Morgunblaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ 1977
15
Og sá hugsunarháttur að djöflast bara
áfram meðan eitthvað er að hafa, hvað
sem það kostar af undirmálsfiski og
drasli, hann er alveg búinn að vera. Það
er orðið mjög algengt að við förum ótil-
kvaddir úr smáfiski.
Hitt er annað, að ég held að þessar
löngu lokanir séu varhugaverðar, þvi
þær binda skipin of mikið og beina þeim
oft í verri fisk en vera þyrfti.“
— En er ekki nauðsynlegt að alfriða
þessi svæði fyrir togveiðunum til að
fiskurinn nái sér upp?
„Hér fyrir Norðurlandi hefur alltaf
verið blandaður fiskur. Aldrei stór-
þorskur. Hér eru fyrst og fremst upp-
eldisstöðvar og á slíkum stöðum á að
beita skyndilokunum, en ekki loka fyrir
fullt og fast.
Glæpuf að henda Hfrinni
Það er verið að tala um eitthvert milli-
bilsástand i þorskinum hérna. En þetta
verður alltaf svona, blandaður fiskur,
stundum ágætur og stundum afleitur.
Það er sjálfsagt að drepa sem minnst af
smáfiskinum og þvi eru skyndilokanir
góðar, en lokun á aðeins við meðan smá-
fiskurinn gengur yfir.
— En það er fleiru hent en fiski.
„Já. Það er hróplegt, hvað miklu af
þessu er hent til baka í sjóinn.
Hugsaðu þér alla lifrina. Það þarf eng-
an reiknimeistara til að sjá i henni verð-
mæti upp á milljónir og aftur milljónir.
Eg trúi bara ekki öðru en að á þessari
tækniöld sé hægt að finna hagkvæma
lausn á þessu.
Þetta fyndist mér að mætti segja að
jaðraði við glæp. En þessir fiskar, sem
kastað er. Þeir eru ekkert sem nemur."
— Telur þú, að við séum þegar búnir að
gera nægar ráðstafanir I fiskveiðimál-
unum?
„Eg veit nú sannast sagna ekki, hvað
ætti að gera fleira. Þessar ráðstafanir
eru svo nýtilkomnar, að við getum engan
veginn búizt við þvf að sjá raunhæfan
árangur strax.
Hins vegar hljótum við að vera vissir
um að útfærsla landhelginnar og brott-
hvarf Bretans séu stórkostlegir hlutir og
að þetta hljóti allt að skila sér, þótt það
kunni að taka nokkur ár, þar til árangur-
inn sýnir sig.“
— En hvað með eftirlit?
„Það tel ég að þyrfti að auka með
öllum flotanum. Það þarf ekki síður að
vakta litlu bátana en þá stóru. Og varla
er nema von, að okkur togaramönnum
sárni, þegar við fréttum um báta með
ólöglega riða uppi í landsteinum."
— Hvgr er þfn skoðun á stærð flotans?
„Það er nú margt, sem spilar inn í það
dæmið. Eitt er það, að afkastagetan er
alltaf að aukast i landi. Þar sem einn
skuttogari var nóg fyrir 5 árum eða svo,
dugar hann ekki lengur. Um þetta eru
mýmörg dæmi. Við getum bara séð hér á
Ólafsfirði. Nú er svo komið að þessir
tveir skuttogarar duga ekki til að halda
uppi stöðugri atvinnu."
— En hvað þá með kvóta?
Vará irerst þannig aó ór 10
tonnum var háifu hent
„Því skyldi kvóti ekki geta gefizt vel á
þorski, eins og öðru? Annars er ég nú
ekki viss um, að ástandið sé eins svart og
margir vilja láta það vera. En það _er
sjálfsagt að gæta sín.
Hins vegar getur kvóti reynzt skut-
skipunum erfiður, því þau hafa ekki í
annan,fisk að venda. Það má náttúrlega
kalla galla á sérhæfingunni.
En ég segi fyrir mig, að kvótinn freist-
ar mín ekki. Ég óttast, að honum fylgi
það, að þá verði engir toppmenn til.“
Og.Ólafur, sem sjálfur hefur verið
toppmaður í áratugi, horfir hugsi útum
gluggann.
