- leik. Þegar hann byrjar að spila kemur i ljós, að litli putti á hægri hendi lætur miklu síður að stjórn en hinir. Góðpr kenn^ri lætur nemandann einbeita sér að þvi að þjálfa þennan putta, þar til að hann verður jafnvígur hinum. Mér hefur því miður fundist í seinni tið, að kennslunni hætti oft til að ganga út á það að hrósa nemandanum fyrir heilu fing- urna, en láta eins og sá veiki sé ekki til, því það útheimtir átök og erfiði. Hér á ég ekki bara við leiklistarkennslu, heldur alla list- ræna kennslu. Ég hef aldrei haft trúa á þeirri tizku að nemendur eigi aðeins að læra það sem þeir vilja sjálfir læra. Nemandinn er venjulega gersamlega ófær um að gera sér grein fyrir hvað það er sem hann þarf að bæta og venjan er, að við felum veikleika okkar frekar en hitt — hvort sem við gerum það meðvitað eða óme- vitað. Árangur í list næst aldrei nema með ögun og vinnu, þar sem byrjað er þá þvi að leita uppi veikleikana til að geta bætt úr þeim.“ ENDATAFL í leikskrá Endatafls eru brot úr ritgerð sem Hrafn Gunnlaugsson lagði fram á fyrsta samlestri leik- ritsins, ritgerð sem hann nefnir „Hugleiðing um Endatafl Beck- etts“. Þar segir m.a.: „Leikrit Becketts draga fram í sviðsljósið skelfilegustu efasemdir hverrar sálar, hugboð sem eru alltaf ná- læg, en við y tum frá okkur hvers- daglega; ástin sé ekkert nema gráthlægileg víma sem hverfi þegar sizt suyldi, vin____apur jálfsblekking, hugmyndir okkar um aðra tómur hugarburður, o.s.frv...“ Ennfremur segir í ritgerðinni„DIA Endatafli er ein von: Dauðinn — að lifinu ljúki, að meðan Beðið eftir Jooott tidloa jaenive dauðann. Flækingar geta ekki einu sinni hengt sig. ÞÞeeeeeiir biða eftir imynd fréls- arans — engu.“ Loks segir: „Við reynum á engan hátt að herma eftir raunveruleikanum. Áhorf- andinn á að finna að leikarinn er i gervi, ýktu, afskræmdu. Gervið á að undirstrika sálarástandið, hug- boðið sem leikurinn lýsir. Gervin mega í senn virka óhugnanleg og afkáraleg." í framhaldi af þessari hugleiðingu spurðum við hvernig hefði gengið að vinna eftir henni og hvort hann væri sáttur við útkomuna. „Á sama hátt og leik it Brechts eru öðru fremur sviðsetning á þjóðfélagslegum aðstæðum, eru leikrit Becketts sviðsetning á sálarástandi. Það væri jafnfárán- legt að ætla sér að sviðsetja Beck- ett út frá þjóðfélagslegri for- skrift, og ætla sér að sleppa hinu þjóðfélagslega i uppsetningu á verkum Brechts. Endatafl gerist í rauninnni inni í höfði eins manns (líkama), þar sem efinn og hræðslan við til- gangsleysi lífsins leita stöðugt á. Maðurinn (líkaminn) er kominn að dauða og lokauppgjörið — sjálft endataflið hafið. Hann (líkaminn) segir á einum stað í textanum við Clov (sálina): „Manstu, þegar þú fórst fyrst með mig í snúning? Þú varst vanur að halda stólnum of hátt. í hverju spori varstu næstum búinn að steypa mér úr stólnum. (með skjálfandi öldungsrödd) Oo, mikið skemmtum við okkur sam- an, mikið skemmtum við okkur. (drungalega) Og siðan fórum við að standa í stáð.