Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1977 23 1.DEILD KVENNA Sólveig skorar fyrir FH gegn Ármanni. ORUGGUR SIGUR FH-STULKNA FH-STULKURNAR sýndu einn sinn bezta ieik á keppnistfmabiiinu er þær unnu Ármann með 22 mörkum gegn 17 á sunnudagskvöldið. Hins vegar var Ármannsiiðið nokkuð frá sfnu beztu, sérstak- lega f seinni hálfleiknum, en að fyrri hálfleikn- um loknum munaði aðeins einu marki á liðunum, staðan var 8:7 fyrir FH. Beztar f iiði FH voru Kristjana Áradóttir og Margrét Brandsdóttir, en hjá Ármanni var Guðrún Sverrisdóttir, f sérflokki. MÖRK FH: Kristjana 8, Svanhvft 4, Margrét 4, Katrfn 2, Sigrún 2, Sólveig 1, Pálfna 1. MÖRK ÁRMÁNNS: Guðrún 7, Erna 3, Jórunn 3, Ánna 2, Sigrfður Brynjólfsdóttir 2. ALDA SÚ EINA SEM FANN LEIÐINA í VALSMARKIÐ VALUR vann stórsigur yfir botnliðinu Breiðablik í 1. deild kvenna i handknattleik, þegar liðin mættust í Laugardalshöll á laugardaginn. Loka- tölur leiksins urðu 25:12, eftir að staðan hafði verið 11:6 í hálfleik. Valur er þvi örugglega í toppsætinu og uppgjörið milli Vals og Fram i lok mótsins verður vafalaust mjög spennandi. Um þennan leik þarf ekki að fjölyrða, hann var nánast einstefna. Gæðamunurinn á liðinu er mjög mikill og Alda Helgadóttir var sú eina í liði Breiðabliks, sem fann leiðina að marki Vals. Skoraði hún 9 af 12 mörkum liðsins, þar af öll 6 mörk liðsins i seinni hálfleik. Var hún langbezt í liðinu. Hjá Val áttu einna beztan leik Ragnheiður Lárusdóttir, Björg Guðmundsdóttir og Oddný Sigurðardóttir, en liðin var annars jafnt. Mörk Vals: Ragnheiður Lárusdóttir 5 (2v), Harpa Guðmundsdóttir 4, Oddný Sigurðardóttir 4 (lv), Björg Guðmundsdóttir 4 (2v), Ágústa Dúa Jónsdóttir 3, Björg Jónsdóttir 3, Elín Kristins- dóttir, Halldóra Magnúsdóttir eitt mark hvor. Mörk Breiðabliks: Alda Helgadóttir 9 (3v), Heiða Gunnarsdóttir, Hrefna Snæhólm og Sigur- borg Daðadóttir eitt mark hver. — SS. ÞRÍR ÁHORFENDUR BORGUÐU INN KR tryggði sér sigur, 9:8 á móti FH úr aukakasti á sfðustu sekúndum leiksins, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna f islandsmótinu f handknattleik á laugardaginn. Ekki komu margir áhorfendur f Laugardalshöll til þess að fylgjast með þessum ieik og þeim næsta á eftir, milli Vals og Breiða- bliks. Aðeins þrfr áhorfendur greiddu aðgangs- eyri að leikjunum! Leikur KR og FH var jafn til að byrja með en síðan seig KR fram úr og hafði t.d. yfir f hálfleik 6:4. En þegar leið á seinni hálfleikinn fóru FH- stúlkurnar að saxa á forystuna og rétt fyrir leiks- lok var staðan jöfn, 8:8. Á sfðustu sekúndum leiksins fékk KR aukakast og gerði Sigrún Sigtryggsdóttir sér lftið fyrir og skoraði beiní úr aukakastinu og tryggði KR þar með bæði stigin f þessum frekar slaka leik. í liði KR bar mest á þeim Sigrúnu Sig- tryggsdóttur, Hansfnu Melsted, Iljálmfrfði Jóhannsdóttur og markverðinum, Helgu Bach- man, en hjá FH var Kristjana Aradóttir atkvæða- mest. MÖRK KR: Hansfna