Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 Á sjávarútvegsráðstefn- unni í Hnífsdal 27. marz s.I. var komið á hringborðs- umræðum að framsögu- erindum loknum. Bar þar margt á gómu eins og að lfkum Iætur bar málefni Vestfirðinga einna hæst. í Ijós kom, að menn óttast mjög erfiðleika, ef nauðsynlegt reynist að draga mjög úr þorskveið- um er líður á árið. Auk þeirra Matthíasar Bjarna- sonar, sjávarútvegsráð- herra, Kristjáns Ragnars- sonar, form. L.Í.O., dr. Björns Dagbjartssonar, forstjóra Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, dr. Jakobs Magnússonar fiski- fræðings, og Ingólfs Ing- ólfssonar fulltrúa, í Verð- iagsráði sjávarútvegsins, sátu eftirtaldir menn fyrir svörum: Halldór Hermannsson skipstjóri, Jón L. Arnalds ráðuneytis- stjóri, Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra og Þórður Eyþórsson fulltrúi í sjávar- útvegsráðuneytinu. Um- ræðustjóri við hringborðs- umræðurnar var Jón Páll Halldórsson framkvæmda- stjóri á ísafirði. Fyrstur til að leggja fram fyrirspurn var Theódór Norð- quist er spurði hvert yrði fram- haldið á leit að úthafsrækju, og vildi hann einnig fá að vila meira um kúffisk og hvers vegna rækjukvótínn væri ekki stækk- aður þegar um stóraukna rækju- gengd virtist að ræða, þar sem ástæða væri til að ætla að þorskurínn hefði tekið mikið af rækju fram til þessa, en eðlilega minnkað eftir því scm sá stofn hefði dregizt saman. Þá spurði Bolli Kjartansson bæjarstjóri á Isafirði hvort Vestfirðingar mættu eiga von á því, að fiski- skipaflotinn yrði stækkaður í haust, ennfremur spurði Bolli um frekari kynningu á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og menntun sérþjálfaðs starfsliðs í fiskvinnslunni. Þá spurði Konráð Eggertsson sjávarútvegsráðherra hvort ekki væri möguleiki á að láta rækjubátana fá algjöran vinnufrið frá t.d. 15. október til 1. marz og hvort sjávarútvegsráð- herra myndi samþykkja þessa til- lögu ef t.d. rækjusjómenn stækk- uðu möskva hjá sér í 40 mm. Fórum að tillögum fiskifræðinga Matthias Bjarnason varð fyrstur til að svara „Verðum að grípa tæki- færið núna og byggja þorskstofninn upp” - sagdi dr. Jakob Magnússon fiskifræding- ur á sjávarútvegsrádstefnunni í Hnífsdal spurningunum. Viðvikjandi spurningu Theódórs Norðquist sagði hann, að á þessu ári yrðu veittar 150 millj. kr til fiskileitar og haidið yrði áfram rækjuleit. Þá sagði ráðherra, að stefna ráðu- neytisins væri að fara eftir tillög- um fiskifræðinga þegar um rækjuveiði væri að ræða og svo yrði áfram. Þá sagði ráðherra, að aflabrögð togara og annarra skipa sem stunduðu þorskveiðar væru nú góð og því gæti farið svo að við næðum hámarksaflanum fyrr en varði, af þeim sökum gæti komið Marfas Þ. Guðmundsson til greina að draga þyrfti eitthvað úr veiðum t.d. togaranna seinni hluta ársins, en ef flotinn yrði algjörlega stöðvaður myndi það raska öllum spám um afkomu þjóðarbúsins. „Mesta vandaálið sem við eig- um nú við að etja eru frekari skipakaup erlendis frá. Það koma 2—3 beiðnir á dag, en eins og allir vita er skipastóllinn of stór.“ Þá sagði Matthías Bjarnason, að Konráð Eggertsson vildi að rækjusjómenn hefðu vinnufrið og vonandi yrði svo, en sjálfur myndi hann aldrei ganga I ber- högg við tillögur fiskifræðinga og láta siðan kenna sér um ef illa færi. Kúffiskvinnslan stendur ekki enn undir sér Nú svaraði Björn Dagbjartsson spurningunni um kúffiskinn og sagði að margar stærðir væru óþekktar i þessu máli. Sem stæði gæti hann ekki séð hvernig ein- takast innan tiðar, bæði væri sagt að við hefðum betra hráefni og ódýrara vinnuafl en annars staðar, en engu að síður hefði lagmetisiðnaðurinn barizt i bökkum s.l. 50 ár. Jakob Magnússon ræddi um, að eitt af rannsóknaskipunum myndi stunda rækjuleit af veru- legum krafti i sumar. Enn væri það spurning hve mikið rækju- gengdin hefði aukizt við það að þorsk- og grálúðustofnarnir hefðu minnkað. En engin sönnun á Konráð Eggertsson staklingar gætu farið út í þessar veiðar, þar sem komið hefði i ljós í fyrra, að enn gæti þessi veiði ekki staðið undir sér. Þá sagði hann, að það vantaði meiri sam- ræmingu i menntun fiskíðnaðar- fólks, þar væri kröftunum dreift. Hins vegar væru fyrstu nemendur fiskiðnaðarskólans nú komnir til starfa