“ Hér dregur Beckett upp mynd sem lýsir tilfinningu, sem ég held að flestir kannist við. Þegar maður er ungur og allt er vafið regnbogalitum bjartsýninnar, þegar andinn tekur likamann i snúning, áður en timburmenn, stirðleiki og áhugaleysið gera vart við sig og maður fer að standa i stað — þá er auðvelt að skemmta sér. Það er hægt að tina óteljandi dæmi úr textanum sem skjóta fótum undir þann skilning, sem ég hef lagt í verkið, en ég sé ekki ástæðu til að tina fleiri til í blaða- viðtali, um þetta mætti skrifa langa ritgerð. Varðandi útfærsluna sjálfa, þá stefnir maður alltaf innst inni að einni algildri lausn, uppsetningu sem ekki er hægt að gera betur. Maður verður að setja sér slíkt markmið í huganum. Síðan kemur raunveruleikinn, og þá byrjar maður að kljást við raun- veruleikann og samlaga hug- myndina honum, og þá breytist margt i samræmi við þar að- stæður sem skapast. Ég held aó aðalatriðið sé að geta sagt daginn eftir hverja frumsýningu: Ég gerði það bezta sem ég gat í gær, en i dag get ég betur, og ef ég gæti mundi ég halda áfram að breyta og bæta, trúlega út í það óendan- lega. Sá leikstjóri sem segir við sjálfan sig á frumsýningu: Það er fullkomnað! getur hætt. Hann hefur ekkert að keppa að lengur." Nú þekktir þú alla leikarana í Endatafli persónulega og hafóir kynnzt þeim sem krakka í gegn- um starf móður þinnar (móðir Hrafns er Herdis Þorvaldsdóttir leikkona). Var ekki erfitt að vera allt í einu sá sem stjórnar? „Þegar ég var stráklingur, þá fór ég oft með móður minni á æfingar og sat í salnum og horfði kannski á sömu leiksýninguna 10—12 sinnum. Mér er t.d. mjög minnisstæð sýningin á Engill horfðu heim. í þeirri sýningu fóru Gunnar Eyjólfsson og Guð- björg Þorbjarnardóttir með tvö aðalhlutverkin. Á þessum tíma var ég enn krakki. En ég man að ég horfði með mikilli hrifningu og lotningu til þessara tveggja leikara. Ég held að hrifningin hafi ekki breytzt, þó að mörg ár séu liðin, og við orðin samstarfs- fólk. Heldur hefur lotningin breytzt i gagnkvæma virðingu. Maður lærir alltaf í sinni vinnu, sérstaklega þegar maður er svo heppinn að hafa í sömu sýning- unni fjóra af okkar beztu leik- urum. Ég held að frá upphafi hafi þessi kynni verkað sem fastur grunpur að persónulegri ein- lægm.“ Aðspurður um hvað væri fram- undan, svaraði Hrafn: „Þegar maður er hvergi fast- ráðinn, þá er maður alltaf að berj- ast fyrir lífi sínu, ef svo má kom- ast að orði. Sífellt að takast á við og leita nýrra verkefna. í þessari viku byrja æfingar á framhalds- myndaflokki í Sjónvarpi, sem hlotið hefur nafnið „Undir sama þaki“. Gerast þessir framhalds- þættir í blokk í Reykjavik, Austurbænum, Vesturbænum eða Breiðholti, hvar sem er í borginni. Samstarfsmenn minir í þessari þáttagerð og jafnframt höfundar handrits, eru þeir Egill Eðvarðs- son og Björn G. Björnsson, en Björn gerði einnig tjöldin í Enda- tafli. Hvað við tekur, þegar þvi er lokið, verður bara að koma i ljós. Maður er alltaf að skrifa, en maður talar helzt ekki um ófætt barn.