— Gætirðu ekki hugsað þér að stunda
sjóinn þannig?
„Þegar að engu verður raunverulega
að keppa? Nei, ætli ég hætti ekki um það
leyti, sem mér verður gert að vinna bara
á sjónum og hætta að fiska. Ég held það.
Þeir verða þá ef til vill einhverjir sem
vilja dunda sér við þetta.
En ekki ég.“
Brýnna að tryggja það sem gert
er, en leggja hausinn í bleyti til
að f inna ný boð og bönn
— segir Guðjón Jónsson, bátsmaður á Sólbergi frá Olafsfirði
4
„Ég hef nú aldrei lent I því öll mín ár á
togurum að ekki hafi einhverju verið
hent í sjóinn aftur. En þetta eru svo
sárafá prósent f heildina, að þau taka
varla tali,“ segir Guðjón Jónsson, báts-
maður á skuttogaranum Sólbergi frá
Ólafsfirði, þegar vib tökum tal saman í
brekkunni fyrir ofan sundlaugina þar.
Þetta er á sjómannadaginn og þeir eru
að þreyta stakkasund í lauginni. Það eru
annars hrein öfugmæli að tala um frídag
sjómanna, eins og ræðumaður dagsins
bendir á. Þeim er att í kappróður, kapp-
sund og knattspyrnu og sárþreyttir og
oft með harðsperrur ganga þeir í dans að
kvöldi. Ég sé að orð ræðumanns um að
þessu verði snúið við og landfólkið
skemmti sjómönnum þennan dag falla í
góðan jarðveg meðal viðstaddra.
„Þetta er orðinn geysilegur munur frá
þvl ég fór fyrst á togara," segir Guðjón.
„Það má heita innivinna á þessum skut-
togurum og öll hætta er miklu minni.
Sjómenn hafa breytt sinni
afstöðu iíka
Veistu það. Ég held bara, að mér finn-
ist stærsta framfaraskrefið hafa verið
það, þegar ég komst f bað um borð f
fyrsta skipti. Ég held að ekkert eftir það
hafi valdið mér meiri undrun og
ánægju."
— En þú varst að tala um úrkastið?
„Blessaður vertu. Það er miklu minna
hent frá borði nú en áður var hér fyrir
norðan.
Við sjómenn höfum breytt okkar af-
stöðu ekki sfður en þessir friðunarfuglar
f landi, sem afltaf eru að bölsótast f
okkar garð. En við höfum bara gert það
þegjandi og hfjóðalaust úti í sjó. Ég held
að þú finnir engan togarasjómann, sem
ekki er fylgjandi stærri möskva, eins og
nú er, og þessum skyndilokunum.
Og það er orðið talsvert algengt að
menn fari af miðum ótilkvaddir, þegar
fiskurinn verður smár.“
— En hvað með aðrar lokanir?
„Ja. Það er nú svo merkilegur and-
skoti, að þegar lokað er fyrir togið hér
nyrðra, er eins og aldrei megi opna aft-
ur. Sjáðu svæðið við Kolbeinsey. Og
Reykjaálinn. Þar var lokað á okkur fyrir
tveimur árum, en síðan hafa menn feng-
ið þar góðan fisk á lfnu og handfæri. Og
taktu eftir því að það er engin friðun, að
banna bara togveiðar, en leyfa öfl önnur
veiðarfæri á eitthvert svæði.
Jafnvel með skyndilokanirnar eru þeir
oft seinir að opna aftur. Það er sjálfsagt
að loka, þegar smáfiskgusurnar ganga
yfir, en það þarf að fylgjast nánar með
þessu. Það er eins og menn efist eitthvað
um það að fiskurinn sé syndur, þegar við
togararnir erum annars vegar.“ .
— Þú sagðir áðan, að úrkastið væri
ekki nefnandi. Nú hafa verið nefnd
hundruð tonna...
...Elskan mfn góða. Ég hef aldrei séð
slfkt á skuttogara. Ég var nú þarna fyrir
vestan um áramótin og þetta var skin-
andi fiskur. Við fengum 20 tonn f sfðasta
holinu og mátti heita eingöngu stórfisk-
ur. Undirmálsfiskurinn var sáralítið
magn.“
— Og honum hent?