og ættu ugglaust eftir að spjara sig vel er þeir hefðu haslað sér völl á vinnu- markaðnum. Þá ræddi Björn um að nauðsynlegt væri að reyna að fullvinna betur grásleppuhrogn í kavíar hérlendis og hlyti það að menn gætu átt von á álika mikl- um rækjuafla við landgrunnið og fengizt hefur við Grænland. Theódór Norðquist spurði hvort komið hefði til tals að fá veiði- heimild á rækju við Grænland og Jón Páll Halldórsson spurði hvort loðnuveiðin væri farin að hafa áhrif á göngu þorsksins, þar sem hún virtist nú ekkert ganga að ráði á steinbitsmiðin fyrir vestan. Jakob Magnússon svaraði spurningu Jóns strax og sagði, að hann hefði ekki trú á því, að loðnuveiðin raskaði mikið veiði á steinbit, þar sem hún dræpist að mestu að lokinni hrygningu. Um mikla rækjuveiði í landsgrunns- kantinum sagði hann, að oft væri það svo, að þegar ný mið fyndust Þessir tóku þátt f hringborðsumræðunum t.f.v.: Dr. Jakob Magnússon, fiskifræðingur, dr. Björn Dagbjartsson forstjóri, Halldór Hermannsson skipstjóri, Kristján Ragnarsson form. L.I.Ó., Jón Páil Halidórsson framkvstj. sem stjórnaði umræðum, Matthfas Rjarnason sjávarútvegsráðherra, Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri, Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Þórður Eyþórsson fulltrúi og Ingólfur Ingólfsson form. Vélstjórafélags Isl. og fulltrúi f Verðlagsráði sjávarútvegsins. Theódór Norðquist stækkun rækjustofnsins væri enn fyrir hendi. Borgarastyrjöld Halldór Hermannsson sagði er hann tók til máls, að hann teldi að Islendingar yrðu ekki allir vinir í haust, ef farið yrði að tillögum L.I.C. og sagðist hann vona að svo vitlaus lög yrðu ekki sett, að upp- lausn yrði í landinu. Það hefði átt að byrja í ársbyrjun að takmarka veiðina. Snöggar ráðstafanir gætu orsakað borgarastyrjöld i landintr og enn hefði ekki verið hægt að takmarka netafjölda báta fyrir SV-landi, og ekki nóg með það, heldur væru sjómönnum og út- gerðarmönnum greiddar 64 kr. fyrir kilóið upp til hópa og þvi skipti engu máli hvernig fiskur- inn liti út þegar komið væri að landi. Kristján Ragnarsson benti á hve alvarlegt ástand þorskstofns- ins væri og sagði að eitthvað yrði að gera. Hann sagðist samþykkja þá skoðun Halldórs að fjölmargir bátar væru með alltof mörg net i sjó, en verið væri að kanna þetta núna. Þá benti Kristján á uppvöxt síldarstofnsins á síðustu árum, sem hefði eingöngu tekizt með friðun. Veröum að grípa tækifærið Jakob Magnússon benti á, að hrygningarstofn þorsksins væri nú aðeins 15% af því sem hann var er hann var stærstur og ef við gripum ekki tækifærið núna væri ekki hægt að byggja hann upp. Árgangarnir frá 1973 og 1974 væru það góðir, að vel ætti að vera hægt að byggja þorskstofn- inn upp. Pétur Bjarnason spurði hvort Kristján Jónsson fengist góð veiði, en siðan drægi úr henni. Menn ósammála Jón L. Arnalds sagði, að mögu- leiki væri til gagnkvæmra veiði- heimilda við E.B.E. og þá ekki síður á rækju við Grænland en á einhverjum öðrum fisktegundum, en þetta yrði að skoðast með öðr- um málum. Um margumrædda borgara- styrjöld á Islandi sagði Jón, að að væri ákaflega stór hópur manna, sem ekki væri sammála tillögum L.I.U. og vildi fara þá leið sem farin hefur verið, að loka svæðum og takmarka afla. Hins vegar væri ljóst, að ef farið væri að tillögum L.l.U. yrðu uppi háværar deilur milli landshlutanna. Það mætti heldur ekki gleyma því, að starfs- menn sjávarútvegsráðuneytisins stæðu alltaf i borgarastríði. Norð- lendingar vildu sífellt láta friða hrygningarfiskinn og svo vildu Sunnlendingar láta friða smá- fiskinn. Svona lituðust menn af veiðunum og héldu fram að þeirra veiðiaðferð væri bezt. Einar B. Ingvarsson tók næstur til máls og sagði að Sunn- lendingar yrðu að njóta einhvers sannmælis á Vestfjörðum og benti á að þorskveiðar með nót hefðu verið bannaðar fyrir Suðurlandi. Þásagðist hann hafa fengið staðfest, að um gífurlega ofveiði á rækju væri að ræða við Grænland og nú væri búið að ákveða kvóta þar, Grænlendingar yrðu þar látnir sitja i fyrirrúmi. Þá sagði hann að rækjuveiðin við A-Grænland væri aðeins talin vera 400—500 lestir á ári. Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði að í ráðuneyt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.