“ —ágás. Sinfóníutónleikar Fyrsta verkið á efnisskránni að þessu sinni var sinfónia nr. 25 í g-moll, sem samkvæmt Köchel er talið hundrað áttugasta og þriðja verk Mozarts. Aðalstefið í fyrsta kaflanum er mjög líkt aðalstefi 1. píanósónötu Beethovens, en það minnir á þá staðreynd að Mozart og Beethoven voru í sinum fyrstu verkum, ekki það sem kallað er „orginal" eða eins og það er orðað á íslenzku, frumlegir. Mozart mun hafa verið 17 ára þegar hann samdi þessa sinfóníu og þó það sé l sjálfu sér furðulegt, að vera þá þegar búinn að semja 25 slik verk, er það ekki siður furðu- legt, eins og raunar gildir um alla tónlist Mozarts, hve lifandi MANUELA Wiesler, flautu- snillingur, hefur sannarlega ekki setið auðum höndum und- anfarið og nú á föstudaginn var, hélt hún, ásamt Halldóri Haraldssyni, tónleika í Nor- ræna húsinu. Tónleikarnir hóf- ust á sónötu eftir Jules Mou- quet. Kaflar verksins eru þrir og samdir um þrjá griska texta, í efnisskrá prentaðir I franskri þýðingu, sem er dæmalaus óþarfi, þvi allir skilja grisku! Yfir verkinu er þokki og var leikur Manuelu og Halldórs fallegur og leikandi. Annað verkið á efnisskránni var ein- leiks fantasía eftir Kuhlau, sem þekktur er hérlendis fyrir söng- lög og pfanósónatinur úr dönsk- um nótnabókum, en hann var þýzkur og þekktur áður fyrr sem tónskáld en er helst getið nú til dags fyrir að hafa verið og leikandi hún er. Það skyggði nokkuð á að leikur hljóm- sveitarinnar var á köflum ónákvæmur en tónlist Mozarts er viðkvæm i flutningi og smá tóntaksslys því meira áberandi tónlist hans, en hjá tónskáldum sem umvefja hugsun sína þykkum tónbálki. Næstu tvö verkefnin voru söngverk, sung- in af Sheila Armstrong. Hún er góð söngkona, en þessi verk sem hún söng hafa því miður ekki heyrst fyrr á tónleikum hérlndis og var hljómleikagest- um því almennt ekki jafn mikil skemmtan og ef hún hefði sungið frægar eða vinsælar „knallaríur", Þetta er svo orðað, vegna þess að á tónleikunum var verið að leita vinur Beethovens. Næsta verk er eftir Pál. P. Pálson, sem hann nefnir „Mixed Things“. Verkið er fullt af skemmtileg- um tiltektum og kliðmjúkt. Þau verk, sem eftirminnilegust verða af þessum tónleikum eru tvö siðustu verkin, sónata eftir norska tónskáldið Finn Morten- sen og Sicilienne burlesque eft- ir Alfred Casella. Sónatan eftir Mortensen er mjög erfið og ótrúlega margslungið verk, þar sem reynt er m.a. að skapa tvf- raddað tónferli með því að gefa tónunum mismunandi tónstyrk. Fyrir smekk undirritaðs var flutningur Manuelu Wiesler á þessu verki með því glæsileg- asta sem heyrst hefur á tónleik- um hérlendis. Síðasta verkið var sérlega skemmtilegt og vel leikið, þó á köflum mætti greina óróleika í samspili. Þess- Tónllst eftir JON ÁSGEIRSSON eftir áliti hljómleikagesta með könnun á óskum þeirra varðandi val á tónlist. Freist- andi er að halda því fram, að val manna hljóti að vera mark- laust eða ofskorðað við það sem þeir þekkja og að slík verk sem á þessum tónleikum voru flutt, yrðu þar alls ekki á blaði. Þeik sem sjá um verkefnaval þurfa að vera mjög vel unnlýstir um tónlist og kunna þá list að flétta saman úr þekktu, vinsælu og Framhald á fcis. 35 ir tónleikar voru frábærir og mætti vel leggja þessum lista- mönnum lið til að „spila fyrir þjóðir" og færa öðrum þjóðum fleiri afreksfréttir af íslandi en af íþróttum og fiskveiðum. Jón Asgeirsson Flaututónleikar Austurstraati 22, '.%**■* 2. hæð, stóú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.