„Já. Honum var hent.“
— Hvað Var það mikið?
„Þetta voru örfá tonn í heildina í
Örfá tonn í heiidina
sem hent er
Guðjón Jónsson
mesta lagi. Ég segi það alveg satt, þetta
var ekki meira.
En ég get sagt þér ýmsar sögur af þvf
að teljandi*magni var hent f sjóinn aftur.
Tittirnir s/eppa siður út,
þegar mikitt afii er
Morgunblaðið
ræðir við
sjómenn
á Ólafsfirði;
Texti:
Freysteinn
Jóhannsson
Vissulega megum við sjómenn nú naga
okkur f handarbökin fyrir allan þann
smáfisk, sem við höfum drepið, og undir-
málsfisk, sem við höfum veitt og hent.
Þetta vitum við núna.
Og ég skal gefa þér eitt dæmi. Ég var
einu sinni við Vestmannaeyjar og við
fengum 39 tonn af ýsu. Ætli við höfum
hirt nema 5—6 tonn. Þetta er að vísu
Ekki óiögieg veiðarfæri
svolítið hrikalegt dæmi, þó ekkert eins-
dæmi. En þessi ósköp eru liðin tíð.“
— En hvernig stendur á þvf að þið
eruð enn að henda undirmálsfiski?
„Það kemur, þegar mikill afli er. Þá
hefdur þetta aflt betur og smátittirnir
sleppa ekki út, þótt möskvinn sé stór.“
— Getur það þá ekki oft orkað tvfmæl-
is, hvað gera skal f blönduðum fiski?
Það koma mjög oft blandaðar súpur,
sem geta reynzt tvfbentar. Auðvitað
hugsar hver um að ná i það, sem hann
getur. En ég hefd nú að flestir hætti i
tíma.
Annars verða menn bara að treysta þvf
að við séum skárri að innrætinu en
verstu tungurnar segja nú. Og ég veit
ekki betur en að eftirlitsmennirnir séu
samvizkusamir f sínum störfum. Hins
vegar þarf enginn að blekkja sig með því
að aldrei komi til smáfiskadráps eða að
aldrei fáis þeir tittir, að þeim sé hent
fyrir borð aftur. Þetta er óhjákvæmifegt.
En að tala um hundruð tonna hjá einum
togara. Það eru svona álíka öfgar á hinn
veginn, eins og að segja aldrei, ekki
neitt.
En vissulega er til ein leið, ef menn
treysta ekki treysta okkur til að stunda
sjóinn með sæmilegum drengskap. Þá er
bara að leggja flotanum og koma okkur
fyrir í álverum og járnblendiverksmiðj-
um.
— Tafandi um það. Nú hefur verið
rætt um stöðva flotann einhvern ákveð-
inn tíma.
„I mínum huga er of margt, sem mælir
Eigum að hætta aó
fiytja skip inn í iandið
á móti þvi. Ég held að myndu skapast
óleysanleg vandamál, ef það ætti að
stöðva yfir alla línuna í einu.'*
— En einhverjar aðrar aðgerðir?
Ég held að við ættum að láta staðar
numið i bili og sjá, hvaö verður. Ég hef
þá trú að nóg sé gert, en hins vegar má
vel auka allt eftirlit. Það er brýnna að
tryggja það sem gert hefur verið en
leggja hausinn í bleyti eftir fleiri boðum
og bönnum.
Eitt er það þó, sem ég tel að við eigum
að gera. Og það strax, Við eigum að
hætta að flytja skip inn f landið. Með
slikri ákvörðun held ég aö allt sé komið."
— Nú hefur lfka verið talað um ólög-
leg veiðarfæri togara.
„Ég hef nú talað við þig f hreinskilni í
dag. Margt hef ég séð og heyrt.' En
ólögleg veiðarfæri hef ég aldrei séð i
togara né heldur heyrt um svo ég taki
mark á.“
Og það stóð á endum, að þegar við
Guðjón lukum spjallinu, þá voru sjó-
menn komnir á völlinn til á keppa í
fótbolta — á frídegi sjómanna.