Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ 1977 25 Berlingske- deilan leyst Frá fréttaritaraMbl. í Kaupmannahöfn. FJÖGURRA og hálfs mánaðar deilu f Berlingske- útgáfufyrirtækinu er lokið með samkomulagi sem hefur náðst milli tæknistarfsmanna fyrir- tækisins og útgáf ustjórnarinnar. Samkvæmt samkomulaginu verður tæknistarfsmönnum fyrir- tækisins fækkað um fjórðung og gert er ráð fyrir því að Berlingske Tidende komi aftur út þriðju- daginn 21. júní. Tæknistarfsmennirnir sam^ þykktu samkomulagið með 541 at- kvæði gegn 124, en myndasmiðir komust að samkomulagi við út- gáfustjórnina í siðustu viku. Vinna við Billedbladet, sem fyrir- tækið gefur út, er því hafin. Eitt vandamál er enn óleyst, þar sem prentiðnaðarmenn vilja sjálfir raða niður á vaktir f tækni- deild fyrirtækisins. Útgáfustjórn- Grafinn 400 árum eftir dauða sinn Dragsholm, 16. júnf. Reuter. MARGRÉT Danadrottning hefur fyrirskipað að þriðji eiginmaður Maríu Skota- drottningar fái viðeigandi út- för, um 400 árum eftir dauða hans. Smurt lfk James, jarls af Bothwell, sem gekk að eiga Marfu 1567, hefur verið til sýn- is f glerkassa f Fárevejle- kirkju f Dragsholm á Nroð- austur-Sjálandi f nokkur ár. Nýlega hafa komið fram mótmæli á þá leið að það sé ekki viðeigandi að sýna llkið þannig svo að Margrét drottn- ing ákvað að jarlinn skyldi fá viðeignandi útför. Myndir af lfkinu verða til sýnis þegar það hefur verið f jarlægt. Bothwell var almennt grun- aður um að hafa skipulagt morðið á öðrum eiginmanni Maríu, Darnley lávarði, og skömmu eftir brúðkaupið flæmdu skozkir aðalsmenn hann i útlegð. Hann lézt i Dragsholmkastala 1578. Maria var neydd til að leggja niður völd og eftir flótta til Englands var hún tekin af lífi samkvæmt skipun frænku hennar, Elísa- betar drottningar, 1578. Silkin róar fiskimenn London, 16. júnf. VI- JOHN Silkin, landbúnaðarráð- herra Breta, hét þvf f dag að brezka stjórnin gerði allt sem f hennar valdi stæði til að tryggja brezkum fiskimönnum viðunandi kjör f væntanlegum viðræðum Efnahagsbandalagsins um fisk- veiðimál. Hann sagði I ræðu við setningu fiskveiðisýningar á Norðaustur Englandi að baráttan fyrir viður- kenningu EBE á sérstöðu Breta ætti ennþá langt i land. Silkin sagði að sjávarútvegsráð- herrar EBE kæmu saman til fundar I Luxemborg 27. júni til að ræða fiskveiðimál, aðallega fram- tið fiskveiðistefnu bandalagsins og verndun sildarstofnsins. Hann kvaðst vona að sjávarútvegurinn I Bretlandi gerði sér þess grein að stjórnin skildi vel ugg manna um framtíð hans. Hann sagði að stjórnin gerði allt sem I hennar valdi stæði til að tryggja við- unandi lausn, en það væri ekki auðvelt verk. in hafði óskað eftir þvi að fá að raða niður á vaktirnar, en þetta mál er talið ómerkilegt og búizt er við að útgáfustjórnin fallizt á kröfu tæknistarfsmannanna. Deilan við Berlingske Hus hófst 30. janúar þegar 1.000 prentiðnað- armönnum var sagt upp þar sem þeir neituðu að sætta sig við nýtt vinnuhagræðingarfyrirkomulag. Þeir voru reknir I marz þar sem þeir höfðu að engu þrjá úrskurði vinnudómstóls um að þeir ættu að hefja aftur vinnu. Brottreksturinn hafði i för með sér þriggja vikna prentaraverk- fall og leiddi til mikilla götu- óeirða þegar útgáfustjórnin reyndi að koma út sérstökum neyðarútgáfum án hjálpar prent- iðnaðarmanna. Samningurinn sem nú hefur verið gerður fylgir I kjölfar rammasamnings sem samkomu- lag tókst um i síðasta mánuði. Hjalpartækin vi8 kennsluna. Námskeið í blástursaðferðinni Reykjavikurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiðum l blástursaðferðinni svokölluðu, sem bjargað hefur mörgum mannsltfum á stðustu árum, en ástæðan fyrir þvt að námskeiðið er nú haldið er að I hönd fer sá timi sem fólk er farið að stunda veiðar bæði I ám og vötnum auk ým- issa íþrótta sem tengdar eru sjó- og vatnasvæðum, svo að nauðsynlegt er að fólk kunni að bregðast við ef slys og óhöpp ber að höndum Við kennsluna verða notuð hjálpartæki. kennsluirkön. sem nemendur fá tækifæri til að æfa sig á. en kennarar eru Jón Oddgeir Jónsson og Guðrún F. Holt Námskeið- in eru stutt, eitt kvöld og ætluð 12—15 manna hópum I senn, og verða þar einungis kenndar lifgunartil- raunir með blástursaðferðinni Allar frekari upplýsingar um námskeiðin eru veittar á skrifstofu Reykjavíkurdeildar RKÍ. 1 síma 28222 Formaður Reykja- vikurdeildarinnar er Ragnheiður Guð- mundsdóttir læknir. Frú Lilja Eylands er látin FRU Lilja Eylands, kona séra Valdimars J. Eylands, andaðist á spitala í Grafton I Norður-Dakota aðfararnótt 14. júni s.I. Þau eru þekkt fyrir kirkjulegt starf í Kan- ada, þar sem séra Valdimar var prestur Fyrstu lúthersku kirkj- unnar í Winnipeg um áratuga skeið, og var auk þess forseti is- lenzka kirkjufélagsins og þjóó- ræknisfélagsins. Frú Lilja hefur ekki verið heil heilsu undanfarin ár, en hefur ætiö staðið við hlið manns síns af miklum dugnaði og veitt starfi hans allan þann stuðn- ing, sem hægt var. Séra Valdimar var nýkominn til íslands, þegar fregnin barst um ándlát konu hans og fór hann þegar í stað vestur aftur. Frú Lilja Eylands var fædd og uppal- in I Uppham I Norður-Dakota og hét upphaflega Lilja Johnson. Hún verður jarðsett frá Fyrstu lúthersku kirkjunni i Winnipeg. Ajko AWllsrit helgað Kristjánl Eldjáni er nú komin út, og geta áskrifendur í Reykjavík og nágrenni vitjað bókarinnar hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Þessi stórglæsilega bók er tæpar 600 blaðsíður og prýdd um 150 myndum. Þar er að finna 42 greinar eftir jafnmarga fræðimenn, íslenska og erlenda. Viðfangsefni höfunda eru fornleifafræði, bókmenntir, málfræði, ömefnarannsóknir o.fl. í þessu fjölbreytta riti finna allir lestrarefni við sitt hæfi. Afgreiðsla og sala er hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Vissara er að tryggja sér eintak sem allra fyrst, því að upplag er mjög takmarkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.