Melsted 4, Sigrún Sig- tryggsdóttir 3, Hjálmfrfður Jóhannsdóttir 2. MÖRK FH: Kristjana Aradóttir 4, Svanhvft Magnúsdóttir 3. Ovænt mótstaöa Blikastúlkna MÓTSTAÐA Breiðabliksstúlknanna í leiknum við Fram i Garðahreppi á sunnudaginn var meiri en nokkur átti von á. Það var ekki fyrr en á loka- mínútum leiksins að Fram náði afgerandi forystu í leiknum, en loka- tölur urðu 21:17, Framliðinu í vil. í leikhléi var staðan 8:7 fyrir Fram. Breiðabliksliðið hefur tekið framför- um að undanförnu og munar þar mestu að Alda Helgadóttir er komin í sitt gamla form. Gerði hún 7 af mörkum Breiðabliks i leiknum og var áberandi bezt í liðinu. Af Framstúlkunum stóð Guðríður Guðjónsdóttir sig bezt og „vínklaskot“ hennar i lok leiksins settu Breiðablik út af laginu. Þá átti Oddný Sigsteinsdóttir góðan leik. Mörk Breiðabliks: Alda 6, Hrefna 4, Sigurborg 3, Heiða 3, Ester 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir, 7, Oddný 6, Jóhanna 3, Kristín 2, Stein- unn 1, Sylvia 1, Guðríður Halldórsdóttir 1- —áij ÞROTTUR VEITTIVÍK- INGUM HARÐA KEPPNI ÞRÓTTARAR veittu Víkingum svo sannarlega mótspyrnu I leik liðanna f 1. deildinni í gærkvöldi, en á sfSasta stundarfjórðungi leiksins gáfu Þróttarar eftir og Vfkingar sigruðu örugglega með 24 mörkum gegn 18. Eru Vfkingar því með forystuna f 1. deildinni, ásamt Val en bæði liðin eiga eftir tvo leiki í 1. deildinni Leika Vfkingar gegn FH annað kvöld f Hafnarfirði. Það voru Þróttarar. sem höfðu for- ystu er leið á fyrri hálfleikinn gegn Víkihgum og í leikhléi var staðan 9 8 Þrótti í vil Víkingar náðu forystunni hins vegar fljótlega í seinni hálfleikn- um, en Þróttur hélt í við Víkingana, allt þar til um 8 mínútur voru eftir af leiknum Breyttist staðan þá úr 17 16 fyrir Víkingi í 24 1 7 á stuttum tíma, en síðasta orðið i leiknum átti Konráð Jónsson, sem var yfirburðamaður í liði Þróttar að þessu sinni, 24 18 fyrir Víkinga. sem þannig sluppu með skrekkinn Af fastaliði Þróttar í vetur vantaði nú fjóra leikmehn og höfðu þeir Kristján Sigmundsson og Sveinlaugur Kristjánsson bætzt á forfallalistann frá því sem var á laugardaginn Var þvi sama lið Þróttar inn á mest allan leik- inn og var ekki að undra þótt liðið slakaði á í lokin, þar sem fæstir eru Þróttararnir i mikilli þjálfun Auk Kon- ráðs átti Sigurður Ragnarsson góðan leik i markinu. en í heildina var þetta leikur meðalmennskunnar Af Víkingunum var Þorbergur einna drýgstur, en Ólafur Einarsson gerði góða hluti i seinni hálfleiknum Þá var þáttur Rósmundar ekki lítill i seinni hálfleiknum, en í þeim fyrri sá hann varla knöttinn Björgvin Björgvinsson nýttist Vikingum litið i leiknum og aðeins örsjaldan var gefið á hann. Verður það þó að segjast að i seinni hálfleiknum var meiri hugsun i sóknar- leik Vikinga en að undanförnu í þess- um leik misnotuðu Þróttarar 4 vitaköst og munar um minna í jöfnum leik Víkingar nýttu hins vegar öll sin vitaköst og heyri það til tiðmda i þeim herbúðum KR vann Víking í 1. deild kvenna KR sigraði Víking örugglega í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Úrslit leiksins urðu 12:6 fyrir KR, en í leikhléi var staðan 8:2. t kvöld leika KR- stúlkurnar gegn Val í bikar- keppninni. Dómarar i leiknum voru Karl Jóhannsson og Gunnar Kjartansson og dæmdu vel IS/lörk Víkings: Ólafur Einarsson 9. Þorbergur Aðalsteinsson 5. Páll Björvinsson 2. Björgvin Björgvinsson 3. Viggó Sigurðsson 3, Jón Sigurðs- son 1. Ólafur Jónsson 1 Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 9, Halldór Bragason 2. Gunnar Gunnars- son 2. Bjarm Jónsson 1. Jóhann Frimannsson 2. Sigurður Svemsson 1 Rósnuindur Jónsson varði 2 vitaköst frá Halldóri Bragasyni og eitt frá Kon- ráð Jónssyni, auk þess átti Halldór vitakast i stöng Ólafi Jónssyni og Halldón Bragasyni var vikið af velli i 2 mínútur hvorum —áij. Ólafur Einarsson VtKINGUR: Rósmundur Jónsson 3, Björgvin Björgvinsson 2, Páll Björgvinsson 2, Erlendur Hermannsson 2, Ólafur Jónsson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Ólafur Einarsson, 3, Jón G. Sigurðs- son 1, Viggó Sigurðsson 2. ÞRÓTTUR: Sigurður Ragnarson 3, Halldór Bragason 2, Gunnar Gunnarsson 2, Jóhann Frfmannsson 1, Konráð Jónsson 3, Bjarni Jónsson 2, Sigurður Sveinsson 1, Haraldur Jónsson 1, Arni Svavarsson I. YFIRBURÐIR HJÁ ÍS- LENZKU LIÐUNUM í SENDIHERRAKffPNINNI Á laugardaginn voru sfðustu leikirnir í sendiherrabikarkeppninni leiknir og fóru leikar svo að bæði kvenna- og karlalið okkar unnu vallarliðin með miklum mun. Reykjavfkurúrval stúlknanna var alltaf betri aðilinn gegn vallarstúlkunum og það var aðeins spurning um það hve sigurinn yrði mikill og lauk leiknum með yfirburða sigri, 46 — 27 okkur f vil. Það voru þær Emelia Sigurðardðttir og Guðrún Bachmann sem voru atkvæðamestar f liði Reykjavfkurúrvalsins og skoruðu þær um heiming stiga liðsins. I.okaúrslit f kvennaflokknum urðu þvf þau að Reykjavfkurúrvalið vann 2 leiki en vallarstúlkurnar 1. Karlalandsliðið átti I dálitlum brösum með vallarliðið i fyrri hálfleik, sem var afar slakur, og virtist sem þreytu eða áhugaleysis væri farið að gæta hjá leikmönn- um, sem gerðu sig seka um margs konar mistök. Landsliðið hafði þó 9 stiga forystu i leikhléi, 34 — 25. Seinni hálfleikur bar svo af þeim fyrri eins og gull af eir og voru yfirburðir landsliðsins með ólik- indum og gekk allt upp sem reynt var og í lokin fengu þeir Torfi Magnússon og Bjarni Gunnar Sveinsson að leika í stöðu bak- varða og skiluðu þeir því hlut- verki með sóma enda hefur það lengi verið þeirra æðsti draumur að leika i þeirri stöðu. Lokatölur leiksins urðu svo 96 — 42, lands- liðinu í vil og vann það því seinni hálfleikinn með 62 stigum gegn 17 og eru það sjaldséðir yfirburð- ir. Með þessum yrirburðasigri lauk sendiherrabikarkeppninni með 5 — 0 vinningi landsliðinu i vil í karlaflokki